Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 11
Helgarblað 28. febrúar 2014 Fréttir 11 Það gerist ekkert án fjárveitingar Þ að gerist ekkert nema fjár- veiting komi fyrir undirbún- ingsvinnu,“ segir Friðþór Ey- dal, talsmaður Isavia, þegar blaðamaður spyr hann um hvort fyrirtækið hyggist nota efni úr Vaðlaheiðargöngum til að byggja flughlað á Akureyrarflugvelli. „Isavia gerir ekkert í flugvallarkerfinu inn- anlands nema það sé á fjárlögum.“ Friðþór segir að það liggi fyrir ófrágenginn samningur við atvinnu- vegaráðuneytið varðandi málið. Hann skýrir jafnframt frá því að enn sé óvíst hvort efnið verði notað í flug- hlað eða eitthvað annað. Boltinn sé hjá Alþingi sem gefur út samgöngu- áætlun. Gefur svar í vikunni Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytisins, segir málið tilheyra græn- um framkvæmdum frá tíma síðustu ríkisstjórnar. „Það er fyrirspurn sem forsætisráðherra mun svara í þessari viku, að ég held,“ segir Þórir. Það liggur einmitt fyrir fyrirspurn á Alþingi frá Katrínu Jakobs dóttur, formanni Vinstrihreyfingarinn- ar - græns framboðs og fyrrverandi mennta- og menningarmálaráð- herra, þar sem óskað er eftir sundur- liðun yfir þau grænu verkefni sem fjármunum var ráðstafað til. „Bæði greidda styrki og loforð um styrki, sem og stuttri lýsingu á hverju ver- kefni og upplýsingum um aðstand- endur verkefnanna,“ segir í fyrir- spurninni. Katrín óskar eftir skriflegu svari. Leita að nýjum efnilosunarstöðum Valgeir Bergmann Magnússon, fram- kvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. og byggingartæknifræðingur, segir að efni úr Vaðlaheiði verði notað til þess að byggja göngustíg meðfram Drottningarbraut á Akureyri. Hann segir að gangagröftur gangi það vel að verið sé að leita eftir nýjum efnilosunarstöðum. „Staðan er þannig að það hefur safnast fyrir mikið efni úr göngun- um sem var upphaflega eyrnamerkt stækkun flughlaðs Akureyrarflug- vallar,“ segir Valgeir við DV. „Ef ég skil Isavia rétt þá hafa þeir ekki peninga tilbúna til þess að borga fyrir flutn- ingana frá efnilosunarsvæðinu okk- ar við göngin og að flughlaðinu. Það verður ekki byrjað að keyra efnið á flugvallarsvæðið fyrr en málið verður leyst. Á meðan svo er ekki höfum við reynt að bjarga okkur vegna þess að það fyllist allt á efnilosunarsvæðinu.“ Vill eyða óvissunni Þann 1. febrúar árið 2013 var skrifað undir samninga um gerð Vaðlaheiðarganga. Ári síðar ganga framkvæmdir prýðilega, en ljóst er að með tilkomu þeirra muni sam- göngumál gjörbreytast á Norður- landi. Göngin liggja á milli Eyja- fjarðar og Fnjóskadals og verða rúmlega sjö kílómetra löng. Með göngunum styttist vegalengd milli Akureyrar og Húsavíkur um 16 kíló- metra og ekki þarf lengur að fara um fjallveginn Víkurskarð sem getur verið erfiður á veturna. „Að eyða óvissunni væri best,“ svarar Valgeir aðspurður hvort hann vonist til þess að Isavia fái það fjár- magn sem þarf til framkvæmdanna. „Í sjálfu sér erum við ekkert að hagn- ast á þessu. Ef það væri bara staður sem hægt væri að losa efnið á þá væri það gott. Óvissan er leiðinlegust. Við erum aðeins rólegri í bili þar sem Akureyrarbær fékk 30 þúsund rúmmetra, sem gefur okkur í kring- um tvo mánuði.“ n Ingólfur Sigurðsson ingolfur@dv.is „ Isavia gerir ekkert í flugvallarkerfinu innanlands nema það sé á fjárlögum. Segir óvissuna leiðinlega Valgeir Bergmann hlakkar til að fá lausn í málið. Mynd Facebook Reisa verksmiðju fyrir afsláttarfé Í slenska fyrirtækið Algalíf Iceland ehf. nýtir sér fjárfestingarleið Seðla- bankans til að flytja inn gjaldeyri til að fjármagna þörungaverksmiðju á Ásbrú á Reykjanesi. Þetta staðfest- ir framkvæmdastjóri Algalífs, Skarp- héðinn Orri Björnsson. Þannig geta fjárfestarnir í Algalífi fengið 20% af- slátt þegar þeir skipta gjaldeyrinum í krónur. Í þörungaverksmiðjunni verða framleidd andoxunarefni sem notuð verða í vítamín og fæðubótarefni. Á heimasíðu Verðbréfaskráningar Íslands kemur fram að þann 11. febrúar hafi Algalíf farið í skuldabréfa- útboð. Slík skuldabréfaútboð eru not- uð af aðilum sem vilja nýta sér fjár- festingarleið Seðlabanka Íslands. Heildarumfang skuldabréfaútgáfunn- ar nemur tveimur milljörðum króna en fyrst um sinn er byrjað á tæplega 111 milljónum króna. Fjárfestingar- leiðin gengur þannig fyrir sig að ís- lensk fyrirtæki gefa út skuldabréf sem svo eru keypt með fjármagni frá er- lendum aðilum. 20 prósenta afsláttur- inn af krónunum kemur til sögunnar þegar erlenda gjaldeyrinum er skipt yfir í krónur hjá Seðlabanka Íslands. Skarphéðinn Orri segir fjármagn- ið í þörungaverksmiðjunni koma frá norskum fjárfestum: „Þeir eru að fjár- magna okkur fyrir eigið fé.“ Skarphéð- inn segir að eins og er sé gert ráð fyrir því að allt fjármagnið í verkefninu komi frá Noregi. Hins vegar kunni að vera að ís- lenskir aðilar hafi áhuga á þörunga- verksmiðjunni og að þá geti þeir hugs- anlega komið inn í verkefnið. „Það er áhugi hérna innanlands en það er ekk- ert fast í hendi. Það er ekki 100 prósent ákveðið að allt fjármagnið komi frá Noregi. Þetta fer eftir því hvað menn eru áhugasamir hér heima þegar kem- ur að því. Annars er þetta bara fjár- magn frá Noregi.“ Fjárfestingarleiðinni var komið á til að liðka til fyrir fjár- festingum erlendra aðila á Íslandi í kjölfar hrunsins og setningar gjaldeyr- ishaftanna. „Við erum að nýta okkur jákvæðu hliðarnar á þessum höftum sem eru annars ekkert jákvæð,“ segir Skarphéðinn Orri. Á meðal þeirra sem DV hafa nýtt sér fjárfestingaleið Seðlabankans, og DV hefur fjallað um, eru Bakkavararbræð- urnir, Lýður og Ágúst Guðmundssyn- ir, Ólafur Ólafsson í Samskipum og Róbert Guðfinnsson á Siglufirði. Fjár- festingarleiðin auðveldar þeim sem eiga fé erlendis að fjárfesta á Íslandi og komast þeir í betri stöðu en þeir sem eiga bara fé á Íslandi þar sem þeir geta boðið hærra verð í íslenskar eignir. Skarphéðinn segir að um 30 starfs- menn muni vinna hjá Algalífi eftir að búið verður að reisa þörungaverk- smiðjuna á Ásbrú. „Þegar við verðum komnir í fullan gang verðum við þrjá- tíu en nú erum við tólf. Ég reikna með því að við verðum orðin 15 til 16 eftir nokkra daga.“ Hann segir að búið verði að reisa verksmiðjuna einhvern tímann á næsta ári. Gert er ráð fyrir að fram- leiðsla geti hafist á fullu árið 2016. Verksmiðjan á að vera 7.500 fermetrar að stærð. n ingi@dv.is Fyrirtækið Algalíf á Reykjanesi nýtir sér fjárfestingarleiðina til að flytja inn fé frá Noregi afsláttur Skarphéðinn Orri sést hér við hlið Ragnheiðar Elínar og Árna þegar samningur um þörungaverksmiðjuna var undirritaður. Mynd PreSSPhotoS Lúxusstólar í ríkisstofnun Fjármálaeftirlitið eyddi sam- tals 792 þúsund krónum í tvo stóla á skrifstofu forstjórans, Unnar Gunnarsdóttur, í sept- ember síðastliðnum. Um er að ræða þekkta hönnunarvöru sem heitir Svanurinn og hönnuð er af danska hönnuðinum Arne Jacob sen. Markaðurinn, fylgirit Frétta- blaðsins, greinir frá þessu. Þar er haft eftir upplýsingafulltrúa FME að kaup stofnunarinnar á stólunum hafi verið loka- hnykkurinn í 66 milljóna króna endur- nýjun á hús- búnaði sem hófst árið 2011 þegar ríkisstofnun- in var flutt í nýtt húsnæði á Katrínar- túni 2. Fram kem- ur í blaðinu að 9,4 millj- ónum hafi verið varið í að endurinn- rétta ellefu einkaskrif- stofur stjórn- enda FME á þessum tíma. Það gera 857 þúsund krón- ur á hverja skrifstofu. Í blaðinu gagnrýnir Guðlaug- ur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, þessi fjárútlát og segir tölurnar staðfesta að hjá FME ríki ann- ar kúltúr en á mörgum öðrum ríkis stofnunum. „Eftirlit er mikil- vægt en það verður að gera kröf- ur til þess að menn fari vel með almannafé, þar eins og annars staðar,“ er haft eftir Guðlaugi. „Það verð- ur að gera kröfur til þess að menn fari vel með al- mannafé. n Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga vill eyða óvissunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.