Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 4
Helgarblað 28. febrúar 20144 Fréttir GRÍMSBÆ VIÐ BÚSTAÐAVEG · SÍMI 588 1230 Opið: mánudaga - laugardaga 10-19, sunnudaga 11-17 Annar hundurinn á lífi V ið höfum engar sannanir um að neitt saknæmt hafi átt sér stað,“ segir Antonía Hermannsdóttir, dýra­ eftirlitsmaður hjá Matvælastofnun, í samtali við DV. Blaðið greindi frá því á dögunum að ábending um slæma meðferð á hundum hefði borist Matvælastofnun þann 6. febrúar og varðaði ábendingin sögusagnir um að tveir hundar hefðu verið skildir eftir bundnir ofan í baðkari yfir helgi. Annar átti að hafa hengst í ólinni, en hinn einhvern veginn hafa skrúf­ að frá eða brotið leiðslu og drep­ ist vegna bruna eða hita frá heitu vatni. Samkvæmt heimildum DV átti atvikið að hafa átt sér stað í blokkaríbúð í Reykjavík og var eig­ andinn sagður hafa brugðið sér frá yfir helgi. Á meðan áttu dýrin að hafa verið tjóðruð eftir í baðkari á baðherbergi íbúðarinnar. Antonía segir að rannsókn hafi leitt í ljós að ekkert saknæmt átti sér stað í íbúðinni. Hún segir að ljóst hafi verið að annar hundurinn sem átti að hafa verið í íbúðinni sé á lífi. „Það er hægt að staðfesta það að slökkvilið kom á staðinn og það var leki,“ segir Antonía. „Við vitum til þess að annar hundurinn sem sagður var hafa verið þarna er á lífi,“ segir hún en segir lík­ legt að hinn hundurinn hafi drep­ ist. Það hafi hins vegar ekki gerst á saknæman hátt. Aðspurð hvort hundarnir hafi verið skildir eftir í baðkarinu einir yfir helgi segir hún það ekki vera rétt. „Við teljum mál­ ið vera fullrannsakað. Við töluðum við mjög marga og höfum gengið frá þessu máli hér hjá okkur,“ segir Antonía. n astasigrun@dv.is Tveir hundar voru sagðir hafa drepist í baðkari meðan eigandinn brá sér frá Lagaheimild Matvælastofnun hefur heimild til þess að vísa málum sem þessum til lögreglu en í þessu tilfelli var ekki ástæða til þess að sögn. Vilja aukinn byggðakvóta Hverfisráð Hríseyjar lagði fram ályktun á síðasta fundi bæjarráðs Akureyrar, þar sem áhyggjum var lýst vegna þróunar atvinnu­ mála í Hrísey. Fiskvinnslufyrir­ tækið Hvammur sagði upp öllum starfsmönnum sínum nýverið, en þeir telja 7,5% íbúa eyjarinnar. Ráðið telur mikilvægt að grípa til aðgerða sem skili sér til lengri tíma. Telur hverfisráðið að bæjar­ ráð þurfi að beita sér fyrir því að fjármagn verði sett í verkefni Byggðastofnunar um brothættar byggðir, til þess að þeir sem stunda fiskveiðar frá Hrísey fái aukinn byggðakvóta og að að­ stæður lítilla fyrirtækja í sjávarút­ vegi verði tryggðar. Skikkuðu bankann til að fylgja lögum Samherjamálið er enn til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara B ankaráð Seðlabanka Ís­ lands, sem er pólitískt skipað, beitti sér fyrir því að dótturfé­ lag Samherja fengi gögn um rannsókn bankans á meint­ um gjaldeyrisbrotum félagsins. Þetta kom fram í bréfi sem Gústaf Baldvins­ son, framkvæmdastjóri dótturfélags­ ins Seagold Ltd., birti á vef Samherja nú í febrúar. Seðlabankinn hafði meint brot Samherja á lögum um gjaldeyrisbrot til meðferðar áður en málið var sent til sérstaks saksóknara. Samherji hefur deilt harkalega á bankann vegna rann­ sóknarinnar. Meðal þess sem Sam­ herji reyndi að gera var að fá rann­ sóknargögnin í málinu í hendur. Um þetta sagði Gústaf í bréfi sínu: „Um alllangt skeið höfum við hjá Seagold reynt að fá rannsóknargögnin í hend­ urnar. Seðlabanki Íslands hefur ætíð neitað að verða við þeirri beiðni. Um tíma sögðu talsmenn bankans að þeir væru búnir að afhenda sérstökum sak­ sóknara gögnin og hefðu engin gögn undir höndum lengur.“ Ríkissaksóknari beitti sér Í bréfi sínu rakti Gústaf að Samherji hefði ekki fengið gögnin fyrr en í ríkis­ saksóknari og bankaráð Seðlabanka Íslands hefði beitt sér fyrir því að gögn­ in yrðu afhent. „Það var ekki fyrr en nýverið sem Ríkissaksóknari skarst í leikinn og úrskurðaði að það bæri að afhenda okkur rannsóknargögnin. Úr­ skurður frá Ríkissaksóknara einn og sér nægði þó ekki, heldur þurfti inn­ grip frá bankaráði Seðlabankans til þess að fá stjórnendur bankans til að framfylgja úrskurðinum og afhenda okkur gögnin. Það er því fyrst núna, um tveimur árum eftir að sakir voru á okkur bornar, að við eigum möguleika á að tjá okkur um sakarefnið.“ Ríkissaksóknari taldi því að Seðla­ bankinn ætti að afhenda gögnin en stjórnendur bankans töldu ekki að honum bæri að gera það. Stjórnend­ ur bankans létu svo ekki undan fyrr en eftir að bankaráðið hafði skorist í leikinn. Ólöf segist bundin trúnaði DV hafði samband við Ólöfu Nordal, formann bankaráðs Seðlabanka Ís­ lands og fyrrverandi varaformann Sjálfstæðisflokksins, til að spyrja hana út í málið og ástæðuna fyrir inn­ gripi bankaráðs Seðlabanka Íslands. „Veistu, ég vil ekkert tjá mig um það. Ég get alveg staðfest að bréf barst en ég vil ekkert um þetta tjá mig […] Ég get sagt þér að bankaráð fékk bréf en ég ætla ekki að tjá mig um þetta mál. Það er nú yfirleitt trúnaður um allt sem fer fram á bankaráðsfundum og ég ætla ekki að tjá mig neitt um það.“ Þorsteinn Már Baldvinsson segir að umrætt bréf hafi komið frá lögmanni Samherja sem hafi ýtt á eftir því að útgerðarfyrirtækið fengi gögnin um rannsóknina. Bankaráðið hefur eftirlit Samkvæmt lögum um Seðla­ banka Íslands á bankaráð að fylgjast með því að bank­ inn fari að lögum. Í 28. grein í lögum um starfsemi Seðla­ banka Íslands segir: „Banka­ ráð hefur eftirlit með því að Seðlabanki Íslands starfi í samræmi við lög sem um starfsemina gilda.“ Miðað við staðreyndir málsins þá taldi ríkissaksóknari að Seðlabankinn ætti að veita Sam­ herja aðgang að umræddum gögn­ um, stjórnendur bankans voru hins vegar ekki sammála þeirri túlkun en það var ekki fyrr bankaráðið greip inn í að orðið var við beiðni Samherja. Þetta þýðir annaðhvort að stjórnend­ ur Seðlabanka Íslands hafa ekki farið eftir lögum um starfsemi bankans eða að ríkissaksóknari og bankaráðið túlki lögin ekki með réttum hætti. Þessi saga er enn eitt dæmi um það hversu eldfimt Samherjamálið er og hefur verið eftir að það kom til kasta Seðla­ banka Íslands. Samkvæmt heimildum DV er Sam­ herjamálið enn til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara síðan það barst honum frá Seðlabanka Ís­ lands. Ekki liggur fyrir hvort og þá hvenær sú rannsókn muni leiða til ákæru eða frávísunar. Einhverjar yfir­ heyrslur hafa farið fram í tengslum við rannsókn málsins. DV hafði samband við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, og hann staðfesti að hann hefði ver­ ið boðaður í yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara. „Ég var boðaður þangað og talaði við þá.“ n Bundin trúnaði Ólöf Nordal, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, segist bundin trúnaði um af hverju ráðið veitti Samherja aðgang að rannsóknargögnum í meintu gjaldeyrisbrotamáli. „Ég get sagt þér að banka- ráð fékk bréf Verðbólgan minnkar hratt Verðbólga hér á landi hefur ekki verið minni frá því í upphafi árs 2011. Í febrúar mældist ársverð­ bólga 2,1 prósent samkvæmt nýrri mælingu Hagstofu Íslands á vísitölu neysluverðs. Vitnað er til mælingarinnar á vefsíðu ASÍ. Þar kemur fram að á milli janúar­ og febrúarmánaðar hafi verðlag hækkað um 0,67 pró­ sent vegna hækkana á fötum og skóm í kjölfar útsöluloka auk hækkana á flugfargjöldum og eldsneyti. Á móti vegur að verð á mat­ og drykkjarvörum lækk­ aði frá fyrra mánuði. Lítið bólar á lækkun á innfluttum mat­ vörum þrátt fyrir mikla gengis­ styrkingu undanfarna mánuði og yfirlýsingar forsvarsmanna matvöruverslana um lækkanir á vöruverði, að sögn ASÍ. Yfirheyrslur hafa átt sér stað Sérstakur saksóknari er með Samherjamálið til rannsóknar og hafa yfirheyrslur farið fram í því. Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja. MYnd SigtRYgguR ARi ingi Freyr Vilhjálmsson Sigurður Mikael Jónsson ingi@dv.is / mikael@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.