Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Side 16
Helgarblað 4.–7. apríl 201416 Fréttir
G
unnar svaraði fyrir sig í
grein sem birtist í Frétta
blaðinu á miðvikudags
morgun og einnig á frétta
síðunni Vísi. Þar undrast
Gunnar hversu greitt aðgengi Guð
mundar St. Ragnarssonar var inn í
Kastljós og segir fréttamanninn Jó
hannes Kr. Kristjánsson fara með
getsakir á hendur sér. Jóhannes
fjallaði hins vegar aðeins um beiðni
stjórnar Krossgatna um opinbera
rannsókn á fjármálum stofnunar
innar á árunum 2008–2012. Segir
Gunnar í greininni að þetta hafi
ekki verið í fyrsta sinn sem Kastljós
hafi farið í slíka vegferð gegn sér og
vitnar þar til málsins sem varð til
þess að hann hrökklaðist frá völd
um árið 2012. Hann segir að bæði
stjórn Krossgatna og Krossins sitji
án umboðs, þar sem sú seinni hafi
verið kjörin á fundi sem fór ekki
fram samkvæmt lögum.
Safnaðarpólitík
Stefnt er að því að aðalfundur
verði haldinn nú í apríl og í sam
tali við DV segir Gunnar það aug
ljóst að þessi beiðni um rann
sókn sé hluti af „safnaðarpólitík.“
Stjórn Krossins óskaði einnig eftir
rannsókn á fjármálum safnaðar
ins í kjölfar málsins. „ Rannsóknin
mun ekki ganga það hratt fyrir sig
og verður ekki lokið áður en fund
urinn verður haldinn. Það er því
alveg ljóst í mínum huga að tíma
setningin sýnir um hvað málið
snýst,“ segir Gunnar. Hann segir
þetta vera smjörklípu, hannaða til
þess að koma höggi á sig fyrir kosn
ingar til stjórnar.
„Ég vil að fólkið sem vill starfa
og hefur áhuga á þessum málum,
að það fái brautargengi. Ég stýrði
þessu samfélagi í 30 ár og aldrei
voru deilur um þessa hluti. Núver
andi leiðtogar, þeir hafa valið að
skipta þessum öflum í fylkingar og
takast á. Það verður þá bara að taka
því,“ segir Gunnar.
Þarf ekki að hreinsa
Aðspurður hvort að rannsóknin
sé í raun ekki af hinu góða, að
hann verði þá hreinsaður af þess
um ásökunum sé þetta partur
af valdabaráttu. „Það þarf ekk
ert að hreinsa, þetta er beiðni um
rannsókn og málið þarf að hafa
sína framvindu,“ segir Gunnar.
Í greininni nefndi Gunnar þann
möguleika að fara fram á opin
bera rannsókn á stjórn Krossins,
en sagðist ekki vilja gera slíkt þar
sem það væri ekki réttur farvegur.
„Frekar vil ég hvetja það fólk til að
halda fund, koma fram með sín mál
með lýðræðislegum hætti og klára
þau. Ekki fara undan í endalaus
um flæmingi með lagaklækjum
og ósannindum. Það er ekki hægt
í svona starfi, þau þurfa að girða
sig í brók og gera það sem þeim ber
skylda til,“ segir Gunnar sem segir
þó ekki hver viðbrögð hans verða,
fari svo að hann nái ekki kjöri á
næsta fundi.
Valdabarátta
Stuðningsmenn Gunnar eru sam
mála um að málið sé komið á
slæman stað og að deilurnar hefðu
aldrei þurft að verða jafn slæm
ar og þær eru nú. Þeir eiga eiga
erfitt með að meta möguleika
Gunnars til endurkjörs á næsta að
alfundi, en segja að hann hafi haft
meirihluta á síðasta fundi áður en
upp úr sauð.
„Kannski hefur eitthvað breyst
síðan þá, ég veit það ekki. Mað
ur hefði viljað að þetta hefði far
ið fram með eðlilegum hætti, hver
svo sem niðurstaðan úr kosn
ingunni svo verður,“ segir stuðn
ingsmaður Gunnars sem vill ekki
láta nafns síns getið. „Eins og þetta
horfir við mér þá er þetta fyrst og
fremst valdabarátta sem er þarna
í gangi og henni er stýrt af Sigur
björgu. Ég lít á þetta sem aðgerð
til að koma í veg fyrir að hann eigi
sér nokkurn tíma einhverja von
um að koma þarna aftur. Hún vill
halda þessum völdum, „no matter
what.“ Henni finnst gaman að vera
forstöðukona, það held ég að sé
ástæðan,“ segir stuðningsmaður
inn þegar blaðamaður spyr hverja
hann telji vera ástæðu þess við
snúnings sem Sigurbjörg tók í af
stöðu sinni til föður síns. Hún varði
hann þegar hann var sakaður um
kynferðisbrot en talaði síðan gegn
honum þegar hún sóttist sjálf eftir
kjöri í stjórn Krossins.
„Fjölskyldan er klofin og það
er með ólíkindum að horfa á það
sem gerst hefur. Þetta útspil er
ákveðinn endapunktur og gerir að
verkum að ekki verður hægt að ná
sáttum innan fjölskyldunnar. Ég er
hissa á því að svona langt sé geng
ið,“ segir stuðningsmaðurinn.
Fundur varð að sirkus
„Það var haldinn fundur, ef fund
skyldi kalla, hann breyttist náttúr
lega í sirkus. Á þeim fundi var skýr
meirihluti fyrir því að Gunnar yrði
kosinn. Ég veit hins vegar ekki hvað
gerist á næsta fundi en við gerðum
okkur allt eins vonir um að hann yrði
kosinn þá. Sjálfur myndi ég kjósa
að hann kæmist að stjórnvelinum
þarna, hann var þar í 30 ár giftusam
lega og mér líst ekki á stöðuna eins
og hún er þarna núna,“ segir Einar
Ólafsson. Hann hefur ekki sótt nema
örfáa fundi síðan Gunnar hrökklað
ist frá völdum og segist ekki treysta
sér til að vera í því andrúmslofti sem
ríkir á safnaðarfundum. „Því miður
þá eru menn búnir að stilla sér upp
í fylkingar, það er svolítið sorglegt
og þá sérstaklega í kirkjulegu sam
hengi,“ segir Einar.
Deilurnar á sandkassaplani
Einar segir að beiðnin um rann
sóknina hafi ekki komið honum
á óvart. „Þetta er eðlilegur næsti
leikur í þessi leikriti sem við erum
að horfa á,“ segir Einar. „Ég vissi
að það kæmi eitthvað, áður en að
fundi kæmi. Á síðasta fundi gerð
ust atburðir og fólk sýndi af sér
hegðun, sem var með þeim hætti
að hægt var að búast við hverju
sem var. Ég bjóst eins við því að
húsgögn færu að fljúga á síð
asta fundi. Það set ég ekki endi
lega í samhengi við raunveruleik
ann, menn bara taka það næsta
sem þeim dettur í hug og kasta því.
Við erum á því plani, sandkassa
planinu,“ segir Einar. „Þetta er fjöl
skylduharmleikur, kristileg sápu
ópera,“ segir Einar enn fremur. n
Segja valdabaráttu
stýrt af Sigurbjörgu
Stuðningsmenn Gunnars líkja deilunum við sandkassaslag
Samtaka Jónína og Gunnar hafa staðið saman í baráttu hans fyrir forstöðumannsstólnum.
Sundruð Fjöl-
skyldan sem eitt
sinn stóð saman er
nú sundruð.
Rétt og skylt Guðmundur segir að
stjórninni hafi verið skylt að senda málið til
opinberra aðila þegar grunsemdir vöknuðu.
www.birkiaska.is
Minnistöflur
Bætir skammtímaminnið. Nýtist
fólki sem er undir álagi og fæst
við flókin verkefni. Hentar vel
fyrir eldri borgara, lesblinda og
nemendur í prófum. Dregur úr
streitu, eykur ró og bætir skap.