Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Qupperneq 30
Helgarblað 4.–7. apríl 201430 Fólk Viðtal opið og fordómalaust. Ég varð snemma alþjóðasinni og áhuga­ samur um mannréttindi, en ég var hvattur til að rökræða og skilja sjón­ armið annarra. Það hefur alltaf fylgt mér. Ég hef alltaf haft ímugust á ein­ sýni. Þegar menn sjá bara eina af­ stöðu og taka engum rökum sem þeir nota svo til að berja mótað­ ilann með, frekar en að reyna að finna meginlínurnar sem sameina okkur. Enn þann dag í dag finnst mér skemmtilegast af öllu að sann­ færast og skipta um skoðun. Ég næri meðvitað efa minn og leita sífellt eftir rökum sem grafa undan þeirri afstöðu sem ég hef mótað.“ Einn fárra drengja í kór Árni Páll segist hafa tekið hóflegan þátt í íþróttum sem barn þótt nú á seinni árum hafi hann náð að hlaupa maraþon og hafi stundað hestamennsku. Hann var hins vegar einn fárra drengja sem stund­ aði kórstarf og þakkaði fyrir sig á dögunum þegar gamli kórstjórinn hans, Þórunn Björnsdóttir, átti sex­ tugsafmæli. „Ég tók þátt um daginn í fallegri uppákomu og söng fyrir hana. Við vorum fjölmargir fyrrverandi nem­ endur sem komum saman og sung­ um henni til heiðurs. Einn kórfélagi gantaðist þá með það að hún bæri ábyrgð á því að enginn hefði vax­ ið í upp í vesturbæ Kópavogs síð­ ustu 40 árin sem væri hægra megin í stjórnmálum eða væri afreksmað­ ur í íþróttum. Allir soguðust í kór­ inn og undir áhrifavald Tótu. Ég var 10 ára gamall þegar ég byrjaði í kór hjá henni og það var mér til mikils þroska. Hún var sjálf ung og hlægi­ lega nálægt okkur í aldri, en hafði á hópnum góða stjórn og trúði að allir gætu sungið. Þetta var skemmtileg upplifun um daginn: Mörg hund­ ruð manns komu saman til að gefa henni afmælisgjöf og það var gjöfin sem hún gaf okkur, söngurinn sem hún kenndi okkur ungum.“ Varð faðir á barnsaldri Framtíðin var óráðin, Árni Páll gekk hefðbundinn menntaveg en þurfti snemma að bera ábyrgð. Hann varð faðir aðeins sautján ára að aldri. „Ég var alltaf frekar opinn gagn­ vart því hvað ég vildi gera. Hugur­ inn stóð alltaf til félagsvísinda eða tungumála. Ég var aldrei með neitt ákveðið plan. Á endanum varð það mjög praktískt val, í samræmi við tíðarandann. Árið 1986 var efn­ ishyggjan alls ráðandi og það var bara ekki búið að finna upp krútt­ kynslóðina,“ segir Árni Páll og hlær. „Ég byrjaði í lagadeildinni strax eftir menntaskóla. Lögfræðin reyndist eftir á að hyggja frábær kostur því hún gefur svo marga kosti um skemmtilegt starfsval. Ég hef bæði verið embættismaður og lög­ maður og líka kennt í háskóla og haft mjög gaman af öllum þessum hlutverkum.“ Ekki auðvelt, en yndislegt verkefni Árni Páll glímdi við föðurhlutverkið af æðruleysi. Ábyrgðin mótaði hann til lífstíðar og hann tók út þroska sem flestir gera mun seinna á lífsleiðinni þegar hann tókst ungur á við föðurhlutverkið. „Það yndis­ lega við mannlegt eðli, er að maður bara tekst á við það sem gerist. Þegar maður horfir yfir söguna þá veit maður að fólk hefur oftar haft tilhneigingu til að rísa undir þeirri ábyrgð sem það þarf að takast á við heldur en ekki. Það virðist vera sem þroskageta mannsins sé alveg ótrú­ lega mikil. Maður sér kannski ekki fyrir sér hvernig maður geti leyst eitthvað verkefni og svo bara áttar maður sig á því nokkrum mánuðum seinna að maður hefur bara klárað sig ágætlega af því. Þetta var ekki auðvelt verkefni, en þetta var yndis­ legt verkefni. Að takast á við það að eiga barn og því sem það fylgir. Ég verð stundum var við að fólk heldur að þetta hafi verið einhvers konar alvarlegt áfall. Því fer fjarri. Áföll eru sjúkdómar eða ástvinamis­ sir eða eitthvað slíkt. Þessi reynsla á ekkert skylt við það. Þetta er verk­ efni sem maður bara tekst á við eftir bestu getu og ég var svo gæfusamur að eiga góða og stuðningsríka fjöl­ skyldu.“ Árni Páll segir þó að þessi lífs­ reynsla hafi breytt honum. „Allur þroski kemur í kippum. Ég hugs­ aði um barnauppeldi og heimilis­ hald á þeim tíma sem félagar mínir voru að klára menntaskóla og byrja háskólanám. Ég hef ábyggilega eitt­ hvað þroskast öðruvísi en annars vegna þessa, en hvernig er erfitt að segja til um.“ Eins og að vera á skipi Árni Páll lauk embættisprófi í lög­ um frá Háskóla Íslands árið 1991 og stundaði framhaldsnám í Evrópu­ rétti við Collège d'Europe í Belgíu. Það nám reyndist honum gjöfult og hafði mótandi áhrif á hann. „Það var hollt að komast burt frá Íslandi og fá að vera til á eigin forsendum. Þessi skóli var einstak­ ur að því leyti. Hann er frekar lítill – einungis á þriðja hundrað nem­ endur – og þeir allir hver úr sinni áttinni. Í honum voru engir heima­ menn, þetta var svolítið eins og að vera saman á skipi. Enginn á heima­ velli, allir á útivelli. Afskaplega hollt fyrir Íslending, sem kemur úr litlu samfélagi þar sem allir þekkja alla. Maður er svo vanur að gefa sér eitt­ hvað um fólk á Íslandi áður en mað­ ur kynnist því. Við erum alltaf eitt­ hvað, synir foreldra okkar, úr þessu eða hinu hverfinu, vinir þessa eða hins. Mér finnst stundum enginn hlusta fordómalaust á neinn í þessu landi, allir telja sig vita við hverju er að búast frá öllum sem taka til máls. Þarna var engin gróin klíka og hver og einn þurfti að standa fyrir sjálf­ um sér. Þessi frábæri skóli og góða nám mótaði mig mjög og þarna eignaðist ég nána vini fyrir lífstíð.“ Afahlutverkið mikilvægast Eiginkona Árna er Sigrún Eyjólfs­ dóttir og starfar sem flugfreyja. Þau eiga samtals þrjú börn sem öll eru nú uppkomin. „Það hefur sína kosti að verða ungur faðir og ég á nú tvo dóttur­ syni. Það er undur að upplifa að ást manns til barnabarns er annars eðlis en ást til eigin barna. Hún er skilyrðislausari og alveg án kröfu. Barnabörn þurfa ekkert að hegða sér vel þótt manns eigin börn þurfi það. Mér verður sífellt oftar hugs­ að til bóndans á næsta bæ við okk­ ur á Snæfellsnesinu, Guðmundar heitins bónda í Dalsmynni. Þau hjónin, hann og Margrét áttu 11 börn og voru alltaf með fjölda barna í sumardvöl. Heimilið var alltaf fullt af börnum. Mamma kom í heim­ sókn í Dalsmynni þegar Guðmund­ ur var orðinn háaldraður og lék sér með tveimur langafabörnum. Hún spurði hann hvort hann þreyttist ekki á þessu barnastússi. Hann svaraði með ógleyman legri setn­ ingu: „Ég vona að Guð gefi að ég verði aldrei svo einn að ég hafi ekki litla hönd að leiða.“ Mér er að verða líkt farið að þessu leyti og Guð­ mundi í Dalsmynni. Ég óttast mest að hafa ekki litla hönd að leiða.“ Hugar að heilsunni Árni Páll hefur hlaupið langhlaup síðustu ár og náð að hlaupa mara­ þon. „Ég glími við eymsli í hné en von­ andi verða þau liðin hjá fyrir vor­ ið. Ég hef á tilfinningunni að þetta verði gott hlaupavor og ég hlakka til að láta á hlaupagetuna reyna næstu mánuði. Það er ekkert skemmti­ legra en að hlaupa frá streitu og erli og sækja kraft í fjölbreytt íslenskt veðurfar á hlaupum. Annars hef ég lesið mér til skemmtunar undanfarið. Á meðan ég bíð eftir að geta hreyft mig meira. Ég var að byrja á bók Auðar Jóns­ dóttur, Ósjálfrátt. Þá hef ég verið að endurlesa bækur Jóns Kalmans og las af jólabókum ferðasögu Sig­ rúnar og Friðgeirs og Sæmd Guð­ mundar Andra. Allt prýðilegar bækur. Maður verður samt eigin­ lega að lesa bækur Jóns að sumar­ lagi, manni verður svo agalega kalt við lesturinn. Við Sigrún eigum svo hesta­ mennskuna saman sem okkar upp­ áhaldssport. Erill síðustu ára hefur valdið því að ég hef sinnt henni með stopulli hætti en ég hefði kosið, en Sigrún er gríðarlega samviskusöm og heldur hrossunum í góðri þjálf­ un. Við höfum mjög gaman af því að fara saman í góða reiðtúra og njóta afbragðs hrossa.“ Árni Páll lýsir lífi sínu, sem gæfuríku og ástin í lífi hans hefur verið gjöful í því sambandi. „Mér finnst lífið hafa verið eins og fögur rósabraut. Ég hef hlotið endalaus tækifæri og notið ríkulega af þeim réttindum sem jafnaðarmenn hafa barist fyrir í meira en hundrað ár – fríum skóla, námslánum og heil­ brigðisþjónustu. Ég fæddist bestu foreldrunum og systkinunum, kynntist bestu konunni og eignaðist bestu börnin. Mun taka langan tíma að vinna aftur traust Árni Páll mældist með fremur lítið traust í síðustu könnun MMR. Hann segist lítið hafa velt því fyrir sér, vinsældirnar séu ekki markmið í sjálfu sér. Hann hafi þurft að axla mikla og þunga ábyrgð sem öfluðu honum óvinsælda. „Nei, og ég hef hef lítið velt því fyr­ ir mér. Stjórnmálaþátttaka mín hefur aldrei snúist um mig eða mínar vin­ sældir. Ég þurfti sem ráðherra að axla ábyrgð á niðurskurði, atvinnuleysi og skuldum heimilanna og gerði mér alltaf grein fyrir að það væru ekki verkefni sem væru til vinsælda fallin. Eina sem máli skiptir er að vinna af heilindum og ábyrgð. Sama á nú við þegar ég er formaður flokksins. Þá skiptir bara máli að flokkurinn nái árangri. Það er að gerast, fylgið er að vaxa og traust og ánægja stuðnings­ manna flokksins með málflutning hans fer vaxandi. En það mun taka langan tíma að vinna aftur traust allra þeirra sem kusu að styðja aðra flokka við síðustu kosningar og afla flokknum nýs stuðningsfólks.“ „Eins og ég næði ekki andanum“ Átökin á þingi eftir hrun eru enn í baksýnisspeglinum. Hrunið reyndi á Árna Pál. Segist oft hafa liðið eins og hann væri að drukkna. Eins og hann næði ekki andanum. „Ég held að hrunið sjálft – haustið 2008 – séu hrikalegustu at­ burðir sem ég eigi nokkurn tíma eft­ ir að lifa í stjórnmálum. Ég upplifði svo sterkt áfallið, sorgarferlið. Dag­ ana eftir hrunið lagði ókunnugt fólk lykkju á leið sína til að færa fram hvatningu og góðar óskir. Nokkrum vikum seinna stóð maður á félags­ fundi í kjördæminu þar sem fullt var út úr dyrum og vonleysið var alls ráðandi. Enn nokkrum vikum seinna hafði reiðin tekið völd. Stjórnvöld áttu erfitt með viðbrögð því ráðamenn voru líka í áfalli og sama mátti segja um embættiskerf­ ið allt. Þetta var ótrúlegur tími og mikilvægt að við látum þessa lífs­ reynslu lifa með okkur og lærum af hruninu og aðdraganda þess. Þess vegna þarf ný vinnubrögð í íslenska stjórnsýslu og stjórnmál. Við þurf­ um fagmennsku, verðleikasamfé­ lag og hvatningu til málefnalegrar umræðu, ekki þöggun, klíkuskap og vinasamfélag. Ráðherratíðin rétt í kjölfar hruns var ægilegt verkefni, að þurfa að gera það sem enginn jafnaðarmað­ ur vill gera, skera niður framlög til velferðarmála á sama tíma og þörf­ in var brýnust. Atvinnulausum fjölgaði um þúsundir frá mánuði til mánaðar og tugþúsundir stóðu frammi fyrir að tapa húsnæði sínu vegna skulda. Engin úrræði voru til og þau þurfti að skapa frá grunni í kapphlaupi við tímann. Mér leið oft eins og ég væri að drukkna, eins og ég næði ekki andanum. Sama hversu seint ég fór heim úr vinnunni, var ég með samviskubit og þótti ekki nóg að gert.“ Sér ekki eftir neinu Hann sér þó ekki eftir neinu og vill horfa fram á veginn. Mistök eru til að læra af, trúir hann. „Ég kann ekki að sjá eftir neinu – það gleymdist að setja í mig eftirsjána. Ég trúi því að mistök séu til að læra af og því sé ekki ástæða til að sjá eftir þeim. Allt sem ég hef ákveðið að yfirveg­ uðu máli hef ég ákveðið eftir bestu yfirvegun og þekkingu á þeim tíma sem ákvörðun var tekin og get því ekki séð eftir þeim ákvörðunum.“ n „Mér leið oft eins og ég væri að drukkna, eins og ég næði ekki andanum. Áfall og sorg „Sama hversu seint ég fór heim úr vinnunni, var ég með samviskubit og þótti ekki nóg að gert,“ segir Árni Páll.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.