Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 53
Menning 45Helgarblað 28. febrúar 2014 Syngur í fyrsta sinn á tónleikum Kristján Hreinsson fagnar 50 ára hagyrðingsafmæli É g er búin að vera að æfa mig í 50 ár,“ segir Kristján Hreinsson skáld léttur í bragði. Kristján heldur sína fyrstu söngtónleika um helgina og mun í fyrsta sinn flytja eigin ljóð og lög en hann hefur hing­ að til látið aðra um flutninginn. Hann fagnar merkum áfanga í líf­ inu að eigin sögn. „Ég er búinn að vera skáld í 40 ár og hagyrðingur í 50 ár. Ég hef samið lög í 45 ár, þau skipta hundruðum. Ég ætla að fagna öllu þessu ásamt fleiru persónulegu sem mér þykir þakkarvert á lífsleiðinni,“ segir Kristján og lofar að gestir fái að njóta frásagnargleði hans á tón­ leikunum en einhverju ætlar hann að halda leyndu um tónleikahaldið og einnig flytja lög og ljóð sem aldrei áður hafa verið flutt opinberlega. Hann hefur heimspekilegt viðhorf til þeirra laga. „Ég á líklegast 200–300 lög sem enginn hefur heyrt nema ég og einhverjir örfáir. Ég hef ekkert í hyggju að gefa þau út, þau munu bara lifa með mér. Ég flyt þau fyrir fólk en langar ekkert að gefa þau út. Það er ekki aðalmálið fyrir mér. Það er kærleiksrík hugsun að baki því að geta sent frá sér vísu sem flýg­ ur eins og dægurfluga og kemur svo aldrei aftur. Mér finnst það yndisleg hugsun. Ef ljóð getur farið einu sinni á kort og síðan gulnar það og eyðist. Það er bara allt í lagi.“ Í ljósi langs ferils Kristjáns má draga þá ályktun að hann hljóti að hafa byrjað ungur að kveða og semja. „Ég byrjaði að semja tónlist sem barn. Það er ekkert nákvæmlega dagsett. Elstu vísurnar sem ég orti eru frá því að ég var um það bil sjö ára gamall.“ Naut hann leiðsagnar? „Já, að vissu leyti, pabbi minn elskaði kveðskap, Hreinn Ágúst Steindórsson, og kunni ógrynni af vísum. Hann hafði þetta frá móður sinni sem hét Oddný Hjartar­ dóttir. Ég dróst að eldra fólki sem að kunni vísur, þannig að hann beygðist mjög snemma þessi krókur.“ n kristjana@dv.is Gagnrýnandi tekinn í gegn n Popp og plebbahungur n Klikkaði á að mæta í svörtu n Hugsað meira en skynjað flókinn lífsvefurinn spunninn af miklum krafti af vefurunum sjö, lífsgyðjunni til dýrðar. Og til þess að komast inn í kjarnann þurftu þátttakendur að hlíta ákveðnum reglum um klæðaburð sem þessi gagnrýnandi gerði ekki og var því tekinn í karphúsið af fulltrúa eft­ irlits og alsæis. Sá var aginn og harkan uppmáluð af Hildigunni Sverrisdóttur að minnsta kosti á meðan hún sat við kennara­ borðið. Þegar hún stóð upp glitti hins vegar í smá Búnúeleffekt, varðhundar borgarastéttarinnar fylgja því miður ekki sömu regl­ um og ætlast er til af almennum þegnum samfélagsins. Á gömlum slóðum Inni í aðalrýminu þar sem allir þátttakendur sameinast, bæði listamenn og gestir, hefst sjálf aðalsýningin enda allir tilbúnir fyrir það sem í vændum er, alls­ herjarskynjun þar sem öll skyn­ færi verða fyrir áreiti, stjórnlaus­ ar tilfinningar og óreiða taka við af reglu og aga og ákveðin ham­ skipti eiga sér stað. En þar deyr því miður þátttaka gestanna sem fór ágætlega af stað í upphafi. Þeir standa upp á endann í ein­ um hnapp úti í horni og virða þar fyrir sér meginhluta gjörnings­ ins aðgerðalitlir. Þótt öll skynfæri séu virkjuð eins og sjón, heyrn og lyktarskyn vantaði meiri snertingu við það sem fram fór og þar með glataðist ásetningurinn að gera gestina að virkum þátt­ takendum allan tímann. Um leið verður gjörningurinn of kunnug­ legur og minnir of mikið á gaml­ ar slóðir í listgreininni. Hugsunin að baki þessu öllu hefði þurft að ganga lengra til þess að skynjun­ in hefði orðið sterkari og áhrifa­ meiri. Kannski hefði komið sér betur að dreifa gestunum um allan salinn, blanda þeim betur saman við allan gjörninginn sem fór fram vel smurður og fágaður fyrir skynfærum okkar. Já, það er kúnst að stunda gjörninga, það vita þær stöllur í Gjörningaklúbbnum, sem hafa lagt mikið á sjálfar sig og alla aðstandendur sýningarinnar í Listasafni Íslands. Ekki skorti hugmyndir, sjónræna útfærslu, sokkabuxnaskóginn sem minnti helst á stækkaðar myndir af frumuvef eða jafnvel hugmynd­ ir úr strengjafræðinni. Ofurdug­ leg poppkornskonan fyllti reglu­ lega í hítina en við fengum samt ekki að bragða á því, þótt lyktin hefði æst upp í manni plebba­ hungrið. Þegar upp er staðið hugsaði ég meira eftir þennan gjörning en ég skynjaði. Kannski var það meiningin, titillinn bara blekking, leikhústrix. n Sokkabuxnaskógur Ekki skorti hugmyndir, sjónræna útfærslu, sokkabuxnaskóginn sem minnti helst á stækkaðar myndir af frumuvef eða jafnvel hugmyndir úr strengjafræðinni. Ert þú að skrifa bók? R ithöfundaþingið og vinnu­ stofan Iceland Writers Re­ treat verður haldið á Íslandi í fyrsta sinn 9.–13. apríl næst­ komandi. Á því geta rithöfundar og aðrir sem hafa bók í bígerð tek­ ið þátt í námskeiðum og vinnu­ stofum sem þaulreyndir höfund­ ar og ritstjórar sjá um. Stjórnendur námskeiðanna hafa margir aflað sér frægðar á alþjóðavettvangi fyr­ ir skrif sín. Má þar nefna Geraldine Brooks, handhafa Pulitzer­verð­ launanna, og Susan Orlean, sem skrifar fyrir New Yorker. Upp­ lýsingar um alla stjórnendurna má finna á heimasíðu þingsins: icelandwritersretreat.com Erica Jacobs Green og Eliza Reid stofnuðu og standa að íslenska rithöfundaþinginu. Erica er frá Bandaríkjunum og sinnir ritstjórn og ritstörfum. Hún bjó á Íslandi frá 2011 fram í júlí 2013. Eliza er frá Kanada. Hún flutti til Íslands árið 2003 og hefur rekið eigið fyrirtæki á sviði markaðskynningar, texta­ skrifa og viðburðastjórnar síðast­ liðin níu ár. n ritstjorn@dv.is Geraldine Brooks leiðbeinir rithöfundum www.fi.is Lýðheilsu- og for varnarverkefni F erðafélags Ísland sThe Biggest Winn er! Upplifðu náttúru Íslands Aðal samstarfsaðilar FÍ Lýðheilsu- og forvarnarverkefni Ferðafélags Íslands · Fyrir feita, flotta, frábæra · Fyrir þá sem þora, geta, vilja · Taktu fyrsta skrefið · Taktu eitt skref í einu · Virkjaðu styrkleika þína með jákvæðum og uppbyggilegum hætti · Rólegar gönguferðir með stöðuæfingum · Náttúruupplifun – útivera · Mataræði – matseðill – mælingar Kynningarfundur á Bolludaginn 3. mars kl. 19.00 í sal Ferðafélags Íslands Mörkinni 6 Umsjón verkefnis: Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ, ásamt læknateymi, sjúkraþjáfurum og íþróttakennurum. Bakskóli FÍ hefst 1. maí. Kynningarfundur haldinn eftir páska. Nánari upplýsingar á www.fi.is og skráning er í síma 568 2533 eða í netpóst fi@fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.