Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 52
Helgarblað 28. febrúar 201444 Menning
Lygar, ýkjur og
fals í ævisögum
Sjálfsævisagan og sannleikurinn er
efni Bókakaffis í Gerðubergi á mið-
vikudagskvöld. Umsjónarmaður
er Gunnþórunn Guðmundsdóttir,
dósent í almennri bókmennta-
fræði, og fjallar hún um væntingar
okkar til ævisagna og kröfur um
sannleiksgildi og trúnað. Hún
veltir því m.a. fyrir sér hvað gerist
þegar sá trúnaður brestur.
Gunnþórunn Guðmundsdóttir
er dósent í almennri bókmennta-
fræði við Háskóla Íslands. Hún
hefur sérhæft sig í sjálfsævisögum
og fræðum tengdum minni og
gleymsku.
Bókakaffi er hluti af viðburða-
röð í Gerðubergi á miðvikudags-
kvöldum. Fjórða miðvikudag hvers
mánaðar býður Borgarbókasafn
Reykjavíkur upp á bókakaffi í kaffi-
húsinu. Þar er spjallað um bækur
af ýmsu tagi á léttum nótum á
meðan gestir kaffihússins njóta
veitinga í notalegu andrúmslofti.
Miðaldra menn fara í stríð
A
llt frá því The Longest Day
birtist árið 1962 höfum við
vanist því að sjá bandaríska
karla í misgóðu formi og á
sextugsaldri sigra í seinni heims-
styrjöld. Meðalaldur bandarískra
hermanna þá var 26 ár, reyndar mun
hærri en síðar varð en þó helmingi
lægri en Hollywood-meðaltalið. Hér
er loksins kominn mynd sem útskýr-
ir þennan háa aldur hermanna.
Í stað hins 55 ára fallhlífarhermanns
John Wayne áður leikur nú hinn 52 ára
George Clooney listfræðing sem reynir
að vernda menningarverðmæti í miðj-
um hildarleiknum. Hugmyndin er góð,
enda var þessi sérsveit raunverulega
til. Ekki síst er þetta þörf áminning um
að stríð eyðileggja ekki bara mannslíf
heldur líka menninguna, eins og kom
berlega í ljós í Írak þar sem Bandaríkja-
her aðhafðist ekkert meðan sum merk-
ustu safna mannkyns voru rænd.
Clooney hefur áður sýnt að hann
er hinn ágætasti leikstjóri, eins og með
hinni frábæru Good Night, and Good
Luck, og hefur fengið einvalalið leik-
ara með sér í lið, svo sem Matt Damon,
Cate Blanchett og Bill Murray. Hvað er
það þá sem hér hefur farið úrskeiðis?
Í einu orði sagt er það handritið.
Myndin er byggð á fræðibók, en ein-
hvern veginn hefur misfarist að gera
úr henni kvikmyndahandrit. Bill
Murray og Bob Balaban eiga að vera
þessir fyndnu, en segja fátt fyndið og
þegar Murray setur upp sinn fræga
uppgjafarsvip finnst manni það helst
vera út af textanum sjálfum. Damon
og Blanchett eiga að sjá um ástar-
söguna, en mistekst líka.
Ólíkt mörgum stríðsmyndum
undanfarið fá bæði Bretar og Frakk-
ar að leika lítið hlutverk, en ljóst er
að allir sem ekki hafa bandarískt rík-
isfang bera feigðina í augunum, rétt
eins og brjóstgóðar aukaleikkonur í
hryllingsmynd. Reynt er að brydda
upp á spennu með því að skella inn
einum og einum vondum nasista
eða ógnvekjandi Rússa, en jafnvel
þetta er til lítils. Þegar stríðinu lýkur
er það ekkert stórmál, enda fannst
manni okkar menn aldrei í raun-
verulegri hættu, og það þótt tveir
af þeim deyi. Ekki heldur fáum við
raunverulega að kynnast persónun-
um. Matt Damon er góður í hlutverki
listfræðings, þrátt fyrir kraftalegt út-
lit, en við fáum lítið að vita um listina
sjálfa.
Myndin er nánast þess virði að
sjá, efniviðarins vegna, þó mikið
skorti upp á úrvinnsluna. Hlýtur hún
því að teljast glatað tækifæri, en stór-
skemmtilega stikla úr henni, sem
lítur út eins og Wes Anderson-mynd
í seinni heimsstyrjöld, er vísbending
um það sem hefði getað orðið. n
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Dómur
The Monuments Men
IMDb 6,4 RottenTomatoes 34% Metacritic 52
Leikstjóri: George Clooney
Aðalhlutverk: George Clooney, Matt Damon og
Cate Blanchett
Byggt á bók: Robert M. Edsel
118 mínútur
Ekki nógu gott handrit Myndin er byggð á fræðibók, en einhvern veginn hefur misfarist
að gera úr henni kvikmyndahandrit.
Gagnrýnandi tekinn í gegn
n Popp og plebbahungur n Klikkaði á að mæta í svörtu n Hugsað meira en skynjað
G
jörningaklúbburinn frum-
sýndi gjörninginn Hugsa
minna – skynja meira í
Listasafni Íslands á dögun-
um. Myndlistarkonurnar
Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jóns-
dóttir og Sigrún Hrólfsdóttir eru
fyrir löngu orðnar þekktar fyrir
frumlega gjörninga sína enda hef-
ur klúbburinn verið starfandi frá
1996 og því töluverð reynsla sam-
ankomin í hópnum. Að þessu
sinni hreyfa þær sig á mörkum
myndlistar og sviðslista og taka á
móti 40 gestum sem eru jafnframt
þátttakendur í gjörningnum. Og
hér er skynjunin í aðalhlutverki,
því strax og kom-
ið er inn í and-
dyri Listasafns-
ins fyllir lykt af
poppkorni vitin.
Fátt er tákn-
rænna fyrir
afþreyingu og
fjöldamenningu
en poppkornið.
Og ekki er laust
við að popp-
kornið eigi að
minna okkur á
að við erum ekki
að fara á neina
venjulega kvöld-
skemmtun með
poppi og kók.
Skörun
listgreina
Gjörningaklúbburinn er afsprengi
fyrstu myndlistargjörninganna
hér á landi sem rekja má til áranna
1965–1972 þegar félagar í SÚM-
hópnum stóðu fyrir gjörningum
og uppákomum. Gjörningarnir
breyttu viðhorfi myndlistarmanna
til leiklistar, en höfðu líka áhrif á
leikhúslistamenn. Þess gætti að-
allega í útileikhúsinu en einnig í
ýmsum öflugum gjörninga- og úti-
leikhópum og má þar nefna Bruna
BB, Oxmá og Svart og sykurlaust
að ógleymdum listamönnum eins
og Magnúsi Pálssyni og Rósku.
Gjörningalist eða performance
art er allsherjar skörun listgreina,
blanda af myndlist, leikhúsi, tón-
list og jafnvel hreyfingu og dansi
eins og í tilviki Gjörningaklúbbs-
ins að þessu sinni. Gjörningurinn
er ólíkur leikhúsi að því leyti að
hann byggir ekki endilega á texta-
skrifum, þótt það geti gerst, virðist
ekki undirbúinn eða æfður, hann
er uppákoma eða happening en
getur þó virkað eins og leiksýning.
Hugsa minna – skynja meira er út-
hugsaður og vel skipulagður gjörn-
ingur, til grundvallar liggur ein-
hvers konar handrit um framvindu
og innihald, ákveðnar persónur
fara með hlutverk, jafnvel má
skynja persónur og minni úr öðr-
um úr heimi leikhússins eins og
t.d. í Steinamanninum sem er að
sligast undan byrðum heimsins,
ekki ósvipað-
ur Lucky í Beðið
eftir Godot og í
Draugnum sem
hinn eilífi heim-
ilislausi flakkari
heimsins.
Innsti kjarni
efnisins
Og þær eru fleiri
persónurnar
sem bera gjörn-
inginn uppi,
persónur sem
minna okkur
hver á sinn
hátt á hlut-
skipti mannsins
í heimi sem er
þjakaður af mis-
skiptingu, kúg-
un og ofbeldi. Þær eru táknmynd-
ir fyrir margt í manneðlinu, leitina
og þrána eftir sönnum tilfinning-
um og djúpri skynjun og jafnvel
þörf fyrir því sem er æðra og helg-
ara manninum. Helgiathöfnin er
einnig uppspretta hér, þríein tákn
í fyrirrúmi.
Þegar tekið er á móti þátt-
takendum í anddyri Listasafns-
ins standa konurnar þrjár að baki
Gjörningaklúbbnum í búningum
sem mynda strax hugrenninga-
tengsl við valdstjórn, lögreglu
og eftirlit enda ætla þær sér að
stjórna umferð og hegðun þátt-
takenda frá fyrstu mínútu. Og það
er eins gott að hlýða skipunum
þeirra, að óttast eigi og sýna still-
ingu eins þær endurtaka hvað eft-
ir annað. Framundan er nefnilega
lítið ferðalag um völundarhús eft-
irlitssamfélagsins og eiginlega inn
í innsta kjarna skynjunar og ef til
vill inn í handanheima alls efnis,
anda og lífs. Að minnsta kosti var
Hugsa minna
– skynja meira
Gjörningaklúbburinn
Listasafn Íslands
Hlín Agnarsdóttir
ritstjorn@dv.is
Dómur „Ofurdugleg popp-
kornskonan fyllti
reglulega í hítina en við
fengum samt ekki að
bragða á því.
Rjómi íslenskra
tónlistarkvenna
KÍTÓN, félag kvenna í tónlist,
kynnir sannkallaða tónlistarveislu
þegar rjóminn af íslenskum tón-
listarkonum stíga á svið í Eldborg
á sunnudag. Cell 7, Ellen Kristjáns,
Sunna Gunnlaugs, Mammút, Lay
Low, Ragga Gröndal, Myrra Rós,
Hafdís Huld, VÖK, Ragnhildur
Gísladóttir, Greta Salóme og Lay
Low flytja eigin tónlist. Kapút,
Vox feminae, Sinfóníuhljómsveit
áhugamanna, félagar úr Sinfóníu-
hljómsveit Íslands og Hljómeyki
flytja verk eftir Þórunni Grétu, Báru
Gríms, Hildigunni Rúnarsdóttur,
Jórunni Viðar og Önnu Þorvalds.
KÍTÓN er fyrsta félag tónlistar-
kvenna sem stofnað er á Íslandi
þvert á tónlistarstrauma, bak-
grunn og menntun og hefur nú
annað starfsár sitt með uppskeru-
hátíð í Hörpu. Tilgangur félagsins
er að skapa jákvæða umræðu,
samstöðu og samstarfsvettvang
meðal tónlistarkvenna.