Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Qupperneq 13
föstudagur 22. október 2010 fréttir 13
Orkuveitan hækkaði gjaldskrá
sína þann 1. október um 28,5 pró-
sent og nú hefur 65 manns verið
sagt upp störfum. Þetta er gert í
hagræðingarskyni til að fyrirtæk-
ið geti staðið við skuldbindingar
sínar gagnvart lánardrottnum og
forðast þannig gjaldþrot. Skuld-
ir Orkuveitunnar hafa tífaldast á
innan við áratug og nema nú tæp-
lega 250 milljörðum króna.
Gífurlega skuldaukningu fyr-
irtækisins má að miklu leyti rekja
til óhemjumikils framkvæmda-
hraða á árunum 2006–2007, sem
má svo aftur rekja til samninga um
álver í Helguvík. Þá bætti banka-
hrun, efnahagskreppa og gengis-
fall krónunnar ekki úr skák.
Sigrún Elsa Smáradóttir, fyrr-
verandi stjórnarmaður í stjórn
Orkuveitunnar, segir fjárhags-
vandræði Orkuveitunnar hafa
verið fyrirsjáanleg en hún lagði
fram bókun á fundi stjórnarinn-
ar árið 2006 og benti á mikilvægi
þess að sú úttekt sem gerð var á
möguleikum Orkuveitunnar til að
afla raforku fyrir stóriðju í Helgu-
vík væri kynnt eigendum og yrði
rædd í borgarráði og borgarstjórn
áður en samningar um álver væru
undirritaðir. Það hefði hins vegar
ekki verið gert. Hún krafðist einnig
svara við spurningunni hvar þol-
mörk fyrirtækisins lægju. Þá segir
orðrétt í bókuninni: „Huga verður
að því að fjárfestingar fyrirtækis-
ins á ýmsum sviðum, þó arðsam-
ar séu til lengri tíma, leiði ekki til
þess að grípa þurfi til sérstakra að-
gerða til að auka eigið fé fyrirtæk-
isins.“
Það er því ljóst að Orkuveitan
fór óvarlega í fjárfestingar og sýp-
ur almenningur nú seyðið af fram-
kvæmdagleði í góðærinu og borg-
in þarf að taka frá um tíu milljarða
á ári til þess að verja Orkuveituna
greiðslufalli.
Finnur Ingólfsson á mælana
Margt er umdeilt í rekstri Orku-
veitunnar. Sem dæmi má taka að
Orkuveitan greiðir Frumherja hf.
um 200 milljónir á ári fyrir leigu á
hitaveitu-, vatns- og raforkusölu-
mælum á heimilum á starfssvæði
Orkuveitunnar og þjónustu tengda
þeim. Frumherji hf., sem er í eigu
Finns Ingólfssonar fyrrverandi iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra Fram-
sóknarflokksins, keypti mælana af
Orkuveitunni í útboði árið 2001 fyr-
ir tæpar 260 milljónir króna og gerði
5 ára þjónustusamning við fyrir-
tækið. Árið 2007, sama ár og Finnur
Ingólfsson keypti Frumherja hf., var
samningurinn endurnýjaður og þá
til 7 ára. Umræddir mælar eru stað-
settir á hverju heimili og eru um 150
þúsund talsins.
Fullkomnasta eldhús í Evrópu
Orkuveitan hefur ekki bara farið
óvarlega í fjárfestingar heldur hef-
ur fyrirtækið einnig verið gagnrýnt
harðlega fyrir að bruðla með al-
mannafé. Nærtækast er að benda á
höfðustöðvarnar sjálfar sem vígð-
ar voru 23. apríl 2003, en heildar-
kostnaður við byggingu þeirra nam
um 5.800 milljónum króna sem var
vel rúmlega tvöföld sú upphæð sem
upphafleg kostnaðaráætlun hljóð-
aði upp á. Alfreð Þorsteinsson hef-
ur þó sagt að kostnaður við bygg-
inguna hafi ekki verið meiri en við
vandaða skólabyggingu. Í höfuð-
stöðvum fyrirtækisins er eldhús í
hæsta gæðaflokki og var ekkert til
sparað hvorki í hönnun þess né
tækjakosti, ekki frekar en annars
staðar í byggingunni.
Ekki er langt síðan kynningar-
myndband af þessu forláta eldhúsi
Orkuveitunnar fór eins og eldur í
sinu um netheima og sögðu fróðir
menn að þetta væri án efa eitt full-
komnasta og tæknilegasta eldhús í
Evrópu.
Ágætis launakjör æðstu
stjórnenda
Orkuveitan hefur þó ekki bara gert
vel við fólkið sitt í mat og drykk.
Æðstu stjórnendur fyrirtækisins
hafa hingað til fengið ríkuleg laun
og hlunnindi. Nú síðsumars var
ráðinn tímabundið nýr forstjóri,
Helgi Þór Ingason, og fram hefur
komið að laun hans séu um 1.200
þúsund krónur á mánuði, en það
er töluvert minna en tæpu tvær
milljónirnar sem forveri hans Hjör-
leifur Kvaran fékk í launaumslag-
ið sitt um hver mánaðamót. Eirík-
ur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi
Orkuveitunnar, sagði í samtali við
DV að enginn innan fyrirtækisins
væri með hærri laun en forstjóri
og því er ljóst að æðstu stjórnend-
ur hafa tekið á sig töluverða launa-
lækkun en DV greindi frá því í sum-
ar að forstjóri Orkuveitunnar og þrír
framkvæmdastjórar fyrirtækisins
væru allir með tæpar tvær milljón-
ir í mánaðarlaun. Þá var Haraldur
Flosi Tryggvason, stjórnarformaður
Orkuveitunnar, ráðinn í fullt starf og
er því hluti af launuðu stjórnenda-
teymi fyrirtækisins með 920 þús-
und krónur í mánaðarlaun. Er þessi
ráðstöfun einsdæmi og þykir skjóta
skökku við á tímum sparnaðar og
hagræðingar.
Glæsikerrur og tónleikamiðar
Þá hefur bílafloti æðstu stjórnenda
Orkuveitunnar hingað til ekki verið
neitt slor en í DV í sumar kom fram
að flotinn samanstæði af Nissan
Pathfinder árgerð 2006, Toyota Land
Cruiser árgerð 2008, Toyota Land
Cruiser árgerð 2009 og Mercedes
Benz ML 350 árgerð 2007 og munu
þessar fjórar glæsibifreiðar hafa ver-
ið metnar á um 32 milljónir króna.
Benz-bíllinn var keyptur í vor handa
Önnu Skúladóttur, fjármálastóra
fyrirtækisins, og kostaði hann tæp-
ar 8 milljónir króna. Nokkrir stjórn-
armenn Orkuveitunnar, sem og Jón
Gnarr borgarstjóri, vissu ekki af
kaupunum enda höfðu þau ekki ver-
ið tekin fyrir í stjórninni.
Orkuveitan gerði ekki bara vel
við starfsfólk heldur líka mikilvæga
viðskiptavini en í ágúst árið 2008
tók fyrirtækið sig til og bauð um 50
mikilvægum viðskiptavinum sín-
um og embættismönnum Reykja-
víkurborgar á stórtónleika Erics
Clapton í Egilshöll og sögðu tals-
menn Orkuveitunnar það á sínum
tíma að tilgangurinn væri að styrkja
viðskiptatengsl við þessa ákveðnu
viðskiptavini. Þótti það umdeilt og
óviðeigandi að fyrirtæki í almenn-
ingseigu væri að gefa viðskiptavin-
um slíka boðsmiða.
65 manns sagt upp
Fjárútlát Orkuveitunnar síðustu ár
eru nú farin að bitna á starfsfólki
hennar en 65 manns var sagt upp
störfum hjá fyrirtækinu á fimmtu-
dag. Uppsagnirnar ná til allra sviða
fyrirtækisins og þeir sem fengu upp-
sagnarbréf voru allt frá stjórnend-
um til verkamanna, 45 karlmenn
og 20 konur. Þýðir þetta 11% fækk-
un starfsmanna fyrirtækisins. Upp-
sagnirnar bætast ofan á stórhækk-
aða gjaldskrá Orkuveitunnar.
Mikið uppnám hefur verið innan
fyrirtækisins síðustu vikuna, en frétt-
ir af fjöldauppsögnunum, sem nú
hafa gengið eftir, bárust starfsmönn-
um fyrst í gegnum fjölmiðla.
Í fréttatilkynningu frá Orkuveitunni
segir að óhjákvæmilegt hafi verið að
grípa til sársaukafullra aðgerða til að
styrkja undirstöður rekstursins. Þá
segir einnig í tilkynningunni að til
ýmissa annarra aðgerða hafi verið
gripið í hagræðingarskyni áður en til
uppsagnanna kom. Til dæmis voru
bifreiðahlunnindi framkvæmda-
stjóra afnumin og laun þeirra lækk-
uð í samræmi við laun forstjóra. Þá
var einnig fækkað í yfirstjórn Orku-
veitunnar með því að leggja niður
starf aðstoðarforstjóra og eins fram-
kvæmdastjóra.
Sólrún lIlja raGnarSdóttIr
blaðamaður skrifar: solrun@dv.is
KOMIÐ ER AÐ
SKULDADÖGUM
Huga verður að því að fjárfesting-
ar fyrirtækisins á ýmsum
sviðum, þó arðsamar séu
til lengri tíma, leiði ekki til
þess að grípa þurfi til sér-
stakra aðgerða til að auka
eigið fé fyrirtækisins.
Apríl 2003:
Höfuðstöðvar
Orkuveitunnar
vígðar–hafafengið
viðurnefniðRoyal
AlfreðHallíSlangur-
orðabókSnöru.
Júní 2006:
Viljayfirlýsingum
álveríHelguvík
undirrituð. Október
2007: REI-málið
nærhámarki.
Ágúst 2008:
Orkuveitanbýður
vildarvinumsínum
átónleikameðEric
Clapton.
Ágúst 2010:
Fréttirberastaf
240milljarðakróna
skuldumOrkuveit-
unnar.
Ágúst 2010: Kjartan Magnús-
sonstjórnarformað-
urOrkuveitunnar
ogfyrrverandi
stjórnarformaður
segirífréttumað
stefnumörkumá
árunum2003–2006
skýristærstanhluta
skuldasöfnunar
Orkuveitunnar.
Ágúst 2010:
alfreð Þorsteins-
sonstjórnarformað-
urOrkuveitunnará
árunum2003–2006
segistekkibera
ábyrgðáskuldum
Orkuveitunnarog
bendiráeftirmenn
sína.
Október
2010:Gjaldskrá
Orkuveitunnar
hækkarum28,5%.
Október
2010:Fréttir
berastaffyrirhuguð-
umfjöldauppsögn-
umhjáOrkuveitu
Reykjavíkur.
Almenningur tekur á sig 28,5 prósenta hækkun á orkuverði og 65 manns hefur verið sagt upp störfum hjá
Orkuveitunni. Fyrirtækið sem skuldar nú tæpa 250 milljarða hefur verið gagnrýnt fyrir mikla áhættusækni
í fjárfestingum enda sé slíkt ekki viðeigandi hjá fyrirtæki í almenningseign. Ófáar fréttir hafa verið sagðar
af bruðli Orkuveitunnar síðastliðin ár og eru íburðarmiklar höfuðstöðvarnar táknmynd þess.
Hjörleifur Kvaran Fékknærritvær
milljónirámánuðiásamatímaog
OrkuveitaReykjavíkursteyptisérí
gífurlegarskuldir.
Finnur Ingólfsson FélagFinnskeypti
hitaveitu-,vatns-ograforkumælaaf
Orkuveitunniá250milljónir.Félagiðfær
hinsvegarum200milljóniríleigutekjur
fráOrkuveitunniáári.
Ungmenni hafa kvartað Undan því að
hafa ekki fengið greitt fyrir vinnU í tívolí-
inU í hafnarfirði. þaU fá ekki greidd laUn
en er í staðinn leyft að fara frítt í tækin.
tívolímiðar
í stað launa
hlýnUn jarðar hefUr mikil áhrif á ís-
land. Breytingarnar geta komið íslandi
til góða en 99 prósent líkUr erU á að
hlýnUn jarðar sé af mannavöldUm.
ísland rís um
fjóra metra
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
dv.is
besta rannsóknarblaðamennska ársins
þór óliver gUnnlaUgsson, kenndUr við vatnsBerann, mótmælir harðlega þeirri nýBreytni
að fangar á litla-hraUni þUrfi sjálfir að kaUpa og elda eigin mat. hann segir verðið hátt
og aðstöðUna ófUllnægjandi. páll Winkel fangelsismálastjóri segir eldamennskUna vera
mikilvægan þátt í BetrUn fanga. fangarnir erU áhUgasamir Um holla fiskrétti.
fimmtudagur 7. ágúst 2008 dagblaðið vísir 142. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295
uTVoLDuM
BoÐIÐ a
CLaPToN
fanginn neitar að elda
gUðmUndUr óli hrafnkelsson er
hagkvæmUr maðUr. hann ekUr Um
götUr Bæjarins á glæsiBíl og seldi
aUglýsingU fyrir Bón á Bílinn.
auglýsir á bílnum
stjórnendUr orkUveitUnnar örlátir á almannafé:
bílar
n almennir orkukaupendur fá ekkert
n miðarnir kosta tæpa hálfa milljón
n velstæðir skallapopparar sem geta
vel keypt sig inn segir þingmaður
fréttir
fréttir fréttir
föstudagur 23. janúar 20094 Fréttir
Sandkorn
n Raddir um endurnýjun í
stjórnmálaflokkunum verða
hærri með hverjum deginum
sem líður. Sjálfstæðisflokkur-
inn fer ekki varhluta af þeirri
umræðu en eins og fram hef-
ur kom-
ið verður
landsfund-
ur flokks-
ins um
næstu helgi.
Þær sögur
ganga fjöll-
um hærra
að Bjarni
Benediktsson muni bjóða sig
fram gegn Geir H. Haarde for-
manni en einnig hefur nafn
Hönnu Birnu Kristjánsdóttur
og Guðlaugs Þórs Þórðarsson-
ar borið á góma þegar rætt er
um framtíðarleiðtoga flokksins.
n Í fjölmiðlum síðustu vikur
hefur komið fram að margir
þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins eru
opnir fyrir
aðildarvið-
ræðum um
inngöngu
í Evrópu-
sambandið.
Sjálfstæðis-
flokkurinn
hefur und-
anfarnar vikur staðið fyrir opn-
um fundum um ýmis álitaefni
Evrópusambandsins. Hjá þeim
almennu félagsmönnum, sem
þar hafa mælt, hefur fram kom-
ið mikil og afgerandi andstaða
við aðildarviðræður. Kunnug-
ir segja að frjálshyggjuarmur
flokksins, undir forystu Styrmis
Gunnarssonar, sé mun öflugri
en almennt er talið.
n Ef frjálshyggjuarmur Sjálf-
stæðisflokksins fellir tillögur
um ESB á landsfundi sínum
um næstu helgi fæst ekki séð að
flokkurinn geti átt samleið með
Samfylkingu í ríkisstjórn. Þetta
er að því gefnu að samstarfið
haldi fram að landsfundi. Talið
er að rauðgrænt bandalag sé
í myndun. Ekki er víst að slíkt
hugnist öllum flokksmönn-
um VG. Fulltrúi VG í banka-
ráði Seðlabankans er Ragnar
Arnalds, formaður Heimssýn-
ar. Talið er að honum hugnist
frekar samstarf við Sjálfstæðis-
flokkinn. Þar myndi hann hitta
fyrir fyrrverandi bekkjarfélaga
sinn úr Laugarnesskóla, Styrmi
Gunnarsson.
Græða á daginn – grenja á kvöldin
kristján hreinsson skáld skrifar. „En núna er Réttlætisbyltingin hafin.“
Það er þannig, mín kæra þjóð, mitt í því sem Réttlætisbyltingin er að hefj-ast, að menn nefna það við mig að ýmsar stjórnir, ráð og nefndir á veg-
um hins opinbera hafi lengi haft þann háttinn
á að úthluta sér jólagjöfum – mér er sagt að
þetta hafi menn gert árum og áratugum sam-
an. Þeir sem sitja í slíkum fyrirbærum þurfa
ekki að fara í röð og betla mat fyrir jólin því allt
kjötmeti sem í jólamatinn fer fá þeir að gjöf.
Fræðsluráð, hafnarstjórn, skipulags- og bygg-
ingarnefnd, stjórn Sambands íslenskra sveit-
arfélaga og Hafnasambands sveitarfélaga
geyma víst ágæta sögu gjafa af slíkum toga.
Sveitarstjórnarmenn, þingmenn okkar og
ráðherrar hafa úr ýmsum bitlingum að moða
á meðan þeir þykjast vera að gera þjóðinni
greiða með því að lækka laun sín. Bankaráð
og stjórnendur bankanna hafa víst aldrei far-
ið varhluta af sukkinu, ekki frekar en ýmsir
aðrir embættismenn.
Bíræfnustu glæpamenn hafa þann háttinn á
að þeir láta ekki staðar numið þegar þeim hefur
tekist að mergsjúga fórnarlömbin.
Menn skammta sér laun, setjast að kjötkötl-
um, ýta vinum og vandamönnum í valdastöð-
ur, stunda alla þá sjálftöku sem hugsast getur
og svo neyðast þeir til að stela jólasteikinni. Já,
þetta gera þeir svona til að sanna fyrir sér og sín-
um hve algjör aumingjadómurinn þarf að vera.
En núna er Réttlætisbyltingin hafin. Við
munum ekki lengur leyfa yfirstétt þessa lands
að leiða okkur einsog lömb til slátrunar eða um-
gangast okkur einsog grísi í stíu. Nú er komið að
því sem er óumflýjanlegt – ofáti íhaldsins skal
linna í eitt skipti fyrir öll.
Þeir sem hér ganga enn um götur og hreykja
sér á kostnað okkar hinna, lofa eigið ágæti og
dásama það að hafa fengið að græða á daginn
og grilla á kvöldin. Já, þessi skríll kann ekki að
skammast sín. Nú hanga þessir menn einsog
hundar á roði, hræddir um að missa allt góssið
sem þeir hafa náð að stela.
Sá sem tekur þátt í því að fela glæpinn getur
aldrei talist hetja – ekki frekar en dusilmennið
sem fagnar þjófagóssi í skjóli frelsis.
Að græða á daginn og grenja á kvöldin er
hlutskipti þeirra sem eyddu öllu sem þjóðin
átti.
Í stjórnmálum menn stunda það
að stela, ljúga og svíkja
og fólki landsins finnst nú að
þeir fái brátt að víkja.
Skáldið Skrifar
Varahlutir
og viðgerðir
511 2222
Norðurhella 8 l 221 Hafnarfirði
S: 511 2222 l Fax: 511 2223
varahlutir@varahlutir.is
www.varahlutir.is
Orkuveita Reykjavíkur seldi Frumherja orkusölumæla fyrir 260 milljónir í stjórnarfor-
mannstíð Alfreðs Þorsteinssonar árið 2001. Tveir þjónustusamningar Orkuveitunnar
við Frumherja eru milljarða virði. Í dag á Finnur Ingólfsson Frumherja. Tveimur
stjórnarmönnum í Orkuveitunni var ekki kunnugt um samninginn við Frumherja.
finnUr fÆr 200
MilljÓnir á ári
Frumherji hf., fyrirtæki sem er í eigu
Finns Ingólfssonar, fyrrverandi iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra úr Fram-
sóknarflokknum, fær tæpar 200 millj-
ónir á ári frá Orkuveitu Reykjavíkur.
Þetta er fyrir leigu á hitaveitu-, vatns-
og raforkusölumælum á heimilum á
starfssvæði Orkuveitunnar og þjón-
ustu tengda þeim.
Orkuveitan seldi Frumherja mæl-
ana árið 2001 fyrir tæpar 260 milljón-
ir króna og gerði þá fimm ára þjón-
ustusamning við fyrirtækið sem
færði Frumherja rúmar 182 milljónir
króna á ári.
Nýr sjö ára samningur upp á 200
milljónir króna var gerður við Frum-
herja árið 2007 – sama ár og Finnur
Ingólfsson keypti fyrirtækið.
Tveir núverandi stjórnarmenn í
Orkuveitu Reykjavíkur, þær Svandís
Svavarsdóttir og Sigrún Elsa Smára-
dóttir, segjast ekki vita að samning-
urinn hafi verið gerður við Frum-
herja og því geti þær ekki tjáð sig um
hann.
Rúmar 180 milljónir á ári
Í mars árið 2001 seldi Orkuveita
Reykjavíkur Frumherja tvær mæla-
prófunarstöðvar fyrir 259 milljónir
króna, samkvæmt upplýsingum á vef
Kauphallar Íslands. Á þessum tíma
var framsóknarmaðurinn Alfreð Þor-
steinsson stjórnarformaður Orku-
veitunnar og Guðmundur Þórodds-
son forstjóri.
Á sama tíma gerði Orkuveita
Reykjavíkur fimm ára þjónustu-
samning við Frumherja um að sjá
um rekstur á mælunum og hljóð-
aði hann upp á rúmar 182 milljónir
króna.
Með kaupunum tók Frumherji
að sér alla starfsemi prófunarstöðv-
anna, eignarhald á rafmagns- og
rennslismælum sem og uppsetningu
þeirra á veitusvæði Orkuveitunnar.
Aukning rekstrartekna Frum-
herja um 114 milljónir á milli áranna
2000 og 2001 var fyrst og fremst tal-
in vera afleiðing af samningnum við
Orkuveituna um orkusölumælana,
samkvæmt upplýsingum á vef Kaup-
hallar Íslands úr ársuppgjöri Frum-
herja.
150 þúsund mælar
Orri Vignir Hlöðversson, fram-
kvæmdastjóri Frumherja, segir að
Orkuveitan hafi tekið þá ákvörðun
að losa sig frá öllum mælarekstri árið
2001 og hafi því selt þá með útboði.
„Þetta er gríðarlegur fjöldi mæla,
um 150 þúsund talsins á heimilum
á starfssvæði Orkuveitunnar. Það eru
svona mælar á hverju heimili,“ segir
Orri. Hann segir að Frumherji hafi
tekið þá ákvörðun að kaupa mælana
en leigja þá síðan aftur til Orkuveit-
unnar.
Orri segir að Frumherji sjái ekki
um að lesa af mælunum, það geri
starfsmenn Orkuveitunnar, en að fyr-
irtækið eigi mælana og reki þá og sjái
um viðhald og endurnýjun á þeim
samkvæmt þjónustusamningnum.
1400 milljóna króna samningur
Þegar samningurinn við Frumherja
hafði runnið út bauð Orkuveitan
þjónustuna aftur út í mars árið 2007
þrátt fyrir að Frumherji væri þá eig-
andi mælanna. Frumherji sendi inn
tilboð í þjónustusamninginn sem
hljóðaði upp á tæpar 200 milljón-
ir á ári. Hin tvö tilboðin sem bárust
í þjónustuna voru töluvert hærri og
var tilboði Frumherja tekið. Þjón-
ustusamningurinn við Orkuveituna
við Frumherja er til sjö ára og var
gerður árið 2007 samkvæmt upplýs-
ingum frá Eiríki Hjálmarssyni, upp-
lýsingafulltrúa Orkuveitunnar.
Finnur kaupir Frumherja
Að sögn Orra Vignis keypti Finnur
Ingólfsson Frumherja árið 2007 af
Óskar Eyjólfssyni.
Samkvæmt upplýsingum á vef-
síðu Kauphallar Íslands keypti Óskar
hluthafa Frumherja út úr fyrirtækinu
á árinu 2002 og snemma árs 2003.
Hlutabréfin voru afskráð af tilboðs-
markaði Kauphallarinnar í febrúar
árið 2002 og átti Óskar þá tæplega 97
prósent hluta í Frumherja sem hann
rak til sumarsins 2007 þegar Finnur
keypti það af honum í útboði með
milligöngu Glitnis banka.
IngI F. VIlhjálmsson
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
„Þetta er gríðarlegur
fjöldi mæla, um 150
þúsund talsins á heim-
ilum á starfssvæði
Orkuveitunnar. Það eru
svona mælar á hverju
heimili.“
milljarðasamningar finnur
Ingólfsson, eigandi frumherja, fær
200 milljónir á ári fyrir að leigja
Orkuveitunni sölumæla fyrir kalt
og heitt vatn og rafmagn og selja
fyrirtækinu þjónustu tengda þeim.
200 milljónir árlega finnur Ingólfsson
eignaðist frumherja árið 2007 en það
ár var samningurinn við Orkuveituna
endurnýjaður.
30 miðvikudagur 2. september 2009 suðurnes
kostnaðarsöm
orka fyrir Helguvík
Samningur um kaup Magma Energy á hlutum Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku var birtur í heild sinni á vef Orkuveitunnar í gær. Tillaga borgar-
fulltrúa Samfylkingar og VG í stjórn OR um
að birta samninginn hafði degi áður verið
felld.
Sigrún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Samfylk-
ingarinnar í stjórn OR, telur að samningur-
inn geti falið í sér 5 til 6 milljarða króna tap
Orkuveitunnar á viðskiptunum. Umsögn
fjármálastjóra Reykjavíkurborgar vísi til þess
að tilboðið sem tekið var sé á genginu 4,93
miðað við 10 prósenta ávöxtunarkröfu en
ekki 6,31 eins og miðað sé við í samningn-
um. Samningurinn tekur að hluta mið af
heimsmarkaðsverði á áli. „Sé ekki gengið út
frá hækkun álverðs samsvarar tilboðið enn
lægra gengi eða 4,4 miðað við sömu ávöxt-
unarkröfu.“
Samkeppniseftirlitið hafði úrskurðað að
OR mætti ekki eiga meira en 10 prósenta
hlut í keppinauti á markaði. Þetta varð með-
al annars til þess að OR ákvað að selja hluti
sína í HS Orku. Sigrún Elsa telur að eðlilegt
hefði verið að sækja um lengri frest til Sam-
keppniseftirlitsins til að fullnægja þessum
úrskurði til þess að freista þess að fá full-
nægjandi verð fyrir hlutinn.
„Enda getur varla verið markmið sam-
keppnisyfirvalda að vega að almannahags-
munum og knýja opinber fyrirtæki til að
selja eigur sínar á brunaútsölu,“ eins og segir
í bókun Sigrúnar Elsu um ákvörðun OR.
vilja eignast frekar en að lána
Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður
OR, sagði eftir að ákvörðun var tekin um að
taka tilboði Magma Energy, að tilboðið hefði
verið viðunandi. „Það er aldrei einfalt mál að
selja eitthvað sem maður á, en það er sú staða
sem Orkuveita Reykjavíkur var í,“ sagði Guð-
laugur.
„Það er nánast búið að einkavæða þriðja
stærsta orkufyrirtæki landsins. Öll eru orku-
fyrirtækin í lausafjárvanda,“ sagði Þorleifur
Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG, í samtali
við DV þegar hlé var gert á fundi borgar-
stjórnar þar sem málið var til umræðu. Hann
er þess fullviss að álver í Helguvík knýi mál-
ið allt áfram. „Orkuveita Reykjavíkur þarf að
fjárfesta fyrir 50 milljarða króna til að skila
umsaminni raforku í Helguvíkurálver. Fjár-
festingin er önnur eins hjá HS Orku. Þá er
eftir 100 milljarða fjárfesting Landsvirkjun-
ar vegna þessa sama álvers. Þessir peningar
eru ekki til. Þegar fjárfestar sjá að hægt er að
fá hlut í orkufyrirtækjunum er hætt við því að
þeir hætti að lána og í stað þeirra komi hluta-
fé erlendra eigenda. Þetta er hættan sem við
sjáum.
Ég hef beðið um áhættumat vegna þessa
alls. Það eykur neyð íslenska samfélagsins
ef það þarf að selja frá sér mjólkurkýrnar. Ég
fjallaði um þetta á fundi borgarstjórnar í gær
eins og fleiri,“ sagði Þorleifur.
Ætlar að tryggja 75 milljarða
Í minnisblaði Magma Energy og Capacent
Glacier í gær segir að alls nemi skuldbinding-
ar Magma Energy vegna kaupa á hlutabréfum
í HS Orku af OR, Hafnarfjarðarbæ, Sandgerð-
isbæ og Geysi Green Energy um 15,6 millj-
örðum króna. „Tæplega 6,9 milljarðar þeirrar
upphæðar eru greiddir með peningum og ríf-
lega 8,7 milljarðar með skuldabréfum. Til við-
bótar við þá 15,6 milljarða króna sem Magma
ver til kaupa á hlutabréfum í HS Orku hefur
félagið einnig skuldbundið sig til að leggja
HS Orku til tvo milljarða í nýju hlutafé, til að
styrka eiginfjárstöðu fyrirtækisins,“ eins og
segir í minnisblaðinu.
Ólíkt því sem Sigrún Elsa heldur fram full-
yrða talsmenn Magma Energy að með verð-
tryggingu skuldabréfanna og tengingu við
þróun álverðs í heiminum geti þær forsendur
samningsins aukið hagnað seljenda. Til við-
bótar við þá 15,6 milljarða króna sem Magma
ver til kaupa á hlutabréfum í HS Orku hefur
félagið einnig skuldbundið sig til að leggja
HS Orku til tvo milljarða í nýju hlutafé, til
að styrka eiginfjárstöðu fyrirtækisins. „Sam-
kvæmt ákvæði í samningunum eykst virði
sölunnar ef álverð hækkar en minnkar ekki
þótt álverð lækki.“
Í minnisblaðinu segir jafnframt að auk
beinna fjárfestinga upp á 17,5 milljarða
króna hafi Magma Energy skuldbundið sig til
að tryggja allt að 600 milljóna dala fjármögn-
un nýrra orkuvera HS Orku sem þörf sé fyrir
á næstu árum. Þetta jafngildir 75 milljörðum
króna. johannh@dv.is
Þorleifur Gunnlaugsson, VG „Það er nánast
búið að einkavæða þriðja stærsta orkufyrirtæki
landsins. Öll eru orkufyrirtækin í lausafjárvanda.“
Magma Energy ætlar að tryggja 75 milljarða króna fjármögnun í orkuverkefni HS Orku á næstu árum. Full-
trúi VG í borgarstjórn Reykjavíkur hefur óskað eftir fjárhagslegu áhættumati vegna fyrirhugaðra fjárfestinga
í orkuöflun fyrir Helguvíkurálver. Hann telur hættu á því að lánamöguleikar daprist fyrir íslensk orkufyrir-
tæki þegar erlendir fjárfestar sjá að unnt sé að eignast hlut í þeim. Samningur Magma og OR var birtur á vef
Orkuveitunnar í gær.
„Það eykur neyð ís-
lenska samfélagsins
ef það þarf að selja frá
sér mjólkurkýrnar. Ég
fjallaði um þetta á fundi
borgarstjórnar í gær
eins og fleiri.“
SANDKORN
n Einhverjir af starfsmönn-
um Kaupþings kölluðu Glitni
„partí bankann“ fyrir hrunið
vegna þess hversu regluverk-
ið í bankanum var veikt og
í lausum
skorðum.
Talað var
um að mun
auðveld-
ara hefði
verið að fá
lánafyrir-
greiðslu hjá
Glitni en í
Kaupþingi.
Uppnefnið er dæmi um þá
samkeppni sem ríkti á milli
bankanna. Reyndar var haft
orð á því að hjá Kaupþingi
hefði regluverkið verið svo
stíft að það hefði nánast skap-
að vandræði fyrir starfsmenn
bankans sem taka þurftu
ákvarðanir um lánveitingar
til viðskiptavina sinna. Þetta
kann hins vegar að hljóma
ankannalega í hugum margra
í dag eftir lekann á lánabók
Kaupþings og segir kannski
meira um hvernig ástandið var
orðið í bankaheiminum.
n Hæstaréttarlögmaðurinn
Reynir Karlsson skrifaði grein
í Morgunblaðið á miðviku-
daginn þar sem hann tók upp
hanskann fyrir umbjóðanda
sinn, útrás-
arvíkinginn
Jón Þor-
stein Jóns-
son, vegna
umfjöllun-
ar DV um
hann og Ex-
eter-Hold-
ing málið.
Reynir hafði
reyndar ekki nein efnisleg rök
fyrir því hvað hefði verið rangt
í umfjöllun DV en kveinaði
þeim mun meira um „trúverð-
ugleika“ fjölmiðla. Slíkar máls-
varnir lögmanna fyir hönd
auðmanna hafa færst í aukana
eftir hrunið þegar spjótin bein-
ast að þessum umbjóðendum
þeirra. Einn frægasti talsmað-
ur þessa hóps er Sigurður G.
Guðjónsson lögmaður sem
meira að segja kom einu sinni
í Kastljósið til að verja Icesave-
kónginn Sigurjón Árnason
sem veitt hafði sjálfum sér lán í
eigin lífeyrissparnaði.
n Annars er það af Sigurjóni
að frétta að hann hefur dvalið
á Kanaríeyjum og sleikt sól-
ina upp á síðkastið á meðan
umræðan um Icesave-reikn-
ingana
hans hefur
tröllriðið ís-
lensku sam-
félagi. Sig-
urjón hefur
því flúið
af hólmi,
ef svo má
segja, enda
er enginn
maður meiri samnefnari fyrir
Icesave og hann sem talaði um
að reikningarnir væru „snilld“
eins og frægt er orðið. Kanarí-
farinn greip reyndar líka til að-
gerða eftir hrunið 2008 en þá
bjó hann sig undir hið versta
á þeim óvissutímum. Sigur-
jón mun hafa birgt sig upp af
dósamat og keypt hlý og skjól-
góð föt fyrir fjölskyldu sína
nokkur ár fram í tímann, líkt
og hann væri að búa sig undir
langan kjarnorkuvetur í skugga
hruns.
6 FÖSTUDAGUR 8. janúar 2010 FRÉTTIR
Orkuveita Reykjavíkur hefur und-
anfarin ár verið rekið sem áhættu-
sækið einkafyrirtæki í stað fyrirtæk-
is í almannaeigu. Það er mat þeirra
sérfræðinga sem DV leitaði til vegna
himinhárra skulda fyrirtækisins í er-
lendri mynt.
Eftir bankahrunið og efnahags-
kreppu landsins hafa skuldir Orku-
veitu Reykjavíkur hækkað gífurlega
og er langstærstur hluti þeirra, eða
nærri níutíu prósent, í erlendri mynt
á meðan innan við tuttugu prósent
af tekjum fyrirtækisins eru í erlendri
mynt. Skuldirnar eru rúmir tvö
hundruð og þrjátíu milljarðar króna
og lánshæfismat Orkuveitunnar er
komið niður á botn. Á meðan ekki er
útlit fyrir styrkingu krónunnar blasa
við erfiðleikar í endurfjármögnun
og talsverð hætta er á því að Reykja-
víkurborg neyðist til að auka eigið
fé fyrirtækisins til að bjarga framtíð
þess eða að fyrirtækið neyðist til að
hækka orkuverð til neytenda. For-
stjóri Orkuveitunnar segir slíkt ekki
standa til í bili.
Óskiljanlegar lántökur
Ketill Sigurjónsson lögfræðing-
ur segir fyrirtækið koma mjög illa
út úr gengislækkun krónunnar og
skilur illa hvers vegna Orkuveitan
hafi tekið þátt í áhættufjárfesting-
um. Hann bendir á fjárfestingar fyr-
irtækisins, meðal annars í rækjueldi
og sumarhúsabyggðum, sem dæmi
um óskiljanlegar ákvarðanir hjá al-
menningsfyrirtæki. „Fyrir sumum
fjárfestingum Orkuveitunnar eru
engin rök og augljóst að sumir þarna
voru orðnir veruleikafirrtir. Af ein-
hverjum ástæðum skuldar Orkuveit-
an mikið í erlendri mynt og sjálfur
skil ég ekki þær lántökur. Sé heildar-
myndin skoðuð kemur mjög augljós-
lega í ljós mikill munur á skuldum og
tekjum í erlendri mynt og þar liggur
mikil áhætta. Að mínu mati er það
gagnrýnivert hversu illa fyrirtækið
tryggði sig fyrir áföllum því það er í
almannaeign en ekki í áhættuvið-
skiptum,“ segir Ketill.
Guðmundur Ólafsson hagfræð-
ingur tekur undir gagnrýnina og seg-
ir stjórnendur Orkuveitunnar hafa
farið óvarlega í rekstrinum. Hann
bendir á að meginskýring þess sé
glæpsamleg skilaboð stjórnvalda
og Seðlabankans um að allt væri í
blóma. „Orkuveitan reyndi að þenja
sig út með fjárfestingum en það tókst
ekki. Fyrirtækið skuldar gríðarlega
í erlendri mynt og nú er hætta á að
gengið falli verulega. Þá er Orkuveit-
an í voðanum,“ segir Guðmundur.
Auðvelt að dæma eftir á
„Þetta er fyrirtæki í almannaeign en
lánaákvarðanir fyrirtækisins voru
teknar við aðrar aðstæður en nú
eru uppi. Þá var bullandi góðæri
og Seðlabankinn var búinn að falsa
kaupmáttinn upp á við og gengi krón-
unnar. Vegna óstjórnar og skilaboða,
sem jaðra við að vera glæpsamleg,
frá stjórnvöldum hefur Orkuveitan
líklega talið sig standa betur en hún
gerði í raun og veru. Í sjálfu sér skipt-
ir ekki höfuðmáli hver eigandinn er
því fjárfestingar þurfa alltaf að ganga
upp. Í þessu tilviki hafa þær hrunið
og eftir á er mjög auðvelt að segja að
stjórnendurnir hafi farið mjög óvar-
lega,“ bætir Guðmundur við.
Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orku-
veitunnar, er ósammála og vís-
ar gagnrýninni á bug. Hann segir
stærstan hluta skuldanna tilkominn
vegna skylduverkefna fyrirtækisins,
til dæmis fráveitu- og hitaveitumála.
„Ég er ekki sammála því að við höf-
um farið óvarlega. Töluverður hluti
skuldanna er vegna nauðsynlegra
og kostnaðarsamra skylduverkefna
okkar fyrir sveitarfélögin, sem sum
hver eru ekki farin að skila innkomu,“
segir Hjörleifur.
Slæmar ráðleggingar?
„Ég bendi líka á að við erum með
mikilvæga orkusamninga sem ekki
koma fram í okkar bókum sem eign-
ir. Skuldir okkar eru miklar og hátt
hlutfall í erlendri mynt en við þurft-
um einfaldlega að leita út fyrir land-
steinana því þar var hagstæðara að
taka lán vegna hárra vaxta hérlendis.
Okkar erfiðaða staða er því að mestu
tilkomin vegna gengisfalls krónunn-
ar því skuldirnar hafa við það rúm-
lega tvöfaldast. Í fljótu bragði sé ég
ekki að við hefðum getað komið í veg
fyrir þetta,“ segir Hjörleifur.
Aðspurður segir Ketill það ófor-
svaranlegt að Orkuveita Reykjavíkur
leggi út í áhættusamar fjárfestingar.
Hann telur mögulegt að fyrirtækið
hafi fengið slæmar fjármálaráðlegg-
ingar. „Ég held að Orkuveitan hafi
fengið slæmar ráðleggingar í þessum
efnum því Orkuveitan tekur ekki slík-
ar ákvarðanir ein og sér. Ég hef fyr-
ir því áreiðanlegar heimildir að fyr-
irtækinu hafi beinlínis verið ráðlagt
að frekari trygginga væri ekki þörf.
Hjá svona fyrirtæki í almenningseigu
á ekki að stunda fjárhættuspil eða
glórulausar fjárfestingar. Mér finnst
það vítavert hversu mikil áhætta hef-
ur verið tekin hjá Orkuveitunni án
þess að hún hafi tryggt sig betur en
raun ber vitni. Þetta er ekki gróðafyr-
irtæki,“ segir Ketill.
Orkuveita Reykjavíkur skuldar rúma tvö hundruð milljarða í erlendri mynt og gengis-
fall krónunnar hefur komið illa niður á fyrirtækinu. Áhættusækni Orkuveitunnar er
gagnrýnd þar sem óþarfi sé fyrir fyrirtæki í almenningseign að stunda áhættufjárfest-
ingar. Forstjórinn blæs á gagnrýnina.
VÍTAVERÐ ÁHÆTTA
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
„Fyrir sumum fjárfest-
ingum Orkuveitunnar
eru engin rök og aug-
ljóst að sumir þarna
voru orðnir veruleika-
firrtir.“
NOKKRAR TÖLUR ÚR
REKSTRI ORKUVEITU
REYKJAVÍKUR ÁRIÐ 2009*:
n Tap í rekstri: 11,2 milljarðar
n Eignir: 267 milljarðar
n Eigið fé: 36,5 milljarðar
n Langtímaskuldir: 207 milljarðar
n Skammtímaskuldir: 24 milljarðar
n Skuldir í erlendri mynt: 207
milljarðar
* Miðast við rekstrarreikning fyrirtæk-
isins til 30. september 2009.
EIGENDUR ORKU-
VEITUNNAR:
n Reykjavíkurborg: 93,539%
n Akraneskaupstaður: 5,528%
n Borgarbyggð: 0,933%
Mikið tap Orkuveita Reykjavíkur
skuldar rúma 230 milljarða og
stærstur hluti skuldanna er í erlendri
mynt. Hætta er á því að borgin
þurfi að leggja fram talsvert fé til að
bjarga rekstrinum eða að orkuverð til
neytenda hækki snarlega. Forstjórinn
segir það óþarfa í bili og að skuldirnar
séu að mestu tilkomnar vegna skyldu-
verkefna.
Glórulausar
skuldir
Ketill skilur
ekki hvers
vegna
fyrirtæki í
almanna-
eigu
stundaði
varasamt
fjárhættuspil
með slæmum
afleiðing-
um.
Slæm skilaboð Að mati
Guðmundar hafa stjórnendur
Orkuveitunnar farið
afar óvarlega í
rekstrinum en
það gerðu
þeir vegna
hættulegra
skilaboða frá
stjórnvöld-
um.
Erfið staða Hjörleifur segir að
fall krónunnar hafi
leikið Orkuveit-
una mjög illa
en bendir
á að mun
hagstæðara
hafi verið
að leita
lána út fyrir
landsteinana.
S áauglýsingasíminn er
smaar@dv.is
515
55
50
4 MÁNUDAGUR 11. janúar 2010 FRÉTTIR
Tala ekki saman
Steingrímur J. Sigfússon fjármála-
ráðherra sagði frá því í fréttum
Stöðvar 2 á sunnudagskvöld að
hann hefði engin samskipti átt
við Ólaf Ragnar Grímsson forseta
eftir að sá síðarnefndi synjaði lög-
um um ríkisábyrgð vegna Icesave
staðfestingar.
Steingrímur sagði of snemmt
að segja til um hvort samskipti
sín og forsetans myndu eitthvað
breytast til frambúðar við það að
forsetinn synjaði lögunum stað-
festingar. Hann sagði að sam-
skipti sín og Ólafs hefðu áður ver-
ið góð, enda þekktust þeir vel.
Karl í haldi en
kona látin laus
Lögreglan hefur sleppt íslenskri
konu á þrítugsaldri úr haldi.
Hún var hneppt í gæsluvarð-
hald vegna rannsóknar á smygli
á 800 grömmum af kókaíni til
Íslands frá Bandaríkjunum. Er-
lendur ríkisborgari, karlmaður á
fimmtugsaldri, er hins vegar enn
í haldi lögreglunnar vegna máls-
ins. Hann hefur gengist við því
að hafa smyglað fíkniefnunum
og farið í fleiri smyglferðir áður.
Hann hefur bent á annan mann
sem höfuðpaurinn í smyglinu og
segir að sá hafi beitt sig hótun-
um svo hann færi í smyglferðina.
Ekki sameinast
Jens Garðar Helgason, bæj-
arfulltrúi sjálfstæðismanna í
Fjarðabyggð, vill að sveitar-
félagið hætti þátttöku í fyr-
irhugaðri sameiningu allra
sveitarfélaga á Austurlandi.
Þetta kom fram í fréttum Rík-
isútvarpsins á sunnudags-
kvöld. Þar var haft eftir Jens
Garðari að hann teldi bæjar-
búa andsnúna slíkri samein-
ingu og að nær væri að klára
sameiningu Fjarðabyggðar.
Tillaga hans í þessa átt var
hins vegar felld í bæjarstjórn.
Smári Geirsson, bæjarfulltrúi
Fjarðalistans í Fjarðabyggð,
sagði í sama fréttatíma að
eðlilegt væri að halda við-
ræðunum áfram og sjá hvað
ríkisvaldið er tilbúið að gera
til að liðka fyrir henni.
Lilja vill Joschka
Joschka Fischer, fyrrverandi
utanríkisráðherra Þýskalands,
væri vel til þess fallinn að vera
sáttasemjari milli Íslendinga
annars vegar og Hollendinga
og Breta hins vegar um lausn
á Icesave-deilunni. Þetta sagði
Lilja Mósesdóttir, þingmaður
vinstri-grænna, í viðtali við Der
Westen í Þýskalandi á laugardag.
Lilja greiddi atkvæði gegn
ríkisábyrgð fyrir Tryggingasjóð
innistæðueigenda vegna Ice-
save.
Forstjóri Orkuveitunnar, Hjörleifur Kvaran, berst fyrir því að halda gjaldskrá fyrir-
tækisins lágri þannig að borgararnir njóti þess. Hann segir þó koma að því að hún
verði hækkuð enda hafi það ekki verið gert í mörg ár.
HÆTTA Á HÆKKUÐU
ORKUVERÐI „Það kæmi mér ekki á óvart að verð-skráin yrði hækkuð en það er auðvit-að ekki vinsælt á kosningavetri.“
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Hærra gjald Hætt er við því að gjaldskrá
Orkuveitu Reykjavíkur verði hækkuð enda
þrýstir skuldastaða fyrirtækisins á hækkun.
Ekki strax Hjörleifur ætlar að reyna
að þrauka eins og hægt er og leyfa
borgurunum að njóta lágrar gjald-
skrár svo lengi sem hægt verður.
Býst við hækkun Sigrún Elsa á von á því að
eftir kosningar verði orkugjaldskrá hækkuð
sem komi til framkvæmda í byrjun næsta árs.
„Gjaldskráin okkar er tiltölulega lág
og hún hefur ekki hækkað í mörg ár.
Við reynum að þrauka eins og hægt er
og láta borgarana njóta lágrar gjald-
skrár. Svo lengi sem það er hægt lát-
um við þá njóta þess,“ segir Hjörleifur
Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar.
Orkuveita Reykjavíkur skuld-
ar rúma tvö hundruð milljarða í er-
lendri mynt og gengisfall krónunnar
hefur komið illa niður á fyrirtækinu.
Áhættusækni Orkuveitunnar er gagn-
rýnd þar sem óþarfi sé fyrir fyrirtæki
í almenningseign að stunda áhættu-
fjárfestingar. Eftir bankahrunið og
efnahagskreppu landsins hafa skuld-
ir Orkuveitu Reykjavíkur hækkað gíf-
urlega og er langstærstur hluti þeirra,
eða nærri níutíu prósent, í erlendri
mynt á meðan innan við tuttugu pró-
sent af tekjum fyrirtækisins eru í er-
lendri mynt. Skuldirnar eru rúmir tvö-
hundruð og þrjátíu milljarðar króna
og lánshæfismat Orkuveitunnar er
komið niður á botn. Á meðan ekki er
útlit fyrir styrkingu krónunnar blasa
við erfiðleikar endurfjármögnunar og
talsverð hætta á því að Reykjavíkur-
borg neyðist til að auka eigið fé fyrir-
tækisins til að bjarga framtíð fyrirtæk-
isins eða að fyrirtækið neyðist til að
hækka orkuverð til neytenda.
Ekki í bili
Hjörleifur forstjóri segir hækkanir
ekki standa til í bili. Hann
segir reksturinn í
ágætu horfi sem nái
að standa und-
ir sér en ljóst sé
að í dag sé arð-
semin í algjöru
lágmarki.
„Við mun-
um reyna að
bjarga okkur
sjálf. Til að
standa und-
ir íslensk-
um
vöxtum þyrfti gjaldskráin okkar að
vera miklu, miklu hærri. Sú staðreynd
að við leituðum lána út fyrir land-
steinana hefur skilað lægri gjaldskrá.
Nú hefur skuldastaða okkar hins veg-
ar tvöfaldast vegna gengisfalls krón-
unnar og ljóst að fall krónunnar hef-
ur leikið okkur grátt,“ segir Hjörleifur.
Sigrún Elsa Smáradóttir, borgar-
fulltrúi Samfylkingarinnar og stjórn-
armaður Orkuveitunnar, blæs á skýr-
ingar stjórnenda
fyrirtækisins á hinni erfiðu skulda-
stöðu þess. Hún segist hafa varað við
því að skuldastaða Orkuveitunnar
yrði slæm héldi fyrirtækið áfram fjár-
festingastefnu sinni. „Gengisfall krón-
unnar skýrir eitt og sér ekki þessar
miklu skuldir Orkuveitunnar. Vand-
inn er miklu meiri en sá því þær hafa
ríflega fjórfaldast á kjörtímabilinu.
Blind framkvæmdagleði og óstjórn, til
dæmis Magma-verkefnið og greiðsl-
ur til verktaka umfram samninga, eru
vandamál enda hefur verið farið allt
of geyst og óvarlega í fjárfestingar,“
segir Sigrún Elsa.
Býst við hækkun
Aðspurð býst Sigrún Elsa fastlega við
því að gjaldskrá fyrirtækisins verði
hækkuð enda sé kominn mikill þrýst-
ingur á hækkun. „Það kæmi mér ekki
á óvart að verðskráin yrði hækkuð en
það er auðvitað ekki vinsælt á kosn-
ingavetri. Það er miður að til hækkun-
ar kunni að koma en það er bein af-
leiðing af þeirri stöðu sem búið er
að koma fyrirtækinu í. Ég held að
það sé kominn mikill þrýsting-
ur á verðskrána og það er meðal
annars skuldastaðan sem gerir
það,“ segir Sigrún Elsa.
Hjörleifur ítrekar að skulda-
staða Orkuveitunnar sé einkum til-
komin vegna kostnaðarsamra skyldu-
verkefna. Hann bendir á að margir
milljarðar séu fastir í skylduverkefn-
um í hverfum sem sveitarfélögin ætl-
uðu að láta byggja. „Það koma hins
vegar engar tekjur inn til okkar því
allar framkvæmdir hafa stöðvast.
Það er ekkert að gerast á meðan við
erum með allar lagnir tilbúnar. Við
eigum alveg leið út. Reksturinn okk-
ar er ágætur og tekjurnar standa und-
ir því sem við erum að gera. Ennþá
hefur ekki komið upp tími fyrir hækk-
un en við erum ekki að boða hækk-
un í augnablikinu. Það kemur ein-
hvern tímann að því að við þurfum að
hækka,“ segir Hjörleifur.
„Við vorum bara komin með nóg af
barnaskapnum, neikvæðninni og
óvirðingunni sem fyrirfinnst á Alþingi.
Á meðan þingmennirnir sjálfir eru
fastir í pyttinum og volæðinu er eng-
in von fyrir þjóðina að komast aftur á
lappirnar,“ segir Ágúst Guðbjartsson,
annar stofnenda baráttuhóps fyrir já-
kvæðni og samstöðu á Alþingi. Hópinn
stofnaði hann með eiginkonu sinni,
Agnesi Reynisdóttur.
Hjónin úr Hafnarfirði hafa stofn-
að Fésbókarhóp og safna undirskrift-
um á lista þar sem þingmenn landsins
eru hvattir til að vera jákvæðir í störfum
sínum á árinu og byggja málflutning
sinn á rökum en ekki skítkasti. Öllum
þingmönnum hefur verið send hvatn-
ing þessa efnis og nokkrir þeirra, átta
þingmenn, hafa formlega tekið áskor-
uninni og svarað hjónunum með já-
kvæðum hætti. Þá hafa þingmennirn-
ir Ólína Þorvarðardóttir og Margrét
Tryggvadóttir skráð sig í Fésbókarhóp-
inn ásamt yfir þúsund öðrum einstakl-
ingum.
Ágúst vonast til að afhenda fjöl-
mennan undirskriftarlista þegar þingið
kemur saman í lok mánaðarins. Hann
segir það brýnna en nokkru sinni áður
að þingmenn einbeiti sér að þingstörf-
um, sýni hver öðrum kurteisi, sam-
stöðu og virðingu. „Á þessum erfiðu
tímum verðum við að standa saman
og uppgjöf er ekki valkostur. Því mið-
ur finnst mér svo vera hjá of mörgum
þingmönnum og meðan svo er geta
þeir ekki barið þjóðinni á brjóst. Þegar
umræðan á þingi byggist á neikvæðni
og volæði þá smitar það út frá sér og
dregur þjóðina niður,“ segir Ágúst.
Jákvæðir þingmenn:
n Atli Gíslason
n Björn Valur Gíslason
n Guðmundur Steingrímsson
n Kristján Þór Júlíusson
n Margrét Tryggvadóttir
n Pétur Blöndal
n Siv Friðleifsdóttir
n Þórunn Sveinbjarnardóttir
trausti@dv.is
Hafnfirsk hjón, Agnes og Ágúst, telja þingmenn barnalega og neikvæða:
Berjast fyrir jákvæðni inni á Alþingi
Nokkrar tölur úr rekstri Orkuveitu
Reykjavíkur árið 2009*:
n Tap í rekstri 11,2 milljarðar
n Eignir 267 milljarðar
n Eigið fé 36,5 milljarðar
n Langtímaskuldir 207 milljarðar
n Skammtímaskuldir 24 milljarðar
n Skuldir í erlendri mynt
207 milljarðar
* MIÐAST VIÐ REKSTRARREIKNING FYRIRTÆKISINS
TIL 30. SEPTEMBER 2009.
Orkuveita Reykjavíkur
Þroskaðra þing Agnes og Ágúst
vilja að þingmenn séu vandari að
virðingu sinni og Alþingis.
4 miðvikudagur 2. júní 2010 fréttir
Steinþór byrjaður
Ásmundur Stefánsson lét af störfum
sem bankastjóri Lansdbankans á
þriðjudag. Við starfinu tekur Stein-
þór Pálsson. Ásmundur hefur gegnt
stöðu bankastjóra frá 1. mars á síð-
asta ári, en hann var áður formað-
ur bankaráðs frá nóvember 2008. Í
fréttatilkynningu segir að Ásmundur
hafi tekið við rekstri bankans á erfið-
um tímum en honum hafi tekist að
byggja Landsbankann upp og hann
skili bankanum af sér í „traustri
stöðu eins og sjá má af afkomu
bankans fyrstu þrjá mánuði ársins“
eins og segir í fréttatilkynningunni.
Handrukkarar
á Barnalandi
Aðfaranótt þriðjudags auglýsti not-
andi á vefsíðunni Barnaland.is eftir
tveimur „góðum mönnum“ til að sjá
um innheimtu á skuld. Boðið er upp
á góð laun fyrir rétta aðila og óskað
eftir því að svarað verði með einka-
skilaboðum. „Vantar tvo góða menn
til að sjá um innheimtu á skuld góð
laun í boði sendið hér í einkaskil-
boðum uppls,“ segir í skilaboðunum.
Skilaboðunum var síðan svarað á
opnu spjalli í morgun klukkan 09.25
af notendanum „Komin heim“. Þar
lofar hann árangri innan þriggja
daga í 99 prósent tilvika.
Makríll skammt
frá Eyjum
Júpíter ÞH, skip Ísfélags Vestmanna-
eyja, varð í síðustu viku vart við
makríl skammt undan Eyjum. Lítil-
ræði af honum ánetjaðist er verið
var að prófa nýja gerð trolls að sögn
Eyþórs Harðarsonar, útgerðarstjóra
Ísfélagsins. Þetta kemur fram á vef-
síðu LÍÚ. Huginn VE fer í kvöld út til
þess að leita makríls suður af Vest-
mannaeyjum. Páll Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Hugins, seg-
ir nokkra eftirvæntingu hjá sínum
mönnum og „orðið tímabært að fara
að byrja á veiðunum“.
Röng úrslit
í Árborg
Rangar niðurstöður voru birtar
um sveitarstjórnarkosningarnar
í Árborg í síðasta tölublaði. Þar
víxluðust úrslit milli kosninganna
árið 2006 og 2010. Rétt er að Sjálf-
stæðisflokkurinn bætti við sig
manni og náði þar með hreinum
meirihluta á kostnað Framsókn-
arflokksins. Samfylking fékk tvo
menn kjörna og Vinstri-græn
einn.
Ómarkviss auðlindastefna stjórnvalda og sveitarfélaga stuðlaði að því að HS Orka,
þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins, endaði í höndum Magma Energy. Magma virð-
ist hafa gert afar góð kaup við þröngar aðstæður hér á landi eftir bankahrun. Lengst
af var kanadíska fyrirtækið eina fyrirtækið sem sýndi áhuga á kaupum á hlut Orku-
veitu Reykjavíkur í HS Orku. Magma fékk lánað hjá OR fyrir kaupunum og metur
skuldabréfið nærri 2 milljörðum lægra nú en OR gerir.
STEFNULAUS STJÓRN
GLATAÐI TÆKIFÆRI
Kanadíska fyrirtækið Magma Energy
metur skuld sína við Orkuveitu
Reykjavíkur um tveimur milljörðum
króna lægri í bókhaldi sínu en Orku-
veitan gerir sjálf. Orkuveitan kveðst
engar forsendur hafa til að útskýra
eða meta aðferðir Magma við færslu
bókhaldsins og lítur svo á að eftirlit
með bókhaldi annarra fyrirtækja sé
ekki á ábyrgðarsviði OR.
Í helgarblaði DV í síðustu viku
var greint frá því að í ársfjórðungs-
skýrslu Magma Energy, sem dagsett
er 31. mars, sé skuld kanadíska fé-
lagsins vegna kaupa á liðlega 32 pró-
senta hlut OR í HS Orku, núvirt á um
50 milljónir dollara. Það samsvarar
um 6,4 milljörðum króna á genginu
þann daginn.
Þann sama dag er verðmæti
skuldabréfanna fært í bækur Orku-
veitu Reykjavíkur á 8,25 milljarða
króna eða liðlega 64 milljónir doll-
ara. Mismunurinn nemur um 1,85
milljörðum króna.
Í svörum Orkuveitu Reykjavíkur
við spurningum DV er tekið fram að
skuld Magma við OR sé í samræmi
við staðlaðar reikningsskilavenjur.
Það á væntanlega einnig við um árs-
hlutauppgjör Magma sem áritað er
af kanadískum endurskoðendum.
Ríkið bar sig ekki eftir hlutnum
„Þetta er í samræmi við það sem við
höfum haldið fram alla tíð og sýnt
fram á,“ sagði Sigrún Elsa Smára-
dóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í
stjórn OR, í samtali við DV í síðustu
viku. Til áréttingar máli sínu vísaði
hún til álits ALM-Fjármálaráðgjafar
sem lagt var fram í september í fyrra.
Þar segir berum orðum að miðað við
tilteknar forsendur sé virði skulda-
bréfsins minna en haldið sé fram.
„Núvirt virði bréfsins að teknu tillliti
til skuldaálags væri því að hámarki
tæplega 70 prósent af nafnviðri höf-
uðstóls,“ segir í álitinu.
Lán OR til Magma er til 7 ára.
Vextir eru 1,5 prósent og gert er ráð
fyrir verðtryggingu sem tekur mið af
heimsmarkaðsverði á áli eftir nán-
ari reglum. Magma getur frestað
greiðslu vaxta í þrígang þarf félagið
ekki að greiða höfuðstól lánsins fyrr
en efir 7 ár.
Reynist mat Magma Energy vera
rétt er ljóst að Orkuveita Reykjavík-
ur myndi tapa hartnær 2 milljörð-
um króna ef hún seldi skuldabréfið
nú. Það stendur hins vegar ekki til.
OR gæti einnig veðsett skuldabréf-
ið gegn frekari lántökum erlend-
is. Það hefur heldur ekki verið gert
samkvæmt upplýsingum OR. Þess
má geta að skuldabréfið er með veði
í hinni seldu eign. Reyndar er all-
ur eignarhlutinn, 32,3 prósent,
veðsettur OR þó svo að
samkeppnisyfirvöld hafi
úrskurðað að OR megi
ekki eiga svo stóran
hlut í samkeppnishluta
annars orkufyrirtækis.
Eina tilboðið
Ljóst er að um langa
hríð var Magma Energy
með eina tilboðið í hlut
OR í HS Orku. Slík staða
hlýtur að teljast afleit
þegar svo mik-
il verðmæti
eru í
húfi
og
engin samkeppni til staðar. Því vakn-
ar spurningin hvort Samkeppniseft-
irlitið hafi ekki sýnt fullmikla hörku
þegar OR var gert að selja svo stóran
hlut sinn í öðru orkufyrirtæki.
OR upplýsir DV um að orkufyrir-
tækið hafi sótt um og fengið frest hjá
samkeppnisyfirvöldum þegar hlut-
urinn var settur í opið söluferli. Það
ferli hafði staðið í átta mánuði þeg-
ar kom að ákvörðun um það hvort
taka ætti tilboði Magma. Í samráði
við væntanlegan kaupanda fékk
fjármálaráðherra 10 daga frest til að
koma að kaupunum. Af því varð ekki
og hafði ríkisvaldið raunar ekki bor-
ið sig eftir hlutnum í hinu opna sölu-
ferli, eins og segir í svörum OR við
spurningum DV.
Á valdi Íslandsbanka
Í lok ágúst í fyrra kvaðst Steingrím-
ur J. Sigfússon fjármálaráðherra vilja
kanna í þaula hvort ekki væri unnt
að ná samkomulagi sem allir gætu
sætt sig við varðandi eignarhald
á HS Orku. Þá þegar stóðu stjórn-
völd frammi fyrir því að þörf var
á erlendum fjárfestingum inn í
landið um leið og þau óttuð-
ust yfirráð útlendinga yfir
auðlindum þjóðarinnar og
vinnsluréttindum.
Á þessum tíma ræddi
Steingrímur við Ross
Beaty, forstjóra og aðal-
eiganda Magma Energy
um málið. Hann sagði fátt
um viðræður sínar við Beaty.
„Það má hins vegar vera
ljóst hver afstaða mín
er til eignar-
halds á ís-
lensk-
um
orkufyrirtækjum.“
Meðal annars var rætt á þess-
um tíma um aðkomu lífeyrissjóða
að kaupum á HS Orku. Við blasti
einnig að Geysir Green Energy var í
raun komið í hendur ríkisins í gegn-
um Íslandsbanka með greiðslu-
þroti stærstu hluthafa, Atorku og
FL Group. Atorka átti 41 prósent í
Geysi Green Energy en Íslandsbanki
fór með önnur 40 prósent í gegnum
Glacier Renewable Energy Fund.
Vald Íslandsbanka yfir Geysi
Green Energy helgaðist ekki síst af
því að félagið skuldaði bankanum
vel á þriðja tug milljarða króna. Þess-
ar skuldir GGE voru bankanum tals-
vert áhyggjuefni.
Ráða sveitarfélög ferðinni?
Ljóst er að hlutur GGE í HS Orku var
seldur með vitund, vilja og samþykki
Íslandsbanka, en formaður banka-
ráðsins er nú Friðrik Sophusson,
fyrrverandi forstjóri Landsvirkjun-
ar. Bankinn er að sínu leyti á valdi
erlendra kröfuhafa og sitja fulltrúar
þeirra einnig í bankaráðinu.
Hafi Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra bundið vonir við það
síðla árs í fyrra að ítök ríkisins í Ís-
landsbanka hafi getað tryggt að HS
Orka héldist áfram í meirihlutaeign
Íslendinga blasir engu að síður við
að ríkið bar sig aldrei eftir hlutnum.
Um 98 prósenta eignarhald
Magma Energy á HS Orku hefur vak-
ið hörð viðbrögð, ekki síst vinstri
grænna. Meðal annars ritaði Stein-
grímur, formaður VG, ásamt Katrínu
Jakobsdóttur, varaformanni flokks-
ins, grein í Fréttablaðið þann 27. maí
síðastliðinn, tveimur dögum fyrir
sveitarstjórnarkosningarnar. Þar er
ábyrgð á örlögum HS Orku varpað
yfir á Reykjanesbæ og Reykjavíkur-
borg. „Ekki má heldur gleymast að
mikilvægar ákvarðanir sem hafa víð-
tæk áhrif eru teknar í sveitarstjórn-
um. Nærtæk dæmi eru ákvarðan-
ir bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og
borgarstjórnar Reykjavíkur á kjör-
tímabilinu sem leiddu til þess að
þriðja stærsta orkufyrirtæki lands-
ins, HS Orka, hefur farið úr samfé-
lagslegri eigu í hendur kanadíska
fyrirtækisins Magma Energy,“ segir í
grein þeirra.
jóhann hauksson
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Af því varð ekki og hafði ríkis-
valdið raunar ekki borið
sig eftir hlutnum í hinu
opna söluferli.
hafði svigrúm en nýtti ekki Álitamál um eignarhald á HS Orku voru í fangi
Steingríms J. Sigfússonar. Engu að síður virðast kaup Magma á hlut Geysis Green
Energy hafa komið VG í opna skjöldu.
orkan og eignarhaldið Magma á þriðja stærsta
orkufyrirtæki landsmanna að mestu leyti.
12 miðvikudagur 9. júní 2010 fréttir
Orkuveita Reykjavíkur festi kaup á
Benz-glæsijeppa fyrir tæpum mánuði
síðan. Samkvæmt upplýsingum Orku-
veitunnar kostaði bifreiðin 7 milljónir
króna.
Benz-jeppinn er keyptur fyr-
ir Önnu Skúladóttur, framkvæmda-
stjóra fjármála Orkuveitu Reykjavíkur.
Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafull-
trúi Orkuveitunnar, upplýsir DV um
að Anna njóti bílafríðinda samkvæmt
ráðningarsamningi.
Þegar DV kannaði málið í gær var
einn Mercedes Benz ML 350 glæsi-
jeppi árgerð 2007 á bílastæðinu fyr-
ir utan Orkuveitu Reykjavíkur. Hann
er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur og var
keyptur þann 12. maí síðastliðinn.
Skráð gangverð er 7,9 milljónir króna
en nýr kostar jeppinn 13,7 milljónir
króna. Allt bendir því til þess að með-
fylgjandi myndir séu af umræddum
Benz-jeppa.
Kemur á óvart
Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orku-
veitu Reykjavíkur, segir að Anna hafi
unnið árum saman hjá Orkuveitunni
og hafi til skamms tíma verið á BMW-
bifreið sem fyrirtækið leigði. „Sá bíll
var áreiðanlega jafnverðmætur og
Benzinn sem keyptur var. Leigusamn-
ingurinn var útrunninn og það þótti
hentugra að kaupa bíl í staðinn. Þetta
er hluti af ráðningarsamningum fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins og hefur
ekki verið tekið fyrir í stjórn þess.“
„Mér finnst þetta hið furðulegasta
mál sem þarf að kanna betur. Ég hef
ekki haft tækifæri til að líta á þetta og
get ekki tjáð mig frekar um þetta að
sinni,“ segir Dagur B. Eggertsson odd-
viti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur-
borg og verðandi formaður borgar-
ráðs.
„Ég þekki ekki þennan ráðning-
arsamning. Almennt held ég að það
þurfi að breyta hugsunarhættinum í
þessum efnum. Ég býst við að skoða og
endurskoða öll svona mál og tel fulla
þörf á því. Við eigum að gæta hófs
og ráðdeildar,“ segir Jón Gnarr, odd-
viti Besta flokksins og verðandi borg-
arstjóri. Ætlunin er að nýr meirihluti
Samfylkingarinnar og Besta flokksins,
með Jón Gnarr í fararbroddi, taki við
stjórnartaumum í borginni
næstkomandi þriðjudag.
„Þetta kemur mér veru-
lega á óvart,“ segir Sigrún
Elsa Smáradóttir, sem situr
í stjórn Orkuveitu Reykja-
víkur. Hún segir að bíla-
kaupin hafi ekki verið tek-
in fyrir í stjórninni. „Mér
finnst þetta ekki við hæfi
og það kemur á óvart að
svigrúm sé til þessa innan
fyrirtækisins.“
Vilja hækka gjaldskrá
Ákvörðun stjórnenda
Orkuveitu Reykjavík-
ur um að leggja fram-
kvæmdastjóra fjármála
Orkuveitunnar til bíl er
tekin á svipuðum tíma
og upplýsingar berast um
ríka þörf á næstu misser-
um og árum til þess að
auka tekjur Orkuveitunn-
ar og þar með að hækka
gjaldskrá fyrir heitt vatn
og rafmagn. Ákvörðun
um hækkun gjaldskrár
verður þó ekki tekin fyrr
en ný stjórn hefur verið
skipuð yfir Orkuveituna í kjölfar borg-
arstjórnarkosninganna. Á næstu 5
árum er áætlað að hækka smásöluverð
á rafmagni um 27%, heitt vatn um 37%
og fráveitugjald um samtals 35%.
„Í mínum huga verður gjaldskrá-
in að hækka, hún hefur ekki hækkað
í mörg ár. Við höfum reynt að fresta
hækkunum eins lengi og hægt er en
fyrr en seinna kemur að því að hún
verði að hækka“, sagði Hjörleifur Kvar-
an, forstjóri Orkuveitunnar í samtali
við mbl.is 3. júní síðastliðinn.
Gagnrýnt var að ekki skyldi upplýst
um hækkunarþörf Orkuveitu Reykja-
víkur fyrir borgarstjórnarkosningarnar
og jafnvel látið að því liggja að fráfar-
andi meirihluti hefði vísvitandi haldið
upplýsingunum leyndum. Hjörleifur
hefur hins vegar upplýst að fyrirspurn
um gjaldskrá hafi ekki komið fram fyrr
en á síðasta stjórnarfundi veitunn-
ar fyrir kosningar og svör verið gefin
nokkru síðar.
Allir á móti hækkun
Á fyrsta fundi borgarráðs 3. júní síðast-
liðinn lögðu fulltrúar fráfarandi meiri-
hluta, þeir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn
Baldursson Sjálfstæðisflokki og Ósk-
ar Bergsson Framsóknarflokki, fram
bókun þar sem áréttað var að gjald-
skrá Orkuveitu Reykjavíkur verði ekki
hækkuð á yfirstandandi ári. „Ekki
kemur til greina að samþykkja hana
án undangenginnar skoðunar á því
með hvaða hætti verði hægt að draga
úr rekstrarkostnaði þannig að fyrir-
tækið velti ekki allri fjárþörf sinni yfir
á almenning. Við þetta má bæta að
svar stjórnenda Orkuveitunnar mið-
ast við afkomu samkvæmt árinu 2009
en fjárhagslegur styrkur og greiðslu-
hæfi Orkuveitunnar hefur vaxið veru-
lega síðan samkvæmt þriggja mánaða
uppgjöri ársins 2010.“
Í bókun fráfarandi meirihluta var
þess einnig getið að Orkuveitan, sem
er í eigu almennings, ætti að
leita allra leiða til hagræð-
ingar, áður en frekari byrð-
um yrði velt yfir á almenn-
ing, jafnvel þótt það gerðist
á svo löngu tímabili. „Í svari
stjórnenda Orkuveitunnar
við fyrirspurn stjórnarmanns
um arðsemi er því svar-
að hversu mikið gjaldskrár
þyrftu að breytast ef bættri
afkomu væri einungis mætt
með gjaldskrárhækkunum en
ekki einnig með hagræðingu,
bættu gengi og svo framveg-
is. Við mat á gjaldskrárbreyt-
ingum er samkvæmt svarinu
því ekki tekið tillit til annarra
þátta, svo sem hagræðingar í
rekstri, heimsmarkaðsverðs á
áli, stöðu gjaldmiðla eða vaxta-
kjara á lánamörkuðum. Úti-
lokað er að bættri afkomu yrði
einungis mætt með gjaldskrár-
hækkunum. Gjaldskrárhækk-
unarþörfin samkvæmt svarinu
er því stórkostlega ofmetin,“
segir í bókun sjálfstæðis- og
framsóknarmanna í borgarráði.
Mikil töf á svörum
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinn-
ar létu bóka um þetta að 28. janúar
síðastliðinn hefðu þeir lagt fram fyr-
irspurn um arðsemismarkmið Orku-
veitu Reykjavíkur og þörf á gjald-
skrárbreytingum. „Nú heilum fjórum
mánuðum síðar, skömmu eftir kosn-
ingar, skýrir stjórnarformaður OR og
fulltrúi meirihlutans frá því að þörf
fyrir gjaldskrárbreytingar er stað-
reynd, lág arðsemi og óbreytt gjald-
skrá stendur fyrirtækinu fyrir þrifum
og gerir fyrirtækinu erfitt um vik um
að sækja sér lánsfé. Það blasir við að
fráfarandi meirihluti hefur dregið það
í fjóra mánuði að svara fyrirspurnum
Samfylkingarinnar. Það ber vott um
pólitískt hugleysi. Skuldir Orkuveit-
unnar hafa vaxið gríðarlega í tíð frá-
farandi meirihluta og nú hefur Reyk-
víkingum verið birtur reikningurinn,“
segir í bókuninni.
220 milljarða skuld
Sigrún Elsa bendir á gríðarlega skuld-
setningu Orkuveitunnar og undrast
kaup á dýrum bifreiðum fyrir yfir-
menn fyrirtækisins eins og áður segir.
„Á síðasta kjörtímabili fjórfölduðustu
skuldir Orkuveitu Reykavíkur. Fram-
reiknaðar voru þær um 55 milljarðar
króna 2006 en eru nú vart minni en
220 milljarðar króna.“
Sigrún Elsa segir að þessa miklu
skuldsetningu megi rekja til mikils
framkvæmdahraða í upphafi kjör-
tímabilsins. Hann megi að sínu leyti
rekja til samninga um álver í Helguvík
sem sjálfstæðismenn og framsóknar-
menn í borgarstjórn stóðu að. Síðan
hafi orðið bankahrun og krónan féll.
„Ég hef velt því fyrir mér hvernig um-
horfs væri ef hrunið hefði orðið síð-
ar og ráðist hefði verið í Bitruvirkjun,
Hverahlíðarvirkjun og lokið við fram-
kvæmdir á Hellisheiði eins og menn
ætluðu sér. Þá værum við líklega að
spyrja nú á hvaða tungumáli við fengj-
um orkureikningana okkar. Hrun-
ið stöðvaði öll þessi áform. Nú þarf
borgin að halda til haga 8 til 12 millj-
örðum króna til þess, þar sem borg-
in ber ábyrgð á mestöllum skuldum
Orkuveitunnar. Við gagnrýndum þessi
áform en fyrirtækið þótti svo stórt og
stöndugt á sínum tíma að svo erfiðar
aðstæður sýndust óhugsandi,“ segir
Sigrún Elsa.
SkuldSett
Orkuveita
kaupir Benz
jóhAnn hAuKsson
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Ég býst við því að skoða og endur-
skoða öll svona mál og
tel fulla þörf á því,“ seg-
ir Jón Gnarr sem verður
borgarstjóri næstkom-
andi þriðjudag.
Verðandi borgarstjóri Jón Gnarr
verður borgarstjóri næstkomandi
þriðjudag. „Við eigum að gæta hófs og
ráðdeildar,“ segir hann.
Glæsijeppi Orkuveita Reykjavíkur keypti
nýverið Mercedes Benz-jeppa fyrir fjármála-
stjóra fyrirtækisins. Nýr kostar jeppinn nærri
14 milljónir króna. Mynd hörður sVeinsson
Framkvæmdastjóri fjármála Anna Skúladóttir nýtur bílafríðinda hjá OR samkvæmt ráðningarsamningi.
Á sama tíma og forstjóri Orkuveitu Reykja-
víkur lýsir því að hækka þurfi gjaldskrá
samþykkir hann kaup á Benz-glæsijeppa
fyrir framkvæmdastjóra fjármála hjá fyr-
irtækinu. Stjórnarmaður í Orkuveitunni
segir að kaupin hafi ekki verið rædd í
stjórninni. jón Gnarr verðandi borgar-
stjóri vill breyta hugsunarhættinum og
endurskoða málin með ráðdeild og hóf-
semi að leiðarljósi.
8 fréttir 4. ágúst 2010 miðvikudagur
Topparnir í Orkuveitu Reykjavíkur hafa tæpar tvær milljónir króna á mánuði, þrátt fyrir erfiða fjárhags-
stöðu fyrirtækisins. Auk forstjóra, fjármálastjóra og nokkurra framkvæmdastjóra, er fjöldi sviðsstjóra með
rétt undir milljón á mánuði. Vefstjóri Orkuveitunnar er með 879 þúsund á mánuði og upplýsingafulltrúi er
með 821 þúsund krónur.
MILLJÓNAFÓLKIÐ
Í ORKUVEITUNNI
Æðstu stjórnendur Orkuveitu
Reykjavíkur fá vel á aðra millj-
ón króna í mánaðarlaun, auk þess
sem sumir þeirra hafa notið ríku-
legra hlunninda ofan á mánaðar-
laun sín. Hjörleifur Kvaran forstjóri
fær til að mynda um 1,9 milljónir í
mánaðarlaun fyrir störf sín. Rétt á
eftir honum kemur Jakob Sigurður
Friðriksson, framkvæmdastjóri hjá
Orkuveitunni, með um 1,8 millj-
ónir í mánaðarlaun. Páll Erland,
framkvæmdastjóri veitureksturs hjá
Orkuveitunni fær tæpar 1,8 milljón-
ir króna á mánuði.
Anna Skúladóttir, fjármálastjóri
Orkuveitunnar, fylgir þeim svo fast
eftir og er með um 1,6 milljónir
króna í mánaðarlaun. Eftir að DV
fjallaði um Mercedes Benz-lúxus-
jeppa sem fjármálastjórinn átti að
fá afnot af sem hluta af starfskjör-
um sínum, ákvað hún að skila jepp-
anum. Samanlögð árslaun þessara
toppa Orkuveitunnar eru um 85,2
milljónir.
Fjórtán sviðsstjórar
Fleiri lykilstarfsmenn Orkuveitunn-
ar hafa um og yfir eina milljón króna
í mánaðarlaun. Þeirra á meðal er
Loftur Reimar Gissurarson, sem er
einn framkvæmdastjóra Orkuveit-
unnar með 1.083.142 krónur á mán-
uði. Þrátt fyrir að hjá Orkuveitunni
sé starfandi forstjóri, auk nokkurra
framkvæmdastjóra, ákvað meiri-
hluti Samfylkingarinnar og Besta
flokksins í Reykjavík að Harald-
ur Flosi Tryggvason yrði starfandi
stjórnarformaður Orkuveitunnar
með um 920 þúsund krónur á mán-
uði. Við það fjölgaði enn í hálaun-
aðri yfirstjórn fyrirtækisins. Auk
forstjórans, framkvæmdastjóranna,
stjórnarformannsins og fjármála-
stjórans eru svo 14 sviðsstjórar hjá
Orkuveitu Reykjavíkur. Laun margra
þeirra eru rétt undir einni milljón
króna á mánuði. Ingólfur Hrólfsson,
sviðsstjóri nýrra virkjana fær til að
mynda 893.606 krónur í mánaðar-
laun og Ólöf S. Pálsdóttir sviðsstjóri
fjármálasviðs fær 762.680 krónur í
laun á mánuði.
Elín Smáradóttir, lögfræðing-
ur sem er titluð framkvæmdastjóri
auðlinda og laga, fær 929.000 krón-
ur í laun á mánuði. Ingi J. Erlingsson
sviðsstjóri fjár- og áhættustýringar
er með svipuð laun eða um 961.227
krónur á mánuði.
Vefstjóri með 879 þúsund
Það eru ekki aðeins lykilstjórn-
endur Orkuveitu Reykjavíkur sem
njóta hárra launa. Eiríkur Hjálm-
arsson upplýsingafulltrúi fyrirtæk-
isins er með um 821 þúsund krónur
í mánaðarlaun. Annar starfsmað-
ur af upplýsingasviði, Helgi Péturs-
son, sem er titlaður vefstjóri, fær 879
þúsund krónur á mánuði í sinn hlut.
Starfsmannastjóri fyrirtækis-
ins, Skúli Waldorff, fær 905 þús-
und krónur í laun á mánuði. Rann-
veig Tanya Kristinsdóttir, sviðsstjóri
reikningshalds og launa, fær um 800
þúsund krónur á mánuði.
Laun endurskoðuð
Fram hefur komið að meirihluti Sam-
fylkingar og Besta flokksins hefur
boðað allsherjarúttekt á starfshátt-
um Orkuveitunnar. Þessari úttekt á
að vera lokið um miðjan ágúst. Meðal
þess sem tekið er til skoðunar í úttekt-
inni er hár launakostnaður fyrirtækis-
ins. Í Fréttablaðinu á þriðjudag kom
fram að meðallaun starfsmanna fyr-
irtækisins eru um 470 þúsund krón-
ur á mánuði. Meðallaun hafa hækk-
að um 16 prósent á þremur árum og
heildarlaunakostnaður fyrirtækisins
nam um 3,7 milljörðum króna á síð-
asta ári. Haraldur Flosi Tryggvason
stjórnarformaður hefur boðað niður-
skurð í rekstri Orkuveitunnar til þess
að mæta fjárhagsvanda fyrirtækisins.
Auk þess eru fyrirhugaðar hækkanir á
gjaldskrá.
Á sama tíma og Orkuveitan, sem er
opinbert fyrirtæki, greiðir hluta starfs-
manna sinna mjög há laun, glímir fyr-
irtækið við mjög erfiða skuldastöðu.
Talið er að Reykjavíkurborg þurfi að
taka frá um 10 milljarða á ári til að
vernda fyrirtækið greiðslufalli. Fjár-
hagsstöðu Orkuveitunnar má rekja
til erlendra lána sem tekin voru fyrir
bankahrun og hafa skuldirnar hækk-
að mikið eftir að gengi krónunnar
hrundi.
VaLgeir örn ragnarsson
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
rannVeig Tanya
KrisTinsdóTTir
Sviðstjórireikningshalds.
Mánaðarlaun: 802.463 kr.
HjörLeiFur KVaran
Forstjóri.
Mánaðarlaun: 1.905.335 kr.
anna sKúLadóTTir
Framkvæmdastjórifjármála.
Mánaðarlaun: 1.608.932 kr.
LoFTur reiMar
gissurarson
Framkvæmdastjórioggæðastjóri.
Mánaðarlaun: 1.083.142 kr.
guðMundur Þóroddsson
Fyrrverandiforstjóri.
Mánaðarlaun: 1.050.748 kr.
HaraLdur FLosi
TryggVason
Formaðurstjórnar.
Mánaðarlaun: 920.000 kr.
guðLaugur gyLFi
sVerrisson
Fyrrverandiformaðurstjórnar.
Mánaðarlaun: 791.668 kr.
eiríKur HjáLMarsson
Upplýsingafulltrúi.
Mánaðarlaun: 821.000 kr.
KrisTján n. óLaFsson
Sérfræðingur.
Mánaðarlaun: 1.017.000 kr.
Þorgeir einarsson
Rafmagnsverkfræðingur.
Mánaðarlaun: 850.000 kr.
PáLL erLand
Framkvæmdastjóri.
Mánaðarlaun: 1.778.570 kr.
eLín sMáradóTTir
Framkvæmdastjóriauðlindaoglaga.
Mánaðarlaun: 929.280 kr.
ingóLFur HróLFsson
Sviðsstjórinýrravirkjana.
Mánaðarlaun: 983.606 kr.
óLöF s. PáLsdóTir
Sviðsstjórifjármálasviðs.
Mánaðarlaun: 762.680 kr.
ingi j. erLingsson
Sviðsstjórifjár-ogáhættustýringar.
Mánaðarlaun: 961.227 kr.
sKúLi WaLdorFF
Sviðsstjóristarfsmannamála.
Mánaðarlaun: 905.020 kr.
HeLgi PéTursson
Vefstjóri.
Mánaðarlaun: 879.026 kr.
laun innan or
Haraldur Flosi Tryggvason
Laun:920.000
anna skúladóttir
Laun:1.608.932
Hjörleifur Kvaran
Laun:1.920.000
Auk forstjórans, framkvæmda-
stjóranna, stjórnar-
formannsins og fjár-
málastjórans eru svo 14
sviðsstjórar hjá Orku-
veitu Reykjavíkur.
föstudagur 31. ágúst 200710 Fréttir DV
Síldarverksmiðja ríkisins
Verksmiðjurnar gefnar
Fyrsta verksmiðja Síldarverksmiðja ríkisins tók til
starfa á Siglufirði á árinu 1930. Síðan risu verksmiðjur fé-
lagsins hver á fætur annarri. Á árinu 1947 starfrækti SR
verksmiðjur á Siglufirði, Húsavík, Skagaströnd og Rauf-
arhöfn og námu heildarafköst verksmiðjanna um 5.000
tonnum á sólarhring, en afköst annarra verksmiðja á
Norður- og Austurlandi námu um 5.700 tonnum á sól-
arhring.
Á árunum 1989 og 1990 varð mikið tap á rekstri félags-
ins samanborið við nokkurn hagnað árið áður. Loðnu-
brestur var meginástæða tapsins og Þorsteinn Pálsson,
þáverandi sjávarútvegsráðherra, skipaði í júlí 1991 nefnd
til að vinna að undirbúningi að breytingum á rekstrar-
formi Síldarverksmiðja ríkisins. Ákveðið var að gera úr
hlutafélag.
Tveimur árum síðar var fyrirtækið einkavætt með öllu
er hlutafélagið SR-mjöl yfirtók reksturinn. Kaupverðið
var rúmar 700 milljónir, hefur kaupverðið verið gagnrýnt
harkalega og talað um að SR hafi í raun verið gefið. Talið
er að eignir fyrirtækisins hafi verið margfalt verðmeiri en
kaupverðið sjálft. Einnig hefur verið bent á að fyrirtæk-
ið hafi ekki verið selt hæstbjóðanda heldur kaupendum
hliðhollum Sjálfstæðisflokknum.
Íslenskir aðalverktakar
Földu eignir í útboði
Íslenskir aðalverktakar sf. höfðu starfað sem verktakar
á varnarsvæðunum frá 1954. Fyrirtækið var stofnað að
frumkvæði íslenskra stjórnvalda til að annast verktöku
fyrir Varnarliðið. Í ársbyrjun 1996 var tekin ákvörðun um
að afnema fyrirkomulagið og Íslenskir aðalverktakar hf.,
ÍAV, var stofnað ári síðar. Þá átti ríkið ríflega helmings-
hlut í fyrirtækinu. Í febrúar 1998 fól utanríkisráðuneyt-
ið Framkvæmdanefnd um einkavæðingu að annast sölu
hlutarins og var veitt heimild til sölunnar í fjárlögum.
Gengið var til samninga við Eignarhaldsfélagið AV ehf.,
sem var í eigu stjórnenda og starfsmanna ÍAV.
Einn af bjóðendum í hlut ríkisins kvart-
aði til Fjármálaeftirlitsins vegna þess
að vikið hafði verið frá útboðsgögn-
um. Bent var á að í sölulýsingu hefðu
hvorki verið tilgreindar stórvirkar
vinnuvélar fyrirtækisins á Keflavík-
urflugvelli né verðmætt byggingar-
land þess við Blikastaði. Fyrir vikið
hafi fyrirtækið verið mun verðmætara
en gefið var upp við söluna og því hafi
ótengdir aðilar illa áttað sig á verðmætinu
og boðið lægra en eignarhaldsfélagið í eigu stjórnenda
og starfsmanna ÍAV.
VERSTU EINKAVÆÐINGARNAR
Ríkið hefur fengið tæpa 170 milljarða á
síðustu 15 árum eftir að hafa selt hlut sinn
í á fimmta tug fyrirtækja. Einkavæðing
ríkisins hefur þó ekki gengið hljóðlega
fyrir sig og reglulega hefur verið bent á
vafasöm viðskipti ríkisins. Einkum hefur
verið deilt um kaupverð og kaupendahópa
stærstu fyrirtækjanna.
Sala ríkisins á hlutum sínum í Áburð-
arverksmiðjunni, Búnaðarbanka Ís-
lands, Íslenskum aðalverktökum,
Landsbanka Íslands, Landssím-
anum, Sementsverksmiðjunni og
Síldarverksmiðjum ríksins eru mis-
heppnuðustu einkavæðingar ríkisins
síðustu 15 ár. Þetta er mat viðmæl-
enda DV. Fyrir hlut sinn í þessum
fyrirtækjum fékk ríkissjóður nærri
130 milljarða króna.
Ríkið hefur selt til einkaaðila hlut
sinn í á fimmta tug fyrirtækja á síð-
ustu 15 árum. Fyrir hlut sinn hef-
ur ríkið fengið tæpa 170 milljarða á
uppreiknuðu verðlagi ársins 2007. Á
tímabilinu hafa risið pólitískar deil-
ur vegna einkavæðingarstefnu síð-
ustu ríkisstjórna og hart deilt á þingi
um einstaka sölur ríkisins á hlutum
sínum. Á meðan sumir gagnrýnend-
ur eru þeirrar skoðunar að ákveð-
in fyrirtæki hefði yfirhöfuð ekki átt
að færa úr höndum ríkisins eru aðr-
ir sem einkum hafa deilt á söluvirði
fyrirtækja. Síðast en ekki síst hafa
reglulega risið upp harðar deilur um
stærstu sölur ríkisins og ráðherr-
ar sakaðir um að koma helstu perl-
um ríkissjóðs í hendur flokksbræðra
sinna.
Umdeildustu sölur síðustu ára eru
án efa einkavæðing ríkisbankanna,
Búnaðarbankans hf. og Landsbank-
ans hf., samtals vel á þriðja tug millj-
arða króna á uppreiknuðu verðlagi
2007. Í þeim tilvikum hefur bæði ver-
ið harkalega deilt um söluandvirði
bankanna ásamt því hverjir fengu á
endanum að kaupa þá.
Sala hlutabréfa ríkisins í Lands-
símanum fyrir tæpa 70 milljarða hef-
ur einnig orðið tilefni til gagnrýnnar
umræðu. Í því tilviki hefur einnig ver-
ið horft til kaupendahópsins og jafn-
framt bent á að verðmæti fyrirtækis-
ins hafi verið í lágmarki sökum lægðar
á hlutabréfamarkaði við söluna.
Aðrar sölur sem harðlega hafa ver-
ið gagnrýndar er sala ríkisins á hlut
sínum í Síldarverksmiðjum ríkisins,
Sementsverksmiðjunni hf., Áburðar-
verksmiðjunni hf. og Íslenskum aðal-
verktökum. Í öllum þessum tilvikum
hefur kaupverð fyrirtækjanna verið
harðlega gagnrýnt sem gjafverð og
kaupendurnir í öllum tilvikum sagðir
hliðhollir stjórnarherrum hvers tíma.
Sala ríkisins á hlut sínum í Hitaveitu
Suðurnesja er líklega það tilvik sem
harðast hefur verið gagnrýnt fyrir að
vera hlutur sem ekki hefði átt að vera
seldur frá ríkinu.
Ef litið er á kvótakerfið sem einka-
væðingu er það talið allra versti
verknaðurinn. Í kringum stærstu
sölur ríkisins á umræddu 15 ára
tímabili hefur ríkt mest óánægja. Af
þeim tæplega 170 milljörðum sem
runnið hafa í ríkissjóð á þessum tíma
vegna einkavæðingar hafa viðskipti
með nærri 130 milljarða verið gagn-
rýnd, ýmist fyrir að söluhagsmun-
um ríkisins hafi ekki verið nægjan-
lega gætt með of lágu söluverði eða
að kaupendur hafi notið tengsla við
stjórnarherrana.
TrauSTi hafSTeinSSon
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Selt formanni einkavæðingarnefndar Íslenskir aðalverktakar voru seldir
stjórnendum fyrirtækisins en meðal þeirra var formaður einkavæðingarnefndar og
fyrrverandi aðstoðarmaður Halldórs ásgrímssonar.
DV Fréttir föstudagur 31. ágúst 2007 11
Jafet Ólafsson, viðskiptafræð-
ingur
Allt saman jákvætt
Ég held að einkavæðing fjár-
málageirans hafi heppnast mjög vel.
Að mínu viti var hann einfaldlega
leystur úr fjötrum við að losna und-
an afskiptum ríkisins og löngu kom-
inn tími til. Í raun get ég ekki bent
á neina einkavæðingu sem ekki hafi
tekist vel þó svo alltaf megi deila
um verðið. Það er alltaf hættulegt
að einblína bara í baksýnisspegil-
inn, fyrirtækin voru seld á réttu
verði hvers tíma og það hefur svo
verið undir kaupendum að spila úr
eins vel og hægt er. Það er allt önnur
Ella og ég tel ekki hægt að benda á
neitt dæmi þar sem ríkið hafi selt of
lágu verði. Sum fyrirtækin fóru bara
að ganga miklu betur undir stjórn
annarra en ríkisins. Nýir og ferskir
menn komu að stjórnun þeirra með
breytta hugsun. Viðskiptalegar for-
sendur fóru að ráða ríkjum en ekki
pólitík. Þetta er meginskýringin á
því hvers vegna verðmæti fyrirtækja
rauk upp eftir einkavæðingu. Ég get
alls ekki séð að rétt sé að tala um
einkavæðingu sem einkavinavæð-
ingu. Ég held að það sé mikil oftúlk-
un að segja fyrirtæki ríkisins einka-
vædd fyrir vini einhverra ráðherra.
Ég held að mikill meirihluti einka-
væðingarinnar sé mjög jákvæður
og í sumum tilvikum hefur tekist
frábærlega til. Einkavæðingin hefði
mátt byrja miklu fyrr.
Jón Magnússon, þingmaður
Frjálslynda flokksins
Engin falleinkunn
Heildarmyndin sem blasir við er
eðlileg og undantekningarlítið hefur
einkavæðingin orðið til góðs fyrir þjóð-
félagið. Ég tel hana hvorki hafa gerst
of hratt né með óeðlilegum hætti. Ég
held að það séu fáir sem telji ástæðu
til að ríkið hefði átt að halda í flest þau
fyrirtæki sem hafa verið einkavædd og
enginn vilji taka aftur upp ríkisvæð-
ingu þeirra. Stærstur hluti einkavæð-
ingar snýr að því að ríkið var að losa
sig frá ýmsum framleiðslusviðum sem
maður spyr sig stundum hvers vegna
það hafi átt hlut í yfirhöfuð. Í langflest-
um tilvikum hafa fyrirtækin verið rekin
betur eftir einkavæðingu. Einu spurn-
ingarnar sem vakna hjá mér lúta að því
á hvaða verði fyrirtækin hafa verið seld
og hverjum þau voru seld. Ég set til
dæmis spurningamerki við sölu bank-
anna, bæði of lágt verð og grunsam-
legt hverjir fengu að kaupa. Hið sama
á við um sölu Síldarverksmiðju ríkisins
sem er dæmi um mjög misheppnaða
einkavæðingu. Á móti spyr ég hvort
ekki hafi verið nauðsynlegt að losa
bankana úr dauðahrammi ríkisins þar
sem nýjungar voru víðsfjarri. Það þarf
að láta fara fram rannsókn á bankasöl-
unum, ekki síst vegna tengsla Halldórs
Ásgrímssonar við ákveðna kaupenda-
hópa. Ég held að það sé mjög mikil-
vægt að fara yfir allt söluferli bankanna
til að hreinsa allan orðróm um pólitísk
uppskipti og spillingu án þess að sölu-
hagsmuna hafi verið fyllilega gætt.
Hvað þjónustu varðar er Landssíminn
slæmt dæmi um einkavæðingu, þó svo
að verðið hafi verið gott að mínu mati
hefur þjónustan klárlega ekki batnað.
Þegar ég lít yfir sviðið síðustu 15 ár gef
ég stjórnvöldum ekki falleinkunn fyrir
einkavæðinguna.
Hjörleifur Guttormsson,
fyrrverandi iðnaðarráðherra
Spilapeningar í
boði ríkisins
Fljótt á litið tel ég afhendingu kvót-
ans alvarlegustu einkavæðinguna hér
á landi, þó að menn hafi ekki alltaf
viljað túlkað það þannig. Þessi stóra
ákvörðun hefur búið til fjármagn í
höndum einkaaðila sem þeir hafa síð-
an spilað úr að vild í útrás sinni. Ég hef
heyrt töluna 400 milljarða sem einka-
aðilar hafa fengið í hendur við mark-
aðsvæðingu þorskkvótans. Þarna var
eign fólksins og byggðanna gerð að
hlutabréfum sem einkaaðilar leika
sér með. Sala bankanna og Símans
hafa líka orðið til þess að veita tiltölu-
lega fáum útvöldum einkaaðilunum
enn fleiri spilapeninga í útrás sinni.
Bankarnir voru seldir fyrir slikk, er ég
viss um. Hinir útvöldu hafa síðan not-
ið lánstrausts vegna framsals ríkisins
á eignum sínum og það er undirrótin
að útrásinni. Spilapeningarnir eru nú
þrotnir og því liggur á að kreista meiri
peninga út úr kerfinu til að geta hald-
ið leiknum áfram. Þetta er nú svona,
spilapeningarnir hafa verið í boði rík-
isins þar sem þeir hafa fengist langt
undir markaðsverði.
Sverrir Hermannsson, fyrrver-
andi ráðherra og bankastjóri
Einkavinavæðingin
mikla
Salan á Síldarverksmiðju ríkis-
ins er náttúrulega bara brandari og
skýrt dæmi um einkavinavæðingu.
Hún var ekki seld hæstbjóðanda.
Það liggur fyrir að kaupendur henn-
ar fengu hana á hálfvirði þess sem
verksmiðjan ein á Reyðarfirði kost-
aði enda náðu kaupendurnir að
borga kaupin með eigin fé fyrirtæk-
isins sjálfs. Í kjölfar þessa ævintýris
kom sala bankanna, SÍS-arar vildu
Landsbankann en fengu ekki. Í stað-
inn var þeim seldur hlutur bankans
í VÍS á spottprís, 6 og hálfan millj-
arð, og fyrir því var lánað vaxtalítið.
Þremur árum síðar var hluturinnn
seldur á rúma 30 milljarða. Það vita
allir að herramennirnir fengu gefins
milljarða.
Síðan seldi Halldór Ásgrímsson
fyrrverandi aðstoðarmanni sínum,
sem þá var formaður einkavæð-
inganefndar, Íslenska aðalverktaka
og það er líklega ein frægasta salan
í einkavinavæðingunni miklu. Þessi
sala er algjör skandall og menn þegja
alfarið yfir þessu. Miklum auðæfum
þjóðarinnar hefur verið skipt upp til
helminga milli stjórnarflokkanna.
Þetta hefur allt verið hinn mesti
sóðaskapur og gegnum rotið þar sem
auðvaldið hefur verið að sölsa undir
sig þjóðfélagið.
Búnaðarbanki Íslands
Sambandsmenn kaupa
Búnaðarbanki Íslands hóf starfsemi árið 1930. Árið
1997 var hlutafélag stofnað um bankann.
Gerður var samningur við Búnaðar-
banka Íslands hf. í byrjun desember
1999 um að undirbúa og annast sölu
á hlutabréfum ríkisins í bankanum.
Eftir að búið var að velja Samson til
samningaviðræðna vegna Lands-
bankans voru aðeins tveir aðilar
taldir gjaldgengir sem kjölfestufjár-
festar fyrir Búnaðarbankann, Kald-
bakur hf. og S-hópurinn.
Í nóvember 2002 var ákveðið að ganga
til samninga við S-hópinn, sem tengdist Framsóknar-
flokknum hvort tveggja í gegnum Finn Ingólfsson, fyrr-
verandi varaformann flokksins, og gamla SÍS-menn.
Kaldbakur hf., óskaði skýringa. Söluverðið var tæpir
12 milljarðar króna, sú upphæð var talin óverulega
hærri en markaðsvirði fyrirtækisins. Síðar var Bún-
aðarbanki Íslands hf. sameinaður Kaupþingi og
heitir fyrirtækið í dag Kaupþing banki hf. Hagnað-
ur Kaupþings banka hf. á fyrri helmingi ársins 2007
var 46,8 milljarðar króna eftir skatta.
Landsbanki Íslands
Græddu á afborgunum
Landsbanki Íslands hóf starfsemi árið 1886. Árið 1997
var samþykkt að stofna hlutafélag um Landsbanka Ís-
lands. Sala á hlut ríkisins í Landsbanka Íslands hf. hófst
árið 1999 er 15 prósenta hlutur í bankanum var seld-
ur fyrir rúma 3 milljarða. Endanlega var gengið frá
einkavæðingunni árin 2002 og 2003. Við sölu á kjöl-
festuhlut höfðu stjórnvöld það yfirlýst meginmark-
mið með sölu á hlut sínum að fá fyrir hann hámarks-
verð og efla bankann og samkeppni á íslenskum
fjármálamarkaði.
Kaupendur kjölfestuhlutar bankans, Samson eign-
arhaldsfélag ehf., greiddu fyrir hlutinn tæpa 12 millj-
arða. Kaupverðið var greitt með afborgunum, samið var
í dollurum og þegar krónan styrktist áður
en að greiðslu kom fækkaði þeim krón-
um sem stjórnvöld fengu fyrir bank-
ann. Eftir að ríkið hætti afskiptum af
Landsbankanum hefur virði hans
aukist verulega og bankinn er orð-
inn sterkari og samkeppnishæfari
en áður var. Hagnaður Landsbank-
ans eftir skatta á fyrri helmingi ársins
2007 var 26,3 milljarðar króna.
Spurður um einkavæðingu
sala sumra ríkisfyrirtækja vakti
upp spurningar. Halldór
ásgrímsson var sakaður um að
beita sér með óeðlilegum
hætti við einkavæðingu
bankanna.
31.08.2007 06.08.2008 23.01.2009 02.09.2009 06.01.2010 09.01.2010 02.06.2010 09.06.2010 04.08.2010