Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Síða 18
Helgarblað 4.–7. apríl 201418 Fréttir É g sá fólk bera þá særðu. Einn maður hafði verið skotinn í hálsinn og fólkið sem bar hann var að reyna að þrýsta á sárið til að hægja á blæðingunni. En það gekk seint og ég held að hann hafi dáið. Því þeir skutu til að drepa,“ segir Zoryan Kis, aðgerðarstjóri Am- nesty International í Úkraínu, sem staddur var hér á landi á dögunum. Zoryan var viðstaddur mótmælin og óeirðirnar í Kænugarði og varði þar tveimur nóttum. Hann segir fjölmörg mannréttindabrot hafa átt sér stað í mótmælunum en Amnesty í Úkraínu er nú í herferð gegn lögregluofbeldi. DV ræddi við Zoryan um ástandið í Úkraínu, innlimun Krímskaga og dularfullu leyniskytturnar, sem felldu fólk af miskunnarleysi á göt- um úti í byltingunni. „Tölurnar eru enn á reiki. Fólk er enn að látast. Sumir eru enn týnd- ir, 300 manns hafa týnst. Sumir eru í alvarlegu ástandi á spítölum, og því miður er fólk enn að deyja þar. En um það bil hundrað hafa látist, og þar af tuttugu lögregluþjónar,“ segir Zoryan aðspurður um mannfallið í mótmælunum. Mótmælin hófust í janúar þegar Úkraínumenn mótmæltu ákvörðun Viktors Janukóvitsj, þáverandi for- seta, að hætta við aðild að Evrópu- sambandinu. Vonuðust mótmæl- endur til þess að draga myndi úr spillingu en landið er gífurlega spillt og er gagnsæisvísitalan (e. transparency index) 26 af 100, en til samanburðar er Ísland með gagnsæis vísitöluna 78 og er spilltast allra Norðurlandanna. „Ég sá fjölmarga, af öllum stéttum, aldri og báðum kynjum, ellilífeyris- þega og nemendur. Bara fólk eins og þú sérð úti á götu dags daglega,“ seg- ir Zoryan. Mótmælunum er ekki enn lokið enda vonast fólk eftir allsherjar kerfisbreytingu, en ekki bara manna- breytingum í ríkisstjórn eins og nú hafa orðið. Ljóðskáld fyrsta fórnarlambið Í fyrstu voru mótmælin friðsæl en mannfallið hófst 22. janúar. „Sá fyrsti sem lét lífið hét Serhii Nihoian. For- eldrar hans voru frá Armeníu. Hann var á þrítugsaldri og hann var skot- inn á Maidan-torgi af stuttu færi. Það er enn ekki vitað hver myrti hann eða hvers vegna. Hann var skeggjaður og var þannig klæddur að lögreglan hefur að öllum líkindum talið hann einhvers konar öfgamann. En hann var það ekki. Hann var ljóðskáld. Og leikari; hann ætlaði að gerast leik- ari,“ segir Zoryan, en Serhii var skot- inn þrisvar; í höfuð, háls og bringu á Hrushevskyi-götu. Síðan hófst mannfallið fyrir alvöru 20. febrúar, en Zoryan varði tveimur nóttum fyrir það á torginu. Líkt og greint hefur verið frá skutu óþekktir vígamenn fólk á færi í mót- mælunum, og enn er verið að rann- saka hverjir þeir voru. „Annar var myrtur var í febrúar. Hann var 17 ára. Hann var nýkominn og aðeins bú- inn að vera í nokkrar klukkustundir á Maidan-torgi, þar var hann skotinn. Hann var klæddur í hversdagslegan fatnað og hann leit ekkert hættulega út. Það var bara tilviljun að hann var myrtur,“ segir Zoryan. Tóku fyrir venjulegt fólk Zoryan segir að leyniskytturnar hafi fyrst og fremst fellt venjulegt fólk. „Flest þeirra sem voru myrtir eða særðust alvarlega voru friðsamir mótmælendur, sem stóðu bara úti á götu klæddir í hversdagsfatnað. Þau bjuggust ekki við því að verða skot- in.“ Vígamenn á meðal mótmæl- enda – en að sögn Zoryans voru um 95 prósent friðsamir mótmælendur – vissu hvernig þeir ættu að forðast leyniskytturnar. „Það voru augljóslega sumir sem tóku þátt í ofbeldinu, sem voru að kasta steinum og eldsprengjum. Og vopnvæddust síðar í mótmælunum. En flestir þeirra voru vel undirbún- ir og voru ekki skotnir, létust ekki, því þeir vissu hvernig ætti að bera sig að í þessum aðstæðum. Sumir þeirra eru reyndir vígamenn úr stríð- inu í Afganistan, eða höfðu tekið þátt í öðrum vopnuðum átökum,“ segir Zoryan. Alríkislögreglan aðstoðar „Það er enn ekki vitað hverjir þeir eru, það er verið að rannsaka það en við höfum engar upplýsingar um það,“ segir Zoryan um leyniskytturn- ar. „Við vitum að fólk var drepið af báðum aðilum, tuttugu lögreglu- þjónar létust á meðan á mótmæl- unum stóð og sumir þeirra voru skotnir af leyniskyttum. Um hund- rað mótmælendur dóu, margir voru með skotsár á hálsi og á vinstra auga, sem bendir til þess að leyniskytturn- ar hafi verið þjálfaðar og að þær hafi skotið til að drepa,“ segir Zoryan sem kveðst vongóður um að málið verði rannsakað í þaula. „Okkur var sagt í fyrstu að verið væri rannsaka þetta, að þetta væri forgangsatriði. Við höfum hitt sak- sóknara sem fullvissa okkur um að rannsókn sé í fullum gangi. Alríkis- lögregla Bandaríkjanna er að hjálpa til við rannsóknina, því úkraínsk yfir- völd geta augljóslega ekki rannsak- að svona glæpi,“ segir Zoryan. Am- nesty þrýstir á málið: „Við köllum eftir hraðri og skilvirkri rannsókn. Nú lítur út fyrir að þetta sé ekki for- gangsatriði hjá ríkisstjórninni leng- ur. Stjórnvöld virðast beina sjónum sínum frá rannsókninni og að öðrum málum. Það eru vafalaust mikilvæg mál, en það er ekki afsökun fyrir því að gleyma rannsókninni.“ Þjóðrembingur og útlendingahatur í stjórninni Aðspurður um þær áhyggjur að nýja ríkisstjórnin, sem saman stend- ur meðal annars af öfga-hægriöfl- um, hafi staðið að baki leyniskyttun- um, segir Zoryan að það sé vissulega áhyggjuefni. Nýverið var lekið sím- tali Catherine Ashton, ráðherra ut- anríkismála hjá Evrópusambandinu, við Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, á netið. Í því samtali lýsti Paet áhyggjum sínum af því að leyni- skytturnar hafi verið úr hópum tengdum ríkisstjórninni og kallaði eftir því að ESB tæki þátt í rannsókn málsins. Þá var öðru símtali nýlega lekið á netið, en þar talaði meðal annars Yulia Tymoshenko, forsetafram- bjóðandi og fyrrverandi forsætisráð- herra, en hún lýsti þar yfir gremju sinni vegna innlimunar Rússa á Krímskaga og sagði að réttast væri að drepa Rússa í Úkraínu. Hún hefur talað fyrir sterkum her opinberlega og fyrir því að beita Rússa hervaldi. Prófsteinn fyrir stjórnina „Það eru sumir í nýju ríkisstjórninni, eða hafa áhrif í nýju stjórninni, sem hafa átt til að vanvirða mann- réttindi. Þeir hafa staðið fyrir þjóð- erniskenndum staðhæfingum, talað fyrir útlendingaandúð og gyðinga- hatri. En þetta er einfaldlega próf- raun fyrir ríkisstjórnina, hvort hún geti rannsakað þessi morð með þetta fólk innanborðs, hvort henni takist að standa vörð um mannréttindi og skyldur sínar,“ segir Zoryan. Nefnir Zoryan annað atriði sem vakti athygli, en það var þegar þingmaður öfga-hægriflokksins Svoboda, sem er í ríkisstjórninni, réðst á forstjóra ríkissjónvarpsins í Úkraínu, fyrir að sjónvarpa frá Rúss- landi. „Það er kaldhæðnislegt að sá sem mest hafði sig í frammi þar er þingmaður sem á sæti í þingnefnd um tjáningarfrelsi,“ segir Zoryan en myndbandi var lekið á netið þar sem þingmaðurinn sést taka harkalega á forstjóranum. „Það sést vel á mynd- bandinu að hann var að berja hann, misþyrma honum, en hann talaði einnig á niðrandi hátt um uppruna hans, vegna þess að eftirnafn hans er rússneskt.“ Segir hann að viðbrögð ríkis- stjórnarinnar hafi vakið von. „Þetta er auðvitað ólíðandi. En viðbrögð ríkisstjórnarinnar voru rétt og for- sætisráðherrann fordæmdi strax þessa árás. Og saksóknarinn, sem er úr sama flokki og árásarmennirnir, ýtti strax úr vör sakamálarannsókn á málinu.“ Sorgarsögur frá báðum hliðum Zoryan og félagar hans í Amnesty hafa einnig rætt við lögregluþjóna sem særðust í átökunum og segir hann að þar fyrirfinnist einnig fórn- arlömb. Einn þeirra, aðeins átján ára, særðist að kvöldi 20. febrúar og var Zoryan þá hinum megin við götuvirki sem reist hafði verið á Mai- dan-torgi. „Ég hafði samúð með honum því hann var ekki í bestu aðstöðu sjálfur. Hann er átján ára og starfar í vara- liðinu, sem er eiginlega bara her. Það er eins árs herskylda í þessu vara- liði en þetta er tæknilega séð ekki her – því her má ekki beita gegn eig- in þegnum, heldur heyrir það undir innanríkisráðuneytið. Svo að ríkis- stjórnin geti notað það gegn eigin þegnum. En hann byrjaði í nóv- ember. Hann fékk þjálfun í innan við mánuð – fékk vikuþjálfun með óeirðaskjöld – og síðan var hann sendur út á götu.“ Átján ára og lítið þjálfaður Umræddur lögreglumaður festist á milli götuvirkis sem mótmælendur höfðu reist og ógnarstórs báls, sem brann á torginu. „Hann sagði okkur að það kvöld hafi hann verið á milli eldveggjarins og götuvirkisins, og honum hafði einfaldlega verið skip- að að hlaupa inn á torgið og hreinsa það af mótmælendum; að sjá til þess að það væri ekki sála þar eft- ir. Þegar hann komst yfir götuvirkið, og stóð frammi fyrir eldveggnum, þá sá hann engan annan lögregluþjón. Hann var aleinn, og hann reyndi að fela sig í nærliggjandi byggingu. En á leiðinni þangað var hann skotinn í fótinn. Honum tókst að sleppa frá torginu með því að skríða í burtu. Þetta var því ekki einungis erfitt fyrir mótmælendurna heldur einnig fjöl- marga lögregluþjóna, þá sem voru ekki að beita ofbeldi, en voru neydd- ir til að fylgja skipunum.“ Áhyggjur af Krímskaga „Við höfum miklar áhyggjur af því sem er í gangi á Krímskaga. Við höf- um enga afstöðu gagnvart innlim- un Krímskaga eða notkun hervalds, en við höfum auðvitað áhyggjur af mannréttindum á Krímskaga. Til dæmis var mörgum rænt þar, sum- ir voru pyntaðir. Fréttamenn og að- gerðasinnar fá ekki að sinna störf- um sínum þar, þeir eru ofsóttir af svokölluðum Sjálfsvarnarsamtökum Krímskaga,“ segir Zoryan, en sam- tökin eru samansafn sjálfskipaðra hermanna, sem berjast gegn Úkra- ínu fyrir Rússland og vilja að Krím- skagi tilheyri Rússlandi. „Flestir fréttamenn sem hafa ver- ið ofsóttir vinna á óháðum frétta- miðlum á Krímskaga. Það er okkur mikið áhyggjuefni,“ segir Zoryan. „Margir á Krímskaga halda að þeir séu nú komnir heim, og að framtíð þeirra sé nú björt, en raunar eru þeir „Hann var ljóðskáld Símon Örn Reynisson simon@dv.is Fyrsta fórnarlambið Serhii Nihoian, 20 ára ljóðskáld, var fyrsta fórnarlambið. Enginn veit hvers vegna hann var drepinn en hann var skotinn þrisvar af stuttu færi. „Bjuggust ekki við n Leyniskytturnar í Kænugarði tóku fyrir venjulegt fólk n Skutu til að drepa Aðgerðastjóri í Úkraínu Zoryan Kis var viðstaddur mótmælin í Úkraínu og stjórnar aðgerðum Amnesty þar, en helsta baráttan um þessar mundir er gegn lögregluofbeldi, sem er gífurlega algengt í Úkraínu. Mynd SigTRygguR ARi því að verða skotin“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.