Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Síða 20
20 erlent 22. október 2010 föstudagur
Á miðvikudag hélt Pat Cox fyrirlestur
í hátíðarsal Háskóla Íslands á vegum
Alþjóðamálastofnunar og samtak-
anna Sterkara Ísland. Cox þessi var
þingmaður á Evrópuþinginu frá 1999
til 2004 og var meðal annars for-
seti þingsins síðustu tvö árin. Hann
ræddi reynslu Írlands af aðild sinni
að Evrópusambandinu og reyndi að
setja hana í samhengi við það sem Ís-
lendingar geta búist við, ef ske kynni
að Ísland yrði aðildarríki.
Telur Cox eyjaskeggjana undan
ströndum Bretlands eiga margt sam-
eiginlegt með Íslendingum, jafnvel
umfram hið írska genamengi sem
gengið hefur í erfðir allt frá land-
námi. Sjálfur segist Cox vera stoltur
af því að vera Íri og stoltur af því að
koma frá eyju. Hann segir að það sé
sjálfsmyndin sem skipti mestu máli
þegar við staðsetjum okkur í heimin-
um: „sjálfsmyndin er eins og laukur,
hún hefur mörg lög. Innst inni er fjöl-
skyldan, sem er mikilvægust. Stór-
fjölskyldan, bæjarfélag og þjóðerni.
En hvar viljum við skilgreina okkur
í sífellt samtengdari heimi?“ Vitn-
aði hann af því tilefni í ítalska nób-
elsverðlaunahafann Umberto Eco.
Hann svaraði þegar hann var spurð-
ur hvaðan hann væri „þegar ég er í
Róm er ég frá Mílanó, þegar ég er í
París er ég frá Ítalíu, þegar ég er í New
York er ég frá Evrópu.“
Löng sjálfstæðisbarátta
Rétt eins og Íslendingar stóðu Írar í
langri og strangri baráttu fyrir fullu
sjálfstæði frá heimsveldi í austri,
Bretlandi í þeirra tilfelli. Gantaðist
Cox með það, að á Írlandi var far-
ið að fagna ósigrum í baráttunni
á tímabili, „það var betra að fagna
einhverju, heldur en að sitja heima
þunglyndur.“ En Írar þurftu ekki að-
eins að berjast fyrir sjálfstæði sínu,
þeir þurftu einnig að berjast við
hungursneyð, sjúkdóma og gífur-
legan fólksflótta. Í manntali sem var
gert árið 1841 voru Írar til að mynda
8 milljónir talsins. Um aldamótin
1900 hafði þeim fækkað um helming.
„Fólksflóttinn hafði í för með sér al-
varlegar afleiðingar fyrir okkur, ekki
aðeins vegna þess að okkur fækk-
aði, heldur einnig vegna hnignun-
ar tungumálsins, sem er svo nátengt
sjálfsmyndinni. Írska fór að hverfa og
enska varð ráðandi, enda tungumál
tækifæranna fyrir þá sem hugðust
flytjast á brott. Áfangastaðirnir voru
eingöngu enskumælandi lönd.“
Áföll og mótlæti hafa því alið Írum
lundarfar, sem margir segja einstakt.
Eru þeir taldir kaldhæðnir mjög og
eiga mjög erfitt með að taka við fyr-
irmælum frá utanaðkomandi – ef til
vill eins og Íslendingar. Cox vitnaði í
Brendan Behan, drykkfellt skáld sem
er í miklum metum hjá írsku þjóð-
inni: „það er ekki að Írar séu kald-
hæðnir. Það sem einkennir þá er
þessi yndislegi skortur á virðingu fyr-
ir öllu og öllum.“ Írar hlutu þó að lok-
um sjálfstæði frá Bretum árið 1922,
eftir blóðugt stríð við herraþjóðina.
Cox sagði þó að þrátt fyrir að fullt
sjálfstæði hefði fengist á borði, var
það ekki endilega svo í orði: „Fyr-
ir mér eru tvö ártöl mikilvæg þeg-
ar talað er um sjálfstæði Írlands.
Hið fyrsta er 1922, þegar sjálfstæði
fékkst frá Bretlandi. En Írland var
ennþá efnahagslega háð Bretlandi í
hálfa öld til viðbótar þar sem nánast
öll utanríkis viðskipti voru við Breta.
Síðara ártalið sem er jafn mikilvægt
er 1972, þegar aðild að Evrópska
efnahagssvæðinu var samþykkt. Ír-
land hafði verið lokað samfélag, einu
tengslin við umheiminn virtust vera
við Bretland. Evrópa opnaði dyrn-
ar fyrir okkur.“ Segir Cox einnig að
Evrópusambandið hafi verið ómet-
anlegt fyrir friðarferlið á Norður-Ír-
landi. Ekki vegna eigin frumkvæð-
is sambandsins, heldur því þar gátu
ráðherrar Írlands og Bretlands setið
við sama borð og rætt saman á jafn-
réttisgrundvelli.
Ekki „minna írsk“
Cox segir fráleitt að halda því fram
að Írar séu minni Írar í dag heldur
en fyrir aðild að Evrópusamband-
inu. Það sem hafi hins vegar breyst,
er að nú eiga Írar auðveldara með að
láta að sér kveða á alþjóðavettvangi.
Samkvæmt Cox hefur Evrópusam-
bandið jafnvel hjálpað til við að efla
sjálfsmynd og þjóðarstolt Íra, sér-
staklega með því að samþykkja írsku
sem eitt af opinberum tungumálum
sínum. Nú eru allir skólar á Írlandi
tvítyngdir og írskan styrkist æ meir í
sessi. Íslenska tungan hlyti auðvitað
sömu virðingu í Evrópusambandinu
ef til aðildar kæmi, hún yrði eitt af
opinberum tungumálum sambands-
ins. Mælti Cox meðal annars á írskri
tungu þegar hann hélt sína jómfrú-
arræðu sem forseti Evrópuþings-
ins: „Ég fann fyrir miklu stolti þeg-
ar ég stóð þarna í púltinu sem fyrsti
forseti Evrópuþingsins frá Írlandi.
Og tilfinningin var ekki persónulegt,
hégómlegt stolt. Ég fann fyrir djúpu
þjóðarstolti, hvað það væri merkilegt
að einn af okkur skyldi hafa komist
hingað. Þangað getið þið [Íslending-
ar] líka komist.“
ESB ekki himnaríki
Því má hins vegar ekki gleyma, sagði
Cox, að Evrópusambandið er ekki
himnaríki – enda fyrirfinnst það ekki
á jörðu. Hin alþjóðlega fjármála-
kreppa hlífði Evrópu ekki, og var Ír-
land eitt þeirra ríkja sem hlaut hvað
þyngsta höggið. Önnur ríki eru til að
mynda Grikkland, Spánn og Portú-
gal en aðstæður eru mjög erfiðar
í Suður-Evrópu um þessar mund-
ir. „Bankarnir okkar fóru of geyst og
höfðu safnað saman of háum skuld-
um. Stjórnvöld ákváðu að taka yfir
rekstur bankanna og þjóðnýta skuld-
ir þeirra og lenda þær því á skatt-
borgurum, ekki ólíkt því sem gerðist
á Íslandi. Þetta var auðvitað umdeild
ákvörðun en engu að síður sú sem
var tekin. Ég tek þó fram að slæmu
strákarnir okkar voru ekki nærri því
jafn skaðlegir og slæmu strákarnir
ykkar,“ sagði Cox og vísar þar til ís-
lensku útrásarvíkinganna.
Cox telur þó að með sameigin-
legum krafti 27 aðildarríkja sé bet-
ur hægt að eiga við kreppuna og
skapa sameiginlegar reglur svo forð-
ast megi að hún endurtaki sig. „Það
besta við pólitíkina í Evrópusam-
bandinu er að þar er enginn meiri-
hluti. Jafnvel Þjóðverjar sem eru með
96 þingmenn, eru í minnihluta, því
þingið telur 736 þingmenn í allt. Þess
vegna þurfa allir að vinna saman.
Nánast allar ákvarðanir sem teknar
eru, bæði á Evrópuþinginu og í Evr-
ópuráðinu, eru samhljóða ákvarðan-
ir. Það er skemmtileg tilbreyting frá
stjórnmálunum heima við, þar sem
fólk stillir sér upp í skotgrafir flokk-
anna og kemst aldrei að sameigin-
legri niðurstöðu.“
Björn tEitSSon
blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is
Fyrrverandi forseti Evrópuþingsins, Pat Cox, hélt fyrirlest-
ur í Háskóla Íslands um stöðu Írlands í Evrópusambandinu.
Hann segir Íra eiga margt sameiginlegt með Íslendingum
og segist ekki vera „minni Íri“ eftir aðild.
Stoltur Íri
Í Evrópu
Evrópa opnaði dyrnar fyrir okkur.
Umberto Eco „ÞegarégeríRómerégfráMílanó,þegarégeríParíserégfráÍtalíu,þegarégeríNewYorkerégfráEvrópu.“
Frábær ræðumaður
PatCoxerþekktur
fyrirframsöguhæfileika
sínaendafyrrverandi
sjónvarpsmaður.