Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Qupperneq 36
36 Lífsstíll Helgarblað 4.–7. apríl 2014 Arnhildur Anna Árnadóttir kraftlyftingakona stefnir hátt Þ etta var markmiðið, þetta er svona mín grein. En svo gekk mér bara ágætlega í hinum greinunum,“ segir kraftlyft- ingakonan Arnhildur Anna Árnadóttir, sem varð nýlega Íslands- meistari í hnébeygju. Arnhildur lyfti þar 185 kílóum og setti nýtt Íslands- met í leiðinni. Mamma mikil hvatning Arnhildur er þó ekki hætt og ætlar sér stærri hluti í íþróttinni. „Ég stefni á að gera enn betur, ég er einmitt á leiðinni út að keppa á Evrópumóti,“ segir Arnhildur en hún er á leið til Rússlands að keppa fyrir Íslands hönd ásamt fleiri keppendum þann 8. apríl. Arnhildur er búin að ná góð- um árangri á stuttum tíma en hún byrjaði fyrst að æfa kraftlyftingar fyrir tveimur árum en hún æfði fimleika áður. Lyftingahæfileikana á Arnhildur þó ekki langt að sækja en mamma hennar, Borghildur Erlingsdóttir, á glæstan lyftingaferil að baki og segir Arnhildur það hafa haft mikil áhrif á sig. „Hún var mér mikil hvatning. Mér þótti hún svo ótrúlega flott og mig langaði eiginlega bara pínulítið að verða svona líka. Ég vissi líka að ég hefði einhvern styrk af því að ég var í fimleikum svo lengi. Þannig að ég ákvað bara að slá til.“ Borðar hreinan mat Aðspurð um stöðu kraftlyftinga- kvenna á Íslandi segir hún íþróttina vera í miklum vexti. „Já, líka sérstak- lega núna þar sem það eru komnar svo margar konur sem eru að taka þátt þannig að þetta er orðin mikil keppni á milli okkar. Því er hrikalega skemmtilegt að fylgjast með þessu.“ Sem kraftlyftingakona þarf Arn- hildur að hugsa vel um mataræðið en hún segist þó ekki borða margar próteinstangir. „Ég hugsa rosalega mikið um mataræðið, ég reyni bara að borða hreinan mat. Ég sneiði fram hjá mjólkurvörum, brauði, sælgæti og slíku og náttúrlega líka áfengi. En ég veit ekki með svona próteinstangir, ég borða bara mikið af eggjum í stað- inn,“ segir Arnhildur hlæjandi, en hún æfir fjórum til sex sinnum í viku. Eins sterk og hún getur Arnhildur segist ekki vera alveg viss um hver langtímamarkmið hennar séu. „Nú veit ég eiginlega ekki alveg, þetta er svolítið stór spurning. En bara að vera eins sterk og ég get. Mig langar náttúrlega að komast á pall í útlöndum á alþjóðamótum. Það væri náttúrlega frábært. En ég veit ekki alveg með langtímamarkmið, bara vera í þessu eins lengi og ég get,“ segir Arnhildur að lokum. n Jón Steinar Sandholt jonsteinar@dv.is „Það eru komnar svo margar konur sem eru að taka þátt þannig að þetta er orðin mikil keppni á milli okkar. Keppir fyrir Íslands hönd Arnhildur er á leið til Rússlands að keppa. „Vil bara vera eins sterk og ég get“ Arnhildur Anna Árnadóttir Arnhildur hefur æft í tvö ár og setti Íslandsmet fyrir stuttu. Myndir Sigtryggur Ari Ungt íþrótta- fólk með betra minni í ellinni Samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn hefur regluleg hreyfing í æsku verndandi áhrif á heilann seinna á lífsleiðinni. Íþróttir viðhalda líkamlegri hreysti – og betra minni í ellinni. Þetta kemur fram í rannsókninni sem birtist í tímaritinu Neurology. Vísindamenn við háskólann í Minnesota, sem rannsökuðu tæp- lega 3.000 heilbrigða einstaklinga í kringum 25 ára aldur og svo aftur 20 árum síðar, segja niðurstöðurn- ar ýta undir fyrri hugmyndir um að hreyfing hafi góð áhrif á heilabúið. Þátttakendur sem hlaupið gátu lengur en aðrir þegar þeir voru ungir stóðu sig betur á minnisprófi 20 árum seinna. Jafn- vel þegar breytur á borð við reyk- ingar, sykursýki og hátt kólesteról voru teknar með í reikninginn. Dagsljósið léttir okkur Reglulegur skammtur af dags- ljósi snemma um morgun virðist hafa jákvæð áhrif á baráttuna við aukakílóin. Þetta kemur fram í rannsókn vísindamanna en fjall- að var um niðurstöðurnar í Los Angeles Times. Vísindamenn komust að því að þeir sem nutu dagsljóss í hálf- tíma einhvern tímann á milli átta og hádegis voru líklegri til að hafa lægri BMI-stuðul burtséð frá því hversu mikinn mat þeir innbyrtu. Vísindamenn útskýra áhrif dagsljóssins út frá genum tengdum líkamsklukku okkar sem svo kveikja á efnaskiptun- um. Þeir mæla enn fremur með því að of þungir einstaklingar eyði kaffihléum sínum undir beru lofti eða við glugga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.