Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Síða 4
4 Fréttir Vikublað 8.–10. apríl 2014 Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni og Celsus, Ægisíðu 121 Algjört orku- og næringarskot „ Með því að taka Lifestream Spirulina og AstaZan eykst krafturinn yfir daginn í vinnunni og æfingar seinni part dags eru ekkert mál. Vöðvarnir eru fljótari að ná sér eftir æfingar. Það að taka auka Spirulina sem er lífrænt fjölvítamín, fyrir leik er algjört orku- og næringarskot. Spirulina er líka frábær vörn gegn kvefi og flensum.“ Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir leikskólakennari og landsliðskona í íshokkí. lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar TREYSTI Á LIFESTREAM BÆTIEFNIN! Apótek, heilsubúðir, Krónan, Hagkaup, Viðir, N ttó og Fríhöfnin. Ekkja Árna varð af fimm milljörðum Kristján Loftsson og viðskiptafélagar hagnast vel á kaupum á hlutabréfum Árna Vilhjálmssonar E ftirlifandi eiginkona Árna Vil­ hjálmssonar, Ingibjörg Björns­ dóttir, og systir hans, Krist­ ín Vilhjálmsdóttir, urðu af um fimm milljörðum króna þegar hún seldi Kristjáni Loftssyni hluta­ bréf í Fiskveiðihlutafélaginu Venusi í fyrra. Venus er stór hluthafi í útgerðar­ félaginu HB Granda, á samtals um 20 prósent. Kaupendur hlutabréfa fjöl­ skyldu Árna í Venusi voru viðskiptafé­ lagi hans til margra ára, Kristján Lofts­ son, eiginkona hans, Birna Loftsdóttir, og Sigríður Vilhjálmsdóttir. Í síðustu viku fór fram útboð á 27 prósentum af í HB Granda og var hluturinn seldur á bilinu 26,6 til 32,5 króna. Seljendur hlutabréfanna voru Venus, Vogun hf., sem einnig var í eigu þeirra Kristjáns og Árna heitins, og Arion banki. Arion banki átti stærsta hlutinn sem seldur var. Miðað við verðmat á útgerðarfélaginu er það tæplega 49 til 59 milljarða króna virði. Miðað við þetta verðmat er undirliggj­ andi verðmæti hlutarins í HB Granda sem Ingibjörg seldi til Kristjáns og viðskiptafélaga hans rúmir sex millj­ arðar króna. Söluverðmæti hlutabréf­ anna í HB Granda sem Ingibjörg seldi í viðskiptunum á sínum tíma var hins vegar einungis tæplega 1,3 milljarðar. Margföldun kaupendanna á hagnaði sínum í viðskiptum er því nokkur. 2,6 milljarða viðskipti Líkt og DV greindi frá síðla árs í fyrra greiddu Kristján og viðskiptafélagar hans um 2,6 milljarða króna fyrir 31,44 prósenta hlut fjölskyldu Árna í HB Granda í Venusi. Venus á ekki bara hlutabréf í HB Granda heldur einnig í hinu arðbæra fyrirtæki Hampiðjunni. Greint var frá þessum viðskiptum í lok ágúst síðastliðinn en kaupverðið hafði ekki áður komið fram. Tekið skal fram að Kristján átti forkaupsrétt að bréf­ unum. Núna liggur ljóst fyrir að Kristján, Birna og Sigríður fengu hlutabréf Ingi­ bjargar á afar hagstæðu verði. Bara verðmæti hlutabréfanna sem Ingi­ björg átti í HB Granda er um tvöfalt meira en söluverð hlutarins í Venusi en þá á eftir að reikna inn í þá tölu verðmæti annarra hlutabréfa sem seld voru, meðal annars í Hamp­ iðjunni og Hval hf. Þó að Kristján og viðskiptafélagar hans ekki selt öll hlutabréfin sem þeir keyptu af Ingi­ björgu og systur Árna þá liggur fyrir að verðmæti þeirra er miklu meira en það verð sem þeir greiddu fyrir þau. Þreifingar um hlutabréf Þegar Árni féll frá í fyrra lá fyrir að annaðhvort myndi Ingibjörg eiga áfram hlutabréfin í þeim fyrirtækjum sem Árni átti eða selja þau. Ingibjörg ákvað að selja bréfin og átti Kristján forkaupsrétt að þeim. Ingibjörg gerði Kristjáni tilboð um söluverð sem hann hafnaði á þeim forsendum að það væri of hátt. Kristján gerði þeim svo Ingibjörgu og Kristínu gagntilboð sem þær gengu að. Athygli vekur að Kristján ætlaði sér upphaflega ekki að kaupa hluta­ bréfin og neitaði hann því í sam­ tali við DV í júní í fyrra að það stæði til. „Það stendur ekkert svoleiðis til,“ sagði Kristján þegar hann var inntur eftir því hvort hann ætlaði að gera til­ boð í bréfin. Hvatinn að viðskiptun­ um kom hins vegar frá Ingibjörgu þar sem hún virðist ekki hafa vilja eiga þau áfram eftir fráfall eiginmanns síns. Nú liggur enn ljósar fyrir en það gerði þá hversu góð viðskiptin voru fyrir Árna og viðskiptafélaga hans. Kristján sér því varla eftir þessum við­ skiptum. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Árni Vilhjálmsson lést á síðasta ári, líkt og greint var frá á þeim tíma. Hann átti langan feril sem prófessor í Háskóla Íslands og kaupsýslumaður. Hann og Kristján Loftsson höfðu unnið saman þegar hann lést. Þeir voru stærstu hluthafar HB Granda, stærsta útgerðarfélags landsins, og stunduðu hvalveiðar í gegnum Hval hf. Kristján var alltaf andlit hvalveiðanna út á við en Árni var ekki eins áhugasamur um veiðarnar. Faðir Árna hafði stofnað Hval hf. árið 1947. Félagið er því fjölskyldufyrir- tæki hans. Saman keyptu þeir Árni og Kristján svo Granda af Reykjavíkurborg árið 1988 og áttu félagið síðan að hluta og voru ráðandi hluthafar. Meðal þess sem Árna og fjölskyldu hans greindi á um við Kristján voru hvalveiðar Hvals hf. og gagnrýndi dóttir Árna þessar veiðar opinberlega. Ljóst er að ekkja Árna hafði ekki mikinn áhuga á áframhaldandi samvinnu við Kristján eftir að maður hennar féll frá og er það meðal annars ein af ástæðunum fyrir sölu hennar á hlutabréfunum til Kristjáns í fyrra. Fjölskyldufyrirtæki Árna Áratuga samvinna Þú getur kosið núna Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla er hafin fyrir sveitarstjórnarkosningarnar A tkvæðagreiðsla utan kjör­ fundar hjá sýslumönnum vegna sveitarstjórnarkosn­ inga 31. maí 2014 hófst laugardaginn 5. apríl 2014. Þeir sem ekki geta greitt atkvæði á kjördag geta því kosið utan kjör­ fundar á skrifstofum og útibúum allra sýslumanna og víðar. Þeir sem eru staddir erlendis eða búa erlendis en eru kjörgengir á Íslandi geta greitt atkvæði á vegum utanríkisráðuneyt­ isins frá og með mánudeginum 7. apríl. Sveitarstjórnarkosningarnar fara fram í maí og verður kosið til sveitarstjórna í 74 sveitarfélögum. Á næstu dögum og vikum ættu endanlegir framboðslistar að liggja fyrir í öllum sveitarfélögum, sem og listabókstafir. Framboðsfresturinn rennur út þann 10. maí næstkom­ andi og þann 13. maí munu yfirkjör­ stjórnir sveitarfélaganna auglýsa framkomin framboð. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla hefst áður en framboðslistar liggja frammi og hafa verið staðfestir og geta kjósendur því aðeins valið listabókstaf, en ekki strikað út ein­ staka nöfn eða raðað á lista. Þeir sem kjósa á kjörstöðum erlendis þurfa að koma atkvæði sínu sjálfir heim og kosta það. Viðkomandi þarf að senda atkvæði sitt til sýslumanns eða kjörstjórnar þar sem hann er á kjörskrá. n astasigrun@dv.is Margföld ávöxtun Kristján Loftsson hagnast vel á viðskiptum sínum við ekkju Árna Vilhjálmssonar. Ingibjörg Björnsdóttir Tók gagntilboði Kristjáns Lofts- sonar í hlutabréf í Venusi. Fleiri gista á hótelum Gistinætur á hótelum í febrúar voru 160.400, en það er þrettán prósenta aukning miðað við febr­ úar 2013. Þetta kemur fram í töl­ um sem Hagstofa Íslands birti á föstudag. Gistinætur erlendra gesta voru 84 prósent af heildar­ fjölda gistinátta en þeim fjölg­ aði um 25 prósent frá sama tíma í fyrra. Gistinóttum Íslendinga fækkaði hins vegar lítillega, eða um eitt prósent. Hlutfallslega fjölgaði gisti­ nóttum mest á Suðurnesjum, eða um 39 prósent. Gistinóttum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 16 prósent og 12 prósent á Norðurlandi. Gistinóttum fækk­ aði í tveimur landshlutum; sam­ eiginlegu svæði Vesturlands og Vestfjarða og á Austurlandi. Tölurnar taka eingöngu til hótela sem opin eru allt árið. Atkvæðagreiðsla Þeir sem þegar vita hvað þær ætla að kjósa í komandi kosningum geta gert það. Mynd SIgtryggur ArI Farþegar munu ekki komast inn í fríhöfnina Flugáætlun verði komin í rétt horf á miðvikudag „Þetta er náttúrlega búið að ganga alveg rosalega hægt og við verðum að halda áfram að fikra okkur áfram. Á endanum náum við að semja, ég er alveg viss um það,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður og framkvæmdastjóri Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, við DV. Þegar þetta var skrifað stefndi allt í verkfall hjá starfsfólki Isavia. Til stóð að leggja niður störf frá klukkan 4.00 til 9.00 á þriðjudagsmorgun. Flugstöðin á Keflavíkurflug­ velli verður opin og farþegar Icelandair geta notað sjálfsinn­ ritunarstöðvar fyrir klukkan níu. Hefðbundin innritun, far­ angursafhending og vopnaleit hefst ekki fyrr en eftir klukkan níu. Farþegar komast því ekki inn á fríhafnarsvæði eða að brott­ fararhliðum fyrr en eftir þann tíma. Takist ekki að semja fyrir 23. apríl mun starfsfólk aftur leggja niður störf á sama tíma þann dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.