Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Síða 34
34 Viðtal 22. október 2010 föstudagur
vera karlmaður þar. Hann yrði aldrei spurður út
í þessa hluti. Hann væri aftur á móti að tala um
kvikmyndir.“
Hún segir að það eigi þó að vera rúm fyr-
ir hvort tveggja. „Mér finnst
óþægilegt að skilja tilfinningar
út undan í því sem ég geri. Mér
finnst að tilfinningar eigi að fá
að vera með.“
AsnAleg viðtöl
„Stundum finnst mér samt
asnalegt að sjá viðtöl við fræg-
ar konur sem eru bara að tala
um börn og tilfinningar. Eins
og starf þeirra sé ekki byggt á solid verklagni
og vinnusemi. Það sé ekki aðalatriðið í þeirra
lífi heldur börnin þeirra og tilfinningarnar. Ég
myndi vilja að við værum meira í miðjunni með
þetta. Það væri frábært að sjá karlmenn tala um
tilfinningar og börn og eins mætti leyfa kon-
um að tala oftar um sitt starf á faglegum nótum
við sérfræðinga á því sviði. En ég meina, það er
pláss fyrir allt. Ég hef líka gaman af því að veita
bara einhverjum fréttamanni viðtal. En þarna
finnst mér halla á konur. Það er eins og þær geti
ekki verið í fjölmiðlum án þess að leggja einka-
lífið undir.“
þyngri refsingAr
Launamuninn vill hún einnig uppræta. „Þetta
er náttúrulega ekki í lagi. Konur eiga að fá sömu
laun fyrir sömu störf. Það er einfalt. Eins mætti
gera meira til þess að spyrna gegn kynferðis-
legu ofbeldi. Refsingarnar mættu vera þyngri.
Fram til þessa hefur verið þagað um svona mál
en mér finnst þetta vera að breytast. Það er já-
kvætt.“
Annars dáist hún að íslenskum konum. „Ég
á margar sterkar og góðar vinkonur sem væri
illmögulegt að lifa án. Mér finnst íslenskar kon-
ur svo ótrúlega flottar. Ég var að horfa á þær á
Iceland Airwaves, horfði eiginlega meira á þær
en hljómsveitirnar. Þær eru sterkar, ástríðufull-
ar, jarðtengdar og glaðar.“
AmmA, Joni mitchell og KAte Bush
Fyrirmyndirnar eru líka sterkar. „Ég leit mikið
upp til Hallfríðar ömmu minnar þegar ég var
krakki. Mér fannst henni takast að sameina það
með miklum þokka að mála myndir og vera
fjölskyldukona. Hún er líka aðdáunarverð fyr-
ir nægjusemi sína, alltaf ánægð með það sem
hún hafði og átti eflaust gott samband við nátt-
úruna.
Sem unglingur leit ég mjög upp til Joni
Mitchell og Kate Bush. Þá sérstaklega fyrir það
að þeim hafði tekist að skapa sinn eigin heim
en voru ekki bara gestir í annarra manna hljóð-
heimi, eins og oft vill verða með söngkonur.“
Hún gefur lítið út á það að hún sé sjálf fyrir-
mynd og brautryðjandi. Þegar hún er spurð að
því hvernig tilfinning það sé að
árangur hennar hafi rutt braut-
ina fyrir aðra og að kraftur henn-
ar sé til fyrirmyndar fyrir þá sem
vilja láta til sín taka segir hún að
það sé erfitt að átta sig á þessu.
„Þetta er eitthvað sem flestir
gætu talað um nema ég.“
sAfnAr undirsKriftum
Fólk kemur þó reglulega til
hennar og þakkar henni fyrir náttúrubaráttuna.
„Stundum finnst mér að fólk haldi að fyrst ég sé
í þessu, að fyrst það beri mikið á mér í fjölmiðl-
um, sé það nóg. En það er ekki nóg. Í könnun
kom fram að yfir 80% þjóðarinnar vilja ekki láta
einkavæða aðgang að orkuauðlindunum okk-
ar. Til að koma því til skila til stjórnvalda þarf
fólk að skrifa undir á orkuaudlindir.is. Nú var
í fréttum að það verði jafnvel þjóðaratkvæða-
greiðsla um Evrópubandalagið í nóvember.
Ef við höfum safnað 35.000 undirskriftum þá
gætu stjórnvöld ekki látið það fram hjá sér fara.
Við fengjum þá vonandi að kjósa líka um það
hvernig farið verður með orkuna okkar. Það
kostar að hætta við Magma en það mun kosta
þúsundfalt meira ef við gerum það ekki.
Ég hugsa að á endanum muni þessi bar-
átta skila þeim árangri sem ég vænti. Lokanið-
urstaðan er ekki enn komin fram. Fjölmiðlar
hafa brenglað niðurstöðu Magma-nefndarinn-
ar, sem sagði ekki að skúffan væri lögleg. Hún
sagði að lögin væru svo illa skrifuð að salan til
Magma væri bæði bönnuð og ekki. Nefndin
lagði því til að sett yrðu ný lög. Nú vona ég bara
að ráðamenn hlusti.“
gJöf evu Joly
Alls ekki allir taka henni þó fagnandi þegar hún
tjáir skoðanir sínar. Stundum hefur hún þurft
að sitja undir ruddalegum skrifum manna sem
gera lítið úr henni og því sem hún hefur fram að
færa. Það er ekki alltaf auðvelt. Ekki einu sinni
fyrir Björk. „Mér finnst það hrikalega leiðinlegt.
Stundum tekur það úr mér allan mátt. Ég átta
mig á því að ég hef aðgang að fjölmiðlum sem
fáir Íslendingar hafa. Það hefur oft komið mér
vel í gegnum tíðina, svo ég er tilbúin til að taka
slæmu hliðinni á því líka. Standa upp sem mál-
svari 80% þjóðarinnar jafnvel þótt ég verði skot-
in niður. Það er þess virði.
Stuðningur Evu Joly í síðustu viku var ótrúleg
gjöf. Ég fann hvernig okkar amatör barátta varð
pró á einu augnabliki. Í hjarta sínu vita jú flestir
að þetta er ekki rétt, ég finn það.
Sömu menn og rændu bankana
eru að ræna okkur auðlindun-
um. Við erum nú þegar komin
upp í leyfileg mengunarmörk og
ef við höldum áfram að bæta við
förum við langt yfir þau mörk.
Hvernig eiga samskipti okkar
við aðrar þjóðir að vera ef við
virðum ekki slíkt samkomulag?“
gróðurhús úr álveri
Staðan á Suðurnesjunum er erf-
ið og hún hefur fullan skilning
á því. „Ég skil líka að ef ekki verður af byggingu
þessara álvera þurfa Suðurnesjamenn að finna
aðrar lausnir. En ef álverið rís, hvað ætla þeir
þá að gera eftir fjögur ár? Fá herinn aftur? Þá
munu þeir vakna upp við það að þeir hafa
grafið sig í enn dýpri holu en þeir eru í núna.
Atvinnuleysið er ekki til staðar af því að þeir
fengu ekki álver. Það kom til af því að þeir
gerðu óraunhæfar áætlanir og eyddu um efni
fram. Þeir hefðu betur, þarna fyrir nokkrum
árum, fjárfest í ótal sprotafyrirtækjum. Þá
væru þeir í mun betri stöðu eftir fjögur ár, með
sprota sem væru að verða tíu ára gamlir og
byrjaðir að spíra. Eins væru skuldirnar miklu
minni og Reykjanesið enn ómengað. Ég hef
heyrt marga tala um það hversu stórkostlegt
það væri ef þeir myndu nota álversgrunninn
til þess að byggja gróðurhús með það að marki
að rækta allt það grænmeti sem Íslendingar
þurfa. Það er kannski ekki nógu
„macho“?“
nett þráhyggJA
Baráttan er henni mikilvæg og
hún mun halda henni áfram
sama hvað tautar og raular.
„Flest verkefni sem ég hef tek-
ist á við hafa virst mér ofviða á
einhverjum tímapunkti. Ég lít
á það sem heilbrigðan hluta
af þessu ferli. Ég myndi fyrst fá
áhyggjur ef allt gengi snurðu-
laust fyrir sig. Ætli ég sé ekki
haldin einhverri áráttu fyrir því að klára verk-
efni? Þetta er svona nett þráhyggja. Ef ég byrja
á einhverju verð ég að klára það.“
sKilAr AlltAf Auðu
Með allar hugsjónirnar að vopni gæti Björk
auðveldlega tekið þátt í stjórnmálum. Það heill-
ar hana hins vegar ekki og hefur aldrei gert.
Ekki einu sinni að stofna nýtt stjórnmálaafl.
„Ég held að ég muni aldrei tilheyra stjórnmála-
flokki. Hingað til hef ég skilað auðu og ég mun
halda því áfram. Ég gæti aldrei hugsað mér að
stofna nýtt stjórnmálaafl.“
Hún er komin út á flugvöll og þarf að tékka
sig inn. Ég heyri hvar hún kveður samstarfs-
fólkið með hlýju: „Thank you.“ Snýr sér síðan að
mér og kveður: „Ég ætla að skjótast hérna inn.
Takk aftur fyrir heiðurinn. Bæ.“
ingibjorg@dv.is
Sömu menn og
rændu bankana
eru að ræna okkur
auðlindunum.
Þannig að þegar
börnin koma heim
úr skólanum er ég
heima. Það hefur
virkað vel og er
mér mikilvægt.
lifir tvöföldu lífi Hálft árið býr
Björk í Bandaríkjunum en hinum
helmingi ársins ver hún á Íslandi.
Því gengur Ísadóra í skóla á
báðum stöðum. mynd verA pálsdóttir
„lífið gerist bara“
Björk segir að það sé
ekki hægt að gera plan
fyrir lífið. Hún reynir
að gera það besta úr
aðstæðunum hverju
sinni. mynd verA pálsdóttir