Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Side 4
4 fréttir 22. október 2010 föstudagur F Á K A F E N I 9 - - S í m i : 5 5 3 7 0 6 0 O p i ð m á n u d - f ö s t u d . 1 1 - 1 8 & l a u g a r d . 1 1 - 1 6 ÞÆGILEGIR & LÉTTIR www.gabor.is Sérverslun með Stærðir 35-42 Verð kr. 16.495.- N1 í bókaútgáfu: „Ein með öllu og Jónína Ben“ „Ætli menn biðji ekki bara um eina með öllu og Jónínu Ben,“ segir at- hafnakonan Jónína benediktsdótt- ir. Ný bók hennar verður til sölu á sölustöðum N1 en olíufélagið hefur keypt dreif- ingarréttinn að bókinni. „Jú, þetta er vissulega nýjung hjá okkur, við höfum aldrei áður tekið þátt í jólabókaflóðinu,“ segir Hermann guðmundsson, forstjóri N1, en auk bókar Jónínu mun fyrirtækið annast dreifingu og sölu á bók björgvins g. Sigurðssonar, fyrrverandi viðskipta- ráðherra. Hermann segir að vegna sam- dráttar í öllu hagkerfinu hafi N1 ákveðið að nýta útsölustaði sína enn betur. „Okkur vantar fleiri verkefni fyrir okkar fólk og við teljum okkur hafa eitthvað til málanna að leggja,“ bætir hann við. Hann bendir jafnframt á að með þessu verði komnar 70 bókaverslanir um allt land og N1 sé að færa mikla þjónustu út í hinar dreifðu byggðir þar sem ekki eru bókabúðir í dag.  Beðið hefur verið eftir bók Jónínu með mikilli eftirvæntingu en Jónína hefur átt litríka ævi og vakið athygli áratugum saman. Dularfull ljós í kirkjugarði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um dularfullan ljósagang í Gufuneskirkjugarði aðfaranótt fimmtudags. Sam- kvæmt lögreglu áttu einhverjir að vera á ferli í garðinum en ekki var vitað hvort þeir væru lífs eða liðnir. Tveir lögreglumenn voru sendir á staðinn og þar mætti þeim strax sterkt ljós. Við frekari eftirgrennslan reyndist birtan koma frá ljóskast- ara sem framhaldsskólapiltar burðuðust með og því voru engir draugar á ferð. Strákarnir voru einnig með upptökuvél í fórum sínum en þeir voru að vinna að skólaverkefni. Piltunum var leyft að klára verkefnið en lögregla tekur þó fram að tímasetningin hefði mátt vera betri. Hermann guðmundsson Rekstrartekjur Árvakurs, útgáfufé- lags Morgunblaðsins, lækkuðu um milljarð króna á milli ára 2008 og 2009. Rekstrartekjur Árvakurs námu um 2,6 milljörðum króna í fyrra sam- anborið við 3,6 milljarða króna árið 2008. Þetta kemur fram í ársreikningi Árvakurs sem skilað var til ársreikn- ingaskrár í vikunni. Tekjur Árvak- urs eru meðal annars þeir fjármunir sem félagið fær fyrir sölu auglýsinga í Morgunblaðið og sölu áskrifta – Mogginn hefur sögulega séð ekki verið mikið lausasölublað heldur reitt sig mikið á áskriftir. Annað áhugavert við ársreikn- inginn er að rekstrartap Árvakurs nam 667 milljónum króna á árinu og lán félagsins voru færð niður um 4,6 milljarða króna þegar eignarhaldsfé- lagið Þórsmörk keypti útgáfufélagið af Íslandsbanka á árinu. Skuldir Ár- vakurs voru tæplega 5,9 milljarð- ar í lok árs 2008 en voru tæplega 2,3 milljarðar í lok árs 2009. Skuldastaða Árvakurs er því margfalt viðráðanlegri um þessar mundir en fyrir eigendaskiptin á fé- laginu auk þess sem afar fjársterkir aðilar keyptu félagið, meðal annars Guðbjörg Matthíasdóttir, Þorsteinn M. Baldvinsson og Gunnar Dungal. Ljóst er að þessi hluthafahópur á nægilega fjármuni til að geta leyft sér að reka blaðið með tapi um tíma en spurningin er hversu lengi hann sé reiðubúinn til þess. Blaðið skipti um eigendur árið 2009eftir langt og erfitt söluferli og nokkrum mánuðum síðar var Davíð Oddsson ráðinn ritstjóri blaðsins í staðinn fyrir Ólaf Stephensen. Í kjöl- farið sögðu á milli 10 og 13 þúsund áskrifendur blaðinu upp. ingi@dv.is Ársreikningur Árvakurs sýnir mikinn tekjumissi á árinu 2009: Lækkuðu um milljarð Styr um Davíð Á einu ári hafa tekjur útgáfufélags blaðsins minnkað um einn milljarð króna og áskrifendum hefur fækkað um þriðjung. „Hún var glaðvær og hugrökk og leit heiminn björtum augum,“ seg- ir Reynir Torfason, fjölskylduvinur Dagbjartar Þóru Tryggvadóttur sem lést í umferðarslysi í borginni Mugla í Tyrklandi á miðvikudag. Eiginmaður Dagbjartar, Jóhann Árnason, lést einnig í slysinu. Þau láta eftir sig sex mánaða son en hann var einnig í bifreiðinni þeg- ar slysið varð. Þótt ótrúlegt megi virðast slapp hann án meiðsla og er kallaður „kraftaverkabarnið“ í tyrkneskum fjölmiðlum. Dag- björtu er lýst sem glaðværri og hugrakkri ungri konu sem var sannur vinur vina sinna. „Var góð manneskja“ Slysið varð um hádegisbil að stað- artíma á miðvikudag í borginni Mugla sem er í suðvesturhluta Tyrklands. Talið er að ökumaður bílsins hafi misst stjórn á honum með þeim afleiðingum að hann skall framan á sendiferðabíl sem kom á móti. Fólk sem var í sendi- ferðabílnum var flutt á sjúkrahús með töluverð meiðsli. Mikil rign- ing var á svæðinu þegar slysið varð en lögreglan á svæðinu vinnur að rannsókn málsins. „Hún var góð manneskja,“ seg- ir móðir Dagbjartar, Rósa Haralds- dóttir Kjeld, þegar hún er beðin um að lýsa dóttur sinni. aðstandendur til tyrklands Utanríkisráðuneytið og ræðis- maður Íslands í Tyrklandi hafa aðstoðað fjölskyldur Dagbjartar og Jóhanns við að fá barnið heim en aðstandendur hjónanna héldu til Tyrklands á fimmtudag til þess að sækja drenginn. Dagbjört og Jóhann bjuggu í Horsens í Dan- mörku þar sem þau voru við nám. Þau voru á ferðalagi í Marmaris á Tyrklandi þegar hið hörmulega slys átti sér stað. Dagbjört var fædd árið 1976 og Jóhann 1985. Það þykir ganga kraftaverki næst að sonur þeirra hafi slopp- ið nánast ómeiddur frá slysinu. Hann er nú í umsjá ræðismanns Íslands í Tyrklandi en afi hans og fleiri ættingjar eru nú á leið til Tyrklands til að koma honum heim til Íslands. afar hugrökk Reynir Torfason þekkti vel til Dagbjartar og er náinn vinur fjöl- skyldunnar. Hann segir það ekki fara á milli mála að það hafi allt verið gott í fari Dagbjartar. „Hún var glaðvær og það geislaði af henni hvert sem hún fór,“ seg- ir Reynir sem þekkti Dagbjörtu alla hennar ævi. „Í návist hennar leið manni ósjálfrátt betur,“ seg- ir Reynir. Dagbjört hafði glímt við erfið veikindi og segir Reyn- ir hana hafa verið afar hugrakka. „Hún var mjög hugrökk og leit heiminn björtum augum,“ segir Reynir og tekur fram að sinn hug- ur sé allur hjá foreldrum hennar. „GEISLAÐI AF HENNI HVERT SEM HÚN FÓR“ Hjónin Dagbjört Þóra tryggvadóttir og Jóhann árnason létust í bílslysi á mið- vikudag í Tyrklandi. Hjónin láta eftir sig sex mánaða son sem var með í bílnum en hann slapp ómeiddur. Aðstandendur Dagbjartar lýsa henni sem glaðværri og hugrakkri manneskju. Dagbjört var 34 ára og Jóhann 25 ára. birgir olgeirSSoN og guNNHilDur SteiNarSD. blaðamenn skrifa: birgir@dv.is og gunnhildur@dv.is Í návist henn-ar leið manni ósjálfrátt betur Mikill harmur Jóhann Árnason og Dagbjört Þóra Tryggvadóttir. Hjónin ungu láta eftir sig sex mánaða gamlan son. Dagbjört Þóra Tryggvadóttir F. 20. janúar 1976 – D. 20. október 2010 Jóhann Árnason F. 23. janúar 1985 – D. 20. október 2010

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.