Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 60
44 Lífsstíll 2.–6. ágúst 2013 Helgarblað Fjallarefir þjálfaðir í göngu n Frábært byrjendanámskeið í útivist L Laugardaginn 7. september hefst námskeiðið Fjallarefir en það er tæplega þriggja mánaða útivistarnámskeið á vegum ferðafélagsins Útivistar. Á námskeiðinu, sem lýkur laugar- daginn 30. nóvember, er lögð áhersla á að þjálfa fólk upp í að verða vanir göngugarpar og felur það meðal annars í sér göngudag- skrá, þrekþjálfun og námskeið í fjallamennsku. Fjallarefir er til- valið fyrir byrjendur í útivist sem hafa áhuga á að auka þekkingu sína, byggja upp gönguþrek og út- hald, fræðast um hagnýta hluti sem tengjast göngu- og fjallaferð- um sem og að kynnast fjölbreyttum gönguleiðum í náttúru Íslands. Námskeiðið kostar 25 þúsund krónur og eru þrekgöngutímar alla þriðjudaga auk þess sem tvo laugar- daga í mánuði er farið í gönguferð. Erfiðleikastig gangnanna eykst eft- ir því sem líður á námskeiðið og er fræðsla um klæðnað, næringu, út- búnað og annað sem tengist útivist veitt samhliða tímum sem reyna á líkamlegt erfiði. Þetta er því frábær leið til að kynnast fegurð íslenskr- ar náttúru í góðum félagsskap og öðlast auk þess þá reynslu og þekk- ingu sem þarf til að geta stundað fjallgöngur og aðra útivist af kappi. Fararstjórar eru Linda Undengård, Andri Lefever, Baldur Þorsteinsson, Björg Guðbrands- dóttir, Ása Ögmundsdóttir, Sverrir Andrésson og Vala Friðriksdóttir. Skráning og frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Útivistar, uti- vist.is. n Bestu heitu laugar landsins Óviðjafnanlegt að baða sig í guðsgrænni náttúru. H eitar laugar eru víða um landið og getur verið mikið ævintýri að baða sig undir berum himni í náttúrulegri laug. DV tók saman lista yfir nokkrar af bestu heitu laugum landsins en ítarlegt yfirlit um laugarnar má nálgast í bókinni Heitar laugar á Íslandi eftir Jón G. Snæland og Þóru Sigurbjörnsdóttur auk þess sem myndir og gagnvirkt kort má nálgast á vefnum attavitinn.is. simonb@dv.is Hellulaug Laugin er um hálfan kílómetra frá þjónustumiðstöðinni í Flókalundi. Hún er staðsett í fjöruborðinu. Engin búningsað- staða en hægt að leggja frá sér föt við steinklöpp. Gistiaðstaða á tjaldsvæðinu í Flókalundi er skammt frá. Grettislaug Grettislaug er við Reykjaströnd í Skagafirði. Ekið er út fyrir Sauðárkrók og beygt inn á veg 748. Önnur stærri laug er svo skammt frá, aðeins nær sjávarmálinu. Aðstaða fyrir ferðamenn og tjaldstæði er á svæðinu og hreinlætisaðstaða skammt frá lauginni. Bláa lónið Bláa lónið er ein fræg- asta heita laug heims. Þótt nýja lónið sé manngert þá nýtur lónið mikilla vinsælda hjá ferða- mönnum – þær vinsældir hafa reyndar gert lónið óvinsælla hjá Íslendingum enda dýrt að baða sig í Bláa lóninu. Hrunalaug Hrunalaug er að finna nokkra kílómetra frá Flúðum. Laugarnar eru í raun tvær. Önnur er grjóthlaðin og stendur við gamalt lítið steinsteypt hús sem nú er nýtt sem búningsklefi af flestum sem heimsækja laugina. Baðaðstæður skemmtilegar en frumstæðar. Kvika Laugin Kvika á kannski ekki heima á þessum lista því hún er ekki náttúrulaug heldur listaverk eftir myndlistar- konuna Ólöfu Nordal. Kvika er vinsæll baðstaður á Seltjarnarnesinu rétt hjá Gróttu og gott að fá sér fótabað eftir skokkið eða göngutúrinn. Landmannalaugar Landmannalaugar eru mest sóttu náttúrulaugar landsins. Til að komast í Landmannalaugar þarf annaðhvort að ferðast með rútu eða vera á stórum jeppa. Rétt hjá laugunum er tjaldsvæðið, skálar, hreinlætis- og grillaðstaða. Hætta getur verið á sníkjudýr- um í laugunum vegna fuglalífs á svæðinu. Gengið á Ok Mánudaginn 5. ágúst stendur ferðafélagið Útivist fyrir göngu á Ok. Fjallið, sem er í Kaldadal, vestur af Langjökli, er 1.198 metra há dyngja og ein sú stærsta sinn- ar tegundar hér á landi. Á toppi dyngjunnar var samnefndur jök- ull sem nú er með öllu horfinn úr gígnum. Brottför er klukkan 8 frá BSÍ en gengið er frá Langahrygg og til vesturs að Auðsstöðum. Gengn- ir eru 20 til 22 kílómetrar og tekur gangan um 8 til 9 klukkustundir. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Útivistar, utivist.is. Fjölskyldu- ferð í Bása Helgina 9.–11. ágúst verður farin fjölskylduferð í Bása, Goðalandi. Boðið verður upp á dagskrá fyrir alla fjölskylduna og því er tilvalið að taka börnin með í skemmti- lega ævintýraferð í fallegri nátt- úru. Ferðin kostar 22.500 krón- ur en frítt er fyrir börn 12 ára og yngri auk þess sem unglingar á aldrinum 13 til 16 ára greiða hálft gjald. Innifalið í verði eru rútur, gisting í skála á svæðinu, farar- stjórn, grillaðar pylsur og djús. Lagt verður af stað klukkan 17 á föstudeginum en fararstjórar eru þau Pétur Þorsteinsson og Jó- hanna Benediktsdóttir. Góður undirbúningur Fjallarefir er góður undirbúningur fyrir byrjendur í útivist. Útivist og börn Það er hverju barni mikilvægt að hreyfa sig reglulega og eiga góð- ar stundir með fjölskyldunni. Bókin „Útivist og afþreying fyr- ir börn – Reykjavík og nágrenni“ var gefin út í nóvember 2012. Hún er í handhægu broti þannig að hægt er að hafa hana aðgengi- lega á sér eða í hanskahólfi bif- reiðar. Fallegar myndir prýða bókina sem börn hafa gaman af að skoða og taka þátt í að velja staði til að heimsækja. Í bókinni eru fjöldi hugmynda að útivist og afþreyingu innanhúss, jólastemn- ingu, leikjum, nesti, veitingastöð- um og námskeiðum. Auk þess er kafli með blómum til að kenna börnum að þekkja helstu tegundir og leiðarkort eru aftast í henni. Í tengslum við bókina er til vefsíða sem auðveldar foreldrum leitina að skemmtilegri útivist. Á fyrirborn.is er að finna fjölda hug- mynda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.