Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 2
Helgarblað 28. febrúar 20142 Fréttir „Þeir hafa ekki pælt í neinu“ n Endurbætt Hverfisgata umdeild n Segir ekkert aðgengi fyrir fatlaða Þ að er allt við framkvæmd- irnar sem er út í hött,“ segir Arnar Helgi Lárusson, for- maður SEM, Samtaka endurhæfðra mænuskadd- aðra, og iðkandi í hjólastólaakstri, um endurbætta Hverfisgötu sem var opnuð almenningi fyrir skömmu. „Ég var búinn að reka augun í það að ekki var allt með felldu í framkvæmdunum. Þar sem ég er í hjólastól þá komst ég ekki að því fyrr en þeir opnuðu götuna. Ég fór þarna í vikunni, rúllaði um og gatan er ekki hjólastólavæn að neinu leyti.“ Arnar Helgi hefur vakið athygli fyrir að æfa og keppa í hjólastóla- akstri og sinnir því af kappi. Hann verður er- lendis í maímánuði og hyggst taka þátt á þrem- ur mótum. Fjórir til sex tímar á hverjum degi fara í æfingar, þar sem hann lyftir og hjólar til skiptis. Langtímamark- mið Arnars Helga er að komast á Ólympíuleik- ana í Ríó árið 2016. Ekki fyrir þá sem eiga erfitt með gang Arnar Helgi veltir fyrir sér hvort þeir sem hafi staðið fyrir framkvæmdunum hafi ekki staldrað við á einhverj- um tímapunkti og spurt sig að því hvort aðgengi fatlaðra væri tryggt. Hann tekur fram að sums staðar hafi einungis vantað herslumuninn upp á til þess að bjóða upp á að- gengi fyrir fatlaða. „Allir sem eiga erfitt með gang munu eiga erfitt með að fara þessa götu,“ útskýrir Arnar Helgi og seg- ir kantana sem aðskilja götuna og göngustíginn vera of stóra. Hann nefnir dæmi í því sam- hengi. „Á allri götunni eru að- eins þrír staðir þar sem er mögu- legt að komast upp á gangstéttina. Ef ég ætla í Bíó Paradís og legg þar fyrir utan þarf ég að fara 100 til 200 metra í aðra áttina til þess eins að komast upp á gangstéttina. Þar fyrir utan er ég kannski með þrjú börn með mér.“ Einni götu færri í lífinu Arnar Helgi segir endurbætta Hverfisgötu skjóta skökku við þar sem Reykjavík hefur gefið sig út fyrir að hugsa um aðgengi fatl- aðra. Borgin hafi jafnvel áður farið í framkvæmdir til þess að bæta að- gengi þeirra og því komi þetta hon- um á óvart. Hann nefnir að þetta eigi þó ekki aðeins við um fatlaða einstaklinga, þeir sem eru sjón- skertir eða eldri borgarar geta lent í vandræðum með að komast leiðar sinnar á Hverfisgötu. Arnar Helgi segir að í ljósi aðstæðna sé hann með einni götu færra í lífi sínu. „Þetta gerir það að verkum að gatan hjá mér er al- gjörlega óaðgengileg. Fyrir mér er búið að þurrka út heila götu sem gæti verið nokkuð aðgengileg, hefði verið aðeins hugsað. Allir aðilar sem komu að þessu máli – framkvæmdaaðilar, eftirlits- aðilar, byggingarfulltrúi Reykja- víkur – þeir hafa allir brugðist með tölu,“ segir Arnar Helgi ákveðinn. „Þeir hafa ekki pælt í neinu.“ n „Á allri göt- unni eru að- eins þrír staðir þar sem er mögulegt að komast upp á gangstéttina Ingólfur Sigurðsson ingolfur@dv.is Góður á hjólinu Arnar Helgi er formaður Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra. Fáir karl- menn í HA Nemendur í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri birtu athyglisverða grein á heimasíð- unni landpostur.is í vikunni, þar sem fjallað er um hversu fáir karlkyns nemendur eru í HA. Á síðasta ári voru aðeins 22 pró- sent nemenda karlmenn, en á undanförnum áratug hefur fjöldi kvenna í háskólum hér á landi aukist mjög. Í HA er kennaranám, hjúkrunarfræði- og iðjuþjálfa- nám einna vinsælast og fjöl- mennast. Í þessum greinum eru karlkyns nemendur sjaldséðir, en á Akureyri eru aðeins 5 af 177 fagmenntuðum leikskólakennur- um karlkyns. Hurfu frá tæknigreinum Stefán B. Sigurðsson, fráfarandi rektor HA, var spurður um málið og sagði hann að ekki væri verið að vinna sérstaklega að því að fá karlmenn til að skrá sig í þessar námsgreinar. Hins vegar hefðu verið uppi áform um að innleiða tæknigreinar, en frá því hafi þurft að hverfa vegna fjárskorts. Þá sagði hann vandamálið liggja í fordómum samfélagsins fyrir því að karlmenn gerist hjúkrunar- fræðingar eða leikskólakennarar. Framburðurinn ótrúverðugur Aðalmeðferð í máli Algirdas Vysnauskas hélt áfram í vikunni, en hann var handtekinn í Leifs- stöð í október, grunaður um fíkni- efnasmygl. Litháinn grýtti flösku fullri af metamfetamínbasa í gólfið, og sagðist hafa haldið að í henni væri rauðvín. Saksóknari taldi framburð hans ótrúverðugan og krafðist 2–3 ára fangelsisdóms. Jafnframt krafðist Isavia greiðslu bóta vegna skemmda sem urðu í tollskoðunarrýminu, vegna vökva- ns sem var í flöskunni. Verjandi Al- girdas fór fram á sýknu og til vara að bótakröfu yrði vísað frá. 1 matsk. safieða 1 hylki. F æ s t í a p ó t e k u m , h e i l s u b ú ð u m , F j a r ð a r k a u p o g K r ó n u n n i . Jafnvægi og vellíðan lifestream™ nature’s richest superfoods É g hef nú ákveðið að taka þessari áskorun og mun því leiða framboð Dögunar til borg- arstjórnarkosninga í Reykja- vík 2014 með það að meginmark- miði að Reykjavík verði lýðræðisleg borg, þar sem forgangsröðun fjár- muna beinist fyrst og fremst að því, að allir hafi þak yfir höfuðið, í sig og á og öll börn geti þroskast á eðli- legan hátt,“ segir Þorleifur Gunn- laugsson, fyrrverandi borgarfull- trúi Vinstri grænna, sem mun leiða lista Dögunar í borgarstjórnarkosn- ingunum síðar á árinu. Þorleifur segir ákvörðunina hafa komið til þannig að hann hafi talað á málefnafundum Dögunar upp á síðkastið, eitt hafi leitt af öðru og að skorað hafi verið á hann að taka sæti á lista hjá framboðinu í næstu kosn- ingum. „Dögun í Reykjavík hefur að undanförnu haldið málefnafundi þar sem mér hefur boðist að vera á meðal frummælenda. Þar hafa ofan- talin mál verið til umræðu og ég hef fundið mikinn samhljóm með þeim sem sótt hafa fundina, meiri en ég hef fundið fyrir í VG þar sem orð og efndir stangast iðulega á. Í framhaldi af þessu hefur formaður framkvæmdaráðs Dögunar skorað á mig að koma í framvarðarsveit hreyfingarinnar í Reykjavík og félag- ið í Reykjavík, skorað á mig að leiða framboðið.“ Þorleifur hefur verið viðloðandi borgarstjórnarflokk VG frá árinu 2006 en þá varð hann vara- borgarfulltrúi. Hann var um tíma oddviti flokksins og borgarfulltrúi fyrir hans hönd en Sóley Tómas- dóttir tók síðar við odd- vitastöðunni af honum. Þorleifur varð varaborgar- fulltrúi eftir kosningarn- ar árið 2010 en þá fékk VG aðeins einn fulltrúa í borg- arstjórn. Þorleifur hefur hins vegar leyst af í borgarráði og borgarstjórn. n ingi@dv.is Þorleifur leiðir lista Dögunar Fyrrverandi borgarfulltrúi VG færir sig um set Leiðir Dögun Þorleifur Gunnlaugsson, fyrr­ verandi borgarfulltrúi VG, hefur ákveðið að leiða lista Dögunar í komandi borgar­ stjórnarkosningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.