Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Qupperneq 24
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 24 Umræða Helgarblað 4.–7. apríl 2014 Þeir þurfa að leggja sig meira fram ef lausn á deilunni á að finnast Eina heimsmetið sem hér kemur við sögu er heimsmet í óábyrgum kosningaloforðum Föst í fjötrum Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður samninganefndar framhaldsskólakennara. – Vísir Steingrímur J. Sigfússon gagnrýndi kosningaloforð stjórnarflokkanna. – mbl.is S tundum er ég alveg að kafna,“ sagði Ingibjörg Magnúsdóttir um veikindi eiginmannsins, Sveins Isebarn, þegar þau hjón­ in ræddu opinskátt um aðstæður sín­ ar og sorgina sem fylgir sjúkdómn­ um. Sjúkdómi sem veldur því að Sveinn hverfur smám saman frá fjöl­ skyldunni. Hann er með heilabilun en býr heima þar sem hún annast hann. Ástæðan fyrir þessari opinberun var vonin um aukna þekkingu, auk­ inn skilning og stuðning. Að talað verði um aðstæður þeirra og annarra í þessari sömu stöðu, svo eitthvað verði að gert. „Þetta er sjúkdómur sem sjaldan er talað um,“ útskýrði Ingi­ björg. Heilabilun er lævís, óvæginn og grimmur sjúkdómur sem leggst á fólk allt frá 45 ára aldri. Birtingarmynd­ irnar eru margar og mismunandi, en smám saman tapar sá veiki minninu, orðunum og sjálfum sér. Færni hans til að takast á við verkefni lífsins hverf­ ur og hann verður öðrum háður. Víða um land býr fólk með heilabil­ un inni á heimilum þar sem makar eða aðrir nákomnir aðstandendur, oftast dætur eða tengdadætur, ann­ ast það daga og nætur. Sjúkdómurinn tekur yfir allt, draumar og væntingar verða að engu og það sem áður þótti sjálfsagt verður fjarlægur veruleiki. Einangrun, streita, kvíði, vanmátt­ arkennd og vonleysi sækja að þeim sem sinna umönnun ástvina sam­ hliða sorg og söknuði eftir því sem áður var og því sem aldrei varð. Sum­ ir finna fyrir skömm og þora ekki að viðurkenna vanmátt sinn þegar álagið verður of mikið og ábyrgðin óbærileg. Í verstu tilfellum getur langvarandi sorg og vanmáttur leitt til þunglyndis ef ekkert er að gert. Unnur Einarsdóttir lýsti því hvern­ ig henni varð við þegar eiginmaður hennar greindist með Alzheimer aðeins 51 árs. „Fyrst eftir að hann greindist leið mér eins og það væri fjallgarður fyrir framan mig og ég væri í algjöru myrkri. Ég sá ekkert, vissi ekki í hvaða átt ég ætti að fara, eða hvað væri að gerast.“ Fleiri eru í sömu stöðu og þær Unnur og Ingibjörg, þótt ekki sé vit­ að fyrir víst hversu margir þeir eru, því upplýsingar um það eru hvergi teknar saman hér á landi. Ekki frekar en upp­ lýsingar um hversu margir eru veikir af heilabilun. Reyndar virðist stefnuleysi stjórn­ valda algjört í málefnum heilabil­ aðra. Þessi málaflokkur er í algjörum ólestri. Aðsóknin á minnismóttök­ una á Landakoti er meiri en ráð­ ið verður við. Margra mánaða bið er eftir skoðun, rannsóknum og loks greiningu. Þessi bið er þungbær þeim sem bíða milli vonar og ótta og vita ekki hvað verður. Þá er hún ekkert skárri, biðin eftir sérhæfðri dagvistun fyrir heilabilaða, sem getur tekið hátt í ár. Á meðan er sá sjúki inni á heimilinu allan daginn alla daga, stundum aleinn, einmana og óöruggur, eins og Sveinn lýsti því í viðtali við DV, og með tilheyrandi álagi á þá sem annast hann. Þeir sem geta ekki lengur verið heima hjá sér fara á hjúkrunarheim­ ili. Þar er fjárþörfin er öskrandi, eins og dæmin sýna. Fyrr í vikunni birti landlæknisembættið úttekt á Sól­ vangi. Fram kom að notkun sterkra geðlyfja, róandi lyfja og svefnlyfja er meiri en mælt er með. Sama gild­ ir um notkun líkamsfjötra, meira en fimmtán prósent heilabilaðra vist­ manna eru fjötruð daglega að jafn­ aði. Það er ekki ástæða til að ætla að ástandið sé betra eða verra á Sólvangi en annars staðar. Starfsfólk gerir sitt besta við erfiðar aðstæður. Ástandið er fyrst og fremst afleiðing fjársvelt­ is og manneklu. Vegna niðurskurðar hefur stöðugildum fækkað verulega frá árinu 2011, þar til þeir sem eft­ ir stóðu voru orðnir of fáir til að geta tryggt öryggi þjónustunnar. Það er ekki hægt að ætla fólki að vinna við þessar aðstæður, enda er hjúkrunar­ deildarstjórinn hættur og farinn. Fyrirséð er að vandinn vaxi á kom­ andi árum. Talað er um heilabilun sem heimsfaraldur. Engin lækning er til við sjúkdómnum, engin leið er að stemma stigu við honum og enginn veit hver veikist næst. Á fjögurra sek­ úndna fresti greinist einhver. Nú eru 44 milljónir með heilabilun en með hækkandi lífaldri og betri lífsskilyrð­ um fer heilabiluðum fjölgandi. Árið 2030 verða þeir orðnir 66,7 milljónir og 115,5 árið 2050. Fleiri festast í þeirri stöðu að bera sjúkdóminn á herðum sér, ein­ ir og óstuddir að hjúkra hinum sjúka heima, ef ekkert verður að gert. Stjórn­ völd þurfa að marka sér stefnu í þess­ um efnum, það þarf að stytta biðina eftir hjálpinni, fjölga úrræðum og veita aðstandendum sem og hinum sjúka mun meiri stuðning en nú er gert. Um leið þurfa stjórnvöld að tryggja að aðstæður á hjúkrunarheimilum séu eins og best verður á kosið. Stjórn­ völd þurfa að svara því hvort það sé réttlætanlegt að álag á starfsfólk sé svo mikið að það hafi ekki tíma til að sinna félagslegum þörfum fólks. Og að suma daga komast ekki allir fram úr rúm­ inu vegna þess að það er undirmann­ að á vaktinni. Ef ekki, þá þarf að veita meira fé til þessara stofnana. n Aftur í Kastljós Fréttamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson sneri aftur í Kast­ ljós af miklum krafti þegar hann skúbbaði því að Gunnar Þor- steinsson, kenndur við Krossinn, hefði verið kærður til sérstaks saksóknara vegna fjármála sem tengjast Krossgötum. Jóhann­ es mun þó ekki hafa fengið starf sitt aftur heldur vinnur hann sem verktaki efni fyrir Kastljósið. Nú bíða menn þess spenntir að sjá hvort hann verði endurráðinn. Æfir út í Vilhjálm Innan Framsóknar eru menn æfir út í Vilhjálm Bjarnason, þing­ mann Sjálfstæðisflokksins, sem virðist vera harð­ asti gagnrýnandi sem fyrirfinnst á skuldalækk­ unartillögur Sig- mundar Davíðs og segir hverjum sem heyra vill að keisarinn sé í engum fötum. Þykir þeim hann mun harðskeyttari en forystumenn stjórnarandstöðunn­ ar samanlagt. Vilhjálmur segir við alla fjölmiðla sem við hann tala að tillögurnar bjargi engum skuldara sem er í vanda, láti fjölda manns sem þurfi ekkert á aðstoð að halda fá milljónir, og að verðbólguáhrifin af aðgerðunum séu vanmetin. Framsóknarmenn gnísta tönn­ um og vilja að forysta Sjálfstæðis­ flokksins þaggi niður í Vilhjálmi. Ástþór styður Ólaf Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur verið gagnrýndur harka­ lega fyrir meint dekur við Rússa. Pawel Bartoszek stærðfræðing­ ur tók forset­ ann til bæna á Sprengisandi á sunnudag, og sagði að hann skuldaði skýringar á því að hafa kom­ ið í veg fyrir gagn­ rýni á framferði Rússa í Úkraínu þegar hann setti ofan í við norsk­ an aðstoðarráðherra sem gagn­ rýndi Pútín. Pawel gagnrýndi Ólaf Ragnar líka fyrir að hafa farið á Ólympíuleikana í Sotchi án þess að vilja taka upp mannréttinda­ brot Rússa. Í kommentakerfi við frétt um ummæli Pawels birt­ ist flestum að óvörum Ástþór Magnús son, gamall andstæðingur Ólafs Ragnars, og varði forsetann af mikilli hörku. Pútín virðist því hafa unnið það þrekvirki að koma á sáttum milli Ástþórs og Ólafs. Martröð Róberts Þingmaðurinn Róbert Marshall er á batavegi eftir að hafa lent í mikl­ um lífsháska þegar hann hrapaði um átta metra við Hlöðufell á vél­ sleða sínum. Þykir ganga kraftaverki næst að hann lifði af þegar sleðinn lenti ofan á hon­ um. Viðtal var við Róbert í Kastljósi Ríkissjón­ varpsins þar sem hann lýsti þeirri martröð sem hann gekk í gegn­ um. Endurhæfing hans mun taka marga mánuði. Stjórnin klúðraði ESB R íkisstjórninni varð illilega á í messunni, þegar hún flutti tillögu á Alþingi um að aft­ urkalla aðildarumsókn Ís­ lands að ESB. Síðan það gerðist hefur fylgið hrunið af stjórnar­ flokkunum, 52 þúsund landsmanna hafa skrifað undir mótmæli gegn til­ lögunni og skoðanakannanir sýna, að um 80% landsmanna vilja fá þjóðar­ atkvæðagreiðslu um það, hvort halda eigi viðræðum við ESB áfram eða ekki. Hvers vegna snerist þetta mál svona í höndunum á ríkisstjórninni? Jú, það er vegna þess, að allir ráð­ herrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu því fyrir kosningar, að það yrði lagt í dóm þjóðarinnar, í þjóðaratkvæði, hvort halda ætti viðræðum við ESB áfram eða ekki. Framsókn lýsti þessu sama yfir og Sigmundur Davíð Gunnlaugs­ son forsætisráðherra sagði við mynd­ un ríkisstjórnarinnar á Laugarvatni, að þjóðaratkvæðagreiðsla mundi fara fram um framhald aðildarviðræðna. Um leið og ríkisstjórnin lagði fram þingsályktunartillögu um að aftur­ kalla aðildarumsókn að ESB og slíta viðræðum var það yfirlýsing um svik á kosningaloforðunum um að þjóðin fengi að greiða atkvæði um málið. Bjarni Benediktsson fjármálaráð­ herra er kominn í mikil vandræði út af þessu máli. Hann hefur nú gripið til þess ráðs að segja, að þegar búið sé að samþykkja þingsályktun á Al­ þingi um slit viðræðna megi leggja þá niðurstöðu í dóm þjóðarinnar til staðfestingar! Það er ekki það sama og lofað var fyrir kosningar. Því var lofað, að það yrði borið undir þjóðina hvort slíta ætti viðræðum aða halda þeim áfram. Við það verður ríkisstjórnin að standa. Unga fólkið vill halda dyrum opnum Ljóst er að þjóðin er mjög viðkvæm í þessu máli. Hún vill ekki láta ljúga að sér. Hún vill ekki láta loka fyrir sér neinum dyrum. Ef viðræðum við ESB er slitið nú, getur það tekið 15–20 ár að koma þeim í gang aftur, ef ný ríkis­ stjórn vill gera það. Unga fólkið á Ís­ landi er vel menntað. Það veit, að úti í Evrópu eru ýmis tækifæri. Það hef­ ur ekki gert upp hug sinn um það, hvort það vilji ganga í ESB en það vill, að dyrnar verði áfram opnar og eng­ um dyrum lokað. Þetta er skynsam­ leg afstaða. Og það er ekkert sem kallar á slit viðræðna. Það má ein­ faldlega gera hlé á viðræðunum án þess, að aðildarumsókn sé afturköll­ uð. Bæði fulltrúi stækkunarstjóra ESB og sendiherra ESB á Íslandi hafa sagt, að Ísland geti tekið sér góðan tíma í þessu efni. Afnám hafta og nýr gjaldmiðill skipta miklu Enda þótt svik á kosningaloforðun­ um snúist ekki um það, hvort Ísland vilji ganga í ESB heldur um það, hvort halda eigi aðildarviðræðum áfram reynir ríkisstjórnin alltaf að láta mál­ ið snúast um inngöngu í ESB. Og að sjálfsögðu blandast þessi mál saman í umræðunni. Mín afstaða varðandi hugsanlega aðild að ESB er skýr. Ég vil ganga í ESB, ef við fáum nægilega hagstæðan samning um sjávarútvegsmál annars ekki. Ég er nokkuð bjartsýnn á, að það takist. Ísland mun fara fram á, að landið og fiskimiðin í kringum Ís­ land verði samþykkt af ESB sem sér­ stakt sjálfstjórnarsvæði Íslands í sjáv­ arútvegsmálum. Fáist það samþykkt munum við halda fullum yfirráðum yfir fiskveiðiauðlindinni. Góðar líkur eru á, að þessi krafa okkar nái fram að ganga, einkum vegna þess að Íslendingar eru eina þjóðin sem hefur veiðireynslu við Ísland síðustu áratugina. ESB læt­ ur veiðireynslu ráða. En önnur mál skipta einnig miklu máli fyrir Ísland í sambandi við ESB svo sem gjaldmið­ illinn og gjaldeyrishöftin. Ef Ísland heldur viðræðum áfram við ESB, þ.e. verður áfram umsóknarríki, eru góð­ ar líkur á því, að ESB eða Evrópski seðlabankinn mundu aðstoða Ís­ land við að afnema gjaldeyrishöft­ in. Afnám haftanna er gífurlega mik­ ið hagsmunamál fyrir Ísland og því skiptir það mjög miklu máli að fá að­ stoð við afnám þeirra. Gjaldmiðilsmálin skipta einnig miklu máli fyrir Íslendinga. Krónan er ónýt og við getum ekki haldið henni áfram. Við verðum að taka upp nýja mynt. Evran kemur þar helst til greina. En það tekur langan tíma að fá evru. Á meðan gætum við, ef aðildar­ viðræður halda áfram, fengið aðstoð evrópska seðlabankans við að tengja krónuna við evru. Það eru með öðr­ um orðum miklir hagsmunir tengd­ ir því fyrir okkur að vera áfram um­ sóknarríki að ESB. Í því felst engin skuldbinding um það, að Ísland ætli að gerast aðili að ESB. Það ræðst af endanlegum aðildarsamningi og úr­ skurði þjóðarinnar í þjóðaratkvæða­ greiðslu. n Björgvin Guðmundsson form. kjaranefndar Félags eldri borgara Aðsent „Ég vil ganga í ESB, ef við fáum nægilega hagstæðan samning um sjávarút- vegsmál annars ekki. Hjálpast að Hjónin Ingibjörg og Sveinn ræddu opinskátt um veikindi hans til að rjúfa þögnina um heilabilun. Hann býr enn heima þar sem hún annast hann. MynD SiGtRyGGUR ARi ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Leiðari „Engin lækning er til við sjúkdómn- um, engin leið er að stemma stigu við honum og enginn veit hver veik- ist næst.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.