Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Síða 23
föstudagur 22. október 2010 erlent 23 sinna. Þannig var mál með vexti að skammt frá toppnum hafði hann þurft að skilja við félaga sína eftir að hafa fengið háloftasýki sem orsakaði ofskynjanir og ringlun. Sjerpar reyndu að bjarga Lincoln í margar klukkustundir en þegar nátt- aði og súrefnisbirgðir þeirra voru á þrotum var þeim fyrirskipað að láta gott heita, enda talið að Lincoln væri allur. Morguninn eftir var send út yf- irlýsing þess efnis að Lincoln Hall væri dáinn. Að morgni næsta dags gekk hóp- ur manna sem hugðist reyna við fjall- ið fram á Lincoln Hall, á lífi. Leiðtogi hópsins, Daniel Mazur, lýsti aðkom- unni svo: „Okkur á vinstri hönd, í rúmlega hálfs metra fjarlægð frá þriggja kílómetra þverhnípi, sat maður. Ekki dauður, ekki sofandi, hann sat með krosslagða fætur og var að skipta um skyrtu. Hann hafði rennt gallanum niður að mitti, klætt handleggina úr ermunum, hann var húfulaus, hanskalaus, sólgler- augnalaus, án súrefnisgrímu […] „Ég ímynda mér að þið séuð hissa á að sjá mig hér,“ sagði hann. Lincoln Hall hafði lifað af nóttina í 8.600 metra hæð án nauðsynlegra tækja og illa klæddur. Dan Mazur og félagar hans hættu við gönguna á toppinn og ákváðu þess í stað að vera hjá Lincoln þar til lið tólf sjérpa kom að og sá um að koma Lincoln niður fjallið. Örfáum dögum áður hafði bresk- ur fjallgöngumaður, David Sharp, dáið skammt frá þeim stað sem Lin- coln fannst á. Engin björgun hafði verið reynd í því tilfelli þrátt fyrir að ljóst hefði verið að David var á lífi, en meðvitundarlaus, þegar aðr- ir fjallgöngumenn gengu fram hjá honum og héldu áfram göngu sinni á toppinn. Daniel Mazur sá ekki eftir að hafa hætt við gönguna á toppinn og hlúð að Lincoln þess í stað: „Toppurinn er þarna ennþá og við getum farið síðar. Lincoln á bara eitt líf.“ Kraftaverk á Hudson-ánni „Búið ykkur undir brotlendingu,“ var það eina sem flugstjóri Airbus 320-flugvélar US Airways-flugfélags- ins, flugs 1549, sagði við farþega vélar- innar 15. janúar 2009, skömmu áður en hann nauðlenti vélinni á Hudson- ánni á milli New York og New Jersey í Bandaríkjunum. Sex mínútum áður hafði vélin tekið á loft frá LaGuar- dia-flugvellinum, en þremur mínút- um eftir flugtak varð á vegi vélarinnar gæsager sem orsakaði bilun í báðum hreyflum vélarinnar. Áhöfn vélarinnar var ljóst að ekki yrði mögulegt að ná að lenda á flug- velli og voru góð ráð dýr. Flugstjór- inn, Chesley „Sully“ Sullenberger, brá á það ráð að sveigja vélinni til suðurs yfir Hudson-ána og að lokum, þrem- ur mínútum eftir að vélin missti afl, nauðlenda henni á ánni. Áhöfn og farþegar vélarinnar, alls 155 manns, komust heilu og höldnu úr vélinni sem var nánast óskemmd en að hluta til undir vatnsborðinu og byrjuð að sökkva. Þegar upp var stað- ið tókst að bjarga öllum af vélinni og slysið var kallað kraftaverkið á Hud- son-ánni. Öll áhöfn vélarinnar var síðar heiðruð og sæmd Guild of Air Pilots and Air Navigators-orðunni og hef- ur verið sagt um nauðlendinguna að hún hafi verið „best heppnaða nauð- lending flugsögunnar“. Hetjan frá Harlem Þann 2. janúar 2007 beið bygginga- verkamaðurinn og uppgjafahermað- urinn Wesley Autrey eftir lest á braut- arstöð á Manhattan ásamt tveimur dætrum sínum. Skömmu eftir hádegi varð hann vitni að því þegar ung- ur maður, Cameron Hellopeter, fékk flog. Autrey fékk lánaðan penna til að halda munni Hellopeters opnum, en einhvern veginn slysaðist Hellopeter til að falla af brautarpallinum og nið- ur á brautarteinana. Þar sem Hellopeter lá á brautar- teinunum sá Autrey ljós lestarinn- ar sem nálgaðist óðfluga. Á meðan nærstödd kona hélt dætrum Autreys frá pallbrúninni stökk Autrey án hiks niður á teinana og taldi sig hafa tíma til að taka hann á bakið og koma hon- um upp á pallinn. Honum varð þó fljótt ljóst að tíminn yrði of naumur til þess og fleygði sér því yfir Hellopeter og skýldi honum þar sem þeir lágu á milli teinanna. Þrátt fyrir að lestarstjórinn brygð- ist skjótt við og nauðhemlaði fóru allir lestarvagnarnir nema tveir yfir Autrey og Hellopeter og plássið und- ir lestinni var ekki meira en svo að smurfeiti smurðist í húfu Autreys. Í kjölfarið fékk Autrey hin ýmsu viðurnefni – Samverjinn á lestar- stöðinni, Lestarstöðvarofurmenn- ið, Hetjan frá Harlem og fleiri. Hann varð þess heiðurs aðnjótandi að vera á lista Time-tímaritsins yfir hundrað áhrifamestu einstaklinga 2007. Þann 4. janúar 2007 sæmdi Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, Autrey æðstu orðu borg- arinnar sem veitt er þeim sem hafa afrekað eitthvað stórkostlegt; Brons- medalíunni. Sjálfur gerði Wesley Autrey lítið úr afreki sínu: „Mér finnst ég ekki hafa gert neitt stórkostlegt; ég sá bara mann í nauðum. Ég gerði það sem ég taldi rétt.“ Ótrúleg björgunarafrek Fjölmiðlaáhuginn náði hámarki þegar þáverandi forseti Bandaríkjanna, Ronald Reag- an, hafði á orði að „…allir í Ameríku hefðu orðið guð- feður og guðmæður Jessicu á meðan á þessu stóð.“ Hógvær hetja Wesley Autrey fannst hann ekki hafa afrekað nokkuð sérstakt. Kraftaverk á Hudson-ánni Áhöfn og farþegar flugvélarinnar sluppu heilu og höldnu úr slysinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.