Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 38
Helgarblað 28. febrúar 201430 Fólk Viðtal sumarið réð hún sig í ferðatívolí og ferðaðist um allt Sjáland í hjólhýsi ásamt móður sinni og stjúpa. „Það var mjög merkileg lífs- reynsla. Ég kynntist síðan Dan- mörku vel í gegnum þetta ferða- tívolí, en þar seldi ég lakkrís og popp og steikti hamborgara. Við bjuggum í hjólhýsi sem stjúpi minn hafði keypt og við drógum það um allt Sjáland og sváfum í því á hinum og þessum stöðum. Það var mjög skemmtilegt.“ Heimsótti föður sinn í fangelsið Að loknu stúdentsprófi í Danmörku lá leiðin aftur heim til Íslands. „Ég saknaði Íslands og fannst ég hafa fjarlægst fjölskyldu mína þar. Því flutti ég aftur heim og bjó hjá afa mínum þangað til hann dó. Ég er því fegin í dag því við vorum alla tíð náin og það hefði orðið mér óbæri- legt að hafa ekki átt þessi fáu ár með honum áður en hann kvaddi,“ segir Líf. Eitt af því sem kallaði á hana var að kynnast líffræðilegum föður sín- um, en hann hafði hún ekki hitt síð- an hún var barn. „Ég ólst ekki upp hjá líffræðileg- um föður mínum. Hann kom ekkert til sögunnar fyrr en ég fluttist aftur heim frá Danmörku, þá um 21 árs. Þá kynntist ég honum á mínum forsendum,“ segir hún. „Hann hafði átt erfitt uppdrátt- ar og var meðal annars sendur á Breiðavík í æsku. Félagslegar að- stæður hans voru erfiðar og þegar hann varð fullorðinn leiddist hann út í neyslu. Hann hafði því ekki tök á því að koma að uppeldi mínu. Ég vissi samt alltaf af honum og fór meira að segja einu sinni að heimsækja hann í fangelsi. Hann sat inni á Litla-Hrauni og föðuramma mín fór með mig í rútu að hitta hann. Það var óþægileg lífsreynsla. Ég var frekar ung, held ég hafi ekki verið nema fimm ára gömul, og fékk martröð yfir því. Mamma bannaði ömmu síðan að fara aftur með mig þangað.“ Var ekki tilbúin „Ég hafði óljósar hugmyndir um Bárð, föður minn. Mamma sagði mér alltaf að hann væri góður mað- ur sem hefði misst fótfestuna í líf- inu og hún talað ávallt vel um hann. Mamma mín er ekki mikið fyrir að halda hlutum leyndum. Börn þurfa náttúrlega að hafa ákveðinn þroska til þess að skilja hlutina, en við höf- um alltaf talað mjög opinskátt um þetta. Ég vissi því vel af fortíð föður míns.“ Eftir að Bárður hafði náð sér á strik vildi hann hitta dóttur sína, en Líf var ekki tilbúin. „Þegar ég var tólf eða þrettán ára hafði mamma hans samband við mig og sagði: „Hann Bárður vill hitta þig.“ En ég var ekki tilbúin. Ég vildi ákveða þetta sjálf og ákvað að hitta hann og kynnast honum sem manni en ekki sem föður. Og það gerðist svo þegar ég flutti frá Dan- mörku. Þá fann ég þessa þörf fyrir að hitta hann.“ Smakkaði sushi í fyrsta sinn „Þetta er mér mjög minnisstætt,“ segir Líf er hún rifjar upp stundina sem hún og faðir hennar hittust. „Ég hringdi í hann og við mæltum okk- ur mót. Hann bjó á Langholtsvegi á þessum tíma og bauð mér heim til sín þar sem hann bauð mér upp á sushi og miso-súpu. Þetta var í fyrsta sinn sem ég smakkaði sushi og ég held að Bárður hafi hrein- lega skapað sushi-trendið á Íslandi. En þetta var góð lífsreynsla. Það var strax eins og við værum vel tengd og ættum margt sameiginlegt. Hann var búinn að vera edrú í mörg ár og hafði unnið vel í sjálfum sér.“ Hvað ef … Faðir Lífar fór í stífa meðferð til Bandaríkjanna og gjörbreytti lífi sínu. Enginn í kringum hann hefði trúað því að svo langt leiddur maður gæti náð svo vel tökum á lífi sínu. Til þess þarf maður að hafa bein í nef- inu og vera gæddur einhverjum innri krafti sem er fágætt eftir jafn erfiða æsku og Bárður þurfti að upplifa. „Mér er oft hugleikið „hvað ef ...“ Hvað ef þessi maður sem hafði trú á Bárði hefði ekki komið því til leiðar að hann færi í meðferð til Bandaríkjanna? Hvað ef hann hefði drepið sig í neysl- unni? Ég er þakklát fyrir það að einhver hafði trú á honum og gaf mér tækifæri til að kynnast honum upp á nýtt. Stund- um þarf bara einhvern einn til að vísa veginn og hafa trú á okkur,“ segir Líf. Eru bestu vinir í dag Samband hennar og Bárðar er þó gott í dag. „Samskipti fólks eru viðkvæm og við þurfum að vanda okkur í öllum samskiptum við alla. Og við höfum gert það. Við höfum aldrei rifist um neitt sem máli skiptir þó hann tuði óþarflega mikið yfir þjóðmálunum sem við erum nú samt sammála um. Við hittumst reglulega og borðum saman, oftast fisk sem hann veiðir, og höfum náð að mynda mjög góð og heil tengsl. Við erum bestu vin- ir í dag. Ég kalla hann reyndar ekki pabba, ég kalla hann Bárð. En börn- in mín kalla hann afa og hann er þeim mikill afi.“ Langaði í yngri systkini Sem barn saknaði Líf þess ekki sér- staklega mikið að eiga ekki föður því hún eignaðist ung stjúpföður sem hefur alla tíð reynst henni vel. „Mamma mín kynntist stjúp- föður mínum þegar ég var níu ára. Þau giftu sig og hann er uppeldis- faðir minn. Hann er góður maður og hefur reynst mér stoð og stytta og öll hans fjölskylda líka. Ég kalla til dæmis foreldra hans ömmu og afa. Og þó að hann og mamma séu skilin þá er ég enn í sambandi við hann í dag,“ segir hún. „Kannski saknaði ég þess á ein- hverjum tímapunkti að eiga ekki pabba en ég held að ég hafi sakn- að þess meira að eiga ekki yngra systkini. Ég á bróður sem er fjórum árum eldri en ég, en við ólumst ekki upp saman, svo ég var alin upp sem einbirni og ég öfundaði vinkonur mínar af því að eiga systkini.“ Varð döpur yfir laununum Eftir að hafa prófað bæði sálfræði og dönsku við Háskóla Íslands fann Líf loksins sinn stað. „Árið 2001, eftir að hafa eignast son minn, skráði ég mig í Kennaraháskólann og útskrifaðist sem grunnskólakennari þremur árum síðar. Þá fann ég mig loksins í einhverju,“ segir hún. „Ég byrjaði í rauninni á því að fara í verkfall. Á þessum tíma var ég einstæð móðir og vann við frétta- þýðingar á RÚV samhliða kennara- starfinu. Það á auðvitað ekki að vera þannig að maður þurfi að vinna mörg störf. Maður á að geta ver- ið í einu starfi og haft nægar tekjur af því. Þegar ég fékk fyrsta launa- seðilinn minn sem grunnskóla- kennari þá varð ég frekar döpur. Launin voru ekki há og hafa lítið batnað síðan. Þannig að ég kenndi í tvö ár en fékk síðan tækifæri til þess að vinna við almannatengsl sem var miklu betur borgað.“ Hugsar sífellt um kennsluna „Maður skilgreinir sig svolítið út frá því sem maður gerir og þrátt fyrir að ég hafi bara kennt í þessi tvö ár fyrir tíu árum er ég ennþá alltaf að hugsa um hin og þessi verkefni sem gætu verið skemmti- leg og gefandi í kennslu. Kennsla er svo skapandi og breytileg. Fjöl- breytt og frjó í síbreytilegu og krefjandi umhverfi. En í augna- blikinu uppfyllir pólitíkin þessa þörf mína á vissan hátt. Ég sit í skóla- og frístundaráði fyrir Vinstri græn, þar sem hlutverk okkar er meðal annars að vera stefnumót- andi. Svo kem ég líka að skólastarfi sem móðir. Þannig sit ég einhvern veginn á þremur stöðum við þetta borð og tel mig hafa ágæta yfir- sýn yfir málaflokkinn. Ég held líka að borgarstjórn hafi gott af því að fá grunnskólakennara þar inn. Er ekki komið nóg af tónlistarfólki annars?“ segir Líf kímin. Erfitt að vera einstæð Líf var einstæð móðir í fjögur ár og segir þann tíma hafa verið nokkuð strembinn. „Það var erfitt og snúið. Barns- faðir minn var fjarverandi lengi framan af svo ég bar ein ábyrgð á uppeldi sonar míns. Það voru engar skipulagðar pabbahelgar eða neitt slíkt svo ég var mjög mikið ein með strákinn. En það var á vissan hátt auðvelt líka því það er erfitt að vera í slæmri sambúð. Þá er betra að vera bara einn. En þetta var ákveðið verkefni og ég tókst bara á við það. Maður þurfti að skipuleggja sig vel. Ég var í tveimur störfum og foreldrar mínir hjálpuðu mér mikið.“ Fann ástina á bókasafninu „Við mæðginin bjuggum svo tvö ein um skeið. Það var góður tími og við urðum mjög náin. Einn daginn fór ég svo ein á bókasafnið og hitti núver- andi sambýlismann minn, Snorra Stefánsson, þar sem við vorum að leita að þýddum fræðiritum. Þannig hljómar að minnsta kosti opin bera útgáfan!“ segir Líf og glottir. „Ég sannfærði hann um byrja að búa með mér með þeim rökum að ég væri einstaklega minnug á tölur. Hann komst svo að því um daginn að það var aðeins orðum aukið en það virðist ekki hafa komið að sök. Við erum bæði Vesturbæingar að upplagi þannig að það kom aldrei annað til greina en að búa í Vestur- bænum. Það er frábært að geta gengið niður í fjöru og niður í bæ eða farið með börnin í Hljómskála- garðinn.“ Vildi verða eins og Jósefína Baker Líf segir það skemmtilegasta hafa verið að eignast börnin. „Ég eignaðist þau öll með keisara og aðgerðin sjálf var kannski ekkert skemmtileg. Ég reyndi að fæða fyrstu tvö en það gekk ekki sem skyldi svo þau voru tekin með keisara. Börn- in voru öll, nema yngsta dóttir mín, í framhöfuðsstöðu. Þá er sagt að þau vilji horfa á stjörnurnar þegar þau fæðast. Það hljómar göfugt en er ekkert skemmtilegt fyrir mömm- una sem er að reyna að fæða þau. Ég var mjög þreytt eftir fyrstu tvö börn- in en seinni keisaraskurðirnir voru skipulagðir svo það var allt annað og mikið betra.“ Líf er afar barngóð og segja má að draumurinn um stórt barna- heimili hafi ræst. „Ég ætlaði einu sinni að verða eins og Jósefína Baker. Ég horfði á heimildamynd um hana þegar ég var tólf ára, en hún hafði keypt sér franskt sveitasetur og ættleiddi svo börn. Húsið var alveg fullt af börn- um og ég hugsaði með mér „Vá, mig langar að verða svona“.“ Vill gera heiminn betri Líf hóf formlega þátttöku í pólitík árið 2010 er þá hún gaf kost á sér í annað sætið hjá Vinstri grænum í Reykjavík. „Ég var búin að vera í Vinstri grænum nánast frá upphafi en aldrei tekið þátt með beinum hætti í starfinu. Það blundaði þó alltaf í mér að láta mig málin varða og ég hef alltaf haft þörf fyrir leggja mitt á vogarskálarnar til að gera heiminn betri,“ segir Líf. „Ég held að kennsla sé ein leið til þess. Ég hef þessa hugmynd um að einhver einn geti skipt öllu máli, eins og til dæmis kennari eða vin- ur, og vil að börn sem alast upp við félagslega erfiðar aðstæður sjái að það sé einhver sem þykir vænt um þau og hafi trú á þeim. Og kannski hefur það eitthvað með uppeldi manns að gera og hvaðan maður kemur. Það kom einhvern veginn aldrei neitt annað til greina en að ég yrði félagshyggjukona sem léti mig samfélagið varða. Ég vona síðan að ég fái umboð til þess í vor og fái að starfa sem mest á vettvangi borgar- innar sem borgarfulltrúi,“ segir Líf að lokum og fýkur út í vindinn, full af eldmóði. n „Þegar ég var tólf eða þrettán ára hafði mamma hans sam- band við mig og sagði: „Hann Bárður vill hitta þig.“ En ég var ekki tilbúin. Ég vildi ákveða þetta sjálf og ákvað að hitta hann og kynnast honum sem manni en ekki sem föður. „Barnsfaðir minn var fjarverandi lengi framan af svo ég bar ein ábyrgð á uppeldi sonar míns. Náðu góðum tengslum „Við erum bestu vinir í dag. Ég kalla hann reyndar ekki pabba, ég kalla hann Bárð. En börnin mín kalla hann afa og hann er þeim mikill afi,“ segir Líf um líffræðilegan föður sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.