Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 13
Helgarblað 28. febrúar 2014 Fréttir 13
L
ögmenn í máli Glitnis gegn
þeim Jóni Ásgeiri Jóhanns-
syni, Guðnýju Sigurðar-
dóttur, Lárusi Welding, Magn-
úsi Arnari Magnússyni, Pálma
Haraldssyni og Rósant Má Torfa-
syni, tókust á um áætlað verðmæti
hlutabréfa Fons í Aurum Holding
fyrir héraðsdómi á þriðjudag.
Glitnir hefur höfðað skaðabóta-
mál gegn sexmenningunum, en
það snýst um þá ákvörðun Glitn-
is að veita FS38, dótturfélagi Fons
hf., sex milljarða króna lán til að
kaupa bréf í Aurum sem Fons átti.
Málið hefur verið lengi í meðferð í
héraðsdómi, og enn á eftir að fjalla
um það efnislega. Engin tímasetn-
ing hefur verið gefin út um hvenær
það verður gert.
Yfirmat var framkvæmt að
beiðni stefndu á verðmætum
hlutabréfanna í júlí 2008. Lögmenn
Glitnis telja að yfirmatsgerðar-
menn hafi ekki svarað þeirri beiðni
nægjanlega, því ekki sé hægt að sjá
verðmætið nákvæmlega í matinu.
Aðeins sé talað um að það hafi get-
að verið mjög mikið, eða allt að því
ekkert. Þá sé verðmæti hlutabréf-
anna ekki gerð skil eftir þeim fjór-
um flokkum sem þau tilheyrðu.
Fóru þeir því fram á að matsgerðar-
menn myndu gefa nákvæmara svar
við beiðninni.
Verjendur stefndu fóru fram
á að þeirri kröfu yrði hafnað, og
sögðu lögmenn Glitnis vega að
heiðri matsgerðarmanna. Reimar
Snæfells Pétursson, verjandi
Lárusar Welding, sagði að ekki væri
hægt að finna út nákvæmt verð-
mæti hlutabréfa á þessum tíma,
slíkt væri ógjörningur. „Einhvern
tímann heyrði ég þetta sagt, og tel
það eiga vel við hér. Það er, að betra
sé að hafa nokkurn veginn rétt fyr-
ir sér, en algjörlega rangt,“ sagði
Reimar, áður en hann lauk máli
sínu. n
rognvaldur@dv.is
Tekist á um verðmæti hlutabréfa
„Það er, að betra sé að hafa nokkurn veginn rétt fyrir sér, en algjörlega rangt“
Angi Aurum-málsins Skaðabótamál Glitnis tengist Aurum-máli sérstaks saksóknara.
Jón Ásgeir Jóhannesson er einn þeirra sem slitastjórnin stefndi. Mynd Sigtryggur Ari
Þeirra eigin orð
n Hafa skipt um skoðun
standi við loforð sín um þjóðar-
atkvæðagreiðslu.
Katrín Júlíusdóttir, vara-
formaður Samfylkingarinnar,
sagði á þingi á miðvikudag
að kosningaefni Sjálfstæðis-
flokksins væri ekki merkilegra
en klósettpappír. Helgi Hjörvar,
þingflokksformaður Samfylk-
ingarinnar, spurði svo Illuga
Gunnarsson, mennta- og menn-
ingarmálaráðherra, hvort hægt
væri að treysta orðum hans, sam-
anborið við loforð um þjóðarat-
kvæðagreiðslu. „Ég geri mér alveg
grein fyrir því að háttvirtur þing-
maður Helgi Hjörvar mun ekki
sætta sig við þær útskýringar en ég
get lítið gert í því,“ sagði Illugi án
þess að svara spurningu Helga. n
„Ég geri mér alveg
grein fyrir því að
háttvirtur þingmaður
Helgi Hjörvar mun ekki
sætta sig við þær út-
skýringar en ég get lítið
gert í því.
„Ég er
sammála því að
það verði þannig
að það verði stöðv-
aðar þessar viðræður,
það verði ekki farið í það
sem ríkisstjórnin kallar að
hægja á eða gera hlé, sem
er auðvitað ekkert annað en
bara haldið áfram en farið
hægar, og síðan verði þjóðar-
atkvæðagreiðsla og þjóðin fái
að segja hug sinn í því hvort
það hún vilji klára þetta eða
ekki. Og ef það er þannig,
að þjóðin segi já við því,
þá eru allir menn og allir
flokkar bundnir af
þeirri niðurstöðu.“
– Í Silfri Egils
10. mars 2013
NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN
– VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI
KERFISSTJÓRABRAUT
NÝR STARFSVETTVANGUR Á EINU ÁRI!
Nám fyrir þá sem vilja hasla sér völl sem kerfisstjórar hjá
fyrirtækjum og stofnunum. Nemendur öðlast víðtækan
skilning á uppsetningu netkerfa, viðgerðum og bilana-
greiningu á vélbúnaði og uppsetningu stýrikerfa.
Námið samanstendur af 3 námskeiðum:
- Tölvuviðgerðir
- Win 7/8 & Netvork+
- MCSA Netstjórnun
Gefinn er 10% afsláttur
af öllum pakkanum. þrjú
alþjóðleg próf innifalin:
„Microsoft Certified
Solutions Associate“
Guðni Thorarensen
Kerfisstjóri hjá Isavía
Helstu upplýsingar:
Lengd: 371 stundir
Verð: 564.000.-
Dagnám
Hefst: 11. mars 2014
Lýkur: 20. nóvember 2014
Dagar: þri & fim: 8.30 - 12.30
fös: 13.00 - 17.00
Kvöld- og helgarnám
Hefst: 10. mars 2014
Lýkur: 22. nóvember 2014
Dagar: mán & mið: 18 - 22
lau: 8.30 - 12.30
„Ég hafði komið víða við í vinnu. Síðasta
starfið fyrir námið hjá NTV var kokkastarf.
Eftir Kerfisstjórabrautina fékk ég frábært
starf hjá Isavía.“