Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Qupperneq 27
Erlent | 27Helgarblað 9.–11. september 2011 n 10 ríkustu þingmenn Bandaríkjanna eiga ótrúleg auðæfi n Allir eru hvítir n Ein kona á listanum Eiga 130 milljarða 1. Michael McCaul Þingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas kemur frá ofurríkri fjöl- skyldu. Eignir þingmannsins eru metnar á 33,3 milljarða króna. Tengdafaðir hans stofnaði eina af stærstu útvarpsstöðvum Banda- ríkjanna. Hann er auk þess stór- tækur fasteignabraskari samhliða því að vera þingmaður. 2. Darrell Issa Þingmaður Repúblikanaflokks- ins í Kaliforníu á 22,5 milljarða króna. Hefur stundað ýmis við- skipti en varð fyrst ríkur þeg- ar hann stofnaði fyrirtæki sem selur þjófavarnir í bíla. Árið 2010 græddi hann 7 milljarða króna á nokkrum sprotafyrirtækjum sem hann hafði stofnað skömmu áður. Ágætt meðfram þing- mennsku. 3. John Kerry Þingmaður Demókrataflokksins í Massachusetts og fyrrverandi frambjóðandi til forseta Banda- ríkjanna. Eignir Kerry eru metnar á 22,4 milljarða króna. Ríkidæmi þingmannsins er tilkomið vegna þess að hann er giftur Teresu Heinz Kerry, sem er ekkja John Heinz, stofnanda Heinz-tómat- sósufyrirtækisins. 4. Jay Rockefeller Þingmaður Demókrataflokksins í Vestur-Virginíu á 9,5 milljarða króna. Maðurinn með fræga ættarnafnið á auð sinni fjölskyld- unni að þakka. Stærsti hluti auð- æfanna er fjárfestingasjóður í JP Moran Chase og fleiri bönkum. Jay er afkomandi John D. Rocke- feller sem stofnaði Standard Oil og er talinn einn ríkasti maður mannkynssögunnar. 5. Mark Warner Þingmaður Demókrataflokksins í Vestur-Virginíu á 8,8 milljarða króna. Áður en hann náði kjöri í bandarísku öldungadeildinni stórgræddi hann á áhættufjár- festingum í tæknifyrirtækjum. Hann á einnig fyrirtækið Col- umbia Capital Corp. 6. Jared Polis Þingmaður Demókrataflokksins í Colorado á 7,6 milljarða króna. Polis er frumkvöðull í tækni- bransanum og fjárfesti í nokkrum internet-fyrirtækjum fyrir nokkr- um árum. Hann seldi á réttum tíma og mokgræddi. Eini sam- kynhneigði maðurinn á listanum og jafnframt sá yngsti. 7. Frank Lautenberg Öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins í New Jersey græddi 580 milljónir króna í fyrra og eru eignir hans metnar á 6,4 milljarða króna. Lautenberg stofnaði Automatic Data Process- ing sem er greiðslumiðlunar- fyrirtæki og var forstjóri þess um árabil. Hann á fasteignir víða í New York, Connecticut, Flórída og Hawaii. 8. Richard Blumenthal Öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins í Connecti- cut á eignir sem eru metnar á 6,3 milljarða króna. Ríkidæmi Blu- menthals kemur til vegna eigin- konu hans, Cynthiu, sem er dóttir fasteignarisans Peters Malkin. Blumenthal á fasteignir víða um heim, þar á meðal í Brasilíu og í New York. Hann á að auki hluta í einni frægustu byggingu heims, Empire State Building. 9. Dianne Feinstein Öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins í Kaliforníu á 5,2 milljarða króna. Eiginmaður hennar, Richard Blum, á hlut í CB Richard Ellis Group, Collec- tive Brands, Avid Technology og Career Education Corp. Feinstein var áður borgarstjóri San Fran- cisco og á nokkrar mjög verð- mætar fasteignir í borginni. 10. Vern Buchanan Þingmaður Repúblikanaflokksins í Flórída er tíundi ríkasti þing- maður Bandaríkjanna með eignir upp á 5,1 milljarð króna. Áður en hann varð þingmaður í neðri deild bandaríska þingsins var hann stórtækur bílasali í Flórída.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.