Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Page 48
48 Menning Sjónvarp Helgarblað 4.–7. apríl 2014 Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport E f marka má orð framleiðand­ ans Jerry Bruckheimer virð­ ist framhald myndarinnar Top Gun loks ætla að verða að veruleika. Myndin hefur verið á teikniborðinu í nærri þrjátíu ár en Bruckheimer segist nú vera nær því en nokkru sinni fyrr að koma myndinni frá sér. Bruckheimer, sem ræddi við Huffington Post nýverið um verk­ efnið, sagði meðal annars að myndin myndi einblína á hinn nýja veruleika hernaðar, þar sem hægt og bítandi er verið að leysa orr­ ustuflugmenn af hólmi með sjálf­ stýrðum flugvélum eða „drónum.“ Bruckheimer sér fyrir sér að stórstjarnan Tom Cruise muni snúa aftur í framhaldinu en hann sló eftirminnilega í gegn í upp­ runalegu myndinni. „Hugmyndin er: eru orrustuflugmenn að verða úreltir? Cruise mun sýna þeim að svo sé ekki. Þeir eru komnir til að vera,“ sagði Bruckheimer. Leik­ stjóri fyrri myndarinnar, Tony Scott, lést um aldur fram árið 2012 en ekki er búið gefa upp hver muni sitja í leikstjórastólnum fyrir fram­ haldið. n jonsteinar@dv.is Tom Cruise snýr líklega aftur Framhald Top Gun í bígerð Föstudagur 4. apríl Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 ÍNN 15.40 Ástareldur (Sturm der Liebe) e 16.30 Ástareldur (Sturm der Liebe) e 17.20 Litli prinsinn (15:25) 17.43 Hið mikla Bé (15:20) 18.05 Nína Pataló (18:39) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Eldað með Ebbu (5:8) 888 e 19.00 Fréttir 19.25 Veðurfréttir 19.30 Íþróttir 19.35 Skólahreysti (1:6) 888 (Akureyri og Norðurland) 20.20 Landsleikur í handbolta (Ísland-Austurríki) 21.00 Útsvar (Akranes - Reykjanesbær) Spurn- ingakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arn- órsdóttir og spurningahöf- undur og dómari er Stefán Pálsson. 22.10 Fjórða gráðan 5,9 (The Fourth Kind) Dulmagnaður spennutryllir með Millu Jovovich í aðalhlutverki. Mynd sem af mörgum er sögð byggja á sannsögu- legum atburðum og renna stoðum undir að annað líf sé að finna í alheiminum, en það sem fyrirfinnst á jörðinni. Önnur hlutverk: Elias Koteas og Will Patton. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 23.45 Beck - Gammurinn 5,5 (Beck - Gamen) Stjórn- málamaðurinn John Veden hverfur sporlaust en ekkert bendir til þess að hann hafi verið myrtur. Lögreglu- mennirnir Martin Beck og Gunvald Larsson fá málið í sínar hendur. Leikstjóri er Kjell Sundvall og meðal leikenda eru Peter Haber, Mikael Persbrandt og Stina Rautelin. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 01.15 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok 07:00 Dominos deildin 14:40 Meistaradeild Evrópu 16:20 Evrópudeildin 18:00 NBA 18:30 La Liga Report 19:00 Meistaradeildin í hestaíþróttum 2014 22:30 Meistaradeild Evrópu 23:00 Evrópudeildarmörkin 02:10 Dominos deildin 11:10-14:35 Premier League 16:20 Premier League World 16:50 Messan 18:20 Premier League 2013/14 20:00 Match Pack 20:30 Enska úrvalsdeildin 21:30 Ensku mörkin - neðri deild 22:00 Premier League 2013/14 01:20 PL Classic Matches 12:00 Chasing Mavericks 13:55 Spy Next Door 15:30 Straight A's 17:00 Chasing Mavericks 18:55 Spy Next Door 20:30 Straight A's 22:00 The Place Beyond the Pines 00:20 Special Forces 02:10 Private Lives of Pippa Lee 03:50 The Place Beyond the Pines 12:35 Simpson -fjölskyldan (17:22) 12:55 Friends 13:20 Mindy Project (17:24) 13:40 Suburgatory (17:22) 14:00 Glee (17:22) 14:45 Hart of Dixie (17:22) 15:25 Gossip Girl (17:24) 16:10 The Carrie Diaries (4:13) 16:50 Pretty Little Liars (17:22) 17:35 Jamie's 30 Minute Meals (6:40) 18:00 Raising Hope (7:22) 18:20 The Neighbors (19:22) 18:40 Cougar town 4 (13:15) 19:00 Top 20 Funniest (11:18) 19:45 How To Make it in America (5:8) 20:15 Community (2:24) 20:35 American Idol (25:37) 20:55 Grimm (21:22) 21:35 Sons of Anarchy (1:13) 22:30 Memphis Beat (2:10) 23:10 Dark Blue 23:50 Top 20 Funniest (11:18) 00:35 American Idol (25:37) 00:55 How To Make it in America (5:8) 01:25 Community (2:24) 01:45 Grimm (21:22) 02:25 Sons of Anarchy (1:13) 18:00 Strákarnir 18:30 Friends (4:24) 18:55 Seinfeld (10:13) 19:20 Modern Family (2:24) 19:45 Two and a Half Men (6:23) 20:05 Wipeout - Ísland (1:10) 21:00 Twenty Four (3:24) 21:45 World Without End (1:8) 22:35 It's Always Sunny In Philadelphia (5:13) 22:55 Footballers Wives (5:9) 23:45 The Practice (10:13) 00:30 Wipeout - Ísland (1:10) 20:00 Hrafnaþing 21:00 Reykjavíkurrölt 21:30 Eldað með Holta 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:00 Malcolm In the Middle (12:22) 08:25 Kingdom of Plants 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 Doctors (24:175) 10:20 Fairly Legal (4:13) 11:05 Celebrity Apprentice (9:11) 12:35 Nágrannar 13:00 The Glee Project (8:12) 13:45 Contact 16:25 Mike & Molly (4:24) 16:45 How I Met Your Mother (6:24) 17:10 Bold and the Beautiful 17:32 Nágrannar 17:57 Simpson -fjölskyldan (7:21) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:11 Veður 19:20 The Simpsons 19:45 Spurningabomban 20:35 Men in Black II 6,0 (Menn í svörtu 2) Bráðskemmtileg ævintýramynd frá 2002 með Will Smith og Tommy Lee Jones í aðalhlutverk- um. Svartklddu mennirnir eru mættir aftur þegar mannkynið er aftur komið í bráða hættu. 22:05 The Paperboy Spennandi mynd frá 2012 með Zac Efron, Matthew McConaug- hey, Nicole Kidman og John Cusack í aðalhlutverkum. 23:50 Die Hard 4: Live Free or Die Hard 7,3 (Lifað á tæp- asta vaði) Æsispennandi hasarmynd um þrjóskasta og harðskeittasta lögreglumann kvikmynda- sögunnar. John McClane er mættur í fjórða sinn og þarf nú að taka á öllu sem hann á til að berjast gegn hryðjuverkamönnum sem notfæra sér Netið til að lama öryggisvarnir Bandaríkjanna. Meðleikari Willis að þessu sinni er hinn ungi og vinsæli Justin Long. 01:55 The Dept Spennutryllir af bestu gerð sem hefst árið 1997, tveir fyrrum fulltrúar hjá Mossad, ísraelsku leyni- þjónustunni, sem komnir eru á eftirlaun fá óvæntar og átakanlegar fréttir af fyrrum félaga þeirra. Allar líkur eru á að verkefni sem þau unnu öll að árið 1966 tengist þeim atburði. Spennan vex og við fylgjumst með framvindu mála á tveimur tímabilum í sögunni. Með aðalhlut- verk fara Helen Mirren, Sam Worthington og Tom Wilkinson. 03:45 Contact 06:10 The Simpsons 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:25 Dr. Phil 09:05 Pepsi MAX tónlist 14:35 Dogs in the City (4:6) 15:25 The Biggest Loser - Ísland (11:11) 17:25 Dr. Phil 18:05 Minute To Win It 18:50 The Millers 6,1 (13:22) Bandarísk gamanþáttaröð um Nathan, nýfráskilinn sjónvarpsfréttamann sem lendir í því að móðir hans flytur inn til hans, honum til mikillar óhamingju. Aðalhlutverk er í höndum Will Arnett. 19:15 America's Funniest Home Videos (25:44) 19:40 Got to Dance (13:20) Breskur raunveruleika- þáttur sem farið hefur sigurför um heiminn. Hæfileikaríkustu dansarar á Englandi keppa sín á milli þar til aðeins einn stendur uppi sem sigurvegari. 20:30 The Voice 6,8 (11:28) Þáttaröð sex hefur göngu sína vestan hafs í sömu viku og þættirnir verða sýndir á SkjáEinum. Adam Levine og Blake Shelton snúa aftur sem þjálfarar og með þeim í annað sinn verða þau Shakira og Usher. Carson Daly snýr aftur sem kynnir þáttanna. Mikil eftirvænting er fyrir þessari þáttaröð enda hefur það kvisast út að keppendur séu sterkari en nokkru sinni fyrr. 22:00 The Voice (12:28) 22:45 The Tonight Show 23:30 Friday Night Lights 8,7 (12:13) Vönduð þáttaröð um unglinga í smábæ í Texas. Þar snýst allt lífið um árangur fótboltaliðs skólans og það er mikið álag á ungum herðum. 00:15 The Good Wife (8:22) 01:05 Californication (3:12) 01:35 The Tonight Show 02:25 The Tonight Show 03:15 Pepsi MAX tónlist Tökur að hefjast á nýju Stjörnustríði Taka upp í Marokkó F ramleiðsla á nýrri Star Wars­ mynd er hafin og munu tök­ ur hefjast í Marokkó þann 14. maí og mun leikstjóri myndarinnar, J. J. Abrams, fljúga þangað ásamt tökuliði. Myndin er sú sjöunda í röðinni en lítið er þó vitað um söguþráð myndarinnar eða hverjir muni leika í henni. Engar alvöru áætlanir voru uppi um að framleiða framhalds­ mynd fyrr en Disney keypti rétt­ inn að myndunum árið 2012 fyrir fjóra milljarða Bandaríkjadala og sendi í kjölfarið frá sér fréttir þess efnis að fyrirtækið hygðist fram­ leiða þríleik sem ætti að vera fram­ hald af upprunalegum myndum George Lucas. Orðrómur er uppi um að margir af leikurum uppruna­ legu myndanna muni snúa aftur til leiks í nýju myndunum. Þar á meðal eru Mark Hamill og Harri­ son Ford sagðir líklegir til að snúa aftur í hlutverkum sínum sem sem Logi Geimgengill og Han Solo, en ekkert er þó staðfest í þeim efnum. Myndin verður frumsýnd þann 18. desember á næsta ári. n dv.is/blogg/skaklandid Stefán Bergsson skrifar Skáklandið M argir héldu að Anand hefði sungið sinn svanasöng í Chennai í nóvember hvar hann steinlá gegn Magnúsi Carlsen í einvígi um heimsmeistaratitilinn. Menn töldu hann búinn á því, vera langt frá Carl­ sen í styrkleika og ekki eiga endurkvæmt meðal þeirra bestu. Sjálfur gaf hann ekkert út fyrst eftir einvígið, hann útilokaði hvorki né staðfesti að hann væri hættur. Það var því mikið gleðiefni þegar staðfest var að hann tæki þátt í áskor­ andamótinu sem lauk fyrir skemmstu í Síber­ íu. Þangað voru mættir til leiks átta af sterkustu skákmönnum heims. Þar á meðal Aronian frá Armeníu og Kramnik frá Rúss­ landi sem svo eftirminnilega vann heimsmeistaratitilinn af sjálfum Kasparov snemma á þessari öld. Þessir tveir hafa verið taldir þeir sem hvað mesta möguleika eiga gegn Carlsen í einvígi. En það var sjálfur Anand sem fljótlega tók forystu í mótinu. Hann tapaði ekki skák allt mótið meðan keppinaut­ ar hans reyttu af hverjum öðrum. Fór svo að fyrir síðustu umferðina hafði Anand þegar tryggt sér sig­ ur í mótinu og þar sem réttinn til að skora á Carlsen um að endur­ heimta krúnu sína. Eftir mótið var auðséð að Anand var feikilega ánæðgur með sigurinn. Það sýnir gríðar­ legan styrk að koma tilbaka þegar flestir höfðu afskrifað hann og athyglin var á Aronian og Kramnik. Sá síðarnefndi á reyndar mikinn þátt í að Anand var með. Hann hvatti hann ítrek­ að til þátttöku á mótinu sem er mögnuð staðreynd og sýnir þrátt fyrir allt að þónokkur vinátta ríkir meðal bestu skákmanna heims en þannig hefur það heldur betur ekki alltaf verið. Einvígi Carlsen og Anands fer fram síðar á árinu, líklega í nóvember. n Tom Cruise Cruise sló í gegn í Top Gun árið 1986. J. J. Abrams Abrams er ekki óvanur vísindaskáldskap en hann leikstýrði meðal annars nýju Star Trek-myndunum. Anand - Carlsen á ný

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.