Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Síða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Síða 64
Helgarblað 28. febrúar–3. mars 2014 17. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Helvítis dóni! „Þetta er dónalegt“ n Vígdís Hauksdóttir afboðaði viðtal við maltnesku sjónvarps­ konuna Rosemarie Dorekens sem átti bókaðan fund með henni á fimmtudag. Hún hafði hug á ræða við hana um eftir­ minnileg ummæli sem Vigdís lét falla um Möltu á dögunum. Eiríkur Jónsson greindi frá þessu á heimasíðu sinni. „Um fátt er meira rætt á Möltu í dag en saman­ burð hennar á Möltu og Vest­ mannaeyjum. Hún sagðist ekki hafa tíma til að tala við mig. Þetta er dónalegt,“ hafði Eiríkur eftir Rose­ marie. Fámæltur gagnrýnir pex n Á heimasíðu Framsóknar­ flokksins var birt frétt þess efnis að Karl Garðarsson, þingmaður flokksins, hafi tekið saman hve oft stjórnarandstaðan hafi kvatt sér hljóðs í tengslum við um­ ræðuna um ESB. „Eitt stærsta vandamál þingsins er vantraust – vantraust almennings sem hef­ ur fengið nóg af innantómu pexi þingmanna. Það er alltaf stutt í málþófið og það er til skammar,“ er haft eftir honum. Karl er meðal þeirra þing­ mann sem minnst hef­ ur talað á Al­ þingi. Mótmælendur niðurlægðir n Ómar Ragnarsson er einn þeirra fjölmörgu sem hefur tjáð sig um mótmælin sem hafa ver­ ið haldin nær alla þessa viku. Hann telur að rót þeirra sé fyrst og fremst sálfræðileg. „Ég efast um að nokkur hafi búist við þessu en hygg að skýringin sé sálfræði­ leg. Eitt af því sem gerir fólk reitt er þegar því finnst undir niðri að það hafi verið haft að fíflum og verið niður­ lægt. Reiðin bein­ ist þá að þeim sem fíflaði það,“ skrif­ ar Ómar á blogg sitt. Flóamarkaður fólksins á Eiðistorgi Umsjónarmaður markaðarins segist gefa almenningi tækifæri til að selja úr geymslunni Í vetur hefur verið haldin flóamark­ aður í Eiðistorgi á Seltjarnarnesi fyrsta laugardag hvers mánaðar. Þorgeir Jóhannsson, umsjónar­ maður markaðarins, segir í sam­ tali við DV það taka tíma að venja Íslendinga á að fara á flóamarkað. „Það er áhugamannafélag um bætt mannlíf á Eiðistorgi sem bað okkur um að halda utan um flóamarkaðinn. Það hefur gengið ágætlega, þokka­ leg mæting. Það tekur smá tíma að venja fólk á flóamarkaði. Íslendingar eru ekki eins vanir þessu eins og ná­ grannaþjóðirnar,“ segir Þorgeir. Hann bendir á að þó margir Ís­ lendingar hafi vanið komu sína í Kolaportið þá sé það vart flóa­ markaður lengur. „Þetta hefur ver­ ið svolítið öðruvísi. Mörgum finnst að í Kolaportinu sé orðið of mikið af föstum verslunum. Það eru fáir básar eftir í Kolaportinu þar sem almenningur er að selja. Fólk er orðið svolítið þreytt á því þar sem megnið af básunum eru fastir bás­ ar. Það er lítið um tækifæri fyrir fólk að selja úr geymslum. Við erum að fara aftur á byrjunarreit,“ segir Þor­ geir. Hann segir kjörið tækifæri að koma á flóamarkað og upp­ lifa fortíðarþrá. „Á svona mörk­ uðum er fólk að finna það sem vantar í bollastellið sitt og gömlu hlutina sem voru til á heimilinu í gamla daga. Fólk er að kaupa hluti sem það ólst upp við og rekst aft­ ur á á flóamörkuðum,“ segir hann. Flóamarkaðurinn verður haldinn á Eiðistorgi frá klukkan 11 til 17 næstkomandi laugardag. „Smám saman er fólk fá vitneskju um þetta og stefnan er að halda þessu áfram.“ n hjalmar@dv.is Gamlar gersemar Á flóamarkaðinum á Eiðistorgi má finna allt frá sænskum Dalahest yfir í heimasíma frá níunda áratugnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.