Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 64
Helgarblað 28. febrúar–3. mars 2014 17. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Helvítis dóni! „Þetta er dónalegt“ n Vígdís Hauksdóttir afboðaði viðtal við maltnesku sjónvarps­ konuna Rosemarie Dorekens sem átti bókaðan fund með henni á fimmtudag. Hún hafði hug á ræða við hana um eftir­ minnileg ummæli sem Vigdís lét falla um Möltu á dögunum. Eiríkur Jónsson greindi frá þessu á heimasíðu sinni. „Um fátt er meira rætt á Möltu í dag en saman­ burð hennar á Möltu og Vest­ mannaeyjum. Hún sagðist ekki hafa tíma til að tala við mig. Þetta er dónalegt,“ hafði Eiríkur eftir Rose­ marie. Fámæltur gagnrýnir pex n Á heimasíðu Framsóknar­ flokksins var birt frétt þess efnis að Karl Garðarsson, þingmaður flokksins, hafi tekið saman hve oft stjórnarandstaðan hafi kvatt sér hljóðs í tengslum við um­ ræðuna um ESB. „Eitt stærsta vandamál þingsins er vantraust – vantraust almennings sem hef­ ur fengið nóg af innantómu pexi þingmanna. Það er alltaf stutt í málþófið og það er til skammar,“ er haft eftir honum. Karl er meðal þeirra þing­ mann sem minnst hef­ ur talað á Al­ þingi. Mótmælendur niðurlægðir n Ómar Ragnarsson er einn þeirra fjölmörgu sem hefur tjáð sig um mótmælin sem hafa ver­ ið haldin nær alla þessa viku. Hann telur að rót þeirra sé fyrst og fremst sálfræðileg. „Ég efast um að nokkur hafi búist við þessu en hygg að skýringin sé sálfræði­ leg. Eitt af því sem gerir fólk reitt er þegar því finnst undir niðri að það hafi verið haft að fíflum og verið niður­ lægt. Reiðin bein­ ist þá að þeim sem fíflaði það,“ skrif­ ar Ómar á blogg sitt. Flóamarkaður fólksins á Eiðistorgi Umsjónarmaður markaðarins segist gefa almenningi tækifæri til að selja úr geymslunni Í vetur hefur verið haldin flóamark­ aður í Eiðistorgi á Seltjarnarnesi fyrsta laugardag hvers mánaðar. Þorgeir Jóhannsson, umsjónar­ maður markaðarins, segir í sam­ tali við DV það taka tíma að venja Íslendinga á að fara á flóamarkað. „Það er áhugamannafélag um bætt mannlíf á Eiðistorgi sem bað okkur um að halda utan um flóamarkaðinn. Það hefur gengið ágætlega, þokka­ leg mæting. Það tekur smá tíma að venja fólk á flóamarkaði. Íslendingar eru ekki eins vanir þessu eins og ná­ grannaþjóðirnar,“ segir Þorgeir. Hann bendir á að þó margir Ís­ lendingar hafi vanið komu sína í Kolaportið þá sé það vart flóa­ markaður lengur. „Þetta hefur ver­ ið svolítið öðruvísi. Mörgum finnst að í Kolaportinu sé orðið of mikið af föstum verslunum. Það eru fáir básar eftir í Kolaportinu þar sem almenningur er að selja. Fólk er orðið svolítið þreytt á því þar sem megnið af básunum eru fastir bás­ ar. Það er lítið um tækifæri fyrir fólk að selja úr geymslum. Við erum að fara aftur á byrjunarreit,“ segir Þor­ geir. Hann segir kjörið tækifæri að koma á flóamarkað og upp­ lifa fortíðarþrá. „Á svona mörk­ uðum er fólk að finna það sem vantar í bollastellið sitt og gömlu hlutina sem voru til á heimilinu í gamla daga. Fólk er að kaupa hluti sem það ólst upp við og rekst aft­ ur á á flóamörkuðum,“ segir hann. Flóamarkaðurinn verður haldinn á Eiðistorgi frá klukkan 11 til 17 næstkomandi laugardag. „Smám saman er fólk fá vitneskju um þetta og stefnan er að halda þessu áfram.“ n hjalmar@dv.is Gamlar gersemar Á flóamarkaðinum á Eiðistorgi má finna allt frá sænskum Dalahest yfir í heimasíma frá níunda áratugnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.