Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Page 15
föstudagur 22. október 2010 nærmynd 15 maður. Hann er mjög góður að tala og sannfæra fólk. Hann getur tal- að gríðarlega hátt, hratt og skýrt og verið gríðarlega mælskur. Þetta kom sér mjög vel fyrir hann þegar hann starfaði sem verðbréfamiðlari. Góð- ir miðlarar eru oft þeir sem eru mjög góðir í kjaftinum.“ Meðal þess sem sagt er um Heið- ar er að Björgólfur Thor hafi gjarnan sent hann á fjölmenna fundi þar sem talsmaður Björgólfs þurfti að koma vel fyrir. „Þetta er maður sem getur staðið upp í þúsund mann sal innan um fullt af fjármálamönnum og tjáð sig, rifið kjaft og komið vel fyrir. Hann er bæði mjög rökfastur og mjög góð- ur í ensku. Og þegar hann verður æstur þá stendur bunann bara út úr honum. Hann er eins og vélbyssu- kjaftur. Það er ótrúlegt að sjá þetta,“ segir viðmælandi blaðsins. Annar heimildarmaður blaðs- ins, sem er fyrrverandi skólafélagi Heiðars, segir einnig að hann sé mjög vel gefinn „Þetta er bráðgáfað kvikindi með mikla þekkingu á fjár- málaheiminum. Ég veit hins vegar ekkert hvernig rekstrarmaður hann er. Hann var dúx eða semidúx þeg- ar hann var í Versló og tvíburabróð- ir hans var á svipuðum slóðum. Þeir hafa báðir alltaf skarað fram úr í því námi sem þeir hafa verið í. Hann þurfti samt ekkert að hafa mikið fyr- ir því og tók mikinn þátt í skemmt- analífinu samhliða náminu og fannst gaman að fá sér í glas.“ Heiðar fór í hagfræði í Háskóla Ís- lands eftir Verslunarskólann. Hann er giftur Sigríði Sól Björnsdóttur, sem er dóttir Björns Bjarnasonar, fyrrver- andi þingmanns og ráðherra Sjálf- stæðisflokksins, og eiga þau saman tvo drengi. Auk þess að hafa mikla þekkingu á fjármálaheiminum bendir einn heimildarmaður DV á að Heiðar Már sé dýpri en margir aðrir verð- bréfamiðlarar og hafi yfir meiri þekk- ingu að ráða. „Þetta er gaur sem er til dæmis vel lesinn í bókmenntum. Hann er svo miklu dýpri en marg- ir af þessum verðbréfamiðlurum sem hafa bara vit og þekkingu á ein- hverjum bissnesmálum. Hann er með ansi mikla þekkingu á breiðum grunni og getur kvótað í bókmenntir og annað slíkt án þess að blikna.“ Ákafur og hrokafullur Heiðar Már hefur það orðspor að „HEIÐAR ER GAMBLER“ n Vogunarsjóðurinn, sem stundum var nefndur Gír-sjóðurinn meðal manna í fjár- málalífinu, var skrásettur á Caymaneyju í Karíbahafinu. Heiðar Már stýrði sjóðnum þegar hann var starfsmaður útibús Kaupþings í New York ásamt Hreiðari Má Sigurðssyni og fleirum. Hann fékkst meðal annars við að kaupa íslensk skuldabréf og koma þeim í verð í Bandaríkjunum. Þetta er það sem Heiðar Már var snemma á starfsferli sínum hvað frægastur fyrir: Að ná að selja íslensk skuldabréf til erlendra aðila. Heiðar Már náði meiri árangri í þessu en aðrir íslenskir fjármálamenn. GIR-sjóðurinn komst í fréttirnar eftir hrunið 2008 í tengslum við upplýsingar sem Ari Matthíasson hagfræðingur lagði fram hjá skattayfirvöldum um einkennilega kynningu á starfsemi sjóðsins á Hótel Holti fyrir um áratug. Gert var ráð fyrir að sjóðurinn færi aldrei niður fyrir 2 milljarða króna. Lofað var 40 til 50 prósenta árlegri ávöxtun og að hann yrði greiddur út tvisvar ári. Ari sat þennan kynning- arfund ásamt þekktum og ríkum íslenskum fjárfestum. Hann segist hafa undrast það mest að forsvarsmenn sjóðsins hafi fullyrt að fjárfestar gætu fengið arð sinn greiddan inn á reikninga hvar sem er í heiminum. Hann lét skattayfirvöld vita um þessar yfirlýsingar eftir bankahrunið þegar umræða hófst um undanskot íslenskra útrásarvíkinga og háar upphæðir í skattaskjólum. Skattayfirvöld hófu rannsókn á málinu í kjölfarið. n Heiðar Már er tengdasonur Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra. Þeir virðast vera sammála um að Ísland eigi ekki að ganga í Evrópu- sambandið en höfðu mjög ólíkar skoðanir á því árið 2006 hvort Ísland ætti að kasta krónunni eða ekki og taka upp evru. Heiðar Már var byrjaður að tjá sig um það á mjög afdráttarlausan hátt árið 2006, þegar Björn skrifaði eftir færslu inn á heimasíðuna sína, að Ísland þyrfti að taka upp evru. Sömuleiðis hafði hann gert alls kyns ráðstaf- anir til að verja sig og tengda aðila fyrir gengislækkun krónunnar. „Það verður spennandi að sjá, hvernig Björgólfi Thor og samstarfsmönnum hans tekst að nýta sér tækifærin á heims- vísu á komandi árum. Við Íslendingar þurfum allir og sameiginlega sem þjóð að átta okkur á þessum tækifærum og leggja á ráðin um þau. Það er augljóst á öllum samanburði við önnur lönd, að á undanförnum árum hefur tekist frábærlega vel við að styrkja efnahag og stöðu þjóðarbús- ins, innviði þess og styrk til að takast á við ný og krefjandi verkefni. Þetta hefur tekist með íslenska krónu að vopni og með því að standa utan Evrópusambandsins, svo að tvö álitamál líðandi stundar séu nefnd. Leiðir Stýrði GIR-sjóðnum Heiðar og Björn ósammála Þetta er bráðgáfað kvikindi með mikla þekkingu á fjármálaheiminum. vera mjög ákafur og hrokafullur maður. „Hann segir það bara beint framan í þig að þú sért fífl ef honum finnst það. Hann er ansi hrokafullur,“ segir innanbúðarmaðurinn. Fyrrver- andi samstarfsmaður Heiðars Más í Kaupþingi segir jafnframt að Heiðari Má finnist hann vera yfir allt og alla hafinn og láti vita af því. Þeir undirstrika þó að sjálfsöryggi sé mjög mikilvægt hjá verðbréfa- miðlurum og mönnum í fjármálalíf- inu. Innanbúðarmaðurinn segir: „Ef þú ert ekki öruggur með sjálfan þig hvernig ætlar þú þá að fara að því að sannfæra aðra? Hann er gríðarlega ákafur. Ef hann fær hugmynd þá talar hann fyrir henni alveg eins og pred- ikari og segir mönnum til syndanna.“ Heiðar Már þykir afar góður í þessu. Annar heimildarmaður blaðs- ins segir að Heiðar Már hafi ákveð- ið að hætta hjá Novator skömmu eft- ir hrun vegna þess að hann vilji vera sinn eigin herra. „Hann auðvitað gekk út úr þessu Novator-dæmi til- tölulega skömmu eftir hrun. Hann er ekki „follower“, hann vill vera sinn eigin herra og sá ekki ástæðu til að vera þarna lengur eftir hrunið. Ég held að hann hafi farið í góðu og veit ekki til þess að hann sé tengdur Novator í dag. Hann hefur alveg þá þekkingu og þá hæfileika sem til þarf að vera óháður öðrum.“ Hann segir að ákefð og sann- færing Heiðars Más kristallist með- al annars í baráttu hans fyrir því að Ísland taki upp evru í stað krón- unnar. „Hann virðist mjög snemma hafa áttað sig á því að gengi krón- unnar hafi verið ofmetið og virðist hafa haft efasemdir um að við gæt- um haldið þessu [íslenska efna- hagsundrinu, innskot blaðamanns] áfram með krónuna. Hann vissi að þetta gengi ekki upp sem við vorum að gera. Það má gefa honum kredit fyrir þetta,“ segir viðmælandi blaðs- ins. Þó alveg ljóst sé að þetta sé rétt mat hjá heimildarmanni blaðsins þá var skarpskyggni Heiðars Más þó ekki það mikil að hann teldi að fjármálakerfið myndi hrynja nokkr- um mánuðum síðar þegar hann var spurður um skoðun sína á stöðunni sumarið 2008. Þetta sýnir kannski hversu fáir voru á þessari skoðun rétt fyrir hrun fyrst ekki einu sinni Heið- ar Már, einn helsti ráðgjafi Björgólfs Thors og mjög klókur fjármálamað- ur, taldi bankana að hruni komna þá um sumarið. Þrátt fyrir þennan ákafa og þenn- an hroka, sem allir viðmælendur benda á, segja þeir líka að Heiðar Már sé almennt séð vel liðinn innan fjármálageirans og hafi gott orðspor. „Það tala nefnilega allir frekar vel um hann. Hann er vel liðinn, skemmti- legur og vel lesinn.“ Hefur efnast vel Heiðar Már hefur efnast vel eftir að hafa starfað lengi á fjármála- markaðnum. Fjármálamenn sem eru eins hátt skrifaðir og Heiðar Már eru yfirleitt á árangurstengd- um launum og bónusum og geta auðvitað sjálfir verið í fjárfesting- um samhliða störfum sínum hjá þeim fyrirtækjum sem þeir vinna hjá hverju sinni. Einhver orðróm- ur er um að Heiðar sitji á milljörð- um króna sem hann geymi í Sviss og ætli meðal annars að nota hluta þessara fjármuna til að kaupa Sjó- vá. Þetta hefur vitanlega ekki feng- ist staðfest. Skiptar skoðanir eru hins veg- ar uppi um hvort Heiðar Már sé rétti maðurinn til að eiga og reka Sjóva, meðal annars vegna þess að hann sé í eðli sínu ákafur og nokk- uð áhættusækinn og vilji mjög háa ávöxtun af fjárfestingum sínum, en það er einmitt eitt einkenni vog- unarsjóða. Einn heimildarmað- ur DV segir: „Ég er ekkert viss um að hann sé rétta týpan inn í Sjóvá. Það þarf ekki svona „flashy“ mann eins og Heiðar Má til að koma inn í tryggingafélag, einhvern fjármála- snilling. Tryggingastærðfræðin er þess eðlis að þú þarft ekki þannig mann til að hafa yfirumsjón með henni. Heiðar er „gambler“ og ég hugsa með hrolli til þess að hann eignist tryggingafélagið. Hann er af sömu kynslóð og þeir sem skildu Sjóvá eftir í sárum, Milestone.“ Þykir eldklár Heiðar Már þykir eldklár maður og segja fyrrverandi samstarfsmenn hans og skólafélagar að hann búi yfir mikilli þekkingu á fjármálakerfinu. Einhverjir efast þó um að hann sé rétti maðurinn til að eignast tryggingafélagið Sjóvá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.