Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 37
Helgarblað 28. febrúar 2014 Fólk Viðtal 29 bænum fylgdu börnum sínum í leik- skólann fékk Líf fylgd frá vini móður sinnar, hippa sem skar sig úr og bjó um tíma með þeim mæðgum. „Mamma átti vin sem var rauð- hærður og mjög flippaður; var með sítt skegg, alveg í hippaandan- um, og klæddi sig öðruvísi en aðrir. Hann fylgdi mér oft í leikskólann á morgnana og ég bað hann gjarnan um að bíða á horninu, ég myndi svo koma mér sjálf áleiðis. Það var af því að krökkunum fannst hann svo forvitnilegur. Þau höfðu svo mikinn áhuga á honum, spurðu hvort þetta væri nú pabbi minn og svoleiðis. Ég sagði að þetta væri nú aldeilis ekki pabbi minn. En börn eru svona. Kannski fannst mér athyglin óþægi- leg, enda vilja börn oft vera meira eins og vinir sínir og ekki skera sig úr fjöldanum eins og oft vildi verða með mig og allt þetta skrautlega og frjálslega fólk í kringum mig. Í dag er ég þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa alla þessa fjölbreytni í um- hverfi mínu.“ Vaskaði upp í hæfileikakeppni Líf var fjörugt og uppátækjasamt barn. Móðir hennar hafði áhyggj- ur af því á tímabili að hún væri of- virk en eftir læknisheimsókn varð hún rórri þar sem læknirinn stað- festi að barnið væri bara einstaklega velvirkt. „Ég gerði bara það sem mig lang- aði og sagði alltaf það sem mér fannst, sem var kannski ekki alltaf heppilegt þegar maður var krakki. Ég var mjög hreinskilin en um leið ljúft og brosandi barn. Alltaf kát. Það var ekki fyrr en ég varð ungling- ur sem ég varð eitthvað fýld. En ætli ég hafi ekki stundum nálgast hlutina með öðrum hætti en aðrir,“ segir Líf. „Ég man líka að ég var alltaf til- búin til þess að brjóta ísinn. Þegar ég var í sjöunda bekk var hæfileika- keppni í skólanum og það hafði enginn sjöundi bekkingur skráð sig til leiks, kannski af því að enginn þorði því, svo sama dag og keppnin fór fram sagði ég við Víði, vin minn: „Heyrðu, við skulum „rigga“ upp at- riði. Við skulum sýna þeim að við kunnum að vaska upp“. Svo fórum við eins og bjánar og vöskuðum upp í hæfileikakeppninni. Við tókum með okkur bala og ég vaskaði upp og hann þurrkaði.“ Seldi lakkrís í tívolí Þegar Líf var 16 ára flutti hún aftur til Danmerkur ásamt móður sinni og stjúpföður. „ Danmerkurárin voru æðisleg. Ég fór í mennta- skóla í Kaupmannahöfn og hann var mjög ólíkur því sem ég átti að venjast. Í skólakerfinu hér heima sat maður á rassinum og skrifaði í bækurnar sínar, en í Danmörku opnaðist allt annar heimur. Þar var miklu meira lagt upp úr samtölum og tjáningu og það var mikið rætt í tímum, nokkuð sem ég átti ekki að venjast hér heima. Á Íslandi var meiri einhliða kennsla þar sem kennarinn stóð og sagði okk- ur hvernig hlutirnir væru en í Dan- mörku fengu nemendur að taka þátt í umræðunum.“ Líf kynntist landinu með ansi óvanalegum hætti því eitt „Svo fórum við eins og bján- ar og vöskuðum upp í hæfileikakeppninni. Félagshyggjukona „Það kom einhvern veg- inn aldrei neitt annað til greina en að ég yrði félagshyggjukona sem léti mig samfélagið varða,“ segir Líf. Myndir Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.