Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 42
14 2.–6. ágúst 2013 Verslunarmannahelgin Eitthvað fyrir alla um helgina n Hátíðir í öllum landshornum n Fjölskyldustemning á hávegum höfð Þ að ættu allir að geta fundið eitthvað að gera við sitt hæfi um verslunarmanna­ helgina, en fjölmargar há­ tíðir fara fram í flestum landshornum. Stærstu hátíðirnar eru án efa Þjóðhátíð í Vestmanna­ eyjum og Ein með öllu á Akureyri. Þá hefur Mýrarboltinn á Ísafirði einnig verið að sækja í sig veðrið og þar verður örugglega margt um manninn. Unglingalandsmót UMFÍ sem í ár verður haldið á Höfn í Hornafirði verður eflaust líka fjölmennt líkt og undanfarin ár. Þeir sem leggja ekki í svona stór­ ar hátíðir þurfa þó ekki að örvænta því margar minni hátíðir eru einnig í boði. Vímulausar hátíðir Að minnsta kosti tvær hátíðir eru haldnar um helgina þar sem lögð er áhersla á skemmtun án áfeng­ is. Það eru Sæludagar í Vatnaskógi og Edrúhátíð SÁÁ í Laugalandi. Á báðum stöðum er boðið upp á fjöl­ breytta dagskrá fyrir alla aldurshópa. Dagskráin á Edrúhátíðinni er bæði af andlegum og líkamalegum toga. Þar er meðal annars boðið upp á 12 spora fundi, hugleiðslu, jóga, tón­ leika og listasmiðjur. Á Sæludögum er einnig af mörgu að taka. En mark­ mið hátíðarinnar er að skapa heil­ brigða og eftirsóknarverða hátíð sem höfðar til allra aldurshópa. Elsta hátíðin Þjóðhátíð í Eyjum er sú hátíð sem á sér hvað lengsta sögu, en hún er arf­ ur frá árinu 1874. Reynt hefur verið að halda í gamlar hefðir í kringum hátíðina og margir sækja aftur og aft­ ur í það sem þeir þekkja. Þjóðhátíð verður sett á föstudag klukkan 14.30 og í kjölfarið verður nánast samfelld dagskrá fram á mánudagsmorgun. Hápunkturinn er án nokkurs vafa brekkusöngurinn á sunnudags­ kvöldinu og blysin sem tendruð eru í kjölfarið. Eitt blys fyrir hverja Þjóð­ hátíð sem haldin hefur verið. Stemning á Norðurlandi Hátíðin Ein með öllu á Akureyri var sett á fimmtudag og mun standa yfir alla helgina. Hápunkturinn er lokatónleikar og flugeldasýning á sunnudagskvöldinu. Síldarævintýrið á Siglufirði hefur verið að festa sig í sessi sem menn­ ingarleg fjölskylduhátíð um versl­ unarmannahelgina. En þar er lögð mikil áhersla á að listamenn í heimabyggð fái að láta ljós sitt skína. Siglfirðingar eru búnir að vera að hita upp fyrir hátíðina í heila viku með Síldardögum, svo það má ætla að mikið fjör verði sé í bænum. Stuð í borginni Miðbæjarrottur og latte lepjandi lopatreflar sem geta ekki hugsað sér að fara út á land geta fengið ýmis­ legt fyrir sinn snúð í höfuðborginni. Tónlistarhátíðin Innipúkinn fer fram í tólfta skiptið nú um verslun­ armannahelgina. Aðaldagskráin verður á skemmtistaðnum Faktorý, en þetta er næstsíðasta tónleika­ helgi staðarins sem lokað verður um miðjan ágúst. Tónlistarmenn sem koma fram eru meðal annars Steed Lord, Botnleðja og Valdimar. Steinsnar frá Reykjavík Fyrir þá sem vilja skreppa í fjöl­ skyldustemningu skammt frá höfuð­ borginni eru Færeyskir fjölskyldu­ dagar á Stokkseyri skemmtilegur valkostur. Þar verður boðið upp á ýmsa afþreyingu alla helgina með færeysku ívafi. Aðgangur er ókeypis á fjölda atburða. Ýmislegt verður einnig um að vera á Flúðum en hápunktur helg­ arinnar er án vafa traktorstorfæran sem fer fram á laugardag klukkan 14.00. n solrun@dv.is 1 Ein með öllu Akureyri Vinir Akureyrar standa fyrir hátíðinni í samvinnu við Akureyrarbæ. Lögð er áhersla að skapa skemmtilega fjölskyldustemningu í bænum þar sem bæjarbúar og gestir gleðjast saman. Fastir dagskrárliðir eru meðal annars Fimmtudagsfílingur, Kirkjutröppuhlaup- ið og góðgerðauppboð á möffinskökum. 2 Færeyskir dagar á Stokkseyri Hátíðin verður haldin dagana 1.–5. ágúst. Eins og nafnið gefur til kynna svífur andi Færeyja yfir vötnum og verð- ur meðal annars boðið upp á færeyska tónlist, sagðar sögur frá Færeyjum og smökkun á skerpukjöti. Ókeypis er á fjölda viðburða. 3 Edrúhátíð SÁÁ í Laugalandi Vímulaus hátíð SÁÁ fer nú fram í annað skiptið. Dagskráin er af líkamlegum og andlegum toga en á svæðinu fara meðal annars fram 12 spora fundir og hugleiðsla. Þá verður einnig boðið upp á dans og tónleika. 4 Fjölskylduhelgi á Úlfljótsvatni Fjölskyldumiðuð dagskrá er í boði á Úlfljótsvatni um helgina. Meðal annars er boðið upp á báta, klifurturn og vatnasafarí. Sérstaklega er tekið fram að kyrrð eigi að vera komin á tjaldsvæð- ið um miðnætti og ölvun er ekki leyfileg. 5 Innipúkinn Reykjavík Boðið verður upp á veglega tónlistar- veislu á Innipúkanum sem haldinn er í tólfta skipti. Tónleikahald fer fram á föstudags- og laugardagskvöld. Ýmis- legt annað verður til gamans gert, líkt og vatnsbyssustríð í Hjartagarðinum. 6 Mýrarboltinn Ísafirði Hörð keppni fer fram í Mýrarbolta á Ísafirði. Vinahópar taka sig gjarnan saman og mynda lið, en einstaklingar geta einnig tekið þátt með svokölluðum skrapliðum. 18 ára aldurstakmark er í Mýrarboltann. Fyrir partíþyrsta er svo boðið upp á böll á kvöldin. 7 Neistaflug Neskaupstað Á Neistaflugi er lögð áhersla á að fjölskyldan skemmti sér saman. Hátíðin er haldin í 21. skipti í ár og er í stanslausri þróun. Fjölbreytt skemmtun er í boði fyrir alla fjölskylduna. 8 Sæludagar í Vatnaskógi Skógarmenn KFUM ásamt KFUM og KFUK á Íslandi standa fyrir fjölskyldu- hátíðinni Sæludögum. Um er að ræða áhugaverðan kost fyrir þá sem kjósa að skemmta sér án vímuefna. 9 Síldarævintýri á Siglufirði Siglfirðingar bjóða upp á Síldarævintýri um verslunarmannahelgina. Þar er lögð sérstök áhersla á að listamenn í heimabyggð fái að njóta sín. Bærinn fær þó einnig til liðs við sig utanbæjarlista- menn sem leggja sitt af mörkum til að halda uppi stemningu. 10 Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum Þjóðhátíð í Eyjum er nú haldin í 139. skipti og hefur fest sig í sessi sem elsta útihátíð landsins. Fjölbreyttur hópur sækir Eyjamenn heim um helgina og nýtur fjölbreyttrar dagskrár sem boðið er upp á. 12 Traktors- torfæra Flúðum Dagskrá verður alla helgina á Flúðum og þær gleðifréttir hafa borist að traktors- torfæran verði á sínum stað. 13 Kotmót í Fljótshlíð Kotmót Hvítasunnusafnaðarins verður haldið í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð um helgina. Um er að ræða kristilega hátíð þar sem lögð verður áhersla á bænir, lofgjörð og haldnar verða samkomur. Ýmislegt fleira verður í boði, eins og varðeldur og tónleikar. 11 Unglingalandsmót UMFÍ á Hornafirði Unglingalandsmótið er haldið í annað sinn á Hornafirði í glæsilegum íþróttamannvirkj- um á staðnum. Á daginn er keppt í hinum ýmsu íþróttagreinum en á kvöldin er boðið upp á kvöldvökur og ýmis skemmtiatriði. 32 10 4 12 13 11 8 9 7 6 13 1 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.