Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 18
18 Fréttir Helgarblað 28. febrúar 2014
Hallbjörn hefur
ekki játað brot
n Ákærður fyrir kynferðisbrot n Brotaþoli grunaður um líkamsárás á Hallbjörn
H
allbjörn Hjartarson,
kántrí söngvari á Skaga
strönd, hefur verið ákærð
ur fyrir kynferðisbrot gegn
tveimur mönnum, sem
voru á barnsaldri er brotin munu
hafa átt sér stað. Samkvæmt heim
ildum DV hefur Hallbjörn ekki ját
að brotin.
Þingfesting fer fram í næstu
viku. Hallbjörn var kærður fyrir
kynferðis brot gegn fjórum drengj
um, en sönnunargögn í tveim
ur málanna þóttu ekki líkleg til að
leiða til sakfellingar og voru málin
því felld niður og ekki ákært. Eftir
standa tvö kynferðisbrot sem ákært
hefur verið fyrir og tengjast báðir
brotaþolar Hallbirni fjölskyldu
böndum. Nokkrum mínútum
eftir að málið gegn Hallbirni verð
ur þingfest verður þingfest ákæra
fyrir líkamsárás á hendur honum.
Einn mannanna sem ákærður er
fyrir árásina er brotaþoli í ákærunni
gegn Hallbirni.
Ungir drengir
Rannsókn á meintum brotum Hall
bjarnar hófst haustið 2012, en sam
kvæmt heimildum DV er talsvert
um liðið frá því að brotin áttu sér
stað. Fjölskylda mannsins bar upp
á hann sakirnar fyrir rúmum tveim
ur árum, en eins og áður sagði hef
ur Hallbjörn ekki játað brotin í
skýrslutökum hjá lögreglu. Frétta
blaðið greindi frá því í janúar sl. að
drengirnir hefðu verið á aldrinum
sex til fjórtán ára.
Tvö mál á sama tíma
Málið verður þingfest í Héraðsdómi
Norðurlands vestra í næstu viku. Á
svipuðum tíma verður þingfest mál
tveggja pilta sem sakaðir eru um
að hafa ráðist á Hallbjörn á heimili
hans í febrúar í fyrra.
Annar þeirra sem ákærður er
fyrir árásina er brotaþoli í ákærunni
gegn Hallbirni og er Hallbjörn því
grunaður um að hafa brotið gegn
unga manninum.
DV hefur ákæruskjal ung
mennanna undir höndum, en
ákæruna í máli Hallbjarnar er ekki
hægt að fá þar sem hún varðar kyn
ferðisbrotamál.
Þar kemur fram að þau eru þrjú
ákærð: tveir ungir menn og ein ung
kona, sem er systir annars þeirra,
það er brotaþolans í málinu gegn
Hallbirni. Öll eru ungmennin um
tvítugt. Ákæruskjalið er í átta liðum
og snýst um ólík afbrot. Einn liður
ákærunnar snýr að ungmennunum
öllum þremur en aðrir aðeins að
ungu mönnunum tveimur.
Réðust á Hallbjörn
Í ákærunni sem snýr að líkams
árásinni á Hallbjörn kemur fram
að ungu mennirnir tveir hafi farið
að heimili Hallbjarnar aðfaranótt
sunnudagsins 3. febrúar 2013. Þeir
eru ákærðir fyrir húsbrot, eigna
spjöll og stórfellda líkamsárás. Þeir
eru sagðir hafa ruðst í heimildar
leysi inn á heimili Hallbjarnar. Til
þess að komast inn braut ann
ar þeirra (ekki brotaþolinn) rúðu
í útihurð baka til á húsinu og tók
hurðina úr lás. Þeir fóru inn í hús
ið og veittust í sameiningu að Hall
birni, að því að segir í ákærunni.
Miklir áverkar
Maðurinn sem sakað hefur Hall
björn um kynferðisbrot sló Hall
björn ítrekað með krepptum hnefa í
andlit og höfuð. Samkvæmt því sem
fram kemur í ákærunni sparkaði
hinn þrisvar sinnum með hné sínu
í andlit Hallbjarnar. Í árásinni hlaut
Hallbjörn mar og yfirborðsáverka á
andliti, höfði og skurð á vinstra eyra
sem þurfti að sauma. Að auki fékk
hann glóðarauga á vinstra auga, og
litla utanbastsblæðingu vinstra og
hægra megin í heila. Þá nefbrotnaði
hann og brotnaði á vinstra augn
tóftarbeini, vinstra kinnholsbeini
og kinnbeini. Þá brotnuðu gervi
tennur hans. Hann krefst þess að fá
greiddar rúmar tvær milljónir í bæt
ur vegna árásarinnar.
Margar ákærur
Ungmennin eru að auki öll þrjú
ákærð fyrir líkamsárás á hendur
annars manns. Þar eru tvö ákærð
fyrir líkamsárás, en eitt þeirra er
ákært fyrir sérstaklega hættulega
líkamsárás.
Þau eru sögð hafa, í félagi, ráðist
að manni sumarið 2012 fyrir utan
félagsheimilið Fellsborg. Mennirn
ir eru sagðir hafa skallað hann í
andlitið, og annar sló hann í háls
og síðu. Hinn er sagður hafa spark
að í höfuð mannsins þrisvar sinn
um. Unga konan er sögð hafa slegið
hann í andlitið þrisvar sinnum. Við
þetta fékk maðurinn talsvert mikla
áverka, meðal annars nefbrot,
glóðarauga og blæðingar í augn
krók sem og sprungna vör, bólgur
í andlit og tognanir. Þá þjáist hann
mögulega af heyrnarskerðingu á
vinstra eyra eftir árásina.
Særði blygðunarsemi
Í ákærunni kemur einnig fram að
brotaþoli í málinu gegn Hallbirni
er ákærður fyrir að hafa sært blygð
unarsemi annars aðila með því að
hafa berað kynfæri sín. „[…] stung
ið getnaðarlim sínum inn um opna
afturrúðu bifreiðarinnar og þrýst
nöktum afturenda sínum að vinstri
framrúðu og þannig sært blygð
unarsemi,“ segir í ákæru. Að auki
er hann ákærður fyrir að hafa neit
að að fylgja fyrirmælum lögreglu
manna og neitað að gefa lögreglu
mönnum upp nafn sitt. Hann er
einnig ákærður fyrir að hafa ekið
án bílprófs og að hafa reynt að flýja
lögregluna. Þá er hann ákærður fyr
ir annað umferðarlagabrot.
Hótaði lögreglunni
Hinn maðurinn sem ákærður er í
slagtogi við brotaþola sætir einnig
ákæru fyrir sérstaklega hættulega
líkamsárás – að hafa slegið annan
mann í höfuðið í desember 2012
með glerflösku. Þegar tveir lög
reglumenn höfðu afskipti af honum
hótaði hann að drepa þá og hafði
í hótunum um líkamsmeiðingar
gegn öðrum lögreglumannanna og
dóttur hans.
Við vinnslu fréttarinnar var reynt
að hafa samband við Hallbjörn og
ungu mennina sem ákærðir eru
fyrir líkamsárásina. Þær tilraunir
báru ekki árangur. n
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
Bílaþjónustan
Bilaði Bíllinn
-bilaði bíllinn hjá þér ?
Gerum við bremsur, stýrisenda,
spindilkúlur, hjólalegur, startara,
alternatora, dempara, gorma,
skiptum um rafgeyma og perur
ásamt fleiru.
Erum flutt að Auðbrekku 25-27, 200 kóp.
Opið virka daga kl. 8-18 • laugardaga kl. 10-16
Tímapantanir í s. 615 2562
ÓDÝR OG GÓÐ ÞJÓNUSTA.
Erum með notaða parta í eldri gerðir af bílum.
Sjálfsþjónusta
Leigjum út aðgang á lyftu ásamt verkfærum og suðuvél
ef þú vilt gera við bílinn þinn sjálfur.
Tímapantanir í s. 615 2562 og 445 5562
Í Kántríbæ
Hallbjörn hefur ekki játað
brotin, en fjölskylda hans
gekk á hann og greindi hon-
um frá ásökununum fyrir
tæpum tveimur árum.
Orð Vigdísar
vekja áhyggjur
IMMI, alþjóðleg stofnun um
upplýsinga og tjáningarfrelsi,
telur ástæðu til að hafa áhyggjur
af vaxandi afskiptum stjórnmála
manna af fjölmiðlum og fræða
samfélagsins. „Má þar nefna auk
in pólitísk afskipti af RÚV sem og
óeðlilega orðræðu þar um, til
raunir ráðuneytisstarfsmanna til
að hafa áhrif á fréttaflutning um
málefni sem varða ráðuneytin,
ummæli um pólitíska krossfara í
fræðasamfélaginu og tilmæli til
auglýsenda um að sniðganga til
tekna fjölmiðla vegna efnislegrar
umfjöllunar þeirra,“ segir í til
kynningu frá samtökunum. Telja
samtökin þróun mála á Íslandi
hvað þetta varðar vera mjög
varhugaverða.
Segir frétt
RÚV ranga
Halldór Auðar Svansson, oddviti
Pírata á lista til borgarstjórnar
kosninga 2014, segir frétt sem
flutt var í kvöldfréttum RÚV síð
astliðinn sunnudag vera ranga. Í
þeirri frétt var því haldið fram að
stefna Pírata í Reykjavík væri að
flytja flugvöllinn. Halldór mót
mæli þeirri fullyrðingu. „Það eru
og verða hreinar línur að engin
ákvörðun verður tekin í þessu
stóra máli nema í lýðræðislegri
sátt við þá sem hagsmuna hafa
að gæta, líkt og er lykilþáttur í
grunnstefnu Pírata alls staðar þar
sem þeir starfa,“ segir Halldór í
fréttatilkynningu til fjölmiðla.