Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Síða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Síða 54
38 Menning 2.–6. ágúst 2013 Helgarblað Djúpið sett upp í Hörpu n Verðlaunaleikrit Jóns Atla Jónassonar sýnt á ensku U m þessar mundir er leik­ sýningin Djúpið eftir Jón Atla Jónasson sýnd í Hörpu á ensku. Einleikurinn hef­ ur hlotið mikið lof undanfarin ár á Íslandi, Danmörku og Þýskalandi auk þess sem hann vann Grímuna sem útvarpsverk ársins og Nor­ rænu útvarpsleikhúsverðlaunin árið 2011 sem besta útvarpsleik­ ritið á Norðurlöndunum í flutn­ ingi Útvarpsleikhússins á RÚV. Sýningin er nú sýnd í Hörpu í flutningi Stefáns Halls Stefáns­ sonar á ensku en það var Ingvar E. Sigurðsson sem lék sjómanninn þegar verkið var sett upp í Borgar­ leikhúsinu fyrir nokkrum árum í leikstjórn Jóns Atla. Leikritið er með þekktari verk­ um Jóns Atla. Sýningin fékk frá­ bæra dóma þegar hún var sett upp í Glasgow með Liam Brennan í aðal hlutverki og var samnefnd kvikmynd Baltasars Kormáks byggð á leikritinu en þar lék Ólaf­ ur Darri Ólafsson aðalhlutverkið. Í Hörpu verður leikritið sýnt á ensku og er ætlað ferðamönnum sem vilja kynna sér íslenska leik­ list. Verkið verður sýnt til ágúst­ loka. n simonb@dv.is B ókin Af jörðu: Íslensk torfhús eftir Hjörleif Stefánsson arki­ tekt er glæsileg bók í stóru broti með fallegum myndum af torfbæjum sem eru prent­ aðar á gæðalegan og þykkan pappír. Ég fékk bókina til aflestrar og fannst strax ánægjulegt að handleika hana – lyktin af henni var meira að segja góð. Bókin er mikil að vexti, rúmar 300 síður, og þung – 2,3 kíló. Bókaút­ gáfan Crymogea gefur bókina út og, líkt og gildir um flestar bækur sem frá þeirri útgáfu koma, er hún fallegur prentgripur – Crymogea kastar ekki til höndunum. Gaman er að fletta í bókinni. Skömmin Um er að ræða veglegustu bók sem gefin hefur verið út sérstaklega um íslenska torfbæjararfinn og hlýtur útgáfa bókarinnar því að teljast tíð­ indi. Fyrir útkomu bókarinnar – og kannski raunar eftir hana líka – hef­ ur stórvirki Harðar Ágústssonar um íslenska byggingararfleifð verið ein besta heimildin um torfbæjararf­ inn sem til hefur verið. Miðað við hversu torfbæjararfurinn er stór hluti af sögu þjóðarinnar allt fram á tutt­ ugustu öld er í raun skrítið að ekki hafi verið skrifað meira um þennan arf. Hjörleifur tæpir á því bók sinni af hverju þessi þögn kunni að stafa: Ís­ lendingar skömmuðust sín fyrir torf­ bæina og var þessi skömm líklega ein af ástæðunum fyrir því af hverju Íslendingar afneituðu torfbæjararf­ inum lungann úr 20. öld – hann var talinn til vitnis um lágt menningará­ stand þjóðarinnar og tilheyra minn­ ingu miðaldasamfélagsins. Sýnin breytist Sýn lesandans á bók Hjörleifs hlýt­ ur þó að breytast nokkuð þegar hann hverfur frá yfirborði verksins og inn í textann sjálfan. Ég verð að viður­ kenna að ég varð fyrir vonbrigð­ um með textann í bókinni og upp­ byggingu hennar. Textinn í bókinni er ansi grunnur, nánast eingöngu lýsandi en ekki greinandi, og verður ekki sagt að bókin sé skrifuð af mikilli tilfinningu eða ánægju höfundarins þó viðfangsefnið sé í eðli sínu mjög áhugavert. Þessi stóra bók er í raun skjótlesin af því að textinn í henni er heldur rýr og myndirnar eru látnar bera verkið uppi innan um stóra stafi, ríflegt línubil, veglega spássíu og tals­ verðar eyður á blaðsíðunum þar sem hvorki eru texti né myndir. Látum þó vera að textamagnið sé ekki mikið; vandi bókarinnar er hversu daufleg­ ur textinn er. Eftir stuttan inngangskafla um torf sem byggingarefni, og þá verk­ tækni sem notuð var og er til að byggja torfhús, tekur við umfjöllun um einstaka torfbæi á Íslandi. Bæj­ unum er lýst í stuttu máli á opnu eða þremur til fjórum síðum þar sem textinn er yfirleitt lítill í samanburði við myndirnar. Þessi upptalning á einstaka torfbæjum og eiginleikum þeirra myndar stofninn í bókinni. Hver umfjöllun um hvern torfbæ er sjálfstæð með lýsingu á viðkomandi bæ sem tengist ekki með beinum hætti annarri umfjöllun í bókinni. Lokakaflar bókarinnar fjalla svo um torfhús annars staðar á norðurhveli jarðar og lokakaflinn, sem er þrettán síður, fjallar um torfhús í landslagi – það er ansi stuttur kafli fyrir slíkt við­ fangsefni sem Hjörleifur segir enn fremur í formála að sé eitt helsta við­ fangsefni bókarinnar. Þurr upptalning Fyrir vikið verður bókin dálítið leiði­ gjörn aflestrar; upptalning á eigin­ leikum einstakra torfhúsa, eins og upp úr ferðabæklingi. Rauða þráð­ inn vantar í bókina – kjarnann; hún myndar veika heild. Þetta er því mið­ ur bók sem á frekar heima á sófa­ borði en á náttborði til aflestrar; bók sem fólk grípur niður í og blað­ ar í til að skoða myndirnar frekar en lesa spjaldanna á milli. Það er synd því bókaútgáfan hefur kostað, að því er virðist, mjög miklu til að bókin sé glæsileg. Auk þess verður að segjast að bókina skortir nær algjörlega mann­ lega vídd, umræðu um tengsl fólks­ ins sem byggði og bjó í torfbæjunum við mannvirkin sem það lifði í. Þessi skortur á hinu mannlega er ekki til að gera bókina líflegri aflestrar en yfir­ drifið er til af heimildum um hvernig Íslendingum fannst að búa í torfbæj­ um og hvaða tilfinningar húsin vöktu í brjósti landsmanna, bæði eldri heimildir sem og yngri því enn er á lífi fólk sem bjó í torfbæjum á fyrri helmingi tuttugustu aldar eða gisti þá í heimsóknum uppi í sveit. Í minningabók Hannesar Péturs­ sonar frá 2011 er til að mynda að finna eftirfarandi lýsingu hans á því hvaða tilfinningar torfbærinn í Skagafirði, þar sem hann var í sveit, vöktu hjá honum sem barni: „Ég kem inn í allrúmgott og stæðilegt dyrahús. Rökkur og moldarkeimur. Berir torf­ veggir, hlaðnir úr klömbruhnaus. Moldargólf. Beizli og hlífðarföt hanga á stoðum, hvort tveggja á stórum nöglum. Skóplögg í röð og reglu. Við annan langvegginn er bæli og matar­ dallur smalahundsins. Framandleiki smýgur þegar út í yztu æðar mínar, ný tegund af svala og hálfdimmu, ný tegund af veggjum, gólfi, viðum og lykt, það þýtur allt samtímis í gegnum augu mín og nasir. Ég átti heima af lífi og sál í bænum á Hömrum þau tvö sumur sem í hönd fóru, eða kannski væri réttara sagt að segja í þeim tíma sem þar var. Ég andaði að mér húsa­ kynnunum öllum eins og lífsloftinu sjálfu, hvort heldur bjarta daga eða þegar skyggja tók undir haust. Þessi bær með grá og veðruð þil er nú horf­ inn.“ Bara lesturinn á þessu eina kvóti í Hannnes vakti hjá mér meiri til­ finningar en allt sem er að finna í bók Hjörleifs – því miður. Svipaðar lýs­ ingar má finna í sjálfsævisögu Svav­ ars Gestssonar sem kom út í fyrra. Eitt af því sem væri sannarlega rann­ sóknarefni um torfbæjararfinn væri að safna saman minningarbrotum lifandi fólks um reynslu þess af torf­ bæjum og bjarga þessum hughrifum frá því að deyja með fólkinu sem býr yfir þeim en það er allt komið á efri ár. Er eitthvað nýtt? Eftir lestur bókarinnar stendur eftir sú spurning í huga lesandans hverju bók Hjörleifs hefur bætt við í um­ ræðuna um íslenska torfbæi. Hjör­ leifur segir í formála sínum að mark­ miðið með bókinni sé að „fjallar ítar legar en áður um byggingarefnið torf í víðu samhengi“. Þá segir Hjör­ leifur að hann hefði fundið fyrr því að „lítið hafi verið fjallað um fagurfræði torfbygginga og um tengsl þeirra við landslagið“. Þrátt fyrir að Hjörleifur segi þetta í formála bókarinnar verð­ ur ekki sagt að hann fylgi þessum markmiðum sínum í henni – eigin­ lega þvert á móti. Stofninn í bókinni er áðurnefndar lýsingar á einstaka torfbæjum sem ekki verður sagt að geti flokkast sem nýbreytni. Undir­ titill bókarinnar hefði eiginlega getað verið: „Lýsing á íslenskum torfbæj­ um“. Heiti bókarinnar Af jörðu gef­ ur fyrirheit um margradda umfjöll­ un um torfbæinn og tengsl hans við náttúruna og sýn Íslendinga á þetta samhengi en í stað þess er hún byggð upp á vélrænum, þurrum lýsingum á húsakosti. Ég er ekki sérfræðingur um torf­ bæi – raunar vekur bók Hjörleifs upp þá spurningu hvort hann sé það sjálfur í reynd – þó þessi menningar­ arfur veki áhuga minn, líkt og margra annarra Íslendinga. Fyrir mitt leyti var hins vegar ekkert í bók Hjörleifs sem ég vissi ekki fyrir: Hann einbeitir sér í allt of miklum mæli að hinu aug­ ljósa og þekkta í torfbæjararfinum, til að mynda staðhæfingum eins og þessari hér: „Frá þessu sjónarhorni er hreint ekki fjarstæðukennt að segja að torfbær sé aldrei fullbyggður. Torf­ bærinn er stöðugt í byggingu. Hann er samfellt byggingarferli.“ Þetta vita allir sem eitthvað hafa kynnt sér torfbæinn sem mannvirki. Þau fögru fyrir heit sem bókin gaf þegar ég las um útgáfu hennar enduðu því í ákveðnum vonbrigðum með hálf­ karaðan textann, sem er lítt unninn og hugsaður, og inntak bókarinnar er allt annað en höfundurinn boðar og langt í frá eins áhugavert. En fallegar myndirnar í bókinni og prentverkið gera lestrarreynsluna þó ánægjulega og bókina eigulega þrátt fyrir aug­ ljósa vankanta og takmarkað inni­ hald textans. n Bækur Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Af jörðu: Íslensk torfhús Höfundur: Hjörfleifur Stefánsson Crymogea Dauflegur texti í glæsilegri bók Við Þambárvelli Margar skemmti- legar myndir er að finna í bókinni, til að mynda þessa hér sem sýnir heimilisfólk- ið á Þambárvöllum í Strandasýslu fyrir utan torfbæinn. Jón Atli Jónasson leikskáld Leikstýrir Djúpinu í Hörpu. Stefán Hallur Stefánsson í aðalhlutverki. Blik í Gamla bíói Leikhópurinn Artik mun setja upp verkið Blink eftir Phil Port­ er í Gamla bíói í september. Blink var frumsýnt 2. ágúst á síðasta ári á Edinborgarleiklistarhátíðinni. Er því um að ræða frumsýningu á Íslandi á nýju bresku verki. Verk­ ið hefur hlotið nafnið Blik í þýð­ ingu Súsönnu Svavarsdóttur. Blik er saga Jonah og Sophie, tveggja einstakra einstaklinga. Blik er ástarsaga, hún er myrk, óvenju­ leg og skondin en ástarsaga engu að síður. Leikarar eru Jenný Lára Arnórsdóttir og Hafsteinn Þór Auðunsson en Leikstjóri er Unnar Geir Unnarsson. Artik hefur áður sett upp Hinn fullkomna jafningja eftir Felix Bergsson. Blik verður frumsýnt hinn 8. september í Gamla bíói. Þjóðleg í 12 Tónum Föstudagstónleikar 12 Tóna verða með þjóðlegri brag en vanalega í þetta skipti, en nú verður boðið upp á langspil og söng. Þær Júlía Traustadóttir og Hildur Heimis­ dóttir munu skemmta gestum með íslenskum þjóðlögum. Báð­ ar eru þær langtónskólagengn­ ar. Efnisskráin samanstendur af lögum sem þær stöllur hafa út­ sett sjálfar. Lögð verður áhersla á að hinn viðkvæmi og fágæti tónn langspilsins fái notið sín til fulls. Tónleikarnir fara fram í verslun 12 Tóna við Skólavörðustíg og hefjast klukkan 18. Samaris laus við tilgerð Fyrsta plata Samaris sem heitir það sama og hljómsveitin fær fína dóma í hinu virta breska tónlist­ arblaði NME. Blaðið kom út fyrst á sjötta áratugnum en heimasíða þess er nú stærsta tónlistarsíða Internetsins. Blaðið gefur plöt­ unni átta af tíu mögulegum og segir m.a. um tónlistina að hún sé glæsileg og óvenjuleg. Gagn­ rýnandi áréttar að þó textasmíð hljómsveitarinnar sé tínd úr ljóð­ um nítjándu aldar séu lögin bless­ unarlega laus við uppgerðarlæti. Jófríði Ákadóttur, söngkonu sveit­ arinnar, er sérstaklega hrósað og sagt að hún sé hápunktur fyrsta lags plötunnar, Hljóma þú.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.