Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 32
4 Helgarblað 28. febrúar 2014Bílar
Rafmagnsbíll
Kia væntanlegur
Kia Soul er væntanlegur á skandi
navískan bílamarkað með haustinu
sem rafbíll að því er fram kemur á
vefsíðu FÍB. Kia Soul hefur verið á
Bandaríkjamarkaði um skeið og þar
var honum fyrst og fremst ætlað að
höfða til yngra fólks. FÍB segir að sú
markaðsherferð hafi tekist þannig til
að ungir bílakaupendur litu varla við
bílnum en hinir eldri keyptu hann
hins vegar í kippum. Kia Soul hefur
fram að þessu ekki verið á Evrópu
markaði en kemur með haustinu
sem rafmagnsbíllinn Kia Soul EV.
Dýrt að gleyma
að skoða bílinn
Þetta er kostnaðurinn við að
fara með bíl í skoðun
Kostnaðurinn við að eiga og reka
bíl er umtalsverður, en fyrir utan
viðhald, tryggingar og bensín
kostnað, þarf árlega að færa bíla
sem eru orðnir eldri en fjögurra
ára til bifreiðaskoðunar. Sé þessu
ekki sinnt getur það falið í sér auk
inn kostnað, auk þess sem bíllinn
gæti verið bilaður og öryggi hans
ábótavant.
Síðasti tölustafur bílnúmersins
segir til um skoðunarmánuð. Bif
reiðin AA007 ætti þar af leiðandi
að vera færð til skoðunar í júlí
mánuði og eigi síðar en 30. sept
ember (færa má bíl til skoðunar
sex mánuðum fyrir skoðunar
mánuð og tvo mánuði eftir).
Ef bíllinn hefur ekki ver
ið skoðaður fyr
ir 30. septem
ber, leggst á hann
7.500 króna sekt
frá íslenska ríkinu
þann 1. október.
Ef skoðunin dregst
um einn mánuð í
viðbót hækkar gjaldið í 15 þúsund
krónur. Trassaskapur getur því
verið ansi dýrkeyptur.
Samkvæmt verðkönnun DV
er ódýrast að láta skoða bíl hjá
skoðunarstöðinni Tékklandi, en
talsverðu munar á hæsta og lægsta
verði, eða um 1.500 krónum.
Tékkland
n Aðalskoðun: 8.995 kr.
n Endurskoðun: 1.500 kr.* (endur-
skoðunin er frí innan sama dags)
Aðalskoðun
n Aðalskoðun: 10.420 kr.
n Endurskoðun: 1.670 kr.
Frumherji:
n Aðalskoðun: 9.700 kr.
n Endurskoðun: 1.600 kr.
Það kostar þig
milljón að reka bíl
n Þriðja hver króna verkamanns fer í bílinn n Gæti valið utanlandsferðir
Þ
að tekur verkamann á
miðlungslaunum fjóra
mánuði að vinna fyrir
þeim kostnaði sem hlýst af
því að reka einnar og hálf
rar milljóna króna bifreið í eitt ár.
Þriðji hver mánuðir ársins fer í það
að borga fyrir rekstur bílsins – jafn
vel þótt hann eigi bílinn skuldlaust.
Að eiga bíl fylgir oft ákveðið
frelsi sem eykur lífsgæði fólks. Á
Íslandi hafa samgöngur þróast á
þann veg að eina raunhæfa leiðin
til að ferðast um landið er á einka
bíl – þó vissulega sé hægt að fljúga
á milli nokkurra áfangastaða.
Miðast við skuldlausan bíl
En frelsið er dýru verði keypt. Á
heimasíðu Fjármálaskólans er
reiknivél sem sýnir fram á árlegan
rekstrarkostnað bíls miðað við
fyrir fram gefnar forsendur. Dæm
ið sem DV tók miðast við að bíl
inn kosti 1,5 milljónir króna (og sé
þar af leiðandi nokkurra ára gam
all) og að eigandinn eigi hann
skuldlaust. Miðað er við að akstur
nemi 20 þúsund kílómetrum á
ári og að bíllinn eyði átta lítrum á
hundraðið. Vissulega er hægt að
fá bíla sem eyða töluvert minna í
blönduðum akstri – en einnig bíla
sem eyða mun meira eldsneyti. Þá
eru þær forsendur gefnar að bíll
inn sé ekki kaskótryggður.
15% verðrýrnun
Eldsneytiskostnaðurinn einn
og sér nemur 388 þúsund krón
um á ári. Verkamaður, sem hef
ur miðlungslaun – 275 þúsund
útborgaðar samkvæmt Hagstof
unni – þarf næstum að vinna í einn
og hálfan mánuð til að eiga fyrir
eldsneyti.
Þumalputtareglan er sú að
verðgildi bifreiðar minnki um 15
prósent á ári. Það þýðir, í tilfelli bíls
sem kostar eina og hálfa milljón,
að afföllin nema 225 þúsund krón
um á ári.
Til viðbótar þessum kostn
aði koma föst útgjöld á borð við
tryggingar, bifreiðagjöld og smurn
ingu. Gert er ráð fyrir dekkja
kaupum, 125 þúsundum á ári, og
viðhaldi sem nemur 100 þúsund
krónum. Sá útgjaldaliður eykst
eftir því sem bíllinn er eldri. Hér til
hliðar má sjá töfluna í heild sinni
en heildarkostnaðurinn nemur rétt
tæplega milljón króna á ári.
Sigling um Miðjarðarhafið
Gaman er að velta því fyrir sér hvað
verkamaðurinn getur gert ef hann
kýs að nota ekki bíl – og dregur
þess í stað fram rykfallna reiðhjól
ið úr geymslunni. Hér eru nokkur
dæmi um hvað hægt er að gera
fyrir eina milljón krónur:
Verkamaðurinn getur flogið frá
Reykjavík til Akureyrar og aftur
heim 58 daga ársins.
Hann getur bókað sextán helgar ferðir fyrir tvo, með gistingu
og morgunmat, til Amsterdam
með Icelandair.
Hann getur farið í lúxussiglingu,
tveggja vikna vorferð með Heims
ferðum, um Miðjarðarhafið, með
maka sínum en samt átt pening til
að kaupa níu mánaða strætókort
fyrir þau bæði.
Greitt 5.000 krónur fyrir einka
bílstjóra (leigubíl) 200 daga ársins.
Næstum þriðja hvern dag ársins
getur hann leyft sér að panta fjóra
rétti af matseðil á Argentínu steik
hús (humar, bleikju, nautafille og
döðluköku). n
Rekstur í 1 ár
Miðast við skuldlausan 1,5 milljóna
króna bíl sem ekið er 20 þús. km. á ári.
n Bensíneyðsla (8 lítrar/100km) 388.800
n Afskrift bifreiðar 225.000 kr.
n Dekk 125.000 kr.
n Viðhald 100.000 kr.
n Tryggingar 80.000 kr.
n Bifreiðagjald 20.000 kr.
n Þrif 20.000 kr.
n Smurning 20.000 kr.
n Bifreiðaskoðun 9.000 kr.
Samtals: 987.800 kr.
Dýrt Eldsneytiskostnaður
er stór útgjaldaliður þegar
kemur að rekstri einkabílsins.
MynD ShuTTerSTock
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is