Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Qupperneq 42
Helgarblað 4.–7. apríl 201442 Skrýtið Tíu staðreyndir um Eiffel-turninn n 125 ár liðin síðan turninn var tekinn í notkun n 60 tonn af málningu notuð Á mánudag voru liðin 125 ár síðan lokið var við byggingu Eiffel-turnsins í París, eins helsta kennileitis Frakk- lands. Vinnan við þennan rúmlega þrjú hundruð metra háa turn tók tvö ár, tvo mánuði og fimm daga. Upphaflega átti turninn var að vera minnismerki um heimssýn- inguna sem halda átti í París árið 1889, en tilefni heimssýningarinn- ar í borginni var að þá voru liðin 100 ár frá frönsku byltingunni. Í tilefni afmælisins birti Business Insider nokkrar áhugaverðar staðreyndir um þessa mögnuðu byggingu sem líklega er ein sú þekktasta í heimi. Áhugalítill hönnuður Eiffel-turninn er nefndur eftir Gustav Eiffel sem sagður var hafa hannað turninn. Þó að Eiffel hafi vissulega komið að hugmynda- vinnunni voru það verkfræðingarnir Maurice Koechlin og Emile Noguier sem áttu veg og vanda að hönnun- inni. Eiffel sjálfur er sagður hafa verið áhugalaus um bygginguna og lét því Koechlin og Noguier sjá um hönnunina í samvinnu við arkitekt- inn Stephen Sauvestre, en allir voru þeir starfsmenn Gustavs Eiffels. Var hæsta bygging heims Eiffel-turninn var lengi vel hæsta bygging heims, enda var hann byggður nokkru áður en háhýsavæð- ingin ruddi sér til rúms í stórborgum beggja vegna Atlantsála. Það var ekki fyrr en árið 1930 að önnur, og hærri, bygging leit dagsins ljós; Chrysler- byggingin í New York hafði tekið við keflinu sem hæsta bygging heims. Lyfturnar virkuðu ekki Þann 6. maí árið 1889 var almenn- ingi hleypt inn í turninn. Fyrstu 30 þúsund gestirnir þurftu þó að ganga upp 1.710 tröppur til að komast á efstu hæðina. Ástæðan var sú að lyft- urnar virkuðu ekki, eða voru ekki til- búnar. Tuttugu dögum síðar, 26. maí, voru lyfturnar teknar í notkun. Þoldu ekki turninn Þó að flestir Parísarbúar séu stolt- ir af kennileiti sínu í dag var það ekki alltaf þannig. Raunar hötuðu íbúar borgarinnar bygginguna fyrst um sinn. Þeim fannst byggingin allt of stór og engan veginn passa inn í borgarmyndina. Rithöfundurinn Guy de Mupassant var einn þeirra, en þrátt fyrir það borðaði hann á veitingahúsi undir turninum á degi hverjum. Þegar hann var spurður hvers vegna hann gerði það, á sama tíma og hann hataði bygginguna, stóð ekki á svörunum – þetta væri eini staðurinn í borginni þar sem hann sæi ekki bygginguna. Ekki alltaf jafnhár Eiffel-turninn er samsettur úr þús- undum tonna af smíðajárni. Í sum- arhitanum hækkar turninn örlítið, eða um 17 sentímetra. Átti bara að standa í 20 ár Upphafleg áform gerðu ráð fyrir að turninn myndi aðeins standa í tutt- ugu ár áður en hann yrði tekinn nið- ur aftur. Franski herinn, með milli- göngu yfirvalda, ákvað hins vegar að tilvalið væri að nota þessu háu byggingu og var útvarpssendum komið fyrir á toppi hennar. Þar með varð ekkert úr því að Eiffel-turninn yrði tekinn niður. Eyðilögðu lyfturnar Eiffel-turninn gegndi veigamiklu hlutverki í fyrri og síðari heimsstyrj- öldinni. Í síðari heimsstyrjöldinni var ákveðið að klippa á lyftuvírana til að nasistar gætu ekki notað turninn. Eftir að bandamenn náðu Parísar- borg aftur á sitt vald voru vírarnir lagaðir. 60 tonn af málningu Turninn er málaður að jafnaði á sjö ára fresti og þarf að nota á milli 50 og 60 tonn í verkið. Þetta er ekki bara gert til að halda útliti turnsins í horf- inu heldur einnig til að verja hann gegn ryði. Ekki bara ferðamannastaður Eiffel-turninn er fyrst og fremst ferðamannastaður en það hefur ekki alltaf verið þannig. Eiffel-turninn hefur meðal annars hýst skrifstofu dagblaðs, pósthús, rannsóknarstofu og leikhús. Þá er neðstu hæðinni breytt í skautasvell í nokkra daga á ári hverju. Vinsælasta minnismerki heims Turninn er vinsælasta minnismerki heims – allavega af þeim minnis- merkjum sem borga þarf aðgang að. Um fimm til sjö milljónir manna heimsækja Eiffel-turninn á hverju ári, þar af eru 75 prósent erlendir gestir. Árið 1900 heimsóttu milljón manns Eiffel-turninn en árið 2011, sem var metár, heimsóttu sjö millj- ónir manna turninn. n Tignarleg bygging Eiffel-turninn er líklega ein þekktasta bygging heims, enda stórglæsileg. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.