Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Page 26
26 UMRÆÐA 22. október 2010 FÖSTUDAGUR
Á mitt heim-
ili er farin að
venja kom-
ur sínar ung
stúlka. Hún
varð eins árs í
vikunni, sonar-
dóttir konunn-
ar minnar, og
ég lít svo á að
ég eigi eitthvað
í henni líka.
Þetta er ákaf-
lega vel heppn-
uð stúlka, glaðlynd og lífsglöð, og
virðist vera alveg sérlega músík-
ölsk. Ef maður setur á tónlist fyll-
ist hún strax áhuga, og fer fljótt að
vagga sér ef henni líkar takturinn.
Í sérstöku uppáhaldi hjá henni
þessa dagana virðist vera hálfgerð
teiknimyndasöguútgáfa af Queen-
laginu We Are the Champions. Í
því miðju kemur svakalegur stuð-
kafli – sem ekki var að finna í út-
gáfu Freddy Mercurys og félaga,
svo ég viti til – og þegar hann skell-
ur á, þá fer Bríet litla Eyja öll að iða
og dilla sér, og brosir sínu breið-
asta.
PÉTUR GUNNARSSON OG
SPILVERKIÐ
Stúlkubarnið er þó ekki orðin al-
veg forstokkaður rokkhundur enn-
þá, og henni virðist líka ljómandi
við allar mögulegar sortir tónlist-
ar, svo fremi að eitthvert fjör sé í
henni. Hún hlustar á harmóníku-
músík, léttklassísk, ítölsk þjóðlög,
Þið munið hann Jörund og Bítlana,
allt af svipaðri ánægju.
Og svo Grænjaxlana. Þó hún sé
svona ung að það sé ekki einu sinni
búið að halda formlega upp á eins
árs afmælið hennar er hún þegar
farin að fíla Grænjaxlana í botn –
eins og það heitir á óvandaðri ís-
lensku.
Grænjaxlarnir – ef einhver
skyldi ekki kannast við þá – voru
hópur sem kom saman kring-
um 1980 og samanstóð af Spil-
verki þjóðanna og nokkrum vinum
og kunningjum þeirrar rómuðu
hljómsveitar. Hópurinn flutti
skemmtileg barnalög við texta eft-
ir Pétur Gunnarsson rithöfund og
platan sem gefin var út er ein sára-
fárra barnaplatna sem teljast mega
klassískar á Íslandi.
LÍFSBARÁTTA DÆMD
TIL AÐ TAPAST?
Þarna er til dæmis að finna hið al-
kunna lag um afann sem er síljúg-
andi upp á sig alls konar afrekum
víðs vegar um veröldina.
Og svo er þarna lagið um
„krómkallana“.
Fjörugt og hressilegt lag sem
lagt er í munn barna sem fylgjast
með streði foreldra sinna, lífsbar-
áttu sem virðist næstum dæmd til
að tapast.
Á það lag fór Bríet Eyja að hlusta
þegar hún kom í heimsókn í dag og
amma hennar setti Grænjaxlana á.
Litla stúlkan skemmti sér hið besta
yfir laginu, fór að aka sér til og frá
og brosti út að eyrum. Enda skildi
hún ekki textann og fattaði auðvit-
að ekki baslið sem þar var verið að
útmála.
Amman söng lagið líka við raust
fyrir stúlkuna, svo þetta var heilm-
ikið fjör. En allt í einu var eins og
ömmunni rynni kalt vatn milli
skinns og hörunds.
LÝSING Á TÍÐARANDANUM
ÞÁ OG NÚ
„Þetta lag söng ég fyrir son minn,
þegar hann fæddist,“ sagði hún.
„Þá var ég hluti af kynslóðinni
sem var að basla við að koma sér
upp húsi í óðaverðbólgu og ham-
förum verðtryggingarinnar. Og
ég hélt á tímabili að það mundi
bara alls ekki lukkast. Mér fannst
ég yrði alltaf föst í skuldafjötrum
þessa tímabils. En svo leið tíminn
og ástandið skánaði svona heldur.
Nýjar kynslóðir virtust ekki lengur
þurfa að vera markaðar eintómu
basli og peningavandræðum og
brjálæðislegum skuldum. Og þá
virkaði lagið um krómkallana nán-
ast eins og forngripur, endurminn-
ing frá löngu liðnum tíma.“
Krómkallarnir voru peningar.
Íslenska krónan var þá þegar orð-
in svo lítils virði að krónupening-
arnir voru úr fisléttu krómi, þeir
voru alltof ómerkilegir til í þá væri
eyðandi gulli eða silfri. Nú á dög-
um væri auðvitað ekki sungið um
krómkalla, enda peningar orðn-
ir rafrænir að mestu leyti. En það
hafði sem sagt allt í einu runnið
upp fyrir konunni minni að lagið
sem hún söng fyrir barnabarnið
var aftur orðið sannfærandi og ná-
kvæmlega sama lýsing á tíðarand-
anum og áður fyrr.
KRÓMKALLARNIR
„Við áttum heim´í átta hæða blokk,
og einblíndum á vinning í happadrættinu,
í Hagkaup mamma hálfan daginn vann,
um helgar bæði naglhreinsuðu í húsinu.
Fyrst kemur spýta og svo kemur spýta,
og svo kemur spýta í kross;
þó guð hjálpi þeim sem hjálpa sér sjálfir
var húsið samt selt onaf oss.
Hvert mannsbarn skuldar heila milljón,
hvert mannsbarn skuldar heila milljón
af krómköllum.
Skuldakóngar óseðjandi
skuldasúpur hám´í sig,
og lesa Lögbirtingablaðið,
hvert mannsbarn skuldar heila milljón …“
Og svo framvegis.
SAMA ENDALAUSA BASLIÐ?
Þótt nú sé það ekki verðbólga
sem erfiðust er, eins og í laginu
gamla, heldur sjálft hrunið, þá
er lýsing þessa lags á móralnum
í samfélaginu rétt fyrir 1980 svo
sorglega svipuð því sem nú er aft-
ur upp á teningnum. Það var það
sem vakti konunni minni hroll
þar sem hún stóð og söng fyrir
barnabarnið.
„Eiga þau, elsku krakkarnir, að
lenda í sama endalausa baslinu og
ég þegar ég var að ala upp pabba
hennar Bríetar?“
Ég gat auðvitað ekki svarað því.
Muldraði kannski eitthvað sem
enginn heyrði um að rétt væri að
vona það besta.
MIKIL ÁBYRGÐ ÞEIRRA SEM
VÖLDIN HAFA
Amman var ekki á því. Hún á leit
á barnabarnið, það dýrasta og
besta sem hún hefur eignast síðan
hennar eigin börn komu í heim-
inn, og sagði: „Þá er nú kannski
eins gott að þú farir ekki að basla
hér á þessu landi, Bríet mín.“
Því miður held ég að ansi marg-
ir hugsi á svipaða lund þessa dag-
ana. Þeim mun meiri er ábyrgð
þeirra sem hafa völd til að véla
um efnahag okkar á næstunni – ef
þetta fólk gætir sín ekki munum
við frekar kjósa að sjá á bak börn-
unum okkar og barnabörnunum
en þurfa að láta þau alast upp í
basli og bölsýni og skuldandi alveg
að ósekju heila milljón af króm-
köllum.
Kaaþump-búmm! „Í alvörunni? Er fólk að hala inn bónusstigum fyrir
þetta?!“ spurði ég kærust-
una mína þegar við heyrð-
um hljóð ársins enn eina
ferðina á þriðjudaginn í síð-
ustu viku. Hljóðið sem um
ræðir er hávaðinn sem fylg-
ir aftanákeyrslu. Við höfum
nú heyrt þetta hljóð þrisvar
sinnum á skömmum tíma á
þessu ári. Er nema furða að
ég velti fyrir mér þar sem ég
nam staðar á Hringbrautinni með
aðra svarta Mözdu í sleik við stuð-
arann á minni hvort það sé einhver
stór rauð ör sem eltir bílinn minn,
upplýst eins og neonskilti, sem lof-
ar þeim sem aka í rassgatinu á mér
bónusstigum og aukalífi fyrir að láta
bara vaða.
Mér verður ekki kennt um og hugsanlega ekki sof-andahætti hinna bíl-stjóranna. Ég verð eig-
inlega að kenna „happabílnum“
mínum um. Myntkörfu-Mözdunni.
Bílnum sem ég ætti ekki einu sinni
að eiga. En það var 2006, líka hjá fá-
tækum námsmönnum og auðvelt
að fá lán, þið vitið hvernig sú saga
er. Þessi versta ákvörðun sem ég hef
tekið hefur nefnilega verið býsna
dugleg að minna mig á, nákvæm-
lega, hversu vond ákvörðun hún var.
Þegar Mazdan stóð splunku-ný við Stúdentagarðana tók einhver rassálfur sig til og „lyklaði“ húddið, hliðarnar
og hurðirnar á henni alveg í drasl.
Glæsileg frammistaða. Enn betri
sjálfsábyrgð. Ýmislegt minniháttar
kom síðan fyrir eins og gengur og
gerist árin þar á eftir en það var ekki
fyrr en sumarið 2009 sem hlutirnir
fóru að gerast. Nákvæmlega klukku-
tíma áður en Mazdan átti að falla úr
ábyrgð hjá umboðinu var ég á rúnt-
inum í Vesturbænum þegar gírkass-
inn læsist og ég kemst hvergi. Ég
hringi í Vöku sem kemur og dröslar
bílnum upp í Brimborg sem ég hafði
hringt í skömmu áður. Nákvæm-
lega 17:50, tíu mínútum fyrir lokun
á föstudegi, mæti ég upp í Brimborg.
Kem bílnum í viðgerð og fæ hana út
á ábyrgðina. Gírkassinn var hrein-
lega hruninn en hefði hann hrunið
ellefu mínútum síðar en hann gerði
hefðu mínir menn í Brimborg reynt
að fría sig ábyrgð. Tilraun var að vísu
gerð til þess. Þvílík heppni ekki satt?
Rangt.
Stuttu eftir ábyrgðarkapp-hlaupið mikla byrjar gult ljós að loga í mælaborðinu hjá mér. Ljós sem aldrei lét
sjá sig nema þegar ég var að keyra
í hálku. Enn eina ferðina, skömmu
eftir ástandsskoðun hjá Brimborg, er
ég mættur þar aftur. Bíllinn er skoð-
aður og fréttir af niðurstöðunni fæ ég
símleiðis nokkrum dögum síðar.
Heyrðu, ABS-dælan er farin hjá þér.“ Ekki hljómar það sexí. -Já, og hvað kostar að fá nýja svoleiðis?
Átta hundruð og sextán þús-und.“ --di-di-di-di*
Þessi upphæð er orðin punchline við brandara í vina-hópnum. Það má í
alvörunni örugglega kaupa
þotuhreyfil fyrir þessa
geggjuðu upphæð. En í
ljósi þess að ég var nýbú-
inn að láta umboðið yfir-
fara kaggann, ábyrgðin rétt
nýútrunnin þá bauðst Maz-
da-fyrirtækið úti af góð-
mennsku hjarta síns til að
borga 80% skaðans. Ég yrði
samt að borga 20% OG við-
gerðarkostnaðinn sem hefði þýtt
kostnað upp á hartnær kvartmilljón
fyrir mig.
Ótal dæmi eru um þennan galla í Mözdu 3 bílum og með tilboði sínu var fyrir-tækið að viðurkenna sekt
sína, upp að 80% markinu. Athug-
un mín leiddi í ljós gulldælan atarna
virðist sjaldan fara fyrr en bílarn-
ir eru komnir úr ábyrgð. Heppilegt.
Þegar ég að sjálfsögðu neitaði þessu
frábæra tilboði komst ég að því að
bremsurnar myndu áfram virka,
bara ekki sem ABS, og ég ætti ekki
finna fyrir þessu. Ég ákvað að láta
það duga enda nýbúinn að kaupa
mér íbúð bókstaflega korteri fyrir
hrun og átti enga kvartmilljón í rass-
vasanum til að laga gallagripinn.
Kaaþump-búmm! Í vor var kærastan að leggja bílnum á Hverfisgötu þegar aftan á henni skellur bíll. Úr kyrr-
stöðu, á bílastæði! Að sjálfsögðu var
ölvaður maður „sofandi“ í bílnum fyr-
ir aftan, hafði gangsett hann og hamr-
að aftan á Mözduna. Svoleiðis er auð-
vitað daglegt brauð. Löggan kom og
hirti fyllibyttuna, sem síðan var sleppt
og þakkaði byttan fyrir sig með að
sparka í hliðarspegil Mözdunnar.
Í sumar var ákveðið að mála þak-ið á blokkinni hjá mér. Þar sem ég var svo til nýbúinn að gera við stuðarann var tilvalið að lunginn
af málningunni sem ætluð var þakinu
endaði á Mözdunni minni fyrir neð-
an sem nú var svört með grænni olíu-
málningarslikju. Fyrirtak. Málarinn
var tryggður fyrir þessu og var Maz-
dan send í hreinsun, mössuð upp á
nýtt. Toppmál.
Tveimur dögum eftir að ég sæki hana á verkstæðið stíf-pússaða eins og úr kassan-um væri komin er ég staddur
í Borgartúni í sumarfríinu mínu þeg-
ar... -Kaaþump-búmm! Ég fæ slink á
háls og bak sem ég er enn að vesen-
ast með í dag. Vegna mánaðar sumar-
lokunar á verkstæðinu sem hentugast
var fyrir mig að láta gera við skemmd-
ina í það skiptið tafðist það að fá við-
gerð allt þar til 6. september. Ég hafði
því ekið um með nýlagaðan stuðara í
rétt rúman mánuð í síðustu viku þeg-
ar ég fékk að heyra kaaþump-búmm!
aftur á Hringbrautinni. Næst þegar
þú sérð svarta Mözdu 3 í umferðinni
með óeðlilega nýjan stuðara. Farðu
endilega varlega.
Þetta er komið gott.
MYNTKÖRFU
MAZDAN
TRÉSMIÐJA
ILLUGI
JÖKULSSON
rithöfundur skrifar
HELGARPISTILL
SIGURÐUR
MIKAEL
JÓNSSON
blaðamaður skrifar
Illugi Jökulsson heyrði konuna sína syngja 30 ára gamlan
Grænjaxlasöng fyrir barnabarnið sitt, söng sem gæti eins
vel átt við nú á dögum.
Krómkallarnir
endalausu