Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Side 28
Ljóðahátíð NýhiLs Sjötta alþjóðlega ljóðahátíð Nýhils hófst á fimmtudag og stendur fram á laugardag. Hátíðin var sett í Norræna húsinu en á dagskrá hátíðarinnar er meðal annars að finna upplestr- arkvöld með íslenskum og erlendum skáldum. Einnig verða tónlistaratriði á Venue á föstudags- og laugardags- kvöld. Þá verða haldnar pallborðsumræður um ljóðlist undir stjórn Benedikts Hjartarsonar bókmenntafræðings í Norræna húsinu klukkan 14.00. Ríó í saLNum Ríó tríóið, þeir Ágúst Atlason, Helgi Pétursson og Ólafur Þórðarson, halda ferna tónleika í Salnum í Kópavogi dagana 28. til 31. október. Tónleikaröðin kallast Brot af því besta en þar flytja þeir nokkur af sínum elstu og vinsælustu lögum. Þeim til halds og trauts verða Björn Thoroddsen og Gunnar Þórðarson. Að undanförnu hafa þeir félagar verið á tónleikaferð um landið og meðal annars sótt heim hirðskáldið sitt á Raufarhöfn, Jónas Friðrik Guðnason, sem samið hefur nánast alla texta sem þeir hafa sungið undanfarin 35 ár. Tónleikarnir hefjast alla dagana kukkan 20.00. Óskar handa Eisenberg Af öllum hlutum til að gera kvikmynd um er Facebook ekki beinlínis mest spennandi kosturinn. Hugmyndin hljómar raunar ömurlega í fyrstu. Dav- id Fincher og Aaron Sorkin tekst þó að gera virkilega áhugaverða kvikmynd úr efninu og styðjast þar við bókina The Accidental Billionaires sem segir frá stofnun samskiptasíðunnar. Þeir Mark Zuckerberg (Eisenberg) og Eduardo Saverin (Garfield) stofn- uðu Facebook ásamt herbergisfélög- um sínum í Harvard í byrjun árs 2004. Saverin lagði til stofnfjármagn og vef- síðan fór á flug. Þegar á leið leitaði Zuckerberg á náðir glaumgosans og Napster-mannsins Seans Parker (Tim- berlake) og fjarlægðist Saverin þá fyr- irtækið og var á endanum bolað burt. Myndin gerist á tveimur tímabilum, annars vegar þegar Facebook er að fæðast og hins vegar nokkrum árum síðar þegar Zuckerberg glímir við tvær lögsóknir. Handbragð Aarons Sorkins (West Wing) leynir sér ekki í handritinu, en hröð og hyttin samtöl ásamt þægi- legri uppbyggingu og vel skilgreind- um og áhugaverðum persónum gera það að verkum að myndin líður ljúf- lega áfram. Leikstjórinn David Fincher (Seven, Fight Club) sér sömuleiðis til þess að fókusinn er skýr allan tímann og heldur manni vel við efnið. Frammistaða leikaranna er fram- úrskarandi og á Jesse Eisenberg (Zombieland) sannkallaðan stórleik í hlutverki Zuckerbergs. Hann er hroka- fullur og félagslega vanþroskaður en um leið bráðsnjall og heillandi. Þrátt fyrir miskunnarlausa framkomu hans gagnvart besta vini sínum finnur mað- ur til með honum um leið og mað- ur fyrirlítur hann. Andrew Garfield (Lions for Lambs) á framtíðina fyrir sér og er mjög góður í sínu hlutverki sem hinn barnalegi en metnaðarfulli Save- rin. Justin Timberlake er skemmtilegur sem hinn ómerkilegi og gráðugi Sean Parker og sannar sig endanlega sem kvikmyndaleikari. Tónlist Trents Reznors (Nine Inch Nails) og Atticus Ross skapar hárrétt andrúmsloft og hjálpar til við þægilega uppbyggingu myndarinnar. The Social Network er stórmerkileg kvikmynd og líklega ein besta mynd ársins, ef ekki sú besta. Fastlega má búast við því að hún sópi að sér til- nefningum á verðlaunavertíðinni sem brátt fer í hönd og þar eru Jesse Eisen- berg, David Fincher og Aaron Sorkin líklegastir. Jón Ingi Stefánsson 28 fókus 22. október 2010 föstudagur FaLL RúNaRs Rúnar Þórisson, tónlistarmaður og gítarleikari hljómsveitarinnar Gra- fík, hefur gefið út nýjan sólódisk sem ber nafnið Fall. Hann kom út 5. okt- óber en Rúnar hefur unnið að plöt- unni síðastliðin þrjú ár. Rúnar semur öll lög og texta á plötunni auk þess að sjá um upptökustjórn og útsetn- ingar. Diskurinn er tileinkaður móð- ur Rúnars, Guðmundu Jóhanns- dóttur, auk þess sem einstök lög og textar eru að vissu marki tenging við nánustu fjölskyldu og vini en text- arnir taka á einstaklingsbundinni og samfélagslegri upplifun, kreppu, eftirsjá, von, ást, náttúru, spillingu og valdi. Á plötunni nýtur Rúnar aðstoðar reyndra hljóðfæraleikara og ber að nefna Arnar Þór Gíslason trommuleikara, Jakob Magnússon bassaleikara og söngvarana Hjörv- ar Hjörleifson, Gísla Kristjánsson, Láru og Margréti Rúnarsdætur, Elízu Newman og Hrólf Sæmundsson. Þá leikur strengjasveit í allmörgum lögum og Skólakór Kársness syngur einnig. Útgáfutónleikar verða að öllu óbreyttu 9. nóvember í Tjarnarbíói. kvikmynd the town Eftir miður farsæl- an feril sem leikari er Ben Affleck virkilega að sanna sig sem leikstjóra en hann gerir Town alveg snilldarlega. Virkilega góð og flott spennumynd. Tölvuleikur / ps3 FIFA 11 Leikurinn bætir í sjálfu sér ekki miklu við FIFA 10 ef aðeins er horft til möguleik- anna til spilunar. FIFA 11 er samt virkilega eigulegur gripur. Hann byggir á góðum grunni FIFA 10 en með ágætlega heppn- uðum nýjungum. leikriT FólkIð í kjAllArAnum Ólafur Egill Egilsson hefur farið um söguna fimum höndum og búið til gott leikhúsverk sem nýtur sín vel í fallegri og vel hugsaðri sviðsetningu Kristínar Eysteinsdóttur. Allir leikarar standa sig með prýði. mælir með... mælir ekki með... leikriT þöglI þjónnInn Atli Þór Albertsson og Guðmundur Ólafsson leika morðingjana. Þeir gera það mjög þokkalega. Stutt og snaggaraleg tilsvörin áttu að vísu til að hljóma eilítið eintóna í munni Atla Þórs, og Guðmundi hætti til að ofgera, einkum þegar á leið; þögul svipbrigðin, hinn stirnaði og kaldi andlitssvipur illvirkjans, var það sem hann skilaði einna best. kvikmyndir the social network leikstjórn: David Fincher. Handrit: Aaron Sorkin eftir bók Ben Mezrich. leikarar: Jesse Eisenberg, Andrew Garfield, Justin Timberlake, Armie Hammer, Max Minghella, Rooney Mara, Joseph Mazzello, Patrick Mapel. 120 mínútur Frábær Jesse Eisenberg á stórleik sem stofnandi Facebook, Mark Zuckerberg. Jú, ég var nú dálítið stressað-ur, þetta virðist ekkert eldast af manni,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur um forsýn- ingu á myndinni Inhale sem valdir einstaklingar fengu að berja augum síðastliðið sunnudagskvöld. Myndin verður frumsýnd í bíóhúsum um helgina en hún er án efa stærsta verkefni sem nokkur íslenskur leik- stjóri hefur stýrt. Það er þó stutt stórra högga á milli hjá Baltasar því hann hefur nú fengið grænt ljós á að gera alvöru Hollywood-mynd, endurgerð á Reykjavík - Rotterdam eftir Óskar Jónasson. Flytur Baltasar brátt út til að vinna við Contraband eins og hún mun heita en með aðalhlutverk fara þau Mark Wahlberg og Kate Beckin- sale. Gaman að koma inn í svona heim „Ég upplifði forsýninguna nokkuð sterkt og ég held að fólk hafi almennt verið ánægt,“ segir Baltasar. Dómar um myndina fara ekki að birtast fyrr en í kringum helgina en fésbókin log- aði af jákvæðum skilaboðum á sunnu- dagskvöldið. „Ætli Inhale sé ekki stærsta verkefni sem ég hef ráðist í, hvað varðar fjárhagslegu hliðina alla- vega,“ segir Baltasar sem tók myndina upp í Santa Fe og Las Vegas í Mexíkó. „Það var alveg frábært að vinna í þessu umhverfi. Það var líka gam- an að koma inn í svona heim sem er svona hrár og reyna að takast á við það. Svo er ég náttúrulega spænskætt- aður og bjó í Mexíkó þegar ég var ell- efu ára. Þetta var því svona aðeins eins og að koma heim,“ segir Balti léttur en hann þurfti þó að taka á ýmsu við gerð myndarinnar. „Það eru náttúrulega ýmsir þarna sem þarf að semja við. Til dæmis verkalýðsfélögin og umboðsmenn. Á endanum ertu samt bara að gera bíó- mynd og þó þetta hafi verið flókið þá er stúdíó-heimurinn miklu flóknari,“ segir Baltasar en við gerð myndar- innar hafði hann ekki kvikmyndaver á bak við sig og flokkast hún því undir svokallaðar indí-myndir. Góður leikari er góður leikari Inhale fjallar um örvinglaðan föð- ur veikrar stúlku sem bráðvantar nýtt lunga og fer hann til Mexíkó til að reyna að bjarga dóttur sinni. Endinn vildu peningamenn myndarinnar gera sykursætan en Baltasar barðist fyrir sínu. „Ég þurfti að berjast fyrir því að fá hann eins og ég vildi hafa hann. Það var skotið eitthvert framhald á honum sem var síðan hætt við að nota. Þeir vildu eitthvað bæta við hann til að skýra endinn betur út en á endanum ákváðum við bara að standa við þetta.“ En hvernig var að vinna með heimsfrægum leikurum á borð við Sam Shepard og Diane Kruger? „Það var alveg frábært. Góður leik- ari er góður leikari sama hversu mik- ið hann fær borgað eða hvaða tungu- mál hann talar. Það var alveg virkilega gott að vinna með Sam og Diane. Hún er mikill fagmaður og Sam er gam- all nagli. Við fórum á hestbak saman þarna sem var mjög gaman. Þessir leikarar skoða myndir hjá manni áður en þeir ráða sig til starfa. Þau komu því öll með jákvæðu hugarfari og á með- an það er ekkert tómt rugl í gangi eru menn bara að vinna saman. Þetta eru náttúrulega engar pissudúkkur samt sem gera allt sem þeim er sagt. Þetta er fólk sem hefur skoðanir. Á endan- um hefur leikstjórinn samt mikið að segja. Í rauninni er samt enginn mun- ur á þessum leikurum og öðrum. Það er kannski bara aðeins meiri glamúr, einhver hjólhýsi og meiri skipulagn- ing,“ segir Baltasar. Grænt ljós á Contraband Fram kom í Fréttablaðinu í vikunni að Baltasar hefði gert risasamning við Hollywood-risann Universal sem hefur ætlað að gera myndina Contra- band, endurgerð á Reykjavík - Rotter- dam, í nokkuð langan tíma. Tvísýnt var þó um hvort Universal gæti gert myndina og voru farnar af stað samn- ingaviðræður við önnur kvikmynda- ver. „Á tímabili var Universal mjög illa statt og það var meira að segja hætt við sextíu milljóna dollara mynd sem hafði þegar verið eytt í fimmtán milljónum dollara. Karl Júlíusson var tengdur við þá mynd. Því gat Univer- sal ekki sagt já strax enda þarf þetta fólk að gera fjárhagsáætlanir og fleira Leikstjórinn Baltasar Kormákur frumsýnir um helgina kvikmyndina Inhale sem skartar mörgum þekktum leikurum. Baltasar segir myndina þá stærstu sem hann hafi gert en nú er hann endanlega búinn að fá grænt ljós á enn stærra verkefni. ráðist verður í endurgerð á myndinni reykjavík - rotterdam sem mun heita Contraband úti en hún skartar stórstjörnum á borð við Mark Wahlberg og Kate Beckinsale. stutt stóRRa högga á miLLi Ég upplifði for-sýninguna nokk- uð sterkt og ég held að fólk hafi almennt verið ánægt. mark WaHlberG Hörkunagli sem fer með aðalhlutverkið í Contraband. möGnuð Hin gullfallega Kate Beckinsale leikur á móti Mark Wahlberg í Contraband.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.