Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Síða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Síða 51
Helvíti á jörðu 35Helgarblað 2.–6. ágúst 2013 morð játaði Svíinn Sture Bergwall á sig. Bergwall, sem er 63 ára, hét áður Thomas Quick og var talinn versti raðmorðingi Norðurlandanna. Hann játaði á sig morðin á árunum 1976 til 1988 og var dæmdur til lífstíðarvistar á réttar- geðdeild árið 2000 fyrir þau. Dómarnir byggðust á játningum hans en hann dró þær til baka í desember 2008 og í apríl í fyrra var ákveðið að taka mál hans upp á nýjan leik. Frá þeim tíma hefur hann verið sýknaður af morðunum átta. Bergwall játaði á sínum tíma að hafa framið morðin átta auk rúmlega tuttugu annarra morða í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi.8 n Roch „Moïse“ Thériault hafði sannfæringarkraft n Stofnaði sértrúarsöfnuð R och „Moïse“ Thériault fæddist 16. maí 1947 í Sagu- enay-dal í Quebec-fylki í Kanada. Hann var talinn all gáfaður en hætti í skóla í 7. bekk og hóf að stúdera Gamla testamentið af miklum móð. Taldi Roch að heimsendir væri í nánd og yrði tilkominn vegna baráttu góðs og ills. Roch gerðist sjálfskipaður spá- maður og blandaði heilbrigðum lífs stíl inn í trúna; lífsstíl heilbrigðs matar æðis án neyslu tóbaks. Inn- an skamms gerði hann sér grein fyrir áhrifamætti sínum og honum tókst að telja hóp fólks á að hætta í vinnunni og yfirgefa heimili sín og flytja til hans. Hann setti á laggirnar Ant Hill Kids í Quebec árið 1977 og var mark- miðið að skapa samfélag þar sem fólk gæti hlýtt á ræður hans og lifað í einingu, við jafnræði og laust við syndir. Allt er breytingum háð Frá 1977 til 1989 hafði Roch umsjón með allt að 12 fullorðnum og 22 börn- um. Hann átti 26 börn þegar hann lést, fjögur voru getin þegar „eigin- konur“ hans heimsóttu hann í fang- elsi. Allar níu konur safnaðarins voru lagskonur hans og talið er að hann hafi verið faðir nánast allra barna safnaðarins, en það er önnur saga. Áður en langt um leið bannaði Roch flokknum að hafa samband við fjölskyldur sínar eða önnur trú- félög – þau voru andvíg gildum safn- aðarins. Hann lét af ræðuhöldum og stjórn unaraðferðir hans breytt ust samfara aukinni áfengisneyslu. Með- limum var bannað að tala við hver annan nema Roch væri viðstaddur og kynmök voru bönnuð nema með hans samþykki. Roch lét í ljósi ótta vegna yfir vof- andi heimsenda, hann fullyrti að Guð hefði varað hann við – heims- endi yrði í febrúar 1979. Árið 1978, vegna yfirvofandi heims enda, flutti Roch með söfnuð sinn til Eilífðarfjalls – eins og Roch kallaði það – í Saint Jogues í Quebec. Þar fullyrti hann að söfnuðurinn yrði hólpinn. Vinnumaurar Við Eilífðarfjall lét hann söfnuðinn reisa bæ en slakaði sjálfur á meðan á því stóð. Hann líkti hjörð sinni við maura og nefndi Ant Hill Kids. Febrúar 1979 kom og fór og fólk- ið fór að efast um vísdómsorð Roch. Hann greip til varna og sagði að tími á jörðu og í heimi Guðs væru ekki samliggjandi og því hefði heims- enda tíminn misreiknast. Roch Thériault vildi stækka söfn- uðinn og jafnframt viðhalda tiltrú hans. Því greip hann til þess ráðs að kvænast öllum konum safnaðar- ins og gerði þær barnshafandi og á 9. áratug síðustu aldar taldi söfnuð- urinn nærri 40 manns og gengu allir í eins kuflum til að undirstrika heil- indi sín gagnvart Roch. Árið 1984 færði söfnuðurinn sig um set og settist að í Burnt River í Ontario. Harkalegar refsingar Safnaðarmeðlimir öfluðu tekna með því að selja brauðmeti og sitt- hvað fleira bakað en þeim sem Roch taldi ekki hafa safnað nægu var refs- að harkalega. Hann fylgdist vel með flokknum og hver sá sem virtist ætla að víkja af „veginum“ fékk að finna fyrir refsivendi Roch sem ávallt sagðist framfylgja skipunum Guðs. Meðlimum var refsað fyrir hinar ýmsu sakir – þeir voru húðstrýktir með leðurbelti, barðir með hamri, hengdir niður úr loftbitum, hár- reyttir og jafnvel skitið á þá. Sumir voru neyddir til að brjóta eigin bein með sleggju, sitja á heit- um eldunarhellum, éta dauðar mýs, skjóta hver annan í öxlina eða neyta saurs. Stundum krafðist Roch þess að einn meðlimur klippti tá af öðr- um. Börnum var ekki hlíft; þau voru kynferðislega misnotuð, haldið yfir logum og bundin við tré og grýtt. Hreinsun safnaðarmeðlima var Roch hugleikin og framkvæmdi hann hana meðal annars með húð- strýkingum. Banvænar aðgerðir Thériault fullyrti að hann væri helg- ur maður og hikaði ekki við að fram- kvæma aðgerðir á veikum meðlim- um. Þegar kona að nafni Boilard kvartaði vegna iðraverkja lét hann hana leggjast nakta á borð. Skar Roch síðan á kvið hennar og rótaði þar. Síðan lét hann aðra konu rippa hana saman með nál og þræði og enn aðra konu reka slöngu í kok Boilard og blása duglega í. Merkilegt nokk lifði Boilard aðgerðina ekki af en andaðist daginn eftir. Roch lét ekki staðar numið heldur bætti um betur og sagðist geta reist fólk upp frá dauðum. Hann opnaði höfuð- kúpu Boilard með sög og skipaði karlmanni einum að fá sáðlát í opið – það bar ekki árangur. Einnig varð Roch valdur að dauða ungbarns sem hann hafði skilið eftir úti þegar stórhríð geisaði. Hörmungar Gabrielle Gabrielle Lavallée sætti miklu harð- ræði til ársins 1989. Hún hafði ver- ið brennd með lóðbolta, sprautu- nál verið brotin inni í baki hennar og átta tennur dregnar úr henni án ástæðu. Árið 1989 stakk Gabrielle af, en römm virðist sú taug hafa verið sem Roch hafði ofið milli sín og safnaðarmeðlima því Gabrielle snéri aftur. Thériault refsaði henni með því að klippa af henni einn fingur og festa handlegg hennar við borð- planka og fjarlægja annan hand- legginn. Ýmislegt fleira lét Gabrielle yfir sig ganga en þegar Roch fjarlægði hluta annars brjósts hennar og barði hana sundur og saman í and- litið með barefli þá lagði hún á flótta öðru sinni. Hafði hún samband við lögregl- una, Thériault var handtekinn og söfnuðurinn leystur upp. Dómur og dauði Roch Thériault fékk lífstíðardóm fyrir morð og má í reynd segja að hann hafi afplánað hann að fullu. Reyndar bar dauða hans ekki að með eðlilegum hætti því 26. febrú- ar, árið 2011, fannst hann dauður í klefa sínum í Dorchester-fangelsinu í New Brunswick, 63 ára að aldri. Sagan segir að klefanautur hans, Matthew Gerrard MacDonald, hafi hjálpað honum yfir móðuna miklu og hafi verið sakfelldur og dæmd- ur fyrir vikið. Matthew stakk Roch í hálsinn með heimagerðum hníf og gekk síðan að varðstöðinni, rétti vörðunum hnífinn og sagði: „Hér er hnífurinn, ég risti hann upp.“ n „Sumir voru neydd- ir til að brjóta eig- in bein með sleggju, sitja á heitum eldunarhellum, éta dauðar mýs, skjóta hver annan í öxlina eða neyta saurs. Roch Thériault Sagðist vera helgur maður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.