Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 29
Umræða | 29Helgarblað 9.–11. september 2011 Er sumarið búið? „Já, örugglega.“ Dalma 27 ára starfsmaður í Hagkaupi „Já, ekki spurning.“ Helga Birgisdóttir 30 ára í fæðingarorlofi „Já, klárlega.“ Tanja Teresa Leifsdóttir 17 ára nemi „Já, ekki spurning.“ Sigrún Líf Erlingsdóttir 17 ára nemi „Nei, það kemur aftur um helgina.“ Kolfinna Hjálmarsdóttir 57 ára fótaaðgerðarfræðingur Maður dagsins Anna Björk Kristjánsdóttir var á fimmtudaginn valin í fyrsta sinn í íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu. Hún er miðvörður Stjörnunnar sem í síðustu viku batt enda á einokun Vals á Íslands- meistaratitlinum þegar Garðabæjarstúlkur urðu Íslandsmeistarar í fyrsta skipti í sögu félagsins. Hver er maðurinn? „Anna Björk Kristjánsdóttir, knattspyrnukona og nemi.“ Hvar ert þú alin upp? „Í Vesturbænum.“ Hvað drífur þig áfram? „Að ná alltaf lengra í dag en í gær. Að ná árangri og mark- miðum mínum.“ Hver eru áhugamál þín? „Fótbolti er númer eitt, en svo er tónlist líka mikið áhugamál.“ Uppáhaldsmatur? „Kótelettur í raspi og rabarbarasulta með að hætti pabba gamla.“ Uppáhaldsdrykkur? „Það er algjörlega Egilsappelsín.“ Hvert fórst þú síðast til útlanda og hvernig var? „Ég fór til Bandaríkjanna í febrúar og mars. Ég ferðaðist um Kaliforníu í þrjár vikur með vinkonum mín og það var sko ekki leiðinlegt.“ Hvernig er að vera komin í lands- liðið? „Það er mjög gaman og líka sér- staklega gaman að heyra að maður sé að standa sig vel.“ Hvernig var tilfinningin að verða Íslandsmeistari? „Hún var geðveik og ég vona að það verði sem oftast. Maður fær aldrei leið á þeirri tilfinningu. Það er ótrúlega gaman að uppskera það sem maður hefur sáð í vetur.“ Hlakkar þú ekki til að lyfta bik- arnum? „Jú, er búin að bíða lengi eftir því og hlakka mikið til.“ Hvert stefnir þú? „Ég stefni á að búa í útlöndum hvort sem það er til að spila fótbolta eða fara að læra eða vinna. Ég stefni allavega á það en kannski ekki alveg strax.“ Dómstóll götunnar Myndin Napurt á Gróttu Þessir hjólreiðamenn máttu hafa sig alla við til að fara ekki á hliðina í roki síðdegis á fimmtudag. Kólnað hefur á landinu eftir því sem á vikuna hefur liðið og von er á næturfrosti í flestum landshlutum. myND SiGTryGGUr Ari Þ að er þægilegt að lesa árs- skýrslur og milliuppgjör fyr- irtækja með því að lesa að- eins eina línu í 55 blaðsíðna skýrslu. Reikningshald og reikningsskil eru flóknari en ein lína. Til að einfalda lestur slíkra reikninga er rétt að benda á það skjal í uppgjöri sem oftar en ekki sýnir mestar og best- ar upplýsingar en það er yfirlit um sjóðstreymi. Til að fyrirtæki geti staðið við skuldbindingar sínar þarf það að „framleiða peninga“. Sjóðstreymi sýn- ir slíkt. Í tilfelli lánastofnana eru tekjur bæði reiknaðir og greiddir liðir. Arion banki hf. hefur birt milliupp- gjör sitt vegna rekstur á fyrra helmingi þessa árs. Afkoma bankans sýnir 10 milljarða „hagnað“. Arion banki hf. er stofnaður á rústum annars banka. Ar- ion banki hf. tók yfir eignir á áætluðu verði þar sem ríkti mikil óvissa um raunverðmæti eignarinnar. Framleiðir ekki peninga Í tilfelli Arion banka hf. er bankinn ekki „að framleiða peninga“ til að standa undir rekstri. Til þess vantar 8 milljarða. Það sem gefur hagnað bankans eru reiknaðir liðir, gengis- og verðbreytingar á lánum og end- urmat á eignum. U.þ.b. helmingur af hagnaði Arion banka hf. stafar af endurmati á þessum eignum og kem- ur í raun rekstri fyrra helmings ársins ekki við. Ef einstakir liðir í uppgjöri bank- ans eru skoðaðir er rétt að staldra við nokkra þætti. Þar er fyrst til skoða vaxtamun. Vaxtamunur, þ.e. munur útláns- og innlánsvaxta, hefur aukist um 0,4% á milli ára. Hvor er að borga það lántaki eða innistæðueigandi er ekki alveg ljóst. Hagkvæmni banka kemur fram í vaxtamun. Aukning á vaxtamun ger- ir varla betur en að standa undir sér- stökum bankaskatti. Þóknanatekjur vaxa mjög mikið á milli ára, rúmlega tvöfaldast. Þetta er ekki hægt að skýra með endurmati. Í fréttatilkynningu er þessi mikla aukn- ing ekki skýrð, er þetta varanlegt eða aðeins einu sinni? Má vera að þetta skýrist af því að VALITOR/VISA kemur inn sem hluti af samstæðu en var áður hlutdeildarfyrirtæki. Þá er einnig rétt að horfa til þess að kostnaðarhlutfall hækkar, úr 50% í 52,4%. Með kostnaðarhlutfalli er átt við hve stór hluti vaxtamunar og þóknanatekna fer í kostnað. Það er markmið í bankarekstri að öðru jöfnu að þetta hlutfall lækki en hækki ekki eins og í tilfelli Arion banka hf. Það er raunhæft að spyrja hvert er markmið Arion banka hf. um kostn- aðarhlutfall. Villandi framsetning Þá er einnig vert að spyrja um auk- in fjölda starfsmanna, þar sem fram kemur að innlán og útlán dragast saman á árshelmingnum. Að vísu fækkar starfsmönnum í bankanum sjálfum en fjölgar í samstæðunni, þannig að útlán og innlán eru ekki al- veg sanngjarn mælikvarði. Og þó, því bankakerfið er örugglega ofmannað. Í fréttatilkynningu Arion banka hf. er sagt að arðsemi eigin fjár sé 20,3% á ársgrundvelli. Sú framsetning er villandi þar sem stór hluti af hagn- aði bankans kemur af endurmati á yfirteknum eignum sem ekki koma rekstri á árinu við. Það er mjög alvarlegt mál ef rekstur fjármálastofnana skilar ekki einhverri arðsemi. Þjóðin er búin að reyna slík- an rekstur. Það má ætla að næstu 2–3 ár verði rekstur íslenskra fjármála- fyrirtækja litaður af forverum þeirra og endurmati á yfirteknum eignum þar sem um nákvæmt uppgjör milli hins gjaldþrota Kaupþings hf. og Ar- ion banka hf. getur ekki verið að ræða næstu árin en myndin verður þó skýr- ari með hverju ári. Í uppgjörinu kem- ur fram að aðeins 42% af lánum bank- ans eru í fullkomnu lagi borið saman við 38% um áramót þannig að langt er í land með að rekstur bankans komist í eðlilegt horf. Samanburður á afkomu Arion banka hf. og Commerzbank AG. í Þýskalandi er marklaus. Má vera að afkoma Commerz sé lituð af skulda- vanda í Evrópu. Ef Commerzbank er með lakari afkomu en Arion banki hf. þá eru veruleg hættumerki þar og ástæðulaust að bera þá afkomu sam- an við uppgjör Arion banka hf. Það er ósk allra að rekstur fjár- málafyrirtækja verði á traustum grunni, með hæfilegum vaxtamun og þóknanatekjum í samræmi við vinnuframlag. Fjármálastofnanir eru nauðsynlegur hluti af innviðum sam- félagsins og rekstur þeirra þarf að vera heilbrigður. Heilbrigður rekstur skilar hóflegum hagnaði. Slíkt skilar sér í al- mannahag. Það er einnig æskilegt að umfjöll- un um viðskiptalíf sé á hógværum nótum, án þess að nokkrum þeim sem ber ábyrgð sé hlíft. Nokkuð hefur skort á það þegar uppgjör fjármála- fyrirtækja hafa verið birt. Þar er að nokkru að sakast við fyrirtækin sjálf, en þau greina lítt á milli þess sem er arfur þess gamla og rekstri ársins, en það er hann sem skiptir máli. Endurmat eigna skýrir hagnaðinn „Heilbrigður rekst- ur skilar hóflegum hagnaði. Vilhjálmur Bjarnason lektor í viðskiptafræði við HÍ Aðsent Kótelettur frá pabba í uppáhaldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.