Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Síða 21
föstudagur 22. október 2010 erlent 21
Hundaræktunarverksmiðjur, eða
„puppy mills“, hafa verið starfræktar
í Bandaríkjunum síðan skömmu eft-
ir seinni heimsstyrjöld. Verksmiðj-
urnar eru mjög umdeildar en í þeim
eru hvolpar ræktaðir á svipaðan hátt
og kjúklingar. Búa þeir við slæm skil-
yrði svo vægt sé til orða tekið og eru
geymdir í örsmáum búrum uns þeir
eru annað hvort seldir á þar til gerð-
um netsíðum eða til gæludýrabúða
í gegnum ósvífna milliliði. Fæðing-
argallar eru algengir en skyldleiki
hvolpanna er ætíð mikill. Vegna
hinna slæmu skilyrða eiga þeir oft
erfitt með gang og vegna þess hve
skamman tíma þeir eru á spena eru
þeir iðulega veikbyggðir og lifa mun
skemur en eðlilegt getur talist. Mik-
il umræða skapaðist um hundarækt-
unarverksmiðjur árið 2008 þegar
málið var tekið fyrir í spjallþætti Op-
ruh Winfrey. Síðan hefur lítið borið á
málinu en það komst nýverið aftur
í sviðsljósið í Bandaríkjunum þegar
frambjóðendur Teboðshreyfingar-
innar í væntanlegum þingkosning-
um lýstu því yfir að þeir vildu vernda
verksmiðjurnar frá frekari ágangi,
enda væri ágætar tekjur að hafa af
starfseminni.
Skipta þúsundum
Heimildum ber ekki saman um hve
margar hundaræktunarverksmiðjur
sé að finna í Bandaríkjunum, en tal-
ið er að þær séu á bilinu 4 til 10 þús-
und talsins. Þar sem bændur geta
skilgreint hundarækt sem aukabú-
grein þarf ekki alltaf að gera grein
fyrir starfseminni, jafnvel þó við-
komandi aðilar fái jafnvel einungis
tekjur af hundarækt. Í Missouri-ríki
er talsvert um verksmiðjurnar og fyrr
á árinu ætluðu yfirvöld sér að festa í
lög ákvæði sem allir hundaræktend-
ur þyrftu að fara eftir. Var þar með-
al annars að finna ákvæði um stærð
athafnasvæðis, hvolparnir þurfa að
geta teygt úr sér og snúið sér við og
fá reglulega þjálfun undir beru lofti.
Reglulegar skoðanir dýralækna var-
einnig að finna í ákvæðunum sem
og fullnægjandi magn og gæði fæðu
og drykkjarvatns. Þá eiga tíkur að fá
reglulega hvíld eftir að þær gjóta, en
hingað til eru þær látnar eiga hvolpa
í hvert skipti sem mögulegt er.
Ofstækisfull dýraverndunarlög
Fulltrúar Teboðshreyfingarinnar í
Missouri hafa reynt að koma í veg fyr-
ir að þessi ákvæði verði fest í lög. Ekki
vegna þess að þau séu of væg, held-
ur telja þeir lögin vera ofstækisfullar
kvaðir sem dýraverndunar sinnar vilji
setja á – til að koma í veg fyrir frum-
kvæði í atvinnurekstri. Telja fulltrúar
Teboðshreyfingarinnar þessi ákvæði
aðeins hækka kostnað hundarækt-
enda, sem muni að lokum leiða til
þess að venjulegar miðstéttarfjöl-
skyldur eigi ekki eftir að hafa efni á
að eignast gæludýr. Dýraverndun-
arsinnar í Bandaríkjunum klóra sér
í höfðinu en ráðleggja þó tilvonandi
hundaeigendum að kynna sér vel
þá hvolpa sem þeir hyggjast kaupa.
Að baki hundaræktunarverksmiðj-
um liggi aðeins gróðavonin, ekkert
sé skeytt um heilsu hundanna sjálfra.
Hundaræktunarverksmiðjur í Bandaríkjunum skipta þúsundum. Hvolpar eru ræktaðir
við hræðilegar aðstæður. Teboðshreyfingin vill koma í veg fyrir mannúðlegri meðferð.
Ömurlegar aðstæður
í hvolpar kt Að baki hundaræktunarverksmiðja liggi aðeins gróðavonin, ekkert sé skeytt um heilsu hundanna sjálfra.
björn teitSSOn
blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is
Oprah Spjallþáttadrottninginvakti
athygliáslæmumaðbúnaðihvolpafyrir
tveimurárum.
Alinn upp í búri Hvolparnir
eigaerfittmeðgangenda
vaxaþeirúrgrasiinnanrimla.
Tvítug stúlka, Marisol Valles að
nafni, hefur verið ráðin til starfa sem
lögreglustjóri í smábænum Gua-
dalupe í Mexíkó en hann er rétt við
landamæri Bandaríkjanna. Ástæðan
mun vera sú að enginn annar sóttist
eftir starfinu. Valles hefur um tveggja
ára skeið stundað nám í glæpasál-
fræði í háskólanum í Ciudad Juar-
ez, sem mun vera glæpahöfuðborg
Mexíkó um þessar mundir. Hafa þar
6.500 saklausir borgarar látið lífið á
undanförnum þremur árum í blóð-
ugu stríði glæpagengja sem stunda
aðallega eiturlyfjaviðskipti. Þyk-
ir Valles sýna mikið hugrekki með
því að taka að sér lögreglustjóra-
embættið en Guadalupe er þekkt-
ur sem síðasti viðkomustaður eitur-
lyfjasmyglara áður en þeir reyna að
koma vörum sínum yfir landamærin
til Bandaríkjanna.
Í síðustu viku voru til að mynda
framin átta morð í smábænum, sem
telur þó ekki nema 10 þúsund íbúa.
Í júní var bæjarstjóri Guadalupe
einnig myrtur, sem og öryggisverðir
og lögreglumenn. Hafa margir ver-
ið myrtir á hrottalegan hátt, með-
al annars hafa mörg fórnarlömb
verið afhöfðuð. Ríkisstjórn Mexíkó
hefur lýst yfir stríði gegn eiturlyfja-
barónum en eiturlyfjastríðin hafa
kostað hátt í 30 þúsund líf síðan í
desember 2006 þar í landi. Hafa 50
þúsund hermenn verið kallaðir til
verksins og munu einhverjir þeirra
hugsanlega aðstoða hinn unga lög-
reglustjóra Guadalupe, en þar er að-
eins einn lögreglubíl að finna.
Alvarlegt eiturlyfjastríð geisar í Mexíkó:
Tvítugogorðinlögreglustjóri
Lögreglustjórinn
HinungaMarisol
Vallesaðstörfum.
Clinton týndi
kjarnorkukóðunum
Bill Clinton, fyrrverandi forseti
Bandaríkjanna, hefur verið sakaður
um að hafa týnt spjaldi sem hafði að
geyma leynilega kóða, sem nauð-
synlegir eru til að fyrirskipa kjarn-
orkuárás. Þetta segir Hugh Shelton,
fyrrverandi yfirmaður herforingja-
ráðs Bandaríkjanna. Spjaldið er
jafnan kallað „kexið“ (biscuit) og
hefur annar hershöfðingi, Robert
Patterson, einnig sakað Clinton um
sama klaufaskap. Sagði Patterson að
Clinton hafi viðurkennt að hafa týnt
kexinu, morguninn eftir að Monicu
Lewinsky-hneykslið komst í hámæli.
klámkóngur látinn
Bob Guccione, stofnandi fullorð-
instímaritsins Penthouse, fannst
látinn á miðvikudag en hann var 79
ára að aldri. Guccione byggði upp
Pent house-veldið með smáu fyrir-
tækjaláni á 7. áratug síðustu aldar og
varð vellauðugur fyrir vikið. Slæmar
fjárfestingar, ritskoðun á Reagan-
tímabilinu og loks samkeppni frá
klámsíðum á netinu urðu til þess að
Guccione tapaði öllum auðævum
sínum, en hús hans var selt á upp-
boði árið 2006. Guccione hafði lengi
barist við krabbamein.
toyota innkallar
bíla
Stærsti bílaframleiðandi í heimi,
Toyota, hefur ákveðið að innkalla
rúmlega eina og hálfa milljón ein-
taka af lúxusbifreiðunum Lexus og
Avalon. Flestir þessara bíla eru nú
þegar komnir á götuna í Japan og í
Bandaríkjunum. Ástæðan mun vera
mögulegur galli í bremsuvökvakerfi
bifreiðanna en einnig er hugsanlegt
að bensínleiðslur séu ekki fullkomn-
ar. Í fyrra þurfti Toyota að innkalla
meira en 10 milljónir bifreiða.