Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Qupperneq 30
6 Aftur í skólann 9.–11. ágúst 2013 Helgarblað n Steindi svefnlaus og spenntur n Páll Óskar stakk krakkana af Minningar um skólagöngu E ftir tæpar tvær vikur ganga sex ára börn í fyrsta sinn í skólann. Líklega verða einhver þeirra óg- urlega spennt. Blaðamaður DV bað nokkra þjóðkunna einstak- linga að deila með lesendum minn- ingum af skólagöngu sinni. Var nýja norska stelpan Rakel Garðarsdóttir, framkvæmda- stjóri Vesturports, man ekki glöggt eft- ir sínum fyrsta skóladegi en man skýrt eftir útskrift sinni úr Ísaksskóla. „Ég gekk í Ísaksskóla fyrstu árin. Kunni bara ágætlega við mig, átti heima í næsta húsi við skólann svo það var þægilegt. Ég man ekki vel eftir fyrsta skóladeginum en vel eftir þeim síðasta. Ég man að það var búið að lofa mér nýrri skólatösku eftir útskrift- ina og ég hlakkaði til þess. Ættingjar og vinir komu og hlustuðu á okkur krakk- ana syngja úti á hlaði og ég söng full- um hálsi lagið Vorvindar glaðir. Ég hef sjaldan fyllst jafn miklu stolti og þá. Mér fannst þetta stórkostlegt. Síðan fór ég til Noregs og var skráð þar í níu ára bekk. Það var eðlilega svo- lítið erfitt þar sem ég talaði eiginlega enga norsku. Þurfti að byrja þar í nýj- um bekk. Ég var nýja íslenska stelpan í bekknum. Þegar ég fluttist aftur til Ís- lands byrjaði ég í Æfingadeildinni, þá varð ég nýja norska stelpan, þrátt fyr- ir að þarna væru margir af mínum gömlu félögum úr Ísaksskóla. Ég man að mér fannst fyrsta vikan erfið, allt þar til ég vingaðist við þær Dögg og Úlfhildi sem eru nánar vin- konur mínar enn þann dag í dag,“ seg- ir hún og segir það geta verið örlaga- vald í lífinu hverjir setjast við hliðina á manni í sjö ára bekk. „Já, það get- ur skipt sköpum hver sest við hliðina á manni í sjö ára bekk. Kannski á sú manneskja eftir að fylgja þér út lífið. Þetta er stór dagur!“ Rakel segist síðan þá margoft hafa átt sinn fyrsta skóladag. „Ég er alltaf að byrja í nýju námi, kannski vegna þess hvað mér finnst gaman á fyrsta skóladeginum,“ segir hún og hlær. Svefnlaus Steindi Steinþór Hróar Steindórsson – Steindi Jr. – var svo spenntur að byrja í grunn- skóla að hann svaf ekkert nóttina áður. „Svo þegar það komu frímínútur þá rölti ég bara heim þreyttur en sáttur eftir frábæran morgun. Ég ætlaði bara að kíkja aftur seinna og hélt að það væri ekkert stórmál,“ segir Steindi en móðir hans var ekki alveg jafn sátt. „Mamma var ekki jafn líbó og ég með þetta og fór með mig upp eftir um leið. Svo komst þetta bara í vana,“ segir Steindi sem viðurkennir að hafa verið prakkari. „Ég var djöfulsins prakkari, hvort sem það voru títuprjónar í stóla eða lyftiduft í sprengjur, ég hef gert þetta allt. En það sem var grófast var þegar við félagarn- ir tókum upp á því að hanga á glugg- um hjá fólki og njósna. Manni fannst það eitthvað svo saklaust en þegar fólk sá nokkra óþægilega náunga hanga á rúðunni hjá sér þá varð allt vitlaust. Það var yfirleitt hringt strax á lög- regluna, sem var reyndar alltaf tak- markið. Þegar lögreglan var farin að elta okkur var kvöldið vel heppnað.“ Steindi skemmti sér vel í grunnskól- anum og kveðst hafa verið heppinn með kennara. „Ég var alltaf heppinn með kennara og margir af þeim eru góðir vinir mínir í dag. En ef ég verð að velja einn uppáhalds þá er það hún Sigga Hafstað í Gaggó Mos. Hún stóð með mér sama hvað, jafnvel þegar ég var í órétti.“ Eftir grunnskólann lá leið grínistans í Borgarholtsskóla og síðar í Fjölbrautaskólann við Ármúla. „Mér fór strax að leiðast í menntaskóla. Ég vildi bara búa til stuttmyndir og skets, ég var oft að taka upp grín á göngun- um þegar ég átti að vera í tíma. Það þurfti alltaf að vera gaman. Mér mátti aldrei leiðast, ekki einu sinni í mínútu. Ég er þannig ennþá.“ Foreldrarnir kallaðir í viðtal Líf Magneudóttir, fulltrúi VG í skóla- og frístundaráði, er minnisstætt þegar foreldrar hennar voru kallaðir inn til viðtals vegna vals hennar á ljóði til upplestrar. „Já, mér verður oft hugsað til þess þegar við fengum að velja ljóð til upp- lestrar. Ég valdi ljóðið Á síðsumars- dögum, eftir Braga Ólafsson. Ég valdi ljóðið eftir að hafa farið í gegnum allar ljóðabækurnar á heimilinu og fannst það skemmtilegt. Kennaranum fannst það hins vegar kvikindislegt val, ljóðið er enda kaldhæðið og fjallar um mann sem er að slá garðinn sinn, hann hefur ekki dálæti á börnum og sáldrar gler- brotum í grasið. Kennarinn kallaði for- eldra mína til viðtals og leist víst ekk- ert á blikuna,“ segir Líf og bætir því við að ljóðið sé enn í sérstöku uppáhaldi. Lesblindur lestrarhestur Fyrrverandi sterkasti maður heims, Magnús Ver, man lítið eftir grunn- skólagöngu sinni. Eftir nokkra um- hugsun segir hann blaðamanni að hann hafi byrjað í Austurbæjarskóla. „Er það ekki Austurbæjarskóli sem er þarna við gömlu heilsugæslu- stöðina?“ spyr hann blaðamann og fær jákvætt svar. „Já, einmitt, ég var þar.“ Síðar flutti fjölskylda Magnúsar í Breiðholtið og þá fór hann í Fella- skóla. Þar lærði hann að lesa. „Ég var í smá vandræðum með að ná tökum á lestrinum; var lesblindur. Það var helvíti góður kall þarna í Fellaskóla sem kenndi mér ákveðna aðferð til að komast framhjá þessu. Maður þarf að gera þetta á einhvern annan hátt en aðrir,“ segir Magnús og bætir við að eftir þetta hafi honum gengið glimr- andi vel í skóla. Magnús var ekki bara mikill lestrarhestur heldur líka prakk- ari. „Við fórum einhvern tíma upp á þak á Hótel Holti. Síðan hentum við ánamöðkum inn um eldhúsglugga hótelsins við lítinn fögnuð kokk- anna,“ segir Magnús, hlær og heldur áfram: „Við hentum þeim meðal annars í salatið.“ Kalli prakkari „Hún varð aldrei löng,“ segir Idol- stjarnan Karl Bjarni Guðmundsson – Kalli Bjarni – um skólagöngu sína. „Það var nú einhver óþekkt í manni þarna í 10. bekk, en ég fékk nú samt að taka samræmdu prófin og stóðst þau,“ segir Kalli hreykinn. Blómstraði í framhaldsskóla „Ég var algjör engill og fyrir- myndarnemandi í grunnskóla,“ segir popparinn ástsæli Páll Óskar Hjálmtýs- son aðspurður um skólagöngu sína. Hann hafði mikinn áhuga á að teikna dúkkulísur og lesa um Mjallhvíti, Rauðhettu og Öskubusku en minni áhuga á boltasparki. „Stelpurnar elsk- uðu mig – og gera enn – en strákun- um fannst kannski svolítið fríkað að ég væri með Rauðhettu á heilanum. Mér fannst fótbolti full agressíf íþrótt. Ég fílaði ekki þetta agressífa viðhorf; 1–0 fyrir mér. Hins vegar var ég algjör meistari í sippó, snúsnú og brennó.“ Palli segist hafa gengið í gegnum erfitt tímabil í gagnfræðaskóla þegar hann varð kynþroska. „Þá gerði ég mér grein fyrir því að ég var hvorki heitur né hipp né kúl. Barnafitan var lengi að fara af manni og óneitanlega fór maður að finna fyrir mikilli pressu. Pressu sem unglingar búa við enn þann dag í dag. Unglingar eru svo rækilega markaðs- settir og það er heilmikið álag sem fylgir því að þurfa að mæta í hárréttum fötum sem kosta hárrétta peninga og vera hárréttur í vextinum. Fjárhagur- inn og náttúran hafa svo kannski allt aðrar hugmyndir,“ segir Palli sem fann fyrir löngun til að slíta sig frá öllu þessu og hefja nýtt líf – á upphafsreit. „Um leið og samræmdu prófunum lauk í Hagaskóla þá stakk ég þessa krakka af. Ég var orðinn svo þreyttur á því að vera í nördahlutverkinu að ég njósn- aði um samnemendur mína til að komast að því í hvaða framhaldsskóla þeir ætluðu.“ Flestir ætluðu í Verzl- unarskólann eða Menntaskólann í Reykjavík en aðeins þrír í Menntaskól- ann við Hamrahlíð. „Ég þráði heitast að geta farið í einhvern skóla þar sem enginn þekkti mig og ég þyrfti ekki að vera neitt. Fæstir ætluðu að fara í MH þannig að ég valdi MH. Þar byrjaði ég að blómstra; fann sjálfan mig, kom út úr skápnum, varð meira skapandi en nokkru sinni fyrr.“ n Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is „Það get- ur skipt sköpum hver sest við hliðina á manni í sjö ára bekk. Kannski á sú manneskja eftir að fylgja þér út lífið. Ódæll „Það var nú einhver óþekkt í manni þarna í 10. bekk.“ Engill „Ég var algjör engill og fyrirmyndar- nemandi í grunnskóla.“ Spenntur Steindi Jr. var svo spenntur að byrja í grunnskóla að hann svaf ekkert nóttina áður. Gleyminn kraftakarl „Er það ekki Austurbæjarskóli sem er þarna við gömlu heilsugæslustöðina?“ Margoft byrjað í skóla Rakel Garðarsdóttir rifjar upp skólagönguna í æsku og segist oft hafa þurft að byrja frá núlli. Kennarinn hafði áhyggjur Val Lífar á ljóði fannst kennaranum kvikindislegt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.