Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Qupperneq 22
22 erlent 22. október 2010 föstudagur Gervöll heimsbyggðin fylgdist í síð- ustu viku með síðustu stundum prísundar þrjátíu og þriggja síleskra námamanna sem höfðu verið fastir í San Jose-námunni í Síle í sextíu og níu daga. Einn af öðrum voru þeir dregnir upp í dagsljósið við mik- inn fögnuð Sílebúa og undir vökulu auga fjölmiðla heimsbyggðarinnar. Um tvö þúsund fréttamenn höfðu komið sér fyrir í búðunum sem komið var upp vegna björgun- arinnar og ríkisstjórn landsins hafði beitt þungavinnuvélum til að út- búa bílastæði fyrir bíla fréttastöðva, enda áhugi á björguninni mikill. Sjálf gekk björgunin áfallalaust fyrir sig og var fest á filmu frá öllum sjón- arhornum. Átján mánaða í brunni Í gegnum tíðina hafa átt sér stað björgunaraðgerðir sem vöktu mikla athygli, þó að í fæstum tilfella hafi verið um að ræða jafnviðamikla að- gerð sem snéri að jafn mörgum ein- staklingum. Þann 14. október 1986 var Jessica McClure, átján mánaða, að leik með öðrum börnum í Midland í Texas í Bandaríkjunum. Hún var í umsjá frænku sinnar sem aflaði sér tekna með barnagæslu. Frænkan hafði brugðið sér frá í örskamma stund til að svara símanum. Þegar hún snéri aftur sá hún að börnin höfðu safn- ast saman og horfðu niður í gaml- an, uppþornaðan brunn, en Jessica hafði fallið ofan í brunninn og gat sig hvergi hrært. Til 16. október unnu björgunar- menn sleitulaust í 58 klukkustund- ir að því að bjarga Jessicu upp úr hrunnholunni sem var ekki nema um tuttugu sentimetrar í ummál. Björgunin vakti heimsathygli og var haft á orði að hún hefði snúist upp í allsherjar fjölmiðlasirkus. Fjölmiðlaáhuginn náði hámarki þegar þáverandi forseti Bandaríkj- anna, Ronald Reagan, hafði á orði að „… allir í Ameríku hefðu orðið guðfeður og guðmæður Jessicu á meðan á þessu stóð.“ Í kjölfar björgunarinnar þurftu læknar að fjarlægja hluta hægri fót- ar Jessicu og í gegnum tíðina hefur hún þurft að leggjast fimmtán sinn- um undir hnífinn. Jessica man sjálf lítið eftir slysinu. Hún gekk í hjónaband með Dav- id Morales árið 2006 og mun við 25 ára aldur fá aðgang að sjóði sem velunnarar hennar stofnuðu. Sam- kvæmt orðrómi er nú um ein millj- ón Bandaríkjadala í sjóðnum. Námaslys í Pennsylvaníu Námamenn í Quecreek-námu í Somerset-sýslu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum gerðu 24. júlí 2002 þau afdrifaríku mistök að grafa inn í nærliggjandi yfirgefna og illa við- haldna námu, Saxman-námuna, með þeim afleiðingum að vatn flæddi inn í Quecreek-námuna. Í sjötíu og sjö klukkustundir voru níu námamenn fastir í iðrum jarð- ar en að lokum tókst að bjarga þeim öllum við mikinn fögnuð um gervöll Bandaríkin enda hafði bandaríska þjóðin fylgst með í ofvæni. Eins og við var að búast mótuðu fjölmiðlar björgunina samkvæmt eigin kokkabókum, gerðu hana að „góðra frétta“-sögu og réru að því öllum árum að sveipa námumenn- ina tímabundinni frægð. Haft var á orði að einingin og samstarf björgunarmanna, nám- anna og alls samfélagsins í Somer- set hefði verið í æpandi mótsögn við aðra helstu frétt dagsins sem fjallaði um glæpsamlegt athæfi og græðgi í viðskiptalífinu í Bandaríkjunum. Þáverandi forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, hitti námamenn- ina í kjölfar björgunarinnar og sagði að björgunin væri það sem hann kallaði „… anda Bandaríkjanna, hinn mikla styrk þjóðarinnar.“ Fimmtán dagar í húsarústum Nær okkur í tíma er saga björgun- ar haítísku stúlkunnar Darlene Eti- enne sem fannst á lífi í rústum Port- au Prince á Haítí eftir jarðskjálftann sem lagði borgina í rúst 12. janúar á þessu ári. Alþjóðlegt björgunarlið lagði nótt við dag í von um að finna fólk á lífi í rústunum og um hálfum mán- uði eftir jarðskjálftann var álitið nánast útilokað að fleira fólk fynd- ist á lífi. En 28. janúar, hálfum mánuði eftir jarðskjálftann, heyrði fólk veika rödd sem barst frá rústum heimilis og kall- aði til franska björgunarmenn. Einn þeirra gekk eftir því sem einhvern tímann hafði verið þak og heyrði rödd og sá í slitrur af rykugu hári. Við nánari athugun gat hann séð andlit Darlene – og að hún var á lífi. Frönskum björgunarmönnum tókst að ná Darlene úr rústunum en eins og nærri má geta var hún mátt- farin vegna vatnsskorts auk þess sem vinstri fótleggur hennar var brotinn. Talið var að Darlene hefði dreg- ið fram lífið á vatni sem seytlaði til hennar frá rústum baðherberg- is heimilisins auk þess sem hún muldraði eitthvað um að hafa verið með litla flösku af Coca-Cola í rúst- unum. Almennt er talið ólíklegt að manneskja geti lifað án vatns leng- ur en í 72 klukkustundir. Sendi- herra Frakklands, Didier le Bret, jós frönsku björgunarmennina lofi, en þeir höfðu haldið áfram að leita að fórnarlömbum skjálftans þrátt fyrir að ríkisstjórn Haítí hefði opinber- lega lýst því yfir nokkrum dögum fyrr að leit væri hætt. Björgun á Everest Everest, hæsta fjall jarðar, hefur kost- að margan fjallgöngukappann líf- ið. Í maí 2006 álitu félagar Lincolns Hall að hann hefði safnast til feðra Ótrúleg björgunarafrek Hið frækilega björgunarafrek sem Síle- búar unnu í síðustu viku, þegar þrjátíu og þremur námamönnum var bjargað eft- ir að þeir höfðu dúsað í tæpa sjötíu daga í iðrum jarðar, vakti heimsathygli. Sagan geymir mýmörg björgunarafrek, sum stórkostlegri en önnur. kolBEiNN þorstEiNssoN blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Námaslys í Pennsylvaníu Síðastinámamaðurinnkominnuppáyfirborðið. MyNdir rEutErs Heimtur úr helju LincolnHalllifðiaf viðótrúlegaraðstæðuráEverest.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.