Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 51
Helgarblað 28. febrúar 2014 Skrýtið Sakamál 43 Lögga myrt n Fadi stundaði fíkniefnaviðskipti í skjóli eðalvagnaleigu n Skuldum vafinn í Lundúnu B reska lögreglukonan Nisha Patel-Nasri var myrt þegar klukkuna vantaði stundar- fjórðung í miðnætti 11. maí, 2006, á heimili henn- ar í Wembley í Lundúnum. Nisha, sem var 29 ára þegar hún mætti örlögum sínum, fæddist í Luton, var hindúi og samhliða lögreglu- störfum rak hún hársnyrtistofu skammt frá heimili sínu. Árið 2003 giftist hún Fadi Nasri, 33 ára, sem átti rætur að rekja til Beirút. Fadi rak eðalvagnaleigu frá heimili hjónanna. Kvöldið áður en Nisha var myrt höfðu hjóna- kornin fagnað þriggja ára brúð- kaupsafmæli sínu með því að eiga notalega stund á veitingastað. En Nisha hafði alið nöðru við brjóst sitt og Fadi hafði sennilega velt ýmsu öðru fyrir sér en helgi hjónabandsins yfir matnum það kvöldið. Mislukkað innbrot Hverfið sem hjónin bjuggu í naut þess að glæpatíðni var al- mennt lág, en laugardaginn fyr- ir morðið reyndu þrír karlmenn að brjótast inn á heimili þeirra – talið var að um innbrotsþjófa hefði verið að ræða. Mennirnir lögðu á flótta þegar Nisha kom að þeim. Í ljósi þess sem síðar átti sér stað má efast um að innbrot hafi ver- ið ætlun þremenninganna. Áður en lengra er haldið má geta þess að Fadi hafði þremur mánuðum fyrr tekið upp náið samband við litháíska vændiskonu og hann og Nisha voru líftryggð sameiginlega – fyrir hvorki meira né minna en 350.000 sterl- ingspund. Alblóðug með hníf Rétt fyrir miðnætti, 11. maí, sást, að sögn vitna, Nisha koma út af heimili sínu með eldhúshníf í hönd en mað- ur í hettupeysu sást hlaupa frá vett- vangi. Síðar kom í ljós að Nisha hafði hafði verið stungin inni á heimili sínu en eytt sínum síðustu kröftum í að staulast út fyrir þar sem hún hneig niður. Hún skildi við á Northwick Park-sjúkrahúsinu skömmu síðar. Fadi lék hlutverk hins niður- brotna eiginmanns og viðraði þá skoðun sína að um mislukkað inn- brot hefði verið að ræða – hvað ann- að? Til að bæta um betur reyndi hann að afvega leiða lögregluna með því að gefa upp nöfn fimm manns sem, að hans sögn, vildu fyrirkoma Nishu. Síðan skaust hann í frí með litháísku vændiskonunni. Bjó að leyndarmálum Fadi hafði tryggt þau hjónin nokkrum mánuðum fyrir morðið. Hann var skuldum vafinn, skuld- aði yfir 100.000 sterlingspund, og eðalvagnaleigan var notuð til að fela viðskipti með fíkniefni. Nisha hafði ekki haft grænan grun um þetta og þaðan af síður að ektamað- urinn hefði setið í fangelsi um níu mánaða skeið árið 1998 – þá hafði hann reynt að aka yfir lögregluþjón sem spurt hafði hann erfiðra spurn- inga. Í grjótinu kynntist Fadi 38 ára fíkniefnasala, Rodger Leslie. Rodger þessi setti sig síðar í samband við dyravörð á næturklúbbi, Jason Jo- nes, og réð hann til þess að sjá til þess að eiginkona Fadi þyrfti ekki að kemba hærurnar. Fadi lét morðingjann – sem fékk 15.000 pund fyrir verkið – hafa hús- lykla og skildi síðan eiginkonu sína eftir eina heima þetta kvöld. Eiginmaðurinn handtekinn Fadi var handtekinn 27. febrúar, 2007, og fékk stöðu grunaðs manns í málinu. Þrátt fyrir að hann hefði fjarvistarsönnun var hægt með gögnum símafyrirtækja að tengja hann við áðurnefndan Rodger, þaðan við Jason Jones og þaðan við Tony Emmanuel, náunga sem tengdist næturklúbbum. Ennginn þessara manna taldist merkilegur pappír en upptökur úr eftirlitsmyndavél skammt frá þeim stað sem morðvopnið fannst sýndu silfurlitaða Audi-bifreið Tonys. Tony viðurkenndi að hafa verið ráðinn til að aka Jason að heimili Nishu og Fadi, en fullyrti að hann hefði ekki haft vitmneskju um áform Jason. Líftryggingin var ástæðan Þess var skammt að bíða að lyga- vefur Fadi leystist upp. Upphaflega hélt lögreglan að ástæða morðsins hefði verið ósætti á milli Rodgers og Fadi, en þegar upp var staðið viður- kenndi Fadi að hafa ráðið Rodger til verksins. Ástæðan var líftrygging hjónanna því Fadi hefði getað fengið útgreidd 100.000 pund. Þann 28. maí, 2008, voru kveðn- ir upp dómar í málinu; Tony Emmanuel var sýknaður, en Fadi, Jason og Rodger voru fundnir sekir samkvæmt niðurstöðu kviðdóms. Mánuði síðar fékk Rodger lífstíðar- dóm og mælst til þess að hann af- plánaði ekki skemmri tíma en 18 ár. Jason og Fadi fengu lífstíðardóma, með 20 ára lágmarksafplánun. n „Síðan skaust hann í frí með litháísku vændiskonunni Nisha Patel-Nasri Eiginmaður Nishu var ekki allur þar sem hann var séður. Allt í lukkunnar velstandi Nisha og Fadi þegar allt lék í lyndi, að því er virðist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.