Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 16
Helgarblað 28. febrúar 201416 Fréttir Nærmynd við Framsóknarflokkinn. Þannig eignaðist kaupfélagið til dæmis hlutabréf i tryggingafélaginu VÍS árið 2002 sem Halldór Ásgríms- son, þáverandi utanríkisráðherra, beitti sér fyrir að yrðu seld út úr Landsbankanum áður en hann var seldur til Björgólfsfeðga. Út- gerðarfyrirtæki fjölskyldu Halldórs Ásgríms sonar, Skinney-Þinganes, keypti einnig hluta þessara bréfa í VÍS. Flokkspólitísk afskipti Fram- sóknarflokksins urðu til þess að hlutabréfin í VÍS voru seld út úr Landsbankanum. Kaupfélagið átti bréfin í VÍS þar til í árslok 2006 þegar það skipti á þeim og hlutabréfum í Exista sem það seldi skömmu síðar með um 2,6 milljarða króna hagnaði. Kaup- félagið keypti því bréfin af íslenska ríkinu, eftir flokkspólitíska íhlutun frá Framsóknarflokknum, á lágu verði fyrir einkavæðingu bankanna en seldi þau svo aftur á miklu hærra verði í íslensku efnahagsbólunni fjórum árum síðar. Þá var bent á það í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis um starf- semi Íbúðalánasjóðs að pólitísk tengsl Kaupfélags Skagfirðinga við Framsóknarflokkinn hafi orðið til þess að sjóðurinn lagði 300 milljón- ir króna inn í Sparisjóð Hólahrepps í Skagafirði árið 2002. Þáverandi forstjóri Íbúðalánasjóðs á þessum tíma var Guðmundur Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Framsóknar- flokksins. Kaupfélag Skagfirðinga sóttist eftir auknum ítökum í Sparisjóði Hólahrepps á þessum tíma og fóru stjórnendur þess á leit við spari- sjóðsstjórann Kristján Hjelm að það fengi hlutdeild í vaxtamunin- um af innlánunum frá Íbúðalána- sjóði og útlánum á sömu fjármun- um til annarra aðila. „Þá átti að reka mig.“ Rannsóknarnefndin um Íbúðalána- sjóð segir í skýrslu sinni að svo hafi farið að stjórnendur Kaupfélags Skagfirðinga hafi hótað sparisjóðs- stjóranum Kristjáni Hjelm brott- rekstri ef hann leyfði Kaupfélagi Skagfirðinga ekki að fá hlutdeild í vaxtamuninum. Um þetta segir í skýrslunni: „Við skýrslutöku rann- sóknarnefndarinnar sagði Kristján Hjelm frá því að Sigurjón Rúnar Raf- nsson hefði krafðist þess að Fjár- vaki fengi hluta af vaxtamuninum sem sparisjóðurinn fékk með því að ávaxta öryggissjóðinn hjá Spari- sjóðabankanum. Kristján Hjelm þá- verandi sparisjóðsstjóri kvaðst hafa þráast við að verða við þessum kröf- um og hefði verið látinn fara frá sparisjóðnum sumarið 2004 vegna þessa. Kristján Hjelm kvaðst hafa fagnað því að fá svona gott innlán í sparisjóðinn en þegar leið að ára- mótum hafi komið fram að Fjárvaki vildi fá greidd umboðslaun fyrir að útvega þetta innlán. Hann kvað allt hafa farið í háaloft er hann neitaði að verða við kröfunni. „Á endanum beygðum við okkur undir það eins og alltaf […] Mér var hótað brott- rekstri, maður var minntur á ýmis- legt og ekki í fyrsta og eina skiptið sem maður var minntur á hver réði […] Afl kaupfélagsins var svo gífur- legt, allsráðandi, að maður varð að millifæra þessa peninga.“ Hann nefndi einnig atbeina endurskoð- anda svo og starfsmanns Íbúðalána- sjóðs að þessu leyti. Þá nefndi hann tvo stjórnarmenn í sparisjóðnum sem vitundaraðila að þessu.“ Niðurstaðan sem rannsóknar- nefndin um Íbúðalánasjóð kemst að í skýrslunni er að þessi við- skipti Íbúðalánasjóðs, Sparisjóðs Hólahrepps og Fjárvaka hafi ver- ið ámælisverð. Orðrétt segir: „Ef Íbúðalánasjóður ætlaði Fjárvaka hlutdeild í ávinningi sparisjóðsins er hér um dulda greiðslu til Fjárvaka að ræða sem er ámælisvert.“ Á næstu vikum kemur skýrsla rannsóknarnefndar um sparisjóða- kerfið út. Afar líklegt er að þar verði fjallað um Sparisjóð Hólahrepps og viðskipti sjóðsins við Kaupfélag Skagfirðinga. Hugsanlegt er að jafn- vel enn meiri umfjöllun verði um viðskipti Kaupfélags Skagfirðinga og sparisjóðakerfisins. „Eins og hjá olígarka“ Einn af heimildarmönnum DV úr viðskiptalífinu lýsir Þórólfi Gíslasyni þannig að hann sé rosalega góður að koma sér í „stöður“. Hann vilji vera í þeirri stöðu að þurfa ekki að eiga í samkeppni. Sami maður segir að Þórólfur sé einn besti viðskipta- maður landsins. „Einhver besti bis- nessmaður landsins af því hann forðast samkeppni eins og heitan eldinn […] Hans mottó í lífinu er að vera einn […] Hegðunarmynstur eins og hjá olígarka. Ef það eru ein- hver fyrirtæki í samkeppni við þá þá bara deyja þau,“ segir viðmæl- andinn. Í orðum hans birtist sú tví- benta afstaða sem fram kemur í máli flestra annarra viðmælenda blaðsins þegar þeir eru spurðir um Þórólf. Allir benda á hæfni hans sem rekstrarmanns en eru svo gagnrýnni á aðferðirnar sem hann beitir. Eitt þekktasta dæmið um við- leitni Kaupfélags Skagfirðinga til að vera í einokunarstöðu er staða fyrirtækisins á matvörumarkaði í sveitinni. Sú saga hefur lengi gengið að kaupfélagið hafi gert óformlegt samkomulag við stjórnendur Baugs og Bónuss á sínum tíma um að smásölurisinn opnaði ekki verslan- ir í Skagafirði til að eiga í samkeppni við kaupfélagið. Bónus hefur opnað búðir víða um land, meðal annars í litlum bæjum eins og á Ísafirði, en aldrei hefur verið sett upp Bónus- verslun á Sauðárkróki. Þeirri sögu fylgdi að í stað þess hefði Bónus fengið að kaupa kjöt á góðu verði af Kaupfélagi Skagfirðinga. Einn af heimildarmönnum DV segir að góð samskipti og mikil viðskipti hafi verið á milli kaupfé- lagsins og stjórnenda Bónuss og tengdra félaga og hafi Kaupfélag Skagfirðinga meðal annars keypt sérvöru af Aðföngum, heildsölu Baugsveldisins. Sá hinn sami seg- ir hins vegar að ekkert skriflegt hafi verið um þessi viðskipti á milli stjórnenda fyrirtækjanna. Kaupfé- lagið hefur haldið einokunarstöðu sinni á Sauðárkróki. Þar er einung- is rekin ein önnur verslun með matvöru, Hlíðarkaup, sem er lítil hverfisverslun eins og enn má finna á nokkrum stöðum í Reykjavík. Með einkaleyfi á virkjunum Kaupfélag Skagfirðinga er með einokunarstöðu á fleiri sviðum í Skagafirði. Þannig á kaupfélagið 93 prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Héraðsvötnum ehf. en félagið var stofnað árið 1999 til að vinna að því að virkja Héraðsvötn og jökulárnar í Skagafirði til að „tryggja íbúum sem hagstæðast orkuverð á starfs- svæði félagsins“, eins og segir í árs- reikningi þess. Í ársreikningi Hér- aðsvatna ehf. segir að á árinu 2012 hafi áfram verið unnið að „undir- búningi virkjunar“. Móðurfélag Héraðsvatna ehf. heitir Norðlensk orka ehf. og keypti það félag 50 prósent hlutafjár í fé- laginu af RARIK árið 2012. Fyrir hafði Norðlensk orka átt 50 prósent í félaginu á móti RARIK. Í ársreikn- ingi Norðlenskrar orku kemur fram að kaupverðið á eignarhlutnum hafi verið 134 milljónir króna og var tekið bankalán fyrir hlutnum. Afar ólíklegt er að Kaupfélag Skag- firðinga myndi leggjast í slíka fjár- festingu nema vegna þess að fyrir- tækið teldi líklegt að það fengi þessa fjármuni til baka. Árið 2007 var skipulagningu virkjanasvæða í Skagafirði frestað með það fyrir augum að finna nýja virkjanahönnun. Nokkur andstaða hefur verið meðal bænda og land- eiganda í Skagafirði við virkjanirnar og raflínur. Á fundi hjá sveitarstjórn- inni kom fram að vinna ætti að því að tryggja að eignarhaldið á virkj- ununum á svæðinu yrði alfarið í höndum Skagfirðinga. Virkjanirnar sem unnið er að í Skagafirði heita Villinganesvirkjun og Skatastaða- virkjun. Unnið hefur verið að því að skipuleggja og reisa þessar virkjanir í hálfa öld. Kaupfélag Skagfirðinga á meirihluta í fyrirtækinu sem heldur utan um skipulagninguna á þess- um virkjana framkvæmdum. Stjórn sem er hlynnt virkjunum Ljóst er að Sigurður Ingi Jóhannes- son, umhverfis- og auðlindaráð- herra, er hlynntur virkjunum, líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum um Norðlingaölduveitu. Strax eftir kosningarnar síðasta vor kom fram að Sigurður Ingi hefði hafið endur- skoðun á Rammaáætlun sem fól meðal annars í sér möguleikann á því að færa eina átján virkjana- kosti úr bið í nýtingarflokk. Eins og er hefur aðeins einn virkjana- kostur verið færður í nýtingarflokk, Hvammsvirkjun í Þjórsá. Þrátt fyrir það sem fram kemur í ársreikningum Héraðsvatna þá segir einn heimildarmaður DV að rafmagnið sem búið verður til í virkjununum í Skagafirði verði ekki notað í héraðinu. „Þetta er bara fyrir sláttur til að sannfæra fólk í héraðinu um að styðja þetta.“ Lík- legast er að selja eigi rafmagn- ið úr héraðinu þar sem það er arðbærast, að sögn eins heimildar- manns blaðsins. Kaupfélag Skag- firðinga situr eitt að eignarhaldinu á þessu virkjanaverkefni í Skaga- firði eins og sakir standa. Slíkur flutningur á rafmagni gæti jafnvel verið um sæstreng til Bret- lands sem hugsanlegt er að verði byggður með tíð og tíma. Sala á raf- magni um slíkan sæstreng frá landinu gæti falið í sér margfaldan hagnað fyrir eiganda rafmagnsins sem selt er. Einn valdamesti maður landsins Þórólfur Gíslason er án nokkurs vafa einn valdamesti maður lands- ins í gegnum forstjórahlutverk sitt hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og pólitísk tengsl sín við Framsóknar- flokkinn. Einn af viðmælendum DV segir að í viðskiptalífinu þá sé það stundum talið Þórólfi til hróss að hann skari ekki eld að eigin köku heldur hugsi yfirleitt fyrst og fremst um hag Skagafjarðar. Kaupfélag Skagfirðinga er vissu- lega mikilvægt fyrir svæðið en ljóst er að Þórólfur hefur einnig skarað eld að eigin köku með því að stunda hlutabréfaviðskipti í félögum sem kaupfélagið hefur fjárfest í. Þórólfur hugsar því ekki bara um Skagafjörð heldur líka um sjálfan sig. Á meðan Framsóknarflokkurinn er við völd í landinu munu margar af helstu ákvörðunum flokksins vera í takt við hagsmuni Kaupfé- lags Skagfirðinga og Þórólfs Gísla- sonar. Ísland mun ekki ganga í Evrópusambandið, ýtt verður und- ir íslenska framleiðslu á landbún- aðarvörum og komið í veg fyrir innflutning á erlendum vörum með tollamúrum – Kaupfélag Skag- firðinga er með fulltrúa í hópi sem Sigurður Ingi Jóhannsson skipaði sem sér um endurskoðun á tolla- lögum, landið mun ekki taka upp annan gjaldmiðil og ýtt verður undir stóriðjuframkvæmdir. Ísland Framsóknarflokksins verður gósenland fyrir Kaupfélag Skagfirðinga og Þórólf Gíslason. n G ísli Jónatansson, kaupfé- lagsstjóri á Fáskrúðsfirði og meðlimur í fulltrúaráði Gift- ar, var harðorður um Gift á fundi fulltrúaráðs Eignarhalds- félags Samvinnutrygginga þann 29. febrúar 2012, sem haldinn var á skrifstofu lögmannsstofunnar Advel, áður Fulltingi, á Suðurlands- braut. Á fundinum var rætt um að slíta Eignarhaldsfélagi Samvinnu- trygginga, og á fundi sem haldinn var viku seinna, var ákveðið að slíta félaginu. Gift fékk nauðasamninga við lánardrottna sína í desember 2011 og var gert upp í kyrrþey á Advel. Þórólfur Gíslason var stjórnar- formaður Giftar um tíma og einn af helstu ráðamönnum félagsins. Orð Gísla segja meira en mörg orð um þær spurningar sem standa eftir um málefni Giftar þar sem um 30 milljarða eignir Samvinnutrygginga voru notaðar í áhættufjárfestingar fyrir efnahagshrunið 2008. Orðrétt sagði Gísli á fundin- um: „Ég vil lýsa miklum von- brigðum mínum yfir örlögum Ehf. Samvinnutrygginga g.t. og al- veg sérstaklega því að hagsmun- ir tryggingataka skyldu algjörlega vera fyrir borð bornir. […] Ég tel að fámenn, umboðslaus klíka hafi sólundað fjármunum félagsins í áhættubraski með skelfilegum afleiðingum. Hafi þeir ævarandi skömm fyrir.“ „Fámenn, umboðslaus klíka“ „Þó Gunnar Bragi afneiti honum þrisvar þá er það samt svo að þeir eru mjög nánir Tuttugu og sex milljarða tekjur Kaupfélag Skagfirðinga er langstærsti atvinnurekandinn í Skaga- firði og með tekjur upp á tuttugu og sex milljarða. Gísli Jónatansson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.