Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Page 46
38 Lífsstíll 9.–11. ágúst 2013 Helgarblað
G
unnar Hilmarsson og Kol-
brún Petrea Gunnarsdóttir,
betur þekkt sem Gunni og
Kolla, byrjuðu bæði mjög
ung að vinna við tísku. Eft-
ir að hafa unnið í nokkur ár eða frá
unglingsaldri við innkaup og sölu á
tískuvörum þá stofnuðu þau hjónin
GK Reykjavík árið 1997. Það var þar
sem þau segjast hafa kynnst mörgum
af bestu hönnuðum Evrópu og fóru
þau í kjölfarið að hanna og framleiða
sínar eigin vörur. DV spjallaði við
Gunna um tískuna.
Hannað fyrir stór nöfn
„Það var ekki aftur snúið enda
hönnun ástríða okkar. Áður en við
stofnuðum Andersen & Lauth árið
1996 þá störfuðum við saman og
hvort í sínu lagi í nokkur ár víðs
vegar um heiminn sem hönnuðir
og fengum þar mikla reynslu sem
hefur skipt sköpum að hafa öðlast.
Hjá frábærum fyrirtækjum eins og
Day Birger et Mikkelsen, All Saints,
Top Shop, Nokia og Besteller (Jack
& Jones, Vero Moda, Selected) lærð-
um við mjög mikið og unnum með
mörgum frábærum hönnuðum. Það
jafnast ekkert á við reynslu frá hinum
miskunnarlausa erlenda tískuheimi,“
segir Gunni aðspurður hvernig það
vildi til að þau hjón fóru að hanna
fyrir nokkur af þekktustu merkjum í
tískuheiminum.
Í dag hanna þau undir nýju merki
sem heitir Freebird og hefur það
gengið eins í sögu að sögn Gunna.
Merkið er að ná fótfestu í Evrópu
og Bandaríkjunum og hefur fyrsta
verslunin verið opnuð hér á landi á
Laugaveginum.
En hvað verður heitast í tískunni
komandi haust?
„Við hugsum línurnar okkar
þannig að hægt sé að blanda saman
tímabilum þannig að ef þú hef-
ur keypt þér fallegan kjól um sum-
arið þá ættir þú að finna jakka um
haustið sem gæti passað vel með
honum en okkur finnst mikilvægt
að flíkurnar séu tímalausar. Í haust
vorum við mjög mikið að blanda
fínu með grófu. Haust- og vetrarlína
okkar fyrir 2013 er kölluð „Wint-
er Fairytale“ og er kannski eins og
nafnið segir til um blanda af gróf-
um flíkum og fallegum skreyttum
pallíettuflíkum. Leður og jogging-
buxur í óhefðbundnari sniðum sem
eru notaðar við stutta pallíettujakka
sem eru kannski settir utan yfir fal-
lega bómullartoppa og mynda
skemmtilegt „bohemina“ útlit sem
við erum þekkt fyrir.“
Eruð þið Kolla bæði að hanna hana
og hvenær á skella í herralínu?
„Við hönnum bæði og saman og
venjulega skiptist línan nokkuð til-
viljanakennt á milli okkar. Á meðan
við erum að teikna hvert „season“
þá förum við saman inn í ákveðinn
heim, heim sem aðrir hönnuð-
ir þekkja. Við sökkvum okkur inn
í hann meðan á vinnunni stendur
og tökum okkur síðan hvíld á milli.
Það þarf að gefa huganum ró á milli
þessara tarna sem stundum ganga
ansi nærri skapandi einstaklingum.
Til að svala ástríðu minni fyrir herra
þá hef ég verið að hanna herralínu
Kormáks & Skjaldar sem
kemur núna á markaðinn í haust
ásamt Guðbrandi Bragasyni kaup-
manni þeirra Kormáks &
Skjaldar. Það hefur verið algerlega
dásamlegt verkefni þar sem að Kor-
mákur & Skjöldur ásamt
Guðbrandi Bragasyni hafa skapað
afar sannfærandi umhverfi sem er
afar ekta og með sterka sýn. Hver veit
hvert það verkefni fer?“
Hvaða herramerki er í uppáhaldi hjá
þér?
„Þau eru nokkuð mörg. Í uppá-
haldi núna eru Saint Laurent, Lanvin
og Belstaff.“
Einhver tískuslys af þinni hálfu í for-
tíðinni?
„Maður losnar aldrei við þau. Ætli
kvartbuxnatískan sem maður stóð
fyrir á á sínum tíma skori ekki nokk-
uð hátt á slysalistanum.“
Best klæddi Íslendingurinn að þínu
mati?
„Við eigum mikið af flottu fólki
hér á landi. Kolla mín er náttúru-
lega stórglæsileg! Ef ég nefni ein-
hver nöfn þá eru Hildur Hafstein,
Lilja Pálma, Skúli Mogensen og Jón
Kaldal smart fólk sem og margir
aðrir Íslendingar.“
Hvað ættu allir strákar að eiga í fata-
skápnum á komandi hausti?
„Karlmenn eru að verða vel
klæddir aftur. Smekklegheit eru sem
betur fer kominn aftur í tísku. Falleg
yfir höfn í fallegu efni er eitthvað sem
allir þurfa að eiga í vetur.“
Hvaða litir verða mest áberandi í
haust?
„Litirnir eru áfram rómantísku
litirnir, antíkbleikur, beige og ljós-
grátt en við þá bætist fallegur gulur
litur, dökkblár, vetrarhvítur, gylltur
og silfur.“
Eruð þið byrjuð á sumarlínu 2014?
„Við kláruðum vor 2014 fyrir
nokkru síðan og erum að selja hana
núna um allan heim til afgreiðslu í
janúar 2014. Núna erum við að byrja
á haust 2014.“
Er hægt að nálgast línu ykkar erlendis
og í hvaða löndum þá?
„Það er hægt að nálgast hana í
Englandi, Noregi, Rússlandi, Sví-
þjóð, Ítalíu og Ameríku og fyrir vor
2014 þá vorum við að bæta við mörk-
uðum á Spáni, í Hollandi og Dan-
mörku. Freebird bætir við mörkuð-
um fyrir hvert nýtt „season“. Þetta er
gert á þægilegum hraða og á yfirveg-
aðan hátt. Mottó Freebird er „Spread
the Love.“ n
Heimur tískunnar
er miskunnarlaus
n Bestu kaupin fyrir karla góð yfirhöfn n Á sök á einu stærsta tískuslysi Íslands
Íris Björk Jónsdóttir
blaðamaður skrifar iris@dv.is
Fallegt Hér er Kolla að nostra við kjól fyrir
myndatöku.
Flott yfirhöfn Er lykilatriði fyrir herrana í
haust, segir Gunnar Hilmarsson.
Rómantík
Haust og vetralína
Freebird er rómantísk.
LjósmyndiR: ARi mAgg.
Haust og vetur 2013 Gunni og Kolla leggja mikið upp úr heildarmyndinni en hér má sjá
herferð fyrir haust og vetur 2013.„Við hönnum bæði
og saman og
venjulega skiptist línan
nokkuð tilviljanakennt á
milli okkar.
samhent
Hér eru þau Gunni og Kolla á heimili sínu.