Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 46
Helgarblað 28. febrúar 201438 Lífsstíll Laugavegurinn aldrei vinsælli Miklar vinsældir sumra ferðamannastaða kalla á það að opna og greiða leiðir um fleiri svæði M iklar vinsældir ákveðinna ferðamanna­ svæða leiða til þess að dreifa þarf umferðinni betur. Opna verður og greiða leiðir um fleiri svæði – sem um leið gefur þá fleiri möguleika til ferða um landið okkar,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands kom út í jan­ úar. Þar má tiltaka lengri sem skemmri leiðangra um hálendið, Kjöl, Fjallabak, Lónsöræfi, Horn­ strandir, Víknaslóðir, Strandir og svo má áfram telja. Einnig eru á dagskrá helgarferðir, t.d. á Fimm­ vörðuháls, en eldsumbrotin þar fyrir þremur árum sýna vel að landið er kvikt og í mótun. Aldrei vinsælli „Laugavegurinn hefur aldrei verið vinsælli,“ segir Páll. Þessi einstaka gönguleið er alls 55 kílómetrar, það er úr Landmannalaugum í Þórsmörk og er yfirleitt gengin á þremur til fjórum dögum. Er al­ gengt að eftir fyrsta göngudaginn sé áð í skála FÍ Hrafntinnuskeri, næstu nótt í Hvanngili eða við Álftavatn, þá þriðju í skálanum á Emstrum og þaðan á fjórða degi gengið í Þórsmörk. Laugavegurinn var í fyrrasumar tilnefndur sem ein af tíu áhugaverðustu gönguleiðum í heiminum af National Geographic. Það var mikil viðurkenning fyrir áratugalangt uppbyggingarstarf fé­ lagsins á skálasvæðum á leiðinni. „Hins vegar þarf að vinna að lagfær­ ingum á gönguleiðinni sjálfri en nú hefur látið á sjá á nokkrum stöðum, bæði af völdum göngufólks og eins af náttúrufarslegum ástæðum.“ 100 á dag Á góðu sumri ganga 6.000 manns Laugaveginn. „Leiðin er orðin fær síðari hlutann í júní og helst opin út sumarið og fram í september. Um 100 til 120 manns leggja upp frá Landmannalaugum á hverj­ um morgni yfir háannatímann og yfir þann tíma eru því rúmlega 100 manns sem ganga á milli skála dag hvern.“ Páll segir að aðstaðan á Laugaveginum stýri að hluta til umferðinni og nú komist t.d. ekki fleiri í skála. „Þetta skapar vanda en um leið ný tækifæri. Við þurfum að benda á fleiri möguleika þar sem byggðar hafa verið upp gönguleiðir og að­ staða svo sem við Langjökul, á Kili, Fjallabaki, Lónsöræfum og Víkna­ slóðum. Laugavegurinn er hins vegar orðinn svo þekktur að eftir­ spurnin er mikil, en landið okkar er svo frábært að það mikið af áhugaverðum leiðum og svæðum.“ Ferðafélag barnanna Um 8.000 manns eru innan vé­ banda Ferðafélags íslands. Ferða­ félagið er að mörgu leyti íhalds­ samt félag og hefur lagt áherslu á gömul og góð gildi í starfi sínu. Um leið hefur félagið staðið fyrir nýbreytni í starfinu og þróast í takt við tíðarandann í samfélaginu. „Ferðafélag barnanna, sem er sér­ stök deild innan FÍ, var sett á lagg­ irnar fyrir fjórum árum og þar eru á dagskrá skemmtilegar fjölskyldu­ ferðir, svo sem fuglaskoðun að vori, útilega að sumri, sveppaferð að hausti og svo framvegis. Þá er Ferðafélag Íslands í samstarfi við Landvernd og Háskóla Ís­ lands. Er til dæmis farið um svæði sem hafa verið í deiglunni vegna orkunýtingar og þar hafa Land­ verndarmenn leitt för og sagt frá. Þá hafa háskólamenn farið fyrir í ferðum til að mynda í Reykjavík og næsta nágrenni um slóðir sem eru áhugaverðar með tilliti til sögu og náttúru.“ Fararstjórar á öllum aldri „Hreyfing og útivera er orðinn lífs­ stíll þúsunda Íslendinga. Við höf­ um því í ríkari mæli fengið yngra fólk til að annast fararstjórn og eigum stóran hóp fararstjóra sem eru allt frá því að vera rétt um og yfir tvítugt yfir í að vera orðnir vel þroskaðir í kringum sjötugt. Þarna mætast því kynslóðirnar í farar­ stjórahópnum eins og gerist svo oft í ferðum og er svo skemmti­ legt,“ segir Páll Guðmundsson. n Þórsmörk Skálinn í Þórsmörk á sumardegi. „Þetta skapar vanda en um leið ný tækifæri Losnaðu við þreytu Flestir sem stunda útivist kann­ ast við harðsperrur og þreytu í vöðvum. Það hefur færst í vöxt að stunda ísböð og heitan pott á víxl eftir æfingar til þess að vöðvar líkamans jafni sig hrað­ ar. Kuldi hefur margvísleg áhrif á líkamsstarfsemina, en það er vel þekkt að kæling dregur úr bólgumyndun og blæðingum eftir áverka. Gott er að vera í tvær mín­ útur í ísbaði og vera jafn lengi í heitum potti. Endurtaka skal þetta þrisvar sinnum. Á aðeins 12 mínútum er því hægt að láta líkamann jafna sig hraðar og vöðvarnir ná fullum styrk aftur fyrr en ella. Reynir á lærin Að vera á línuskautum er góð hreyfing og getur verið skemmtileg ef rétt er farið að. Líkamshreyfingin reynir aðal­ lega á lærin, rassinn og jafn­ vægið og er því tilvalið að skella sér á línuskauta ef vilji er til að bæta þá þætti. Mikilvægt er að byrjendur noti hjálm, stilli hann rétt og gott er að notast einnig við hlífar á hné, úlnliði og olnboga. Bleyta og sandur á stígum getur aukið líkur á að einstaklingur missi jafnvægið ásamt því að sandur getur farið illa með legur í hjólum. Gistu á hálendinu Á vef NAT, sem stendur fyrir Nordic Adventure Travel, er meðal annars hægt að finna leiguhúsnæði á hálendinu. Tugi gististaða má finna á vefn­ um, sem eiga það allflestir sameiginlegt að vera í nálægð við fjölfarnar og skemmtilegar gönguleiðir. Í skálunum er allt til alls og geta þeir yfirleitt hýst margmenni. Einn skálanna stendur í Jökuldal, sem er fyrir miðju Ís­ landi. Af hlaðinu blasir við suð­ vesturhlíð Tungnafellsjökuls og þá er greið leið yfir Mjóháls austur í Vonarskarð. Spennandi ferðir framundan Jeppa- og gönguferðir á vegum Útivistar F erðafélagið Útivist stendur reglulega fyrir ferðum af ýmsu tagi. Næstkomandi sunnudag verður gengið frá Leirdal að Djúpavatni en brottför verður frá BSÍ klukkan 9.30. Frá Leirdal verður gengið meðfram Núpshlíðarhálsi en á vegi göngufólks verða Hrauns­ sel og Selsvellir, sem eru gömul sel frá Grindavík. Svo verður farið yfir hálsinn sunnan við Spákonuvatn, norðan við Grænavatnseggjar, og niður að Djúpavatni. Gengið verð­ ur í fimm til sex klukkustundir en leiðin er 13 til 14 kílómetra löng. Laugardaginn 15. mars stendur Útivist svo fyrir jeppaferð á Fimm­ vörðuháls. Fimm dögum síðar verða einmitt fjögur ár liðin síðan gosið í Fimmvörðuhálsi hófst. „Á köldum degi rýkur enn úr gígunum Magna og Móða og hin magnaða umgjörð á Hálsinum gerir ferð þangað enn magnaðri,“ segir á vefsíðu félagsins. Farið verður frá Reykjavík að morgni laugardags, en brottför er klukkan átta. Ekið verður um Mýrdalsjökul á Fimmvörðuháls og svo verður gist eina nótt í skála á vegum Útivistar. Heimferðin verð­ ur farin sömu leið en verði aðstæð­ ur góðar og vilji til verða hugsan­ lega fundin tilbrigði við leiðarval. Fararstjórar ferðarinnar eru þeir Tryggvi V. Traustason og Jón Viðar Guðjónsson. n Útivist Gengið verður að Djúpavatni á Reykjanesi næsta sunnudag. Mynd Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.