Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Side 45
Fólk 29Helgarblað 2.–6. ágúst 2013 ertu bara í rútínuvinnu í mjög óeðli­ legu umhverfi. Það hefur áhrif á fólk. Þetta er náttúrulega ekki með nokkrum hætti eðlilegt líf. Fólk sem er hérna of lengi á það til að draga sig svolítið mikið inn í sjálft sig. Því finnst ekki lengur taka því að kynnast neinum af því að fólk er alltaf að koma og fara. Þannig að það er mjög mikið eitt með sjálfu sér. Og svo fer það heim og lifir á sex vikna fresti. Mér finnst fólk verða svolítið skrítið af þessu.“ Þannig að þú munt ekki vera hérna í sex til tíu ár? „Nei“ segir Ingibjörg og hlær. „Ég verð alla vega fram í nóvember og þá eru komin tvö ár. Svo sé ég til hvað verð­ ur eftir það. Það togast svolítið á í mér. Annars vegar finnst mér spennandi að vera hérna fram yfir forsetakosningarn­ ar í apríl. Af því að þetta eru auðvitað merkilegir tímar. En hins vegar – og mörgum finnst skrítið þegar ég segi það sem Íslendingur – finnst mér veturnir hérna erfiðir. Af því að það er kalt hérna og það snjóar og það er alvöru vetur en það er svo mikil drulla. Heima, þá er birta af snjó, tungli og stjörnum en hér er einhvern veginn bara ryk og drulla og svona grámygla.“ Þingkonur verða fyrir árásum UN Women sinnir ýmsum verkefnum í Afganistan, en stofnunin vinnur meðal annars að því að byggja upp þekkingu inni í stjórnkerfinu á því hvernig eigi að vinna að jafnréttismálum. Þá styð­ ur stofnunin meðal annars við bakið á tíu kvennaathvörfum. Í tíð Ingibjargar hefur meðal annars verið unnið að því að hjálpa hagstofunni í Afganistan við að safna upplýsingum sem eru kynja­ aðgreinanlegar. „Þannig að það sé hægt að skoða alla tölfræði út frá konum og körlum. Slíkar upplýsingar voru hvergi til staðar. Þannig að við erum að byggja upp þá þekkingu líka.“ Ingibjörg segir UN Women líka leggja mikla áherslu á að efla konur pólitískt. „Við reynum að tryggja það að konur eigi aðkomu að ákvarð­ anatöku. Þar spila kosningar auðvit­ að mjög stórt hlutverk en það eru for­ seta­ og sveitastjórnarkosningar hérna á næsta ári og þingkosningar árið 2015. Við munum, í þeim kosningum, reyna að tryggja að konur geti kosið en það er langt í frá að þær geti það alltaf.“ Þá skipti líka miklu máli að konur séu í framboði og að kvenréttindi séu á dag­ skrá í kosningabaráttunni. „Við rekum meðal annars miðstöð inni í þinginu til þess að styðja við bakið á þingkonum í þeirra starfi. Þar kenn­ um við þeim að skoða lög út frá þessu kynjasjónarhorni og aðstoðum þær eftir bestu getu.“ Ingibjörg segir að konur eigi oft erfitt uppdráttar á afganska þinginu. „Já, þær verða fyrir miklum árásum. Það er ráðist á þær með svívirðingum í þingsalnum og það setur þær í varnar­ stöðu. Þær þurfa heilmikinn stuðning og við þurfum að gera meira en við höf­ um gert.“ Menning refsileysis Hún segir stjórnmálaástandið í landinu ekki auðvelda konum að koma nýjar inn á þing. Menning refsileysis hafi fengið að ríkja í landinu í þau þrjátíu ár sem stríð hefur geisað. „Það er eitt sem er svo sérkennilegt hérna. Mannslífið skiptir svo litlu máli. Maður er alltaf að heyra um einhvern ágreining sem átti sér stað þar sem menn drápu bara þann sem þeir voru að deila við. Eins og það sé bara þægi­ legasta útleiðin að losa sig við þennan andskota af því að hann er eitthvað að angra mann.“ Hún segir þetta tengjast því að fjöl­ margir stríðsherranna frá tímum Muja­ heedin borgarastríðsins gangi enn þá um götur og sitji meðal annars á þingi. „Allt eru þetta menn sem eru með blóðugar hendur, sem frömdu fjöld­ ann allan af stríðsglæpum sem ættu heima fyrir alþjóðadómstólum. Þeir ganga enn þá hér um og eru áhrifa­ menn í samfélaginu. Sumir eru nán­ ustu stuðningsmenn Karzai og aðr­ ir eru náttúrulega eins og hverjir aðrir málaliðar og fylgja þeim sem völdin hafa hverju sinni. Þannig að ef þeim leyfist þetta, hvers vegna skyldi þá ekki hinum leyfast það líka? Af hverju skyldi þá einhverjum öðrum vera refsað fyrir nauðganir eða gripdeildir eða hvað það nú er?“ Verkefninu að ljúka Ingibjörg segir að skrifstofa eins og UN Women þurfi réttar manneskjur á rétt­ um tíma, og að nú líði henni svolítið eins og hennar tíma hér sé að ljúka. „Ég vann í því að koma skrifstofunni hér í Afganistan af stað aftur eftir það sem á undan hafði gengið.“ Hún telur að sú reynsla sem hún hafði, meðal annars úr kvennabaráttunni á Íslandi og úr stjórnmálum, hafi verið henni afar dýrmæt hér. „Ég held að það að ég hafi pólitískan bakgrunn og pólitíska reynslu hafi skipt miklu máli í þessu umhverfi hér. Og þá einmitt þegar kom að því að byggja upp orðspor UN Women hér í Afganistan.“ En Ingibjörg segist ekki vera UN manneskja: „Ég hef ekki fengið þjálf­ un og reynslu í Sameinuðu þjóða kerf­ inu. Einhver svoleiðis manneskja væri miklu betri en ég til þess að rúlla þessu batteríi áfram upp frá þessum tíma­ punkti,“ segir Ingibjörg. „Við erum Vaknaði við sprengingar í Kabúl Ingibjörg Sólrún Ingibjörg vinnur sex daga vikunnar en ver- kefni hennar snúa að því að bæta stöðu kvenna í Afganistan. MyndIr: Jón BJarkI „Ég hringdi í öryggis- vörðinn okkar og hann sagði bara: „Bönker!”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.