Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 24
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 24 Umræða Helgarblað 28. febrúar 2014 Ég er gamla konan í sambandinu Ég verð bara feimin Sjúklega falleg og síbreytileg Þetta er svítan „So what?“ Hafdís Sigurðardóttir afrekskona er eldri en kærastinn. – DV Álitsgjafar DV völdu Hörpu sem fallegustu byggingu landsins. – DV Þ egar ofbeldismaður hefur einsett sér að ná völdum yfir manneskju þá þykist hann vera annað en hann er. Hann segist ekki ætla að svíkja hana heldur sýnir hann sínar bestu hliðar á meðan hann er að vinna hana yfir á sitt band. Með fagurgala og gylliboð­ um um bjarta framtíð ávinnur hann sér traust og trú á að samband með honum sé betra en samband með öðrum. Með því að sannfæra mann­ eskjuna um að hún sé ekkert án hans tryggir hann að hún yfirgefi hann ekki, jafnvel þótt og þegar framkoma hans fer að breytast og vanvirðing, ofríki og ógnandi framkoma verður ein­ kennandi fyrir samskiptin. Með tím­ anum tekst honum að beygja mann­ eskjuna undir sig og ef henni tekst ekki að rísa upp gegn honum geta af­ leiðingarnar orðið alvarlegar. Þessi mynd kemur æ oftar upp í hugann þegar fylgst er með fram­ göngu ríkisstjórnarinnar síðustu daga, vikur og mánuði. Myndin af manninum sem lofar öllu fögru til að fá það sem hann vill en meinar ekki það sem hann segir. Í aðdraganda kosninganna heill­ aði formaður Framsóknarflokksins með fagurgala: „Við ætlum að tryggja réttlæti fyrir heimilin á Íslandi,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í kosningabaráttunni sem varð for­ sætisráðherra út á að lofa fólki pen­ ingum í gegnum leiðréttingu lána. Þegar hann tók við völdum og kynnti stjórnarsáttmálann sagði hann að heimilin myndu „væntanlega strax finna mun“. Þegar það gekk ekki eft­ ir var strax orðið teygjanlegt hugtak og nú er ljóst að loforðið verður aldrei efnt til fulls. Ekki frekar en loforð stjórnar­ flokkanna um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Í bréfi sem sent var af skrifstofu Framsóknarflokks­ ins á kjördag sagði orðrétt: „Aðildar­ viðræðum við ESB verður ekki slitið án þess að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram.“ Í kynningarefni á kosninga­ loforðum Sjálfstæðisflokksins sagði: „Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæða­ greiðslu á kjörtímabilinu hvort að­ ildarviðræðum verði haldið áfram.“ Þessi orð voru seinna fjarlægð af vef­ síðu flokksins. Þessu lofuðu formenn beggja flokkanna og fjórir af fimm ráðherr­ um Sjálfstæðisflokksins. „Við munum standa við það,“ sagði Bjarni í kosn­ ingabaráttunni og Sigmundur Davíð endurtók það þegar stjórnarsáttmál­ inn var kynntur á Laugarvatni: „Að sjálfsögðu kemur til þjóðaratkvæða­ greiðslu.“ Áður hafði Sigmundur Davíð gagnrýnt fyrri ríkisstjórn harðlega fyrir ólýðræðisleg vinnubrögð. „Hvað gera þeir þegar þeir hafa raun­ veruleg tækifæri til að sýna fram á að þeir séu talsmenn lýðræðis? Þegar þeir geta raunverulega sett mál í dóm þjóðarinnar? Nei, þá má þjóðin ekki koma að málum,“ sagði hann reiði­ lega í ræðustól Alþingis: „Hvað með Evrópusambandið? Ekki má þjóðin segja álit sitt á því á þessu stigi.“ Seinna kom á daginn að það stóð aldrei til að leggja þessa ákvörðun undir þjóðina, heldur var hér sett á svið leikrit, til þess fallið að veiða at­ kvæði og ná völdum. Ekki stendur á réttlætingu stjórnar liða. Þið vilduð þetta sjálf, segja þeir, samanber orð Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráð­ herra þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við 35.000 undirskrift­ um og háværum mótmælum við Al­ þingishúsið dag eftir dag: „Við vorum kosin í kosningunum til að fylgja eftir ákveðinni stefnu, það er það sem við ætlum að gera. Við fengum umboð til þess.“ Afneitunin virðist algjör. „Eru þetta svik? Nei, kæru vinir, þetta eru engin svik,“ sagði Bjarni Benedikts­ son fjármálaráðherra. Málið snýst ekki um það hvort fólk er með eða á móti aðild í Evrópusam­ bandinu heldur að lýðræðið sé virt. Að þjóðin fái að ráða sínum ráðum sjálf í stað þess að stærstu ákvarðan­ ir þjóðarinnar séu í höndum örfárra einstaklinga. Um leið snýst þetta um það hvort hægt er að krefjast heil­ brigðra og heiðarlegra samskipta ráðamanna við þjóðina, að menn séu ábyrgir orða sinna og komist ekkki upp með að beita blekkingum til að ná völdum eða viðhalda þeim. Er hægt að líkja framgöngu þeirra sem beittu blekkingum til að kom­ ast til valda við framgöngu ofbeldis­ manns? Kannski ekki, en ríkisstjórnin sem ætlaði að eyða „pólitískri óvissu“ og „vinna gegn sundurlyndi og tor­ tryggni“, hefur sýnt kjósendum fá­ dæma vanvirðingu, svikið orð sín og sagt: „so what?“ Alveg eins og tuddinn myndi gera. Og til að bæta gráu ofan á svart þá hafa stjórnarliðar stillt sér upp í hlut­ verk fórnarlambsins þegar þeir líkja gagnrýni við loftárásir og eineltis­ tilburði og haft uppi hótanir sem vega að tjáningarfrelsinu. Ef þjóðinni tekst ekki að rísa upp gegn ofríkinu og lætur þetta yfir sig ganga geta afleiðingarnar orðið alvarlegar. Þá vitum við ekki hvað gerist næst. n Vanstilltur ráðherra Gunnar Bragi Sveinsson utanrík­ isráðherra þykir vera afskaplega vanstilltur í slitamáli ríkisstjórn­ arinnar. Athygli hefur vakið að undir umræðum um málið hef­ ur hann setið og horft til himins milli þess að hann hefur kallað fram í ræður þingmanna. Stein­ inn tók síðan úr þegar hann neyddist til að breyta greinargerð sinni og kallaði síðan fram í með aðdróttun um að Steingrímur J. Sigfússon væri lygari. Eftir þing­ hlé baðst hann síðan afsökun­ ar og slapp þannig undan vítum. Menn velta fyrir sér ástæðum vanstillingar ráðherrans. Yðar ómöguleiki Bjarni Benediktsson, fjármálaráð­ herra og formaður Sjálfstæðis­ flokksins, hefur markaðssett ný­ yrðið ómöguleiki sem snýst um það að eitthvað sé ekki framkvæman­ legt vegna þess að stjórnmálamaður er í andstöðu við þjóð sína. Margir hafa staldrað við þetta orð. Á Facebook kom fram sú tillaga að Bjarni yrði hér eftir ávarpaður sem „Yðar ómöguleiki“. Hanna Birna mætti ekki Fjöldi sjálfstæðismanna lagði leið sína í Valhöll til að hlýða á afsakan­ ir Bjarna Benediktssonar formanns á því að hann sveik kosningaloforð sín. Athygli vakti að Hanna Birna Kristjánsdóttir var ekki á meðal þeirra lauka flokksins sem settust við fót­ skör formannsins. Innanríkisráð­ herrann er í miklum erfiðleikum vegna lekamálsins og víst að hún þarf að einbeita sér að því á bak við luktar dyr ráðuneytisins þar sem hún og aðstoðarmaðurinn, Þórey Vilhjálmsdóttir, leita leiða til að þvo af sér lekann. „Hvítflibbaglæpamaður“ Jón Ásgeir Jóhannesson, útrásarvíkingur og athafnamað­ ur, á ekki sjö dagana sæla í um­ ræðunni. Fyrir nokkru spurðist út að hann væri kominn með vef­ miðilinn Eyjuna inn á áhrifasvæði sitt. Magnús Hall- dórsson, blaða­ maður Kjarnans, brá skjótt við og benti á að Jón Ásgeir, tvídæmd­ ur hvítflibbaglæpamaður, væri að kaupa sér skjól vegna yfir­ vofandi réttarhalda um Glitni. Magnús sló í gegn á sínum með greininni um litla karlinn þar sem hann lýsti afskiptum Jóns Ásgeirs af fréttaflutningi innan 365 þar sem útrásarvíkingurinn er skuggastjórnandi með Mikael Torfason aðalritstjóra sem nán­ asta undirmann. Menn bíða nú spenntir eftir efnistökum Eyjunn­ ar eftir hrókeringuna. S ko Það er ekki einsdæmi, að stjórnvöld svíkist um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu, sem þau hafa lofað. Það hefur gerzt í Færeyjum. Þar samdi þingskipuð stjórnarskrárnefnd vand­ að frumvarp til nýrrar stjórnarskrár, sem hefur nú legið fullbúið fyrir lögþinginu í Þórshöfn í nokkur ár. Í frumvarpinu er m.a. kveðið á um, að fiskimiðin í lögsögu Færeyja séu þjóðareign og óheimilt sé að veita mönnum ójafnan aðgang að nýtingu þeirra. Auðlindaákvæðið í frumvarpi stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár tekur m.a. mið af færeyska ákvæðinu. Harðdrægir hagsmunahópar inn­ an lögþingsins og utan, þar á meðal ýmsir hrunverjar frá árunum kring­ um 1990, standa í vegi fyrir, að fær­ eyska þjóðin fái að fjalla um frum­ varpið til samþykktar eða synjunar. Þetta eru að hluta sömu öfl og þau, sem fengu danska kónginn til að hunza úrslit þjóðaratkvæðagreiðsl­ unnar 1946, þar sem Færeyingar ákváðu að slíta sambandinu við Danmörku að íslenzkri fyrirmynd. Kóngurinn gerði sér þá lítið fyrir og leysti í snatri upp þingið, sem hafði þá þegar lýst yfir sambandsslitum í samræmi við úrslit þjóðaratkvæða­ greiðslunnar. Þegar haldnar voru nýjar þingkosningar að nokkrum mánuðum liðnum, sigruðu sam­ bandssinnar, sem vildu og vilja enn óbreytt samband við Danmörku, og létu sem þjóðaratkvæðagreiðslan hefði ekki farið fram. Færeyingar fengu heimastjórn 1948 í sárabætur, mun minna en þeir höfðu ákveðið í þjóðaratkvæðinu tveim árum áður. Æ síðan hafa færeysk stjórnmál mark­ azt af djúpstæðri sundrung og úlfúð. Þannig stendur á því, að Færeyjar lúta enn danskri forsjá m.a. í varnar­ málum, dómsmálum, peningamál­ um og utanríkismálum gegn vilja færeysku þjóðarinnar eins og hann birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni 1946. Þessa sögu þekkja því mið­ ur ekki margir utan Færeyja, þar eð eyjarnar eru svo fámennar, að útlendingar leggja sig yfirleitt ekki eftir fróðleik um þær nema Danir. Vegna lítils aðhalds að utan hafa fær­ eyskir stjórnmálamenn og banda­ menn þeirra um sérhagsmunamál litið svo á, að þeim séu flestir vegir færir. Valdarán að færeyskri fyrirmynd Þessi saga frá Færeyjum sýnir, að til eru skýrar færeyskar fyrirmyndir að hvoru tveggja, sem hæst hefur borið á vettvangi stjórnmálanna hér heima frá hruni. Annars vegar eru svik Al­ þingis í stjórnarskrármálinu. Þingið sýnir engin merki þess, að það ætli sér að virða úrslit þjóðaratkvæða­ greiðslunnar 20. október 2012, þar sem tveir þriðju hlutar kjósenda lýstu sig fylgjandi nýrri stjórnarskrá. Að­ eins 17 þingmenn af 63 hafa feng­ izt til að lýsa því yfir, að þeir telji að „Alþingi beri að virða vilja kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu“ (sjá 20.okt­ ober.is). Hins vegar eru yfirvofandi svik í ESB­málinu, þar sem þingið býr sig nú undir að ganga á bak ítrekaðra loforða um, að þjóðin fái að eiga síð­ asta orðið um aðild að ESB. Formaður Sjálfstæðisflokksins tók af tvímæli um þetta á fundi með flokksmönnum sínum í Valhöll í vik­ unni. Þar sagði hann, að ákvörðun Alþingis um að slíta viðræðum við ESB snúist ekki um viðræðurnar, heldur um aðild. Formaðurinn held­ ur því blákalt fram, í andstöðu við ítrekaðar yfirlýsingar fulltrúa allra stjórnmálaflokka á Alþingi, að þing­ ið ætli sér að eiga síðasta orðið um aðild Íslands að ESB. Þarna birtist sama valdaránshugsun og sú, sem býr að baki þeim ásetningi að hafa að engu eða útvatna vilja þjóðarinnar í stjórnarskrármálinu. Alþingi virðir ekki þjóðina sem stjórnarskrárgjafa, þótt kjósendur hafi lýst afdráttar­ lausum stuðningi við nýja stjórnar­ skrá, þar sem skýrt er kveðið á um, að Alþingi fari með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar. Alþingi ætlar sér að ganga til næstu kosninga skv. kosningalögum, sem tveir þriðju hlutar þjóðarinnar höfnuðu í þjóðar­ atkvæðagreiðslu. Alþingi virðir ekki heldur sjálfsagðan rétt þjóðarinnar til að eiga síðasta orðið í ESB­málinu. Alþingismeirihlutinn daðrar nú við að dæma Ísland úr leik sem fullburða lýðræðisríki. Noregur, Grænland og Sviss Engin Evrópuþjóð hefur hafnað að­ ild að ESB án þjóðaratkvæðis. Norð­ menn eru eina þjóðin, sem hefur hafnað aðild að ESB í þjóðaratkvæði, fyrst með 54% atkvæða 1973 og síðan aftur með 52% atkvæða 1994. Græn­ lendingar sögðu sig úr ESB að loknu þjóðaratkvæði árið 1982, þar sem 53% kjósenda sögðu nei við áfram­ haldandi aðild og 47% sögðu já. Svisslendingar höfnuðu aðild að EES 1992 með 50,3% gegn 49,7%, og þá voru viðræður um aðild Sviss að ESB lagðar á ís. Þeim var ekki slitið. Þær eru enn í biðstöðu. Hitt hefur aldrei gerzt, ekki fyrr en nú, að viðræðum um aðild að ESB sé slitið einhliða af hálfu stjórnmálaflokka á þingi og valdið til að eiga síðasta orðið um að­ ild að ESB sé hrifsað af kjósendum. Lýðræðisöflin verða að halda vöku sinni. Þingsályktunartillaga ut­ anríkisráðherra um að slíta viðræð­ um við ESB snýst ekki um aðild eða ekki aðild að ESB eins og formað­ ur Sjálfstæðisflokksins heldur fram. Málið snýst um, að réttur þjóðarinn­ ar til að taka ákvörðun eftir réttum lýðræðislegum leikreglum verði ekki frá henni tekinn. n Leikreglur lýðræðis„Alþingi virðir ekki þjóðina sem stjórnarskrárgjafa. Þorvaldur Gylfason skrifar Kjallari Hildur Lilliendahl vegna viðbragða við söfnun. – DV Guðný Tómasdóttir sýndi svínabú. – DV Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Leiðari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.