Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Page 32
Helgarblað 4.–7. apríl 201432 Fólk Viðtal E nglastyttur og logandi kerti á svörtu borði. Biblía og tuskuleikföng í hillum. Mynd af engli og kross á veggjum. Hún er svarthærð. Situr svart- klædd í stól. Vel förðuð. Gyða, sem er snyrtifræðingur, stofnaði í fyrrahaust Sólargeislann. Þar er tekið meðal annarra á móti börnum, sem eru næm eða skyggn, eða hvort tveggja, og foreldrum þeirra. Gyða segir að mörg börn séu næm en næmleikinn dvíni hjá flest- um þegar þau eldast. „Ég veit ekki af hverju börn eru svona næm. Kannski tengist það því að öll skilningarvit eru opin þegar þau fæðast; þau eru svo saklaus og ljósið er svo mikið.“ Gyða segir að næmleikinn geti valdið því að börn sofi illa, þau séu myrkfælin, óróleg, óhlýðin, leið, kvíðin og jafnvel sorgmædd. „Mér finnst að foreldrar eigi að hlusta á börnin ef þau eru næm. Það hjálpar þeim ekki þegar foreldrar loka augum og eyrum fyrir þessu. Foreldrar hjálpa börnunum með því að hlusta á þau og leyfa þeim að út- skýra hvað þau upplifa. Mörg börn, sem eru næm, eiga ósýnilega vini; einn strákurinn, sem kom hingað, skellti hurðinni þegar hann kom af því að hann nennti ekki að leika við þennan ósýnilega vin því honum fannst hann vera svo leiðinlegur. Það er allt til.“ Svo var það einn lítill sem lýsti árum miðlanna – sem könnuðust við þær lýsingar. „Þú ert svo gul og þú Hjálpar skyggnum Sumir sjá, heyra og skynja meira en aðrir. Næmleikinn tengir þá við heiminn að handan og þá sem þar eru. Nokkrir miðlar hjá Sólargeislanum taka á móti næm- um börnum og foreldrum þeirra og aðstoða meðal annars við að losa börnin við hræðslu sem getur fylgt næmninni auk þess að minnka áreitið að handan. gyða kristjánsdóttir er einn af miðlunum. Hún þekkir þetta frá því hún var barn. Hún þekkir hræðsluna. Henni fannst hún vera öðruvísi. „ Við heilum barnið, gefum því hjúp og vörn. börnum Miðlastarfið þroskandi „Þetta er andleg næring og ég er að þessu af hugsjón. Miðlastarfið hefur þroskað mig og sýnt mér að það er ekki ókostur að vera næmur heldur kostur.“ Myndir sigtryggur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.