Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 12
Helgarblað 28. febrúar 201412 Fréttir R áðherrar í ríkisstjórn Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokks voru margir mjög skýrir í aðdraganda kosninganna vorið 2013 um að þeir vildu þjóðaratkvæðagreiðslu um fram- hald aðildarviðræðna við Evrópu- sambandið. Ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins sögðu ítrekað í aðdraganda kosninganna að þjóðin ætti að fá málið til sín. Rifist um málið á þingi Hart hefur tekist á um mál- ið á Alþingi undanfarna daga eftir að Gunnar Bragi Sveinsson ut- anríkisráðherra lagði fram þings- ályktunartillögu um slit á við- ræðunum og afturköllun umsóknar. Það gerði hann stuttu eftir að skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands var afhent en hana átti, sam- kvæmt stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar, að ræða og kynna fyrir þjóðinni. Umræður um skýr- sluna hafa staðið yfir síðustu daga en stjórnarandstöðuþing- menn hafa verið tíðir gestir í ræðustól. Umræðan um skýrsl- una hef- ur verið skraut- leg og í raun að mestu snúist um loforð sjálfstæðismanna um þjóðaratkvæðagreiðslu. Þing- menn stjórnarandstöðunnar hafa furðað sig á tillögu utan- ríkisráð- herra á með- an stjórnarliðar hafa furðað sig á stjórnar andstöðunni. Umræður um fundarstjórn forseta hafa líka tekið sinn tíma auk þess sem nokk- ur tími fór í að ræða dagskrár- tillögu um að færa þingsálykt- unartillögu Pírata, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar- innar um þjóðaratkvæða- greiðslu fram fyrir tillögu Gunnars Braga. Krafan snýst um þjóðaratkvæði Mótmælt hefur verið fyrir utan Alþingishúsið á Austurvelli daglega síð- an í byrj- un vikunn- ar vegna málsins og hafa tugþús- undir undir- skrifta safnast á vefsíðu þar sem skorað er á þing- ið að fara með mál- ið fyrir þjóðina. Mál- ið snýst ekki um hvort fólk vilji ganga í Evrópusam- bandið eða ekki heldur segjast mót- mælendur vilja að stjórnarflokkarnir Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is „Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að við eigum ekki að ganga í Evrópu- sambandið og greiddi atkvæði gegn umsókn. En við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það.“ – Í Fréttablaðinu 24. apríl 2013 „Ég tel að það sé vel raunhæft að gera þetta á fyrri hluta kjörtímabilsins næsta. Jafnvel samhliða sveitarstjórnarkosningunum. Við verðum að sjá til, en Sjálfstæðisflokkurinn styður að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta mál.“ – Í fréttum RÚV 23. mars 2013 „Við viljum ekki ganga inn í Evrópusambandið. Við höfum opnað fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins. Ég er opinn fyrir því að nýta þjóðaratkvæðið til að leiða fram þjóðarviljann í þessu máli en mér finnst engar forsendur vera til staðar til þess að halda viðræðum áfram.“ – Í kosningaþætti Stöðvar 2 25. apríl 2013 Þeirra eigin orð n Ráðherrarnir voru skýrir fyrir kosningar n Lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu „Fyrst og síðast snýst þetta um það að Sjálfstæðisflokkurinn telur hagsmunum sínum, okkar þjóðar, ekki best vera borgið innan Evrópusambandsins. Við erum hins vegar þeirrar skoðunar að vilji þjóðin það á einhverjum tímapunkti þá beri okkur að fara í þjóðaratkvæði og niðurstaðan úr því, við munum virða hana […] Að sjálf-stöðu mun Sjálfstæðisflokkurinn standa við það að þjóðin fær að ákveða það hvort verði gengið lengra í þessu máli. Það er þjóðarinnar en ekki einstakra stjórnmálamanna.“ – Í Silfri Egils 17. mars 2013 „Ég er þeirrar skoðunar að við eigum ekki að vera í aðildarviðræðum en mér finnst alveg eðlilegt að leyfa fólki að kjósa um það og þá er ekkert því til fyrirstöðu að kjósa vegna þess að menn vita hvað felst í því að ganga í Evrópusambandið. […] Ég er bara að segja að almenningur eigi að ráða þessu. Ég er alfarið á móti en auð- vitað á almenningur á að ráða.“ – Í Sprengisandi 3. mars 2013 „Að sjálf- sögðu kemur til þjóðar- atkvæðagreiðslu en menn hljóta við ákvörðun um tímasetningu slíks að taka inn í reikninginn aðstæður. Þess vegna er mikilvægt að byrja á því að leggja mat á aðstæðurnar, bæði hvað varðar umsókn Íslands en líka varð- andi þróun Evrópusambandsins.“ – Á blaðamannafundi á Laugarvatni 22. maí 2013 „Það sem að mér þykir mestu máli skipta er að þjóðin fái að greiða atkvæði um hvort að þessu verður haldið áfram eða ekki og ég treysti þjóðinni til að taka upplýsta ákvörðun. […] Vegna þess hversu mikið ágreiningsmál þetta er á milli flokka, milli þjóðarinnar, milli landsbyggðar og höfuðborgarinnar, þetta fer í gegnum fjölskyldur. Eina leiðin til þess að komast að niðurstöðu um það hvert skuli halda núna er að spyrja þjóðina.“ – Í kosningasjónvarpi RÚV í apríl 2013 Frá vinstri: Hanna Birna, Bjarni, Sigmundur Davíð, Ragnheiður Elín og Illugi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.