Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Qupperneq 8
8 fréttir 22. október 2010 föstudagur
Gagnrýnir sinnuleysi vegna Menntaskólans Hraðbrautar:
„Boðvald að ofan“
„Ég er hjartanlega sammála niður-
stöðum Ríkisendurskoðunar sem
telur að ráðuneytið hafi farið út fyrir
heimildir sínar,“ segir Kolbrún Hall-
dórsdóttir, varaþingmaður Vinstri-
grænna í menntamálanefnd, aðspurð
um álit á skýrslu Ríkisendurskoðunar
um Menntaskólann Hraðbraut.
DV hefur fjallað um málefni Hrað-
brautar undanfarna mánuði en at-
hugun á ársreikningum skólans, sem
að mestu er rekinn fyrir almannafé,
sýndi að Ólafur Johnson, skólastjóri
Hraðbrautar, tók arð upp á tugi millj-
óna króna út úr skólanum og fast-
eignafélagi hans á liðnum árum; arð
sem á uppruna sinn í styrkjum frá rík-
inu.
Í kjölfarið tók Ríkisendurskoð-
un málefni skólans til athugunar og í
skýrslu um málið var starfsemi skól-
ans gagnrýnd harðlega; skólinn hefði
fengið tæpum 200 milljónum of mik-
ið frá ríkinu á sama tími og Ólafur
greiddi sér 82 milljónir í arð. Tengdir
aðilar fengu á sama tíma 50 milljón-
ir að láni frá skólanum. Var það mat
Ríkisendurskoðunar að lánveiting-
arnar væru óeðlilegar enda tengjast
þær ekki rekstri skólans.
Kolbrún segir að hún hafi lagt fram
spurningar til menntamálaráðuneyt-
isins um hvers vegna þessar ofgreiðsl-
ur hefðu verið látnar viðgangast.
Menn hafi borið fyrir sig samkomulag
sem gert var á milli Þorgerðar Katrínar
Gunnarsdóttur og Árna Mathiesen.
„Það var eins og ráðuneytið hefði
áttað sig á að þarna hefði ekki ver-
ið staðið faglega að málum og var
boðvald að ofan látið stýra því að ekki
voru gerðar athugasemdir,“ segir hún
og bætir við að sér finnist þetta mjög
ámælisverð framkvæmd.
Kolbrún vill taka fram að henni
finnist til fyrirmyndar að loksins sé
farið að taka skýrslur Ríksiendurskoð-
unar fyrir í nefndum. „Áður fyrr var
undir hælinn lagt hvort þingmenn
lásu þær yfir höfuð.“ gunnhildur@dv.is
Gagnrýnin Kolbrún segir að boðvald
að ofan hafi stjórnað því að ekki voru
gerðar athugasemdir.
Laugardalshrotti
ófundinn
Maður sem réðst á 16 ára gamla
stúlku í Laugardalnum um hábjart-
an dag er enn ófundinn. Árásin var
fólskuleg og virðist hafa verið algjör-
lega tilefnislaus. Stúlkan hlaut tölu-
verða áverka á höfði og fingurbrot
en hún er nú á batavegi. Lögreglan
telur að árásarmaðurinn hafi notað
barefli úr hörðum málmi, einhvers
konar lurk eða stöng. Lýst var eftir
árásarmanninum, sem var talinn
vera á aldrinum 20 til 25 ára, um 170
til175 cm á hæð, skolhærður, klædd-
ur í svarta yfirhöfn og hvíta og rauða
skó. Engar nothæfar ábendingar
hafa þó borist lögreglu við rann-
sóknina og telst málið því óupplýst.
Dapurleg
brotlending
„Tillaga Vigdísar Hauksdóttur og
fleiri þingmanna um að draga aðild-
arumsóknina til baka var dapur-
leg brotlending hjá þingmönnum
Heimssýnar sem stangast í þrem-
ur efnum á við nýsamþykkt lög um
þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Össur
Skarphéðinsson utanríkisráðherra
um tillögu Vigdísar Hauksdóttur og
sex annarra þingmanna um að hætt
verði við aðildarumsókn að ESB.
Össur segir það dapurlegt að hlusta
á Vigdísi skýra mistök sín með því að
„ráðast að starfsmönnum þingsins,“
en Vigdís sagði á Rás 2 að þeir hefðu
átt að benda sér á mistökin.
Krónan mun
ekki styrkjast
Krónan er veik í sögulegu samhengi
og mun lítið styrkjast næstu þrjú
árin. Þetta kemur fram í haust-
skýrslu hagdeildar ASÍ en ársfundur
sambandsins hófst á fimmtudag.
Spá hagdeildar, sem er gerð fyrir
árin 2010 til 2013, gerir ráð fyrir því
að með vaxandi trausti á íslensku
atvinnulífi og stjórn efnahagsmála
muni skapast forsendur til að létta á
gjaldeyrishöftum sem verður gert í
áföngum.
Meingallað
frumvarp
„Frumvarpið eins og það liggur
fyrir er meingallað og í raun ónýtt
þar sem það mun ekki ná tilgangi
sínum,“ segja þingmenn Hreyf-
ingarinnar í yfirlýsingu sem send
er í tilefni þess að þinghópurinn
hefur fengið til umsagnar frum-
varp ríkisstjórnarinnar til breyt-
inga á lögum um gjaldþrotaskipti
– fyrningarfrumvarpið svokall-
aða. Þingmennirnir telja frum-
varpið gallað og að það þjóni ekki
þeim tilgangi sínum að koma
gjaldþrota fólki í skjól frá endur-
upptöku krafna eftir tvö ár.
LÍTUR Á FINN SEM
KUNNINGJA SINN
Vinirnir og viðskiptafélagarn-
ir Finnur Ingólfsson, fyrrverandi
ráðherra og meðlimur í S-hópn-
um, og Jafet Ólafsson, fjárfestir
og fyrrverandi framkvæmdastjóri
VBS, eru samtals með nærri 100
prósenta markaðshlutdeild á bif-
reiðaskoðunarmarkaðnum. Finn-
ur á bifreiðaskoðunina Frumherja
á meðan Jafet á 75 prósent í Aðal-
skoðun á móti 25 prósentum sem
eru í eigu Eyjólfs Árna Rafnsson-
ar. Þar til bifreiðaskoðunin Tékk-
land, sem er í eigu sömu aðila og
eiga N1, kom inn á markaðinn
fyrir skömmu skiptu þessi tvö fyr-
irtæki með sér bifreiðaskoðunar-
markaðnum, Frumherji var með 60
prósent markaðshlutdeild og Aðal-
skoðun 40 prósent.
DV sagði frá því á miðvikudag-
inn að Jafet sværi af sér að Finn-
ur Ingólfsson, sem gerði tilraun til
að kaupa Aðalskoðun árið 2007 og
sameina hana og Frumherja áður
en Samkeppniseftirlitið kom í veg
fyrir það, væri raunverulegur eig-
andi Aðalskoðunar þrátt fyrir að
Jafet og Eyjólfur Árni væru skráðir
sem eigendur stöðvarinnar. Svo vill
reyndar til að áður en Samkeppnis-
eftirlitið ógilti kaup Frumherja var
búið að ákveða að Jafet yrði næsti
stjórnarformaður fyrirtækis Finns,
Frumherja. Af þessu varð þó ekki
þar sem Jafet keypti Aðalskoðun
eftir að Finni var bannað það.
Aðspurður sagði Jafet þá um
tengslin við Finn: „Ég þekki Finn
bara á sama hátt og ég þekki ýmsa
aðra menn í viðskiptalífinu. Að
tengja hann við Aðalskoðun er út í
hött... Það eru engin tengsl á milli
Frumherja og Aðalskoðunar og við
erum í hörku samkeppni við þá og
höfum verið að taka af þeim mark-
aðshlutdeild.“
Eiga saman jörð
Eftir að þessi frétt birtist fékk blaðið
ábendingu um að það væri ekki alls
kostar rétt að Jafet og Finnur væru
eingöngu tengdir með þessum
hætti. Sannleikurinn væri sá að
þeir væru vinir og ættu saman jörð
í Helgafellssveit á Snæfellsnesi sem
heitir Innri-Kóngsbakki.
Eignarhaldsfélagið sem heldur
utan um jörðina, Innri Kóngsbakki
ehf., er meðal annars í eigu Finns,
Jafets og einnig Eyjólfs Árna, hins
eiganda Aðalskoðunar. Hver um
sig á 17 prósent í félaginu. Jafet er
jafnframt stjórnarformaður félags-
ins og er eiginkona Finns, Kristín
Vigfúsdóttir, stjórnarmaður í Innri-
Kóngsbakka.
Mennirnir þrír sem skipta með
sér bifreiðaskoðunarmarkaðnum á
Íslandi eru því viðskiptafélagar og
vinir sem samt eru í „hörku sam-
keppni“ eins og Jafet orðar það.
„Kunningjar“ segir Jafet
Aðspurður af hverju hann hafi lát-
ið ógert að nefna það að þeir Finn-
ur væru vinir og að þeir ættu saman
jörð í Helgafellssveit segir Jafet að
hann skilgreini Finn ekki sem vin
sinn. „Þegar þú átt jörð með manni
þá er ekki þar með sagt að hann
sé vinur þinn. Nei, hann er ekkert
í vinahóp mínum og ég lít bara á
hann sem kunningja minn. Það er
stór munur á því. Ég á jarðir með
mörgum aðilum og það eru bara
viðskipti. Það var tilviljun að ég
lenti inni í þessari jörð og það var
ekki út af Finni. Leiðir okkar Finns
hafa aldrei legið saman, hvorki í
pólitík né í skóla eða annað slíkt.
Okkar leiðir liggja líka sáralítið
saman á Kóngsbakka. Þetta er stór
jörð og við eigum ekki einu sinni
saman hús,“ segir Jafet.
Jafet segir aðspurður að sam-
keppnin væri ekki eins mikil og
raun ber vitni á milli Frumherja og
Aðalskoðunar ef það væru eigna-
tengsl á milli fyrirtækjanna. Að-
spurður hvort einhvers konar
samráð sé á milli Frumherja og Að-
alskoðunar segir Jafet að það sé af
og frá. „Það er meira að segja önnur
verðskrá hjá okkur,“ segir Jafet.
inGi f. vilhJálmsson
fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is
Leiðir okkar Finns hafa aldrei
legið saman, hvorki í
pólitík né í skóla eða
annað slíkt.
Jafet Ólafsson og Finnur Ingólfsson eiga saman jörð á Snæfellsnesi og eru sagðir vera
miklir vinir. Hvor um sig á bifreiðaskoðunarfyrirtæki sem saman hafa drottnað yfir
markaðnum frá árinu 2007. Jafet átti að verða stjórnarformaður Frumherja Finns
áður en hann keypti Aðalskoðun.
finnur ingólfsson Jafet lítur bara á
hann sem kunningja.
Jafet sagði ekki frá
tengslunum Jafet Ólafsson
sagði ekki allan sannleikann
þegar hann sagðist þekkja
Finn Ingólfsson eins og
hvern annan í viðskiptalífinu.
Sannleikurinn er sá að þeir
Jafet og Finnur eru vinir
og viðskiptafélagar.