Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Page 44
Helgarblað 4.–7. apríl 201444 Menning Snefill af öllu því besta Dómur um tölvuleikinn inFamous: Second Son á Playstation 4 Þ ótt brátt séu liðnir fimm mánuðir síðan Playstation 4-leikjatölvan kom á markað hefur óvenju lítið verið að frétta í leikjaútgáfu. Á dögunum glöddust þó margir Playstation 4-eigendur þegar inFamous: Second Son kom í verslanir. Um er að ræða þriðja leikinn í þessari vinsælu seríu frá Sucker Punch Productions. InFamous-leikirnir gerast í svokölluðum opnum heimi (e. Open World) og gerist Second Son sjö árum eftir atburðina í inFa- mous 2. Um er að ræða eins konar fantasíu, útópískan heim, þar sem hluti mannkyns býr yfir yfirnáttúru- legum kröftum. Í Second Son ertu í hlutverki uppreisnarseggsins Dels- ins Rowe, 25 ára grafití-listamanns, sem er orðinn þreyttur á kúgunartil- burðum bandarískra stjórnvalda. Til að gera langa sögu stutta kemst hann í snertingu við rafrænt efni sem veitir honum ofurkrafta sem hann ákveður að nýta sér í baráttunni gegn stjórn- völdum. Þegar gæði tölvuleiks eru metin þarf að leggja nokkur atriði til grund- vallar; er skemmtilegt að spila hann? Heldur söguþráðurinn manni við efnið? Er hann vel gerður? Er hann einstakur að einhverju leyti? Sterkasti hlekkur inFamous-serí- unnar hefur alltaf verið skemmtana- gildið. Verkefnin í Second Son eru fjölbreytt og það er býsna gaman að þeytast um Seattle sem er sögusvið leiksins. Hægt er að klifra upp á all- ar byggingar og nýta ofurkraftana. Þó að söguþráðurinn sé nokkuð fyrir sjáanlegur heldur hann manni sæmilega við efnið. Leikurinn lítur ágætlega út þó Seattle-borg sé helst til of drungaleg og dimm fyrir minn smekk. Second Son hefur snefil af öllu því besta sem leikir bjóða upp á; bardögunum í God of War, umhverfinu í Uncharted og getu sögupersónunnar í Assassins Creed til að klifra upp á alla mögu- lega og ómögulega hluti. Leikurinn er þó ekki framúrskarandi á neinu sviði og líður eilítið fyrir það. Þegar allt kemur til alls er Second Son þó skemmtilegur tölvuleikur og gefur ágæt fyrirheit um það sem koma skal í leikjaútgáfu. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is inFamous: Second Son Tegund: inFamous: Second Son Þriðju persónu fantasíuleikur Spilast á: PS4 Metacritic 80 Tölvuleikur inFamous: Second Son Fín skemmtun „Enginn metalhaus“ n Halldór Gylfason þeytti flösu á unglingsárum n Sprengingar á sviðinu S veitin Skálmöld og listafólk Borgarleikhússins hafa tek- ið höndum saman og ætla að þeyta flösu yfir leikhús- gesti um helgina. Skálmöld flytur verk sitt Baldur, sem hefur nú þegar slegið í gegn hjá þjóð- inni, með aðstoð trúða úr leikhús- inu. Leikstjórinn Halldór Gylfason tengir sjálfur við rokkið en hann hlustaði mikið á þungarokk á fram- haldsskólaárum sínum og naut góðs af feikimiklum áhuga vinar síns sem átti hvorki meira né minna en 200 þungarokksplötur. HAM besta íslenska hljómsveitin „Ég var mikið í þungarokki, hlustaði mikið á Accept, AC/DC, Iron Maiden og Metallica. Fyrsta Guns N' Roses-platan var í mjög miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir Halldór, jafnan kallaður Dóri. „Vinur minn hann Fleming átti 200 þungarokksplötur, allar Kizz- plöturnar og svona,“ segir hann og hlær.“ Dóri heillaðist af þjóðlegu þungarokki Skálmaldar eins og hálf þjóðin gerði en sveitin hefur vak- ið mikla athygli og aðdáun fyrir plötur sínar, Baldur og Börn Loka sem sækja innblástur í þungarokk annars vegar og norrænar goðsög- ur hins vegar. „Ég er kannski engin metalhaus – en ég fíla gott rokk. Mér finnst til dæmis HAM eins besta ís- lenska hljómsveitin fyrr og síðar.“ Sprengjur og svakalegt „show“ Tæknifólk í Borgarleikhúsinu hefur fengið að grafa í dótakistum hússins því mikið verður lagt upp úr bæði góðu hljóði og upplifun. „ Vindvélar, sprengjur og svakalegt ljósasjó,“ segir Dóri frá. „Okkar fólk hefur haft mjög gaman af því að finna allt mögulegt til að gera upplifun leikhúsgesta sem skemmtilegasta. Það er búið að fara í allar mögu- legar dótakistur leikhússins í leit að skemmtilegum brellum. Það er not- ast við allt mögulegt á sviðinu, flug- kerfi, lyftukerfi og þá verður sviðið eins konar hringleikahús.“ Hann segist ekkert endilega bú- ast við því að leikhúsið breytist í trylltan tónleikastað. „Menn geta auðvitað þeytt flösu ef þeir vilja en ég held að menn muni líka lygna aftur augum og njóta. Þetta er mik- ið sjó, enda hefur sveitin áður vakið athygli fyrir leikræna framkomu og alls kyns tilfæringar.“ Nýr trúður í trúðaklaninu Trúðar taka þátt í uppfærslunni og aðstoða meðlimi Skálmaldar við að segja söguna. Það eru þau Gói, Hilmar Guðjónsson og Hildur Berg- lind Arndal sem fara í trúðshlutverk á sviðinu. Hildur Berglind er í fyrsta sinn í hlutverki trúðs, en segja má að í íslensku leikhúsi hafi trúðleik- ur fengið að þróast á skemmtilegan máta fyrir tilstilli nokkurra áhuga- samra leikara. Þeirra á meðal leik- stjórans, Dóra. „Trúðarnir aðstoða við að segja söguna með sínum einlæga hætti. Þeir hrífast svo mikið af sögunni að þeir finna sig knúna til að hjálpa meðlimum Skálmaldar að segja leikhúsgestum betur frá með sínu eigin nefi. Hildur er ný í hlutverki trúðs, hún hefur fundið sinn innri trúð og sýnir hann í þessari sýn- ingu,“ segir Dóri frá en hver leikari leggur mikla vinnu í að þróa sinn trúð og heldur í einkenni hans í öðrum sýningum eins og títt er í trúðleik. Gestir í Borgarleikhúsinu eiga augsýnilega í vændum mikla skemmtun en verkið er frumsýnt í kvöld, föstudagskvöld. Næstu sýn- ingar verða í næstu viku, miðviku- dag og fimmtudag. n Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is „Vinur minn hann Fleming átti 200 þungarokksplötur, allar Kizz-plöturnar og svona. Rokk og ról Halldór Gylfason fetar nýjar slóðir í samstarfinu með Skálmöld. Hann viður- kennir þó að hafa hlustað mikið á rokk á unglingsárunum. Seltjarnarnes­ bær 40 ára Sigríður Thorlacius og Ari Bragi Bæjarlistamaður Seltjarnarness, trompetleikarinn Ari Bragi Kára- son, og söngkonan rómaða Sig- ríður Thorlacius æfa nú af kappi fyrir tónleika sem haldnir verða á Bókasafni Sel- tjarnarness mið- vikudaginn 9. mars næstkom- andi en þá fagn- ar bærinn 40 ára kaupstaðarafmæli. Ásamt dúettinum koma fram hljóðfæraleikararnir Einar Scheving, Eyþór Gunnarsson og Richard Anderson. Prógram- mið er á laufléttum nótum, þekkt íslensk dægurlög og amerískir standardar. Mikið verður um dýrðir þegar hátíðarhöldin fara fram en forseti Íslands mun flytja íbúum gamla heimabæjar síns af- mælisávarp, trúðar skemmta og veitingar verða í boði. Hátíðar- höld afmælisdagsins fara fram á Eiðistorgi, Bókasafni og í kirkj- unni. Þrjár listakanónur Þrjár af fremstu listakonum Sel- tjarnarnessbæjar þær Guðrún Einarsdóttir, Kristín Gunnlaugs- dóttir og Sigrún Hrólfsdóttir leiða saman hesta sína á sýn- ingu undir yfirskriftinni Ná- grannar, en sýningin verður opnuð miðvikudaginn 9. apríl þegar Seltjarnarnesbær fagn- ar 40 ára kaupstaðarafmæli sínu. Heitið vísar til nálægðar þeirra við hverja aðra í andleg- um og landfræðilegum skiln- ingi og einnig nálægð þeirra við aðra íbúa Seltjarnarness. Á sýn- ingunni eru mestmegnis ný verk eftir listakonurnar en tvær þeirra, Kristín og Guðrún, hafa hamp- að titlinum bæjarlistamaður Seltjarnarness. Sýningin verður í Eiðisskeri, sýningarsal Seltirn- inga við Bókasafnið á Eiðistorgi. Jóhann Helgason og 100 manna barnakór Seltjarnarnesið er lítið og lágt er líklega fyrsta lagið sem kemur upp í huga fólks þegar rætt er um tón- list tengda Nesinu. Hitt vita færri að Jóhann Helgason samdi lagið Seltjarnarnes þegar hann var valinn bæjarlista- maður Sel- tjarnarness árið 2007. Textinn er eftir Kristján Hreinsson en þar kveður við ann- an tón en þann sem Þórbergur gerði ódauðlegan. Í textanum er saga bæjarins rómuð en þar segir í viðlaginu: Er fortíð í sædjúpi sef- ur / og sögurnar mannfólkið les / þá tilgang í heiminum hefur / hið himneska Seltjarnarnes. Lagið er í frönskum anda og mun Jóhann flytja það ásamt harmónikuleikaranum Friðriki Vigni Stefánssyni og Guðjóni Þorlákssyni bassaleikara ásamt 100 manna barnakór úr leik- og grunnskólum Seltjarnarness miðvikudaginn 9. apríl á 40 ára afmælishátíð Seltjarnarness.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.