Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 27
Erlent | 27Helgarblað 9.–11. september 2011 n 10 ríkustu þingmenn Bandaríkjanna eiga ótrúleg auðæfi n Allir eru hvítir n Ein kona á listanum Eiga 130 milljarða 1. Michael McCaul Þingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas kemur frá ofurríkri fjöl- skyldu. Eignir þingmannsins eru metnar á 33,3 milljarða króna. Tengdafaðir hans stofnaði eina af stærstu útvarpsstöðvum Banda- ríkjanna. Hann er auk þess stór- tækur fasteignabraskari samhliða því að vera þingmaður. 2. Darrell Issa Þingmaður Repúblikanaflokks- ins í Kaliforníu á 22,5 milljarða króna. Hefur stundað ýmis við- skipti en varð fyrst ríkur þeg- ar hann stofnaði fyrirtæki sem selur þjófavarnir í bíla. Árið 2010 græddi hann 7 milljarða króna á nokkrum sprotafyrirtækjum sem hann hafði stofnað skömmu áður. Ágætt meðfram þing- mennsku. 3. John Kerry Þingmaður Demókrataflokksins í Massachusetts og fyrrverandi frambjóðandi til forseta Banda- ríkjanna. Eignir Kerry eru metnar á 22,4 milljarða króna. Ríkidæmi þingmannsins er tilkomið vegna þess að hann er giftur Teresu Heinz Kerry, sem er ekkja John Heinz, stofnanda Heinz-tómat- sósufyrirtækisins. 4. Jay Rockefeller Þingmaður Demókrataflokksins í Vestur-Virginíu á 9,5 milljarða króna. Maðurinn með fræga ættarnafnið á auð sinni fjölskyld- unni að þakka. Stærsti hluti auð- æfanna er fjárfestingasjóður í JP Moran Chase og fleiri bönkum. Jay er afkomandi John D. Rocke- feller sem stofnaði Standard Oil og er talinn einn ríkasti maður mannkynssögunnar. 5. Mark Warner Þingmaður Demókrataflokksins í Vestur-Virginíu á 8,8 milljarða króna. Áður en hann náði kjöri í bandarísku öldungadeildinni stórgræddi hann á áhættufjár- festingum í tæknifyrirtækjum. Hann á einnig fyrirtækið Col- umbia Capital Corp. 6. Jared Polis Þingmaður Demókrataflokksins í Colorado á 7,6 milljarða króna. Polis er frumkvöðull í tækni- bransanum og fjárfesti í nokkrum internet-fyrirtækjum fyrir nokkr- um árum. Hann seldi á réttum tíma og mokgræddi. Eini sam- kynhneigði maðurinn á listanum og jafnframt sá yngsti. 7. Frank Lautenberg Öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins í New Jersey græddi 580 milljónir króna í fyrra og eru eignir hans metnar á 6,4 milljarða króna. Lautenberg stofnaði Automatic Data Process- ing sem er greiðslumiðlunar- fyrirtæki og var forstjóri þess um árabil. Hann á fasteignir víða í New York, Connecticut, Flórída og Hawaii. 8. Richard Blumenthal Öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins í Connecti- cut á eignir sem eru metnar á 6,3 milljarða króna. Ríkidæmi Blu- menthals kemur til vegna eigin- konu hans, Cynthiu, sem er dóttir fasteignarisans Peters Malkin. Blumenthal á fasteignir víða um heim, þar á meðal í Brasilíu og í New York. Hann á að auki hluta í einni frægustu byggingu heims, Empire State Building. 9. Dianne Feinstein Öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins í Kaliforníu á 5,2 milljarða króna. Eiginmaður hennar, Richard Blum, á hlut í CB Richard Ellis Group, Collec- tive Brands, Avid Technology og Career Education Corp. Feinstein var áður borgarstjóri San Fran- cisco og á nokkrar mjög verð- mætar fasteignir í borginni. 10. Vern Buchanan Þingmaður Repúblikanaflokksins í Flórída er tíundi ríkasti þing- maður Bandaríkjanna með eignir upp á 5,1 milljarð króna. Áður en hann varð þingmaður í neðri deild bandaríska þingsins var hann stórtækur bílasali í Flórída.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.