Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 28
Helgarblað 4.–7. apríl 201428 Fólk Viðtal Árni Páll Árnason stóð í ströngu sem ráðherra á örlagatímum. Hann sat í embætti í tæpa 1.000 daga áður en hann var settur af en notaði tímann eins og hann gat til þess að taka upp ný vinnubrögð í ráðuneyti sínu og vildi takmarka völd ráðherra. Annað blasir við hjá nýrri ríkisstjórn, þar sem ráðherrar taka upp úrelt vinnubrögð og hafa ekkert samráð. Hann lýsir andrúmslofti valdhroka og svikum stjórnarflokkanna og þörfinni fyrir ný vinnu- brögð félagslegs lýðræðis. Árni Páll lítur um öxl með Kristjönu Guðbrandsdóttur og segir einnig frá föðurhlutverkinu sem hann axlaði aðeins sautján ára, ástinni í lífi sínu sem er hans mesta gæfa, afahlutverkinu og áföllum og sorgum eftir hrun. H ann hefur haft brennandi áhuga á pólitík frá barn- æsku. Snemma var ferill- inn markaður því aðeins tíu ára stóð hann í metnað- arfullri útgáfu ásamt bekkjarfélög- um sínum í Kársnesskóla í Kópa- vogi. Hann var alvörugefið barn sem hafði óvenjulegan áhuga á þjóðfélagsmálum. Meðan aðrir fé- lagar hans léku sér í barnaleikjum hafði Árni Páll áhyggjur af her á Ís- landi, kúgun svartra í Suður- Afríku og umhverfis- og mengunarmálum. Alvaran átti eftir að fylgja honum inn í fullorðinsárin og barnungur tókst hann á við eitt stærsta hlut- verk lífsins, foreldrahlutverkið. Hann varð faðir aðeins sautján ára að aldri. Hann er enn fremur alvörugef- inn. Líf hans snýst enn að mestu leyti um hans aðalhugðarefni, stjórnmál, þótt hann verði sífellt færari í þeirri list að sinna einka- lífinu og sjálfum sér eftir því sem árin færast yfir. Eins og margir aðr- ir Íslendingar lærði hann að greina hismið frá kjarnanum í kreppunni. Blaðamaður mælir sér mót við Árna Pál á skrifstofu hans við Austur stræti. Hann er nýkominn af þingi þar sem rætt var frumvarp um lækkun gjaldskrár. Árni Páll gagnrýndi meirihlutann harkalega þegar hann hækkaði gjaldskrárn- ar um áramótin þegar sveitarfélög- in fóru á undan með góðu fordæmi, Reykjavíkurborg ákvað að frysta gjaldskrár og mörg önnur sveitar- félög ákváðu að gera hið sama. Sigur excel-skjalsins „Þá voru þeir ekki tilbúnir. Svo núna þegar sveitarfélögin, aðilar vinnu- markaðarins og verkalýðsfélög hafa náð að halda aftur af verðbólgunni þá koma þeir og eru tilbúnir að elta. Þeir leiða aldrei heldur elta. Allt venjulegt fólk hagnast á að ná verð- bólgu niður og ríkið ætti að leiða baráttuna. Ríkið græðir aldrei á verðbólgu nema á pappírnum. Það er sigur excel-skjalsins yfir skyn- seminni að halda annað.“ Svik og ósamstaða á þingi Árni Páll segir andrúmsloftið á þingi afar sérstakt. Það einkennist af ófriði og ósamstöðu meirihlutans. „Ríkisstjórnin skellti inn þessari þingsályktunartillögu um afturköll- un aðildarumsóknar að ESB og rauf friðinn. Það vissi enginn hvaðan á sig stóð veðrið. Það var ekkert sem hafði gerst sem kallaði á tillöguna og þetta voru svo augljós svik við fyrri orð stjórnarflokkanna að enginn getur treyst þessum flokk- um eftir þetta. Það er greinilegt að það er tog- streita innan stjórnarflokkanna vegna þessa. Stjórnarþingmenn eru núna farnir að stíga fram og segja þetta hafa verið mistök. Þeir gengu ekki bara fram af stjórnar- andstöðunni heldur líka eigin þingflokkum. Og svo sjáum við náttúrlega úti í samfélaginu hver viðbrögðin eru, harðir sjálfstæðis- menn, vinir mínir, eiga ekki orð af hneykslun yfir framgöngu eigin þingmanna. Hver á að kjósa flokka sem svíkja hiklaust gefin loforð?“ Flokkarnir fangar öfgaafla Hann heldur áfram að lýsa fram- göngu meirihlutans og segir þing- störfin verða eins og fáránleikaleik- hús. „Þeir leggja fram tillöguna og hún er ekki þingtæk. Þeir vilja ekki hlusta á umræður um eigin skýrslu. Það má spyrja sig af hverju þeir eyddu almannafé, milljónum, í að láta gera hana. Þetta er svo ótrúleg ósvífni. Þingstörfin verða eins og fáránleikaleikhús,“ segir Árni Páll. „Nú bíðum við skýrslu Alþjóða- málastofnunar Háskólans sem að- ilar vinnumarkaðarins báðu um. Þá mun reyna á vilja stjórnarflokk- anna til að efna loforðin um að þjóðin fái að kjósa um framhald að- ildarviðræðna.“ Honum sýnist Sjálfstæðisflokk- urinn hafi glatað einstöku tæki- færi til þess að skapa víðtæka sátt á grundvelli loforða sinna um þjóðar- atkvæði um framhald aðildarvið- ræðna. „Allir flokkar hefðu þurft að fallast á að efna loforð Sjálfstæðis- flokksins. Í staðinn erum við kom- in í þá stöðu að pína Sjálfstæðis- flokkinn til að efna sín eigin loforð. Ég held að flokkarnir séu fangar öfgaafla sem vilja, sama hvað það kostar, loka þessum möguleika og koma í veg fyrir að þjóðin sjái nokkurn tíma samning. Þeir óttast að samningur geti orðið of góður. Þeir eru búnir að segja okkur trölla- sögur um alla mögulega og ómögu- lega ókosti þess að ganga í Evrópu- sambandið. Síðan hefur verið að molna undan þeim sögum. Það er ekki langt síðan því var haldið að fólki að það yrði einhver Evrópuher sem Íslendingar þyrftu að ganga í. Skýrsla hagfræðistofnunar hrekur það til dæmis að nokkuð sé að ótt- ast í landbúnaði. Sá hræðslu áróður er fallinn um sjálfan sig í skýrslu sem ríkisstjórn bað sjálf um.“ Grýlur ESB-andstæðinga En hverjar eru grýlurnar sem haldið er að fólki? Árni segir stærstu grýlun- um veifað þegar kemur að landbún- aði, sjávarútvegi og samningastöðu Íslendinga. Á sama tíma sé ekki rætt um mikilvæga hagsmuni. „Við gætum verið að vinna og flytja út landbúnaðarvörur í meira mæli. Það er verið að vinna skyr í Sví- þjóð því að við getum ekki flutt út skyr héðan til Evrópu. Af hverju má fólk í Búðardal og á Selfossi eða Akureyri ekki vinna við að búa til landbún- aðarvörur til útflutnings? Af hverju mega ekki íslenskir mjólkurbænd- ur auka framleiðslu sína? Við gætum verið að gera þetta svo vel hér heima en fáum ekki tækifærin til þess. Svo er það hræðsluáróðurinn um herinn, að engar sérlausnir fá- ist í samningum. Samt hefur fjöldi landa fengið sérlausnir.“ Hann seg- ir þá niðurstöðu skýrsluhöfunda að það muni reynast Íslendingum erfitt að fá sérlausnir engu skipta. „Hafa menn einhvern tímann hætt við eitthvað af því það er erfitt þegar það þarf að berjast fyrir Ísland og ís- lenska hagsmuni? Það var erfitt að vinna Icesave-málið, það var ekkert einfalt. Milliríkjasamningar verða aldrei auðveldir. Öll ríki þurfa að rökstyðja eigin kröfur og berjast fyrir góðri niðurstöðu.“ Sjávarútvegur nýtur einstæðrar aðstöðu Þorsteinn Pálsson orðaði þetta svo vel á Iðnþingi um daginn þegar hann sagði að það gæti enginn haft langtímahagsmuni af því að halda öðrum niðri. Sjávarútvegur- inn nýtur einstakra aðstæðna í dag vegna EES-samningsins og vegna þess að hann getur greitt laun tengd erlendum gjaldmiðli. Hann býr því ekki við tjónið af krónunni, eins og aðrar atvinnugreinar. Af hverju mega ekki aðrar greinar njóta hins sama. Af hverju mega aðrar grein- ar ekki njóta fulls og óhindraðs að- gangs fyrir mikilvægustu afurðir sínar? Og þess að geta greitt laun í stöðugum óháðum gjaldmiðli og verið óháðir íslensku krónunni? Það geta aldrei verið réttmætir hagsmunir sjávarútvegsins að halda niðri hagsmunum annarra.“ Launin hafa rýrnað viðstöðulaust frá 1920 Árni Páll ræðir um aðbúnað ís- lensks launafólks og þá staðreynd að allt síðan 1920, þegar íslensku krónunni var kippt úr sambandi við gullfótinn og dönsku krónuna, höf- um við búið við tvískiptan gjald- miðil. Þar sem kjarasamningar skipta litlu þegar forsendur þeirra bresta í næsta gengisfalli. Baráttan fyrir alvöru gjaldmiðli finnst Árna Páli stærsta efnahagsmál framtíðar. „Við megum ekki gleyma því að baráttan um breyttan gjaldmiðil snýst fyrst og fremst um að búa til vel launuð störf. Við þurfum á því að halda að greinarnar sem geta borgað hæstu launin fjölgi störf- um og þær flytji ekki úr landi. Fólk- ið í landinu þarf líka að njóta þeirra borgararéttinda að fá greitt í gjald- gengum peningum og að það sé ekki hægt að taka af þeim launin. Fyrsta grundvallarkrafa íslensk verkafólks var sú að fá greitt í gjald- gengum peningum í lok nítjándu aldar. Það fékkst í gegn 1901. Þá var íslensk króna tengd danskri krónu sem var aftur tengd gulli. Þannig að á þeim tíma fékk íslenskt launa- fólk laun í gjaldmiðli sem ekki var hægt að fella. Frá 1920 þegar íslensk króna varð til hafa laun verkafólks rýrnað viðstöðulaust. Ein dönsk króna jafngildir 2.000 gömlum ís- lenskum krónum í dag. Gleymum ekki að við tókum tvö núll aftan af krónunni vegna verðmætarýrn- unarinnar. Við erum eina þjóðin í Kynntist bestu konunni Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is „Ég varð faðir mjög ungur, aðeins sautján ára gamall. „Þingstörfin eins og fáránleikaleikhús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.