Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 30
2 Helgarblað 28. febrúar 2014Bílar Þúsund krónur að fara norður Íslenskir auðjöfrar keyptu rafbílinn Tesla Model S F yrstu tuttugu eintökin af lúxus­ rafbílnum Tesla Model S voru seld á Íslandi í síðastliðnum október. Fyrirtækið Even, dótturfyrirtæki Northern Lights Energy, er umboðsaðili bílsins hér á landi og kostar hver bíll á bilinu tólf til fjórtán milljóna króna. Á sínum tíma greindi rafbílafrétta­ síðan plugincars.com frá því að fyrstu eintök bílsins hér á landi færu í hend­ ur þekktra íslenskra manna. Þar á meðal má nefna Eyþór Arnalds, for­ mann bæjarráðs Árborgar; Skúla Mogensen, auðjöfur og eiganda flug­ félagsins WOW; og Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóra tölvuleikjafyrirtækisins CCP. „Þessi bíl afsannar allar þessar kenningar sem hafa verið um rafbíla. Það er að segja þeir að séu litlir, ljótir og kraftlitlir. Það er eiginlega búið að eyðileggja allar þessar mýtur,“ segir Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Even. Hann segir gífurlegan sparnað fylgja því að keyra Tesla­bíla. „Hann er ódýrari en sambærilegur lúxus­ bensínbíll. Í fyrsta lagi er engin toll­ ur né vörugjöld þar sem þetta er rafmagnsbíll. Í öðru lagi er enginn virðisaukaskattur á fyrstu sex millj­ ónunum. Bensínbílar í þessum gæða­ flokki bera mjög háa tolla,“ segir hann. Að hans sögn felst þó sparnað­ urinn helst í því að bensínkostnað­ ur er enginn. „Núna í september keyrðum við hann frá Reykjavík til Akur eyrar og aftur til baka. Það kost­ aði níu hundruð og níutíu og eina krónu. Það var bara rafmagnskostn­ aður,“ segir Gísli. Fyrirtækið stefnir á að reynsluaka hringveginn á næstu misserum. Gísli spáir því að raf­ magnskostnaður vegna þess muni verða um tvö þúsund og fimm hund­ ruð krónur. Hann segir engin vand­ kvæði vera í tengslum við að fylla á rafmagnsforða bílsins. „Þú stingur bara í næstu inn stungu.“ n hjalmar@dv.is Grár Tesla „Þessi bíl afsannar allar þessar kenningar sem hafa verið um rafbíla. Það er að segja þeir að séu litlir, ljótir og kraftlitlir,“ segir framkvæmdastjóri Even. Taktu bílinn í gegn Vetrarveður veldur sliti V etrarveðrin taka sinn toll af bílnum. Slabb, salt, frost og rok valda sliti á dekkjum og rúðuþurrkum og geta valdið skemmdum á yfir­ borði bílsins. Nú þegar sól er tekin að hækka á lofti er tilvalið að taka bílinn í gegn. Þrifin getur þú séð sjálf/ur um svo lítil fjárútlát eru nauðsynleg þegar kemur að því að skipta um olíu ef þess gerist þörf og fylla á rúðu­ og bremsuvökva. Eftirtalin atriði kosta þó lítið en krefjast dugnaðar. 1 Þrífðu undir bílnum Vetr­arkeyrslan skilur eftir þykkt lag af salti, sandi og annarri drullu sem getur valdið skemmdum á undirvagni bílsins og jafnvel ryði. Ryðið getur minnkað verðmæti og öryggi bílsins umtalsvert. Það er því vel þess virði að leggja vinnu í að þrífa undir bílnum. Notaðu tjakk til þess að sjá betur til. Það er engin þörf á því að nota sápu, vatnið ætti að duga. 2 Opnaðu húddið Þá er gott að að opna húddið og strjúka létt af vélinni með blautum, sápu­ vættum klút. Fjarlægðu lauf og annað lauslegt sem hefur borist undir húddið. Taktu hvítar útfell­ ingar af rafgeyminum varlega með tannbursta vættum í matarsóda og vatni. Þessar útfellingar geta valdið því að erfitt reynist að koma bílnum í gang. 3 Skrúbbaðu og bónaðu Salt og sandur getur skemmt lakk bílsins. Þrífðu bílinn vel og bónaðu svo með góðu bóni. Skrúbbaðu vel neðri hluta bíl­ hurða. Notaðu líka silíkonúða á gúmmílista og glugga. 4 Þrífðu áklæðin Vetrarveðr­in hafa líka áhrif á áklæði bílsins. Það má nota úða sem sérstaklega er gerður til þess að losa um salt úr áklæði, þá má nota vatn og sápu en passa þarf vel að að lofta vel um bílinn á eftir svo raki myndist ekki í honum. Gufuhreinsitæki virka best til að þrífa bílinn að innan en þau má leigja til þrifa. 5 Skiptu um rúðuþurrkur Mikið hefur mætt á rúðu­ þurrkunum yfir íslenska vetur­ inn. Þær ætti að skipta um bæði snemma vors og á haustin áður en verstu veðrin skella á. 6 Athugaðu dekkin Brátt líður að því að það reynist nauðsynlegt að skipta yfir á sumardekk. Þeir sem eru á heilsársdekkjum ættu að fá yfirhalningu á dekkjum sínum og jafnvel láta balansera. Athugið loftþrýstingin, kalt veður minnkar þrýstinginn. Munið að það að aka á vel stilltum dekkjum með réttum loftþrýstingi getur sparað þér peninga því það minnkar líkur á því að dekkið springi og gerir akstur jafnari og þar af leiðandi bensíneyðslu minni. Loftþrýstingur Á dekkinu eru upplýsingar um æskilegan loftþrýsting. Áklæði Passið að lofta vel um eftir að hafa þrifið áklæðin svo raki verði ekki í bílnum. Útfellingar á rafgeymi Þessar útfellingar valda skaða, þrífið varlega af með tannbursta vættum í matar- sóda og vatni. Haugdrullugur Ef bíll- inn er haugdrullugur eftir veturinn er kominn tími til að taka til hendinni. Frægir bílar n Herbie Herbie er mannlegur bíll sem birst hefur í nokkrum Disney­myndum, en sú fyrsta var hin sígilda fjölskyldumynd The Love Bug frá árinu 1968. Herbie er Volkswagen Bjalla frá 1963 og hefur eigin vilja, en getur keyrt sig sjálfur og lendir því í ýmsum spennandi ævintýrum. n Greased Lightning Greased Lightning, eða Ýkt elding, er bíllinn sem Danny Zuko og félagar taka í gegn í söng­ myndinni Grease. And­ litslyftingin fer einmitt fram undir hressum tónum samnefnds lags en um er að ræða Ford Converti­ ble, 1948 árgerð. n Pussy Wagon Brúðurin Beat­ rix Kiddo keyrir um á hinum svo­ kallaða Pussy Wagon í kvikmyndinni Kill Bill: Volume 1 eftir Quentin Tarantino. Bíllinn birtist einnig í tónlistarmynd­ bandi Lady Gaga og Beyoncé við lagið Telephone, en um er að ræða skærgulan Chevrolet Silverado SS sem nú er í eigu Tarantino. n The Flying Ford Anglia Weasley­bræðurnir stálu bíl foreldra sinna til að ná í Harry Potter í annarri bókinni um Harry og félaga, Harry Potter og leyniklefinn. Bílinn heitir The Flying Ford Anglia en, líkt og nafnið bendir til, er um að ræða ljósbláan Ford Anglia 105E Deluxe sem er þeim hæfileikum gæddur að geta flogið auk þess að verða muggum (fólki sem ekki kann að galdra) ósýnilegur, sé ýtt á þar til gerðan takka. n The Mystery Machine Sendibíllinn sem fimm­ menningarnir í Scooby Doo keyra um á nefnist The My­ stery Machine. Bílinn er af gerðinni Ford Econoline Custom Van og er frá árinu 1963 en í myndinni er hann málaður skærblár og grænn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.